Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 09.08.1959, Side 19

Morgunblaðið - 09.08.1959, Side 19
SunnuSagur 9. ágúst 1959 MORCTJNM 4ÐIÐ 19 78 karíar og konur keppa á Meistaramótinu í frjáls íþróttum Mótið hefst i kvöld og lýkur á mibvikudag MEISTARAMÓT íslands í frjálsum íþróttum hefst á Laugardals- vtllinum í kvöld kl. 8.30. Mótinu verður síðan fram haldið á sama s(að á mánudags- og þriðjudagskvöld. Þetta er í 33. sinn sem þetta mót fer fram og samtímis því fer fram 10. kvennameistaramót Islands í frjálsum íþróttum. Keppendur á mótinu eru 60 í karla- greinum og 18 í kvennagreinum. Mjög er til mótsins vandað og má ætla að um tímamót verði að ræða i framkvæmd móta hér á Iandi ef vilji framkvæmdanefndarinnar nær fram að ganga. Vel undirbúið Ijónsson, Jóhannes Sölvason og í framkvæmdanefnd mótsins Einar Kristjánsson. Hefur nefnd- hafa starfað' Guðmundur Sigur- |in unnið mikið starf að undirbún ingi mótsins og það er von henn- ar og vilji að framkvæmd móts- ins takist eins og bezt verður á kosið og tiðkast erlendis. Hefur nefndin sett upp ákveðnar reglur til að flýta framkvæmd mótsins, t.d. dregið í riðla og um stökkröð fyrirfram, skipað fyrirliða kepp- enda frá hverju félagi og lagt mikið kapp á að vélja til mótsins góða og örugga starísmenn en þeir verða alls um 40 talsins. Framkvæmdanefndin og Bryn- jólfur Ingólfsson form. FRÍ, ræddu við blaðamenn í gær. Lögðu þeir áherzlu á vilja nefnd- arinnar til að láta mótið ganga vel og greiðlega en til þess að svo yrði yrðu bæði keppendur og starfsmenn að leggja sig fram. Athugasemd EINS og skýrt hefur verið frá á Alþingi og í blöðum, fól ríkis- stjórnin okkur undirrituðum að gera þær breytingar á lögum um kosningar til Alþingis, sem nauð- synlegar yrðu vegna fyrirhugaðr- ar stjórnarskrárbreytingar. f um- ræðum á Alþingi og í ummælum blaða hefur ýmist verið fullyrt eða látið að því liggja, að þau mistök hafi orðið af okkar hálfu, að ekki hafi verið fylgt ákvæðum stjórnarskrárfrumvarpsins um niðurfellingu landslista, og hafi stjórnarskrárnefnd n.d. af þeim sökum orðið að semja yfir 40 breytingartillögur við kosninga- lagafrv. Með því að hér er ýmist rangt eða mjög villandi með mái farið, teljum við óhjákvæmilegt að birta eftirfarandi /athuga- semdir: 1. Þó að við tækjum að okkur að fella nauðsynlegar bveytingar inn í kosningalögin, réðum við engu um efni þeirra að öðru leyti. Af því hafði ríkisstjórnin veg og vanda, þar á meðal því, að látin var haldast heimild flokka að hafa landslista í kjöri. Meðan á samningu frv. stóð, var jafnan haft samráð við ríkis- stjórnina um efni þess, og er við skiluðum henni frv., kynnti hún sér það og lýsti sig samþykka því í öllum greinum. Lét hún og prenta frv. og lagði það fram á Alþingi. 2. Þegar við unnum að samn- ingu frv., kom það vitanlega til umræðu milli okkar, hvort fyrir- huguð stjórnarskrárbreyting væri því til hindrunar, að flokkar bæru fram landslista. í 31. gr. núgild- andi stjórnarskrár er berum orð- um tekið fram, að flokkum sé heimilt að hafa landslista í kjöri, en svo er ekki í fyrirhugaðri st j ór nar skr árbrey tingu. Þetta þarf að sjálfsögðu ekki að hafa aðra þýðingu en þá, að flokkar hafa ekki lengur stjórnarskrár- tryggða heimild til að bera fram landslista. Hinsvegar útilokar það ekki, að flokkum sé veitt slík heimild í kosningalögum, þar sem engin ákvæði væntanlegrar stjórn arskrárbreytingar banna það né mæla því í gegn. f stjórnarskrár- frv. er ákveðið, að 11 landskjörn ir þingmenn skuli eiga sæti á Al- þingi ,en þess ekki getið, hvernig þeir skuli kjömir, og er almenna Utanhúsmálun Mála allt utan húss. — Sími 9384. löggjafanum ætlað að ákveða það nánar í kosningalögum. Þess eins er getið í stjórnarskrárfrv., að hinir landskjörnu þingmenn skuli vera „til jöfnunar milli þing- flokka, svo að hver þeirra hafi þingsæti í sem fyllstu samræmi við atkvæðatölu sína við almenn ar kosningar“. Þessum tilgangi yrði engan veginn betur náð en með því að leyfa landslista, svo sem verið hefur. Framboðslistar í kjördæmum- njóta og góðs af þeim atkvæðum sem á landslista falla. Ákvæðin um landslista í kosningalagafrv. brutu því ekki að neinu leyti í bága við fyrir- hugaða stjórnarskrárbreytingu. 3. Eftir að kosningalagafrv. hafði verið lagt fram á Alþingi, ákvað ríkisstjórnin að fella úr því heimild flokka til að bera fram landslista. Var þá nauðsyn- legt að breyta öllum þeim grein- um kosningalagafrv., sem að ein hverju leyti snertu landslista. Fól ríkisstjórnin okkur að gera þær breytingar, og er meginhlutinn af þeim breytingatillögum, sem stjórnarskrárnefndin bar fram, saminn af okkur (milli 30 og 40). Þær breytingartillögur, sem nefndin samdi sjálf, varða yfir- leitt ekki fyrirhugaða stjórnar- skrárbreytingu og liggja því utan þess verksviðs, sem okkur var falið. Reykjavík, 7. ágúst. Reykjavík 7. ágúst 1959. Árni Tryggvason, Jónatan Hallvarðsson, Þórður Eyjólfsson. Mikil þátttaka Þeim ber saman um að langt sé síðan' að jafnmikil þátttaka hefði verið í mótinu utan af landi, en sá sé hængur á að utan- bæjarmennirnir væru aðallega af Suð-Vesturlandi. Enginn kæmi t. d. úr Austfirðingafjórðungi, eng- inn af Vestfjörðum og aðeins 2 úr Norðlendingafjórðungi og eng inn frá Akureyri sem þó á marga góða menn. Mun Meistaramót Norðurlanda sem verður um næstu helgi eiga sinn þátt í því. En eigi að síður er þátttaka í mótinu mikil sem fyrr segir. Keppendur eru frá 6—11 í stökk um og köstum og margir í styttri hlaupum en í þeim lengri er þátt- takan heldur léleg þetta 2—3 í hverri grein. í kvennagreinunum eru þátttakendur allt að 13 í hverri grein en stúlkurnar keppa í 9 greinum. í öllum greinum karla er keppt um bikara sem vinnast á 3—5 árum. # ir Allir þeir beztu Allir beztu íþróttamenn Suð- Vesturlands að Hauki Engilberts- syni undanskildum eru með í mót inu og segja má að í þeim hópi séu flestir beztu íþróttamenn landsins. Af þeim má nefna Vil- hjálm Einarsson, Svavar Markús- son, Hilmar Þorbjörnsson, Val- björn Þorláksson, Þorsteinn Löve, Jón Pétursson, Hörð Haraldsson, Hallgrím Jónsson Kristleif Guð- björnsson, Friðrik Guðmundsson, Einar Frímannsson, Gunnar Huse by og Gylfa Gunnarsson svo ein- hverjir séu nefndir. Keppnisgreinar í kvöld eru 200 m hlaup, kúluvarp, hástökk, 800 m hlaup, spjótkast, langstökk, 5 km. hlaup og 400 m grindahlaup. Fréttin um VW-bílinn, sem komst að Jökulheimum í Tungnár- botnum, vakti athygli sem vonlegt var. Þessi mynd var tekin af Finnboga Eyjólfssyni við bílinn á hlaðinu framan við Jökulheiinaskála. Þrestir verpa oft og iðulega þrisvar á sumri. — 1 einu úthverf- anna hefur þröstur nú gert sér hreiður heim við tröppur eins hússins og tók ljósniyndari Mbl. þessa mynd af þrestinum við hreiðrið sitt. — Þegar verið var að skrifa undir þessa mynd, skaut einhver því inn í, að það gæti haft í för me'ð sér að þrösturinn fældist af eggjunum, vegna ásóknar forvitinna ef sagt yrði nákvæmlega frá því, hvar þetta væri og á það var fallizt og er þetta þrastarhreiður „einhvers staðar í Reykjavík“. Verð fjarverandi til 1. september. GUÐMUNDUR EYJÓLFSSON læknir gegnir fyrir mig. ERLINGUR ÞORSTEINSSON læknir Hugheilar þakkir og kveðjur sendi ég ykkur öllum, sem minntust mín á 60 ára afmæli mínu 1. ágúst s.l. Erlingur Guðmundsson, Galtastöðum Lokað vegna jarðarfarar frá kl. 2 mánudaginn 10. ágúst. Þvottahusið Drífa Systir mín, GUÐMUNDlNA HELGADÓTTIR andaðist að Landakotsspítala laugardaginn 8. ágúst. Fyrir hönd vandamcuma. Ingibjörg Helgadóttir Dóttir mín, RAGNHILDUR GEIRSDÓTTIR er andaðist 4. ágúst, verður jarðsett frá Fossvogskirkju þriðjudag. 11. ágúst kl. 3. Neríður Ketilsdóttir, Vestmannaeyjum Móðir okkar, SIGRlÐUR ÁSTA SNÆBJÖRNSDÓTTIR frá Patreksfirði, andaðist að Elliheimilinu Grund 6. ágúst. Jafnframt tilkynnist að dóttir hennar Hulda, andaðist í Danmörku 25. júií s.l. Systkini, börn og tengdabörn hinna látnu Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð, við andlát og jarðarför eiginmanns míns, FINNBOGA SIGURÐSSONAR Jóhanna Hannesdóttir Að heilum huga þökkum við hlýjar kveðjur og samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar, GUÐRÚNAR JÓNU GUÐMUNDSDÓTTUR frá Mosvöllum í Önundarfirði, Fyrir mína hönd og annarra aðstandenda. Guðmundur Bjamason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.