Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 3
Sunmiðagur 30. águst 1959 JUORCTJNJtLAÐIÐ 3 Sr. Óskar J. Þorláksson Þakklætistilfinning trúarinnar Norður við heimsskaut FREGNIR af átökum milli stjórn arhers kommúnista í smárikinu Laos í Indó-Kína hafa vakið tals verða athygli og verið meðal helztu erlendra frétta að undan- förnu. Athyglin stafar þó ekki fyrst og fremst af því, að bardagarnir hafi verið miklir, heldur fyrst og fremst af því að órói þessi kem- ur upp á undarlegum tíma rétt, þegar verið er að undirbúa för Krúsjeffs til Bandaríkjanna. Er von að mönnum þyki það undar- legt reisubréf, sem á að fylgja honum vestur um haf, — ný árás kommúnista á smáríki. Ef svo heldur áfram má telja ólíklegt, ef ekki útilokað að nokk ur árangur geti orðið af fundi þeirra Eisenhowers og Krúsjeffs. Ekkert mark verður tekið á blíð- mælgi Krúsjeffs ef þeim fylgir í verki aðeins ný ofbeldisárás. Afstaða Kínverja og Rússa Stjórnmálafréttaritarar heims- blaðanna hafa mikið ritað um þessa viðburði að undanförnu. Eru margar skoðanir uppi um það, hvað valdi svo undarlegri og mótsagnakenndri hegðun kom múnista. i ,% i ,j f % I I 1 I % i 1 I i 1 f ii I ÍÍ i i' i i i- y. i %' ý V i i i ,v > i % ■ i i i Uppdrátturinn sýnir Laos og innrásarleiðir kommúnista í landið. Á því leikur enginn vafi, að innrás þessi er gerð með sam- þykki eða jafnvel að fyrirlagi kínverskra kommúnista. Hefur því verið veitt athygli, að for- ingi kommúnista. í Norður-Viet- man að nafni Ho Chiminh var nýlega á ferð í Kína og ræddi við áhrifarpenn í Pekingstjórn- inni. Sumir eru þeirrar skoðunar, að Kínverjar hafi hleypt innrásinni í Laos af stað upp á eigin spýt- ur eða jafnvel í blóra við Krú- sj«ff. Benda þeir á það, að Kín- verjar séu farnir að færa sig upp á skaftið í viðskiptum sínum við Rússa og keppi nú við þá um forustuhlutverk í heimi kommún ismans. Nú er því jafnvel haldið fram, að þeir séu gramir út í Frh. á bls. 6 EITT vinsælasta lag Þórarins Jónssonar tónskálds er vafa- laust „Norður við heimskaut í svalköldum sævi“, sem samið er við texta eftir Kristján Jónsson Fjallaskáld, eins og kunnugt er. Kristján samdi kvæðið 1866 við danskt lag, í tilefni af afmæli Kristjáns konungs 9. (8. apríl). Þórarinn Jónsson var 1 Berlín frá 1925 til 1950, en þá kom hann heim til íslands aft- ur. Hann segir, að sér hafi lið- ið vel í Berlín — og mig lang- aði ekkert til íslands, segir hann. ★ t>órarinn segist hafa kompón Þórarinn Jónsson erað flest sín tónverk í Þýzka- landi. ýmis verk voru flutt eftir hann þar og fengu góða dóma, bæði sönglög, kammer- músík og kirkjutónlist. Þá seg- ir hann, að tónlistarlífið hafi staðið með miklum blóma í Þýzkalandi, jafnvel í stríðinu. Starfslið Berlíner Pihilharm- onie og Ríkisóperunnar var t. d. ekki herskylt. — En Hitler lagði bann við því, að ýmis konar músík yrði flutt í Þýzkalandi. — Jú, það sem þeir kölluðu „entarte kunst“ eða úrkynjuð list, en ég fylgdist ekki með því máli. Þetta kom aldrei neitt við mig. Aftur á móti kom til tals eftir stríð, að iög yrðu leikin eftir mig í Þýzka- landi. En til þess varð að fá leyfi Breta — og það er ekki komið enn. Ég tek þó skýrt fram að ég var aldrei „in der Partei". — Nú var t.d. Mendelsohn bannaður. Var hans list köll- uð „úrkynjuð"? — Nei, en hann var Gyðing- ur og það nægði. Úrkynjuð list var fyrst og fremst atónal- músik svonefnd og djass. — Þér hefur liðið vel. Þýzkalandi? — Já, mér leið vel. — Og líka í stríðinu? — Eftir stríðið var 90% af Berlín í rúst. — Við ætluðum að tala um, „Norður við heimskaut í sval- köldum sævi“, hvenær samd- irðu það? — Það var 30. nóvember 1939. Þennan dag réðust Rúss- ar á Finna. Loftið var lævi blandið og örlaganornirnar geystust um heiminn með kreppta hnefa. Um kvöldið varð mér reikað inn á vinstof- una Taverne, sem var falleg krá í ítölskum stíl og gátu all- ir verið þekktir fyrir að fara þangað. Ég settist einn við borð úti í horni. Lagið hafði ver- ið að ásækja mig allan dag- inn. Venjulega reyni ég að hrinda burt slíkum hugdett- um, en þegar ásóknin er of hörð, læt. ég undan. Ég fór því að hripa lagið niður, þar sem ég sat þarna við borðið. Ung- ur píanisti, vinur minn, lék á pianóið, mjúka og þýða músik til eyrnayndis fyrir á- heyrendur, án þess þó að trufla gestina. Þarna var > > s i s s \ s I V íl ) > s „Þakkið jafnan Guði, föðurn- um, fyrir alla hluti í nafni Drottins vors Jesú Krists." (Ef. 5.20). EITT hið fyrsta sem börnunum er kennt er að þakka fyrir sig. Það þykir ekki aðeins prýði á hverju barni, að það sé þakklátt, heldur þykir það og tilheyra góð- um siðum fulltíða fólks, að sýna þakklæti sitt fyrir það, sem fyr- ir það hefur verið gert. En á ekki einmitt þetta sama við á sviði trúarlífsins? Erum vér ekki öll eins og börn, frammi fyrir Guði, föður? Þessi afstaða vor mannanna til Guðs er eitt af grundvallar- atriðum trúarlífsins, þessvegna er það eðlilegt og sjálfsagt, að ^akklætiðtilfinningin sé veiga- mikill þáttur aUs trúarlífs. Guð er gjafarinn allra góðra hluta. öll farsæld og blessun lífsins á uppsprettu sína hjá hon- um. „Sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er ofan að og kemur niður frá föður ljósanna, en hjá honum er hvorki um breyt ing né umhverfingar skuggi". (Jak. 1.17). Vér biðjum Guð og leitum hjálpar hans í margvíslegum vanda, sem að höndum ber, en hví skyldum vér þá gleyma að þakka honum, þegar einhver blessun fellur oss í skaut? Ef vér þökkum honum af hjarta verður samband vort við hann innilegra og vér finnum það því betur, að þrátt fyrir allt erum vér börnin hans í blíðu og stríðu, þrátt fyrir allan vorn breyzk- leika, og meðvitundin um nálægð hans og handleiðslu gerir oss bjartsýnni og styrkari í baráttu lífsins. Þakklætistilfinningin er því svo þýðingarmikill þáttur trúarlífs- ins að hann má aldrei gleymast. Margir af fegurstu sálmum sálma bókarinnar eru þakkar- og lof- gjörðarsálmar. Einn þeirra byrj- ar á þessu fagra versi: Nú gjaldi Guði þökk hans gjörvöll barna hjöröin, um dýrð og hátign hans ber himinn vott og jörðin. Frá æsku vorri var oss vernd og skjól hans náð. og allt vort bætti böl hans blessað líknarráð. (Sálmb. 26). II. Hvað er það þá, sem er oss mönnunum sérstakt þakkarefni í daglegu lífi? Ef til vill er þessl spurning algjörlega óþörf, en þaS skaðar samt ekki að hugsa um þetta, því til þess eru þessir þætt ir að vekja til umhugsunar um ýmis atriði trúarlífsins. Fyrst vil ég nefna heilsu og krafta til líkama og sálar. Að njóta góðrar heilsu er vissulega mikið þakkarefni. Oft hugsum vér ekki um það, eins og vert er, hve heilsan er dýrmæt, og því fara menn oft furðu gálauslega með heilsu sína. Fyrst þegar van- heilsan gerir vart við sig hjá mönnum sjálfum eða þegar náu- ustu ástvinir þeirra eiga við van heilsu að búa þá skilja þeir oft fyrst, hvað góð heilsa er mikil Guðs gjöf. Er það ekki næsta eðlilegt, að vér þökkum Guði fyrir þessa gjöí og sýnum þakklæti vort í verki, með þvi að hjálpa þeim, sem van- heilir eru, til þess að bera þeirra þungu byrðar, því auðvitað get- um vér gert þetta með marg- víslegum hætti. En þakkarefnin eru miklu fleiri. Góð lífskjör farsælt heim- ilislíf, barnalán, trúfastir vinir. Allt eru þetta í innsta eðli sínu gjafir Guðs, sem vér ekki megum gleyma að þakka. Og vissulega ættu þeir sem njóta kannske alls þessa, að vera bjartsýnna og betra fólk en hinir sem minni hamingju njóta í þess- um efnim. Og þess skulum vér þó minn- ast, að lífshamingja manna er ekki bundin við ytri aðstæður og jafnvel þeir, sem fyrir sjónum manna, hafa minnst að þakka, eru oft manna þakklátastir fyrir hvern sólargeisla sem skín inn til þeirra. í guðspjalli þessa sunnudags, sem hugleitt er í dag við guðs- þjónusturnar í kirkjum landsins, er talað um líkþráu mennina 10, sem Jesús Kristur læknaði á förn um vegi (Lk: 17.11—19). Fiá því er sagt, að aðeins einn þeirra hafi snúið aftur, til þess að þakka fýr* ir lækninguna og að Jesús hafi spurt, hvort ekki hafi fleiri kom- ið, til þess að gefa Guði dýrðina, nema þessi eini útlendingur. Hann felldi ekki neinn áfellis- dóm yfir þeim sem ekki komu, heldur spurði aðeins: „Hvar eru hinir níu?“ Eigum vér ekki að leggja fyrir oss í dag, þessa spurningu: Er ég einn af þeim, sem gefa Guði dýrS ina fyrir það, sem hann hefur gert fyrir mig eða hefi ég gleymt að þakka honum fyrir hinar marg víslegu gjafir hans? margt frægra manna, film- stjörnur og aðrir listamenn. Skammt frá borðinu mínu var kringlótt borð og við það sátu fimm menn, flestir í einkenn- isbúningum hermanna. Þegar ég var búinn að hripa niður lagið, datt mér í hug hvort vinur minn við píanóið vildi ekki renna yfir það, vissi að það mundi enginn taka eftir því, hvort eð var. Þetta var góður drengur og þekkti alla gestina. Hann tók mér vel og spilaði lagið. Þá tek ég eftir því að einn af þessum háu herr um sem situr við kringlótta borðið fer að hreyfa hægri handlegginn, eins og hann sé að leika á fiðlu. Ég var hissa, því þetta var ekki borðsiður hjá fínu fólki. Hvað væri sagt við ungan dreng, ef hann hegðaði sér svona? datt mér í hug. En hinir herramennirn- ir, sem allir voru háttsettir í þýzka hernum, létu sér þetta lynda og kommando-svipurinn datt af þeim. Þegar lagið var á enda, spurði ég píanistann: — Heyrðu, þú getur ekki sagt mér, hver þessi maður er, sem þarna situr og spilar á fiðlu. — Jú, það er hermálafulltrúi Finna í Berlín .Síðan vék Finninn sér að mér og var orðinn hermannlegur aftur: — Voruð þér að semja þetta lag? spurði hann. — Já, svaraði ég. — Nú — já. Hverrar þjóðar eruð þér spurði hann. — ís- lendingur, sagði ég. — Já, það má segja að íslendingar geri vel við sína listamenn, að þeir geti setið á vínstofum í Berlín. Og nú var kommando- svipurinn kominn á hann aft- ur. Hann var orðinn fyrir- myndarhermaður. — Já, það er rétt hjá yður, svaraði ég. Það, sem eftir var kvölds- ins skenkti þjónninn í mitt glas um leið og hann fylti glös herforingjanna fimm, en enginn sagði neitt. Þegar Finninn gekk út úr vinstof- unni seinna um kvöldið, kinkaði hann til mín kolli. * ^•.^•✓•✓•^•^•✓■•^•^••^u

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.