Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 19
Sunnudagur 30. ágúst 1959
MORGUNBL 4Ð1Ð
19
Sextug á morgun:
Guðbrondína Tómasdóttir
Frú Guðbrandína Tómasdóttir,
sem nú á heima í Starfsmanna-
húsinu Sæbóli við Kársnesbraut
í Kópavogskaupstað, er sextug
á morgun. Hún er upprunninn
vestur í Dalasýslu, fædd þar að
Svarfhóli í Laxárdal, 31. ágúst
1899. Á barnsaldri var hún tekin
í fóstur af Grönfeldtshjónunum,
sem lengi voru gestgjafar í Borg-
arnesi og ólst upp hjá þeim.
Hún giftist hér í Reykjavík 4.
febrúar 1922 Ottó Guðjónssyni,
V i n n a
Hreingerningamiðs'iðin
Símar 12545 og 24644. Vanir
og vandvirkir menn til hrein-
gerninga.
Sigurður ölason
HaeslarcllarlöcmaSur
Þorvaldur Lúðvíksson
HéraSsdómslögntaSur
MáIflutning;9Rkrifslofa
Aiuturstraeti 14. Sínú 1-55-35
klæðskera. Hafa þau eignast 7
börn, en misst tvö þeirra. Lengst
af hafa þau hjón búið hér i
Reykjavík. Nokkur ár voru þau
austur í Ámessýslu og unnu þar
fyrir yngstu börnunum, Ottó að
mestu hér og þar á bæjum með
iðn sinni, en Guðbrandina hjá
bændum sem vinnukona. Þannig
hjálpuðust þau að við að bjarga
sér og sínum meðan hér var mest
atvinnuleysið í fatagerðariðnað-
inum. Einnig eftir að Ottó fékk
hér atvinnu aftur, hefur afkomu-
róðurinn oft verið erfiður, og
hefur frú Guðbrandína iðulega
lagt á sig vinnu utan heimilisins,
jafnhliða heimilisstörfunum, til
að auka tekjur heimilisns og um
leið hjálpa bónda sínum til að
offra nokkru af starfskröftum
sínum fyrir hugðarefni sitt.
sönginn, sem er hans líf og yndi.
í Góðtemplarareglunni hafa
þau hjón bæði verið trúir félag-
ar um áratugi.
Þannig hefur Guðbrandína
borið byrðar heimilis síns með
bónda sínum og börnum, ótrauð
og ylrík, í 37 ár. í>ví er ekki að
undra þótt fjölskyldan öll, þar
með tengdaböm og barnabörn,
faeri henni þakkir og heillaóskir
á þessum tímamótum í lífi hean-
ar. Það gera og allir vinir þeirra
aðrir, kunningjar og áhugamála-
samherjar.
31. ágúst. 1959.
—Vinkona.
Tvær tvöfaldar amerískar
spring-dýnur
með maghony undirstöðu og göflum til sölu að
Sogavegi 84. Sími 32346. Verð kr. 4000. —
Skrifsfofustúlka
getur fengið vinnu % daginn. Þarf að kunna bók-
hald og vélritun. Umsóknir sendist Morgunbl.
merkt: „4853“.
Sumardvalarbörn
á vegum styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að
Varmalandi í Borgarfirði koma í bæinn mánudag-
inn 31. ágúst kl. 6—6,30 a ðSjafnargötu 14.
Húsgagnasmiður
Húsgagnasmiður og laghentur maður óskast.
NÍIA KOMPANllÐ H.F.
Grettisgötu 51 — Sími 13850 og 35071.
Keflvíkingar
Stúlka óskast til að annast ljósböð barna í Bama-
skólanum í Keflavík. Umsóknir um starfið sendist
formanni fræðsluráðs Hafnargötu 48A fyrir 10.
sept. 1959.
BÆJARSTJÓRINN 1 KEFLAVÍK.
Keflvíkingar
Starf húsvarðar við Iþróttahús Barnaskólans i Kefla
vík er laust til umsóknar. Umsóknir um starfið
sendist formanni fræðsluráðs Hafnargötu 48A fyrir
10. sept. 1959.
BÆJARSTJÓRINN 1 KEFLAVlK.
10% afsláttur
Sé verzlað fyrir 100 kr. eða meira verður gefið 10%
afsláttur næstu daga.
STÓRISEFNI margar gerðir
GLUGG ATJ ALDAEFNI margar gerðir
KJÓLAEFNI, RUMFATAEFNI, PLASTEFNI
Allskonar smávöru rog margt fleira á
LANGHOLTSVEGI ÍCS
Einbýlishús til leigu Nýtízku einbýlishús, 130 ferm. með eða án húsgagna til leigu í ca. 1 ár. Tilboð merkt: „Einbýlishús — 4786“ sendist til Mbl.
Hjartans þakkir fyrir auðsýnda vináttu í tilefni af 70 ára affnæli mínu 20. ágúst s.l. Bjamfríður Sigurðardóttir.
Innilega þakka ég öllum vinum og vandamönnum er glöddu mig á 70 ára afmæli mínu 21. ágúst síðastl, með gjöfum, blómum, skeytum og þéttum handtökum og þó sérstaklega þakka ég alla þá hlýju er að mér streymdi úr öllum áttum og gerði mér daginn ógleymanlegan. Guð blessi ykkur öll. • Benedikt Benediktsson, Mýrarkoti v/ Bakkastíg Rvík.
Eiginkona mín og móðir okkar GUÐRtJN EIRlKSDÓTTIR Brekkugötu 14, Hafnarfirði, andaðist á Landsspítalanum mánudaginn 24. ágúst. S Jarðarförin hefur farið fram. Benedikt Ögmundsson og börn.
Faðir minn, C. J. MALMBERG andaðist í Kaupmannahöfn 26. þ.m. Jarðarförin fer fram þriðjudag 1. sept. E. C. Malmberg
Útför konu minnar, móður og tengdamóður, SVÖVU HERMANNSDÓTTUR er andaðist 25. þ.m. fer fram að Kaupvangi, miðviku- daginn 2. sept. og hefst með húskveðju að heimil ihinnar látnu, Ytri-Varðgjá, kl. 1. e.h Tryggvi Jóhannsson, börn og tengdabðm
Jarðarför mannsins míns, föður okkar og tengdaföðurs SIGURÐAR SIGURÐSSONAR Kaplaskjólsveg 5, fer fram frá Fossvogskapellu, þriðjudaginn 1. sept. kL 1,30. Blóm vinsamlega afþökkuð. Kristín Jónsdóttir, börn og tengdaböra.
Jarðarför KRISTlNAR jónsdóttur listmálara, fer fram frá Dómkirkjunni, miðvikudaginn 2 .sept. kl. 2 e.h. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hinnar látnu, Laufásvegi 69 kl. 1 e.h. Kirkjuathöfninn verður útvarpað Blóm og kransar afbeðnir, en vinum vinséunlegast bent á líknarstofnanir. Valtýr Stefánsson og dætur.
Þökkum innilega öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför föður og tengda- föður okkar GUÐMUNDAR MAGNÚSSONAR Sörlaskjóli 62. Systkinin og tengdabörnin.
Þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vin- arhug við andlát og jarðarför föður míns, tengdaföður, afa og langafa okkar, EINARS HILDIBR ANDSSONAR Fyrir hönd aðstandenda: Guðm. Einarsson, Guðrún Davíðsdóttir.
Þökkum hjartanlega öllum fjær og nær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlá ot gjarðarför föð- ur okkar, tengdaföður, afa og langafa, SIGURÐAR GUÐMUNDSSONAR frá Garðhúsum, Stokkseyri. Dætur, tengdasynir, baraaböra og barnabaraaböra.