Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 20
VEÐRID
SV-kaldi, súld eða rigning.
188. tbl. — Sunnudagur 30. ágúst 1959
Reykjavíkurbréf
Sjá grein á bls. 11.
HVALVATN -
dýpsta vatn á landinu
HINGAÐ til hefur verið álit-
ið að Þingvallavatn væri
dýpsta stöðuvatn á landinu,
en Sandeyjardjúp í því er
dýpst 114 m. Er Sigurjón Rist,
vatnamælingamaður, var við
mælingar í Hvalvatni ijpp af
botni Hvalf jarðar nýlega kom
í Ijós að þetta litla vatn er 160
metra djúpt. Er það því lang-
dýpsta mælda vatnið á land-
inu, og mun það koma flest-
um á óvart. Ekki hafa öll vötn
landsins verið mæld ennþá,
Aðeins 3,4 terkm.
en 160 m djúpt
þó stærstu vötnln hafi verið
mæld á undanförnum árum
og því hugsanlegt að meira
dýpi kunni að finnast, þó það
þyki heldur ósennilegt.
Þrisvar sinnum vatnsmeira
en Mývatn —■
tíu sinnum minna
Fyrir mörgum árum vaknaði
áhugi fyrir að virkja Hvalvatn
sem toppstöð fyrir rafveitukerf-
ið á SY-landi, og nýlega var svo
farið að mæla það. Vatnið liggur
norðan undir Botnssúlum, upp af
Hvalfjarðarbotni, í 378 m hæð.
Ef litið er á landabréfið, er vatn-
ið aðeins örlítill díll, enda er það
ekki nema 3,4 km2 eða nálægt
Vio hluti Mývatns. Þó er Vatns-
magnið í Hvalvatni þrefalt vatns
magnið í Mývatni og frá því
sjónarmiði er Hvalvatn stærra.
Skálin, sem vatnið hefir síðar
safnazt í, mun vera sorfin af
jökli.
— Það kom ekki á óvart að
Hvalvatn er djúpt, sagði Sigur-
jón Rist, er blaðið spurði hann
um þetta í gær. En að það slægi
út öll met, það var óvænt. — í
verkum sínum getur Þorvaldur
Thoroddsen þess, að Hvalvatn og
Reyðarvatn muni vera djúp, sök-
um þess að þau liggja á mörkum
tveggja misharðra bergtegunda,
blágrýtisins og móbergsins, og
jökullinn hafi þar náð að grafa
niður hinar linari bergtegundir.
Þess skal getið, að Reyðarvatn
mældist 50 m djúpt
Önnur djúp vötn á íslandi
fyrir utan Þingvallavatn, eru
Lögurinn, sem er undan Hall-
ormsstað, 112 m djúpur og Þór-
isvatn í óbyggðum, sem .r 109
m. Hvítárvatn er 85 m djúat.
Að sjálfsögðu er miðað við meðal
vatnsstöðu. Meðan Grænalón hét
og var, stíflað af jökli, hefur
það verið ennþá dýpra, en nú
er runnið mikið úr því. Þá gælu
Grímsvötn í Vatnajökli verið
mjöig djúp, en þau eru inni-
lokuð og hulin jökli, svo þau
eru ekki stöðuvötn í eiginlegri
merkingu. I sumar voru mæld
Veiðivötnin og Langisjór. Langi-
sjór er 25 km á lengd, en reyndist
aðeins 75 m djúpur og mesta
dýpi í Veiðivötnum, er 30 metrar.
Eftir er að mæla Öskjuvatn,
sem lítið er vitað um.
Dýpsta vatnið og hæsti fossinn
skammt frá Reykjavík.
, Hvalvatn, dýpsta mælda vatn-
ið á landinu, er rétt við bæjar-
dyr Reykvíkinga, og í ánni sem
úr því. rennur, Botnsá, er foss-
inn Glymur, sem sennilega er
hæsti foss landsins. Mun hann
vera hátt í 200 m. Aðrir hæstu
fossar eru Háifoss í Þjórsárdal
oð Hengifoss á Fljótsdalshéraði,
sem eru yfir 110 m.
r—
lite
m
Sigurjón Rlst og vatnamælingabátur hans.
Hálft annað ár þangað
til Kiljan gefur út bók
sína
í EINU Reykjavíkurblaðanna
var frá því skýrt í gær, að fyrir
jólin kæmi út bók eftir Halldór
Kiljan Laxness um Mormóna og
héti hún „Hús Brigsins". Ýmsar
fleiri upplýsingar voru um bók
þessa. Fréttamaður Mbl. hringdi
í gær upp í Gljúfrastein og spurði
skáldið hvað hæft væri í þessu
Flokksráðsfundur
í Gullbringusýslu
FLOKKSRÁÐSFUNDUR í Gull-
bringusýslu verður haldinn í
Sjálfstæðishúsinu í Keflavík
mánudaginn 31. ágúst kl. 8,30. —
Áríðand' mál á dagskrá.
Stjórn flokksráðsins.
Sigurður Stefánsson vígslubiskup
Vígslubiskup vígður
1 DAG fer fram biskupsvígsla í
dómkirkjunni á Hólum í Hjalta-
dal. Biskupinn yfir íslandi, herra
Sigurbjörn Einarsson, vígir séra
Sigurð Stefánsson, prófast á
Möðruvöllum í Hörgárdal, sem
hefur verið kjörinn vígslubiskup
Hólabiskupsdæmis hins forna. —
Hefst athöfnin kl. 14 með skrúð-
göngu presta til kirkjunnar.
Altarisþjónustu að upphafi
messunnar annast prestur stað-
arins, sr. Björn Björnsson, og sr.
Stefán Snævarr á Völlum í
Svarfaðardal. — Séra Benjamín
Kristjánsson, Laugalandi, lýsir
vígslu. Vígsluvottar verða: Séra
Páll Þorleifsson, prófastur,
Skinnastað, sr. Friðrik A. Frið-
riksson, prófastur, Húsavík, sr.
Þorsteinn Gíslason, prófastur,
Steinnesi, og sr. Lárus Arnórs-
son, Miklabæ.
Að lokinni vígsluathöfninni
mun hinn nývígði vígslubiskup
prédika. Þá fer fram altaris-
ganga, og munu prestur staðar-
ins og sr. Bjarni Jónsson, vígslu
biskup, þjóna að henni. —
Kirkjukór Akureyrarkirkju ann
ast sönginn undir stjórn Jakobs
Tryggvasonar. — Kirkjumálaráð
lierra, Friðjón Skarphéðinsson,
mun bjóða tii kvöldverðar að
Hólum x kvöld.
Kvað hann klausu þessa hrein
ustu fjarstæðu og frjálsa fanta-
siu blaðamannsins. Sagðist hann
hafa hlegið er hann las þetta, sér
gerði það ekkert til, en það
væri svo ofur auðvelt að hringja
upp í Mosfellssveitina.
Halldór Kiljan Laxnes kvað
það rétt vera að hann hefði ver-
ið að vinna að bók á undanförnu
ári, en það tæki sig alltaf nokkur
ár að fullskrifa skáldsögú. Hann
ætti því a. m. k. hálfs annars
árs verk eftir, áður en hann
gæti farið að hugsa til þess að
gefa söguna út og hún hefði ekki
hlotið neitt nafn ennþá. Að sjálf-
sögðu væri ekki byrjað að þýða
bókina á þýzku, eins og frá hefði
verið skýrt, þar eð ekki einn
einasti kafla hennar væri full-
búinn. Aftur á móti kvað hann
það rétt hermt að hann færi e.t.v.
bráðlega til Bandaríkjanna, en
það væri ekki i þeim tilgangi að
ljúka við bók þar.
Dæmd fyrir
njósnir
AUSTUR-BERLÍN, 29. ágúst: —
(Reuter) — Hæstiréttur í Austar
Þýzkalandi dæmdi í dag tvo
Austur-Þjóðverja í lífstíðarfang •
elsi fyrir njósnir og aðra tvo,
karl og konu, í 12—15 ára fang-
elsi og þrlækunarvinnu — fyiir
sömu sakir.
Fólki þessu er lýst sem „hættu-
legum njósnurum“, er hafi unnið
fyrir leyniþjónustu * Vestur-
Þýzkalands og Bandaríkjanna.
Svartur
sjór af
síld
ÁGÆT síldveiði var á mið-
unum fyrir Austfjörðum í
fyrrakvöld og gærmorgun. —.
Fengu mörg skip góðan afla
og voru á leið eða komin á
hafnir frá Raufarhöfn til Fá-
skrúðsfjarðar. Sigldu nokkur
skip til Raufarhafnar í stað
þess að bíða löndunar á Aust-
fjarðahöfnum, en þrær verk-
smiðjunnar á Raufarhöfn eru
nú tómar.
Síldin veiddist einkum um
20 sjómílur út af Seley og út
af Norðfjarðarhorni. Sögðu
sjómenn dökkan sjó af síld og
var ágætt veður á miðunum.
Síldin óð, en var ekki lengi
uppi í einu.
Þeir, sem kunnugastir eru
duttlungum síldveiðanna,
segja að þessl ágæta veiði nú
sé fyrst og fremst að þakka
góðri tíð á miðunum.
Síldarútvegsnefnd tilkynnti
síldarsaltendum í gær, að um
hádegi í gær hefði verið búið
að salta í gerða samninga. —.
Söltun var þó ekki bönnuð,
en saltendur salta á eigin
ábyrgð frá hádegi í gær.
RAUFARHÖFN, 29. ágúst: — Þá
eru bátarnir aftur farnir að til-
kynna komu sína hingað með
síld. Var sá fyrsti kominn fyrir
Langanes laust fyrir hádegi, en
þessir höfðu tilkynnt afla sinn:
Hilmir 600 mál, Bjarmi 650;
Höfrungur 800; Ásólfur 500;
Keilir 600 og Steinunn gamia
800. Allar geymslur verksmiðj-
unnar eru nú nær fullar, en
A3 því er talstöðin á Rauf-
arhöfn tjáði blaðinu eftir há-
degi í gær var Heiðrún vænt-
anleg til Raufarhafnar með
750 mál til viðbótar því, sem
áður er nefnt. Kambaröst var
á leið inn á Eskifjörð eða
Norðfjörð með 200 tunnur
saltsíldar og Stefán Árnason
hafði fengið 300 mál. Svalan
var að háfa stórt kast, sem
hún hafði fengið aðstoð við
og Arnfirðingur var með stórt
kast á síðu og hafði beðið um
aðstoð. Um tíuleitið í gær-
morgun var komin þoka á
miðunum.
Sjá ennfremur um síld á bls. 2.
Mýs skemma Hóla
kirkjuorgel
Bæ, Höfðaströnd,
29. ágúst. —
FYRIR um það bil
ári síðan var Hóla-
dómkirkju g e f i ð
mikið og vandað
orgel. Fyrir nokkru
kom í ljós að eitt-
hvað var að orgel-
inu og var fenginn
viðgerðarmaðúr frá
Reykjavík, Pálmar
ísólfsson, til að lita
á orgelið.
Hefur Pálmar nú
rannsakað orgelið,
og komizt að þeirri
niðurstöðu að mýs
h a f i stórskemmt
orgelið að innan.
Hafa þær nagað og
etið tréverk innan
í orgelinu og væri
það brátt ónýtt ef
þessu héldi áfram.
Einnig er nokkur
raki í hinni 200 ára
g ö m I u Hóladóm-
kirkju, sem hefur
ekki haft góð áhrif
á orgelið.
Mýs munu lengi
hafa hafzt við uppi
á lofti Hóladóm-
kirkjunnar, en ekki
mun steypa kirkj-
unnar vera allsstað-
ar þétt. Er þess þó
að vænta, að takizt
að útrýma músun-
um úr kirkjunni.
— Björn.