Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 30.08.1959, Blaðsíða 13
Sunnudagur 30. águst 1959 MORCUNBLAÐ1Ð 13 J Frakkar eru byrjaðir að kvik- xnynda æfi Matthildar Carré, franska njósnarans, sem á stríðs- árunum gekk undir nafninu „Læðan” og eftir stríðið hlaut dauðadóm. Nýlega var sagan um hana birt sem framhaldssaga í Morgunblaðinu. eins og lesend- ur munu minnast. Francoise Arnoul leikur læðuna, en hún er æði kattarleg í útliti, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Á stærri myndinni er Matthildur Carré, eins og hún lítur út í dag. Myndin var tekin á heimili for- eldra hennar í París fyrir skömmu, en þangað kemur hún öðru hverju í heimsókn úr fylgsni sínu einhvers staðar í Suður-Frakklandi. Hún gefur engum upp heimilisfang sitt. Ar Er Elisabet Englandsdrottning kom heim úr för hinni til Kanada fyrir skömmu, var það opinber- lega tilkynnt að hún ætti von á þriðja barni sínu. >eir sem sáu drottninguna og myndir af henni, ] voru ekki í vafa um að ferðin hefði reynzt henni mjög erfði eins og á stóð. Það var heldur I ekki undarlegt þá hún liti þreytu lega út. Hún var búin að ferð- ast 25 þús. km., halda 150 ræður, vígja Saint-Laurent skipaskurð- inn með Eisenhower forseta, þrýsta 5000 hendur og heim- sækja 136 staði, námur, verk- smiðjur, skóla, sjúkrahús og veð- reiðarbrautir. Eftir að drottningin kom heim, sýnilega alveg að niðurlotum komin, voru læknar hennar kall- aðir á vettvang, og þeir fyrir- skipuðu að hún skyldi fá al- gera hvild heima í höllinni um sinn. ★ Marlene Dietrich, heimsins glæsilegasta amma, hefur sann- að það enn einu sinni, að hún getur gert karlmönnunum heitt í hamsi, þó hún sé orðin eitt- hvað 54 ára gömul. Er hún’ var í Argentínu fyrir skömmu, þyrpt- ust aðdáendur hennar að henní, þegar hún ók til leikhússins á fjórða degi, og þrengdi svo að henni, að það leið yfir hana. Fjórir lögregluþjónar urðu að bera hana á öxlum sér inn í leik- húsið. Brátt hafði hún náð sér og kom fram á sviðið. „Þessi Suður-Ameríkumenn eru svo inni lega ákafir, sagði hún. í Brasilíu kasta þeir til manns blómum. í Argentínu kasta þeir» sjálfum sér.“ ~k Brezka blaðið Journal of the Royal United Service Institution hefur nýlega birt þessa frásögn um Patton hershöfðingja, sem stjórnaði 3. hern um í hinni hröðu framsókn í Þýzkalandi. B. I. S. Gourlay maj- or segir söguna.- Fyrst lýsir hann því í hví- líkum erfiðleik- um Patton átti vegna vatna- vaxta og foraleðju á sókn sinni yfir Rín. Þá gerði hershöfðing- inn boð fyrir herprestinn O’Neil, og bað hann um að biðja um gott veður: — Vittu hvort þú getur ekki fengið guð til að að- stoða okkúr eitthvað- O’Neil færðist undan. En Patt- on lét sig ekki. — Ert þú prest- ur 3. hersins eða ætlarðu að kenna mér guðfræði? Égf vil fá bæn! O’Neil sá sig tilneyddan að biðja um gott veður og daginn ‘eftir birti upp. Veðrið hélzt eins gott og fíekast varð á kósið í heila viku. Patton var alveg him- in lifandi. — Þetta hefur verið afbragðs bæn, sem O’Neil flutti, sagði hann við aðstoðarmann sinn. Og svo sæmdi hann prest- jnn orðu úr bronzi fyrir þessa 'dáð. Jennie Lindström eða Pia, eins eins og pabbi hennar og mamma kölluðu hana (Peter og Ingrid always), hefur verið í heimsókn hjá móður hinni, leikkonunni, Ingrid Bergman, I Stokkhólmi. Mæðgurnar eru miklar vinkonur síðan þær sættust fyrir nokkruu árum, og sjást þær hér fara i búðir saman. Jennie er dóttir Ingriðar og fyrsta manns henn- ar, læknisins Peter Lindströms, og býr hún hjá honum, stjúpu sinni og tveimur hálfbræðrum í Ameríku. Það olli miklum úlfa- þyt er Ingrid yfirgaf mann sinn vegna ítalska leikstjóran* Rossolinis, og gat Pia lengi ekki fyrirgefið henni það. En nú eru þær sem sagt mjög góðar vin- konur aftur. —.. í fréttunum Loftpressur með krana til leigu. GUSTUR hf. símar 12424 og 23956 Málflutningsskrifstofa Eiua. B. Cuðinundsson Guðlauaur Þorláksson Cuðmundur Pélursson Aðulstræti 6, III. Kæð. Símar 12002 — 13202 — 13602. Atvinna Heildverzlun óskar að ráða sölumann. Æskilegt að umsækjandi hafi umráð á bifreið. Um framtíðar og vellaunaða atvinnu er hér um að ræða. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir næstkomandi miðvikudag, merkt: „Sjálfstæð atvinna—4847“. íbúð óskast Ung hjón með 1 barn óska eftir 2ja herbergja íbúð. Upplýsingar í síma 33115 næstu kvöld frá 7—9. 2 skrifstofuherbergi eru til leigu við Hverfisgötu. Ólafur Þorgrímsson hrl. Austurstræti 14. Atvinna Nokkrar saumastúlkur geta fengið atvinnu í verk- smiðju vorri nú þegar .Ennfremur handlaginn karl- maður. VINNUFATAGERÐ fSLANDS H.F. Þverholti 17. i s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s ) s s s s s s s s s s s s s s i s s i ) s t Hótel Bortj Ragnar Bjarnason og Iiljómsveit Björns R. Einarssonar leika og syngja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.