Morgunblaðið - 23.09.1959, Side 1
24 síður
46. árgangur.
208. tbl. — Miðvikudagur 23. september 1959
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Á þriðju síðu blaðsins í dag segjum við ofurlítið frá mynda-
bók, sem gefin hefir verið út í Þýzkalandi, og sem aðdáandi
íslenzka hestsins, þýzki rithöfundurinn Ursula Bruns, stendur
fyrir. Þessari mynd hefir höfundur bókarinnar valið textann:
„Shettlendingur og íslendingur njóta samræðna reiðmann-
Brezk bifreiðaverksmiðja
stórskemmist í eldi
Þrjár stundir tók að ráða niðurlögum hans
Krúsjeff kominn fil lowa
Hvergi befur fcrgnað en i San Fransisco
SAN FRANCISCO, 22. sept. —
(NTB-Reiuter). Nikita Krúsjeff
kom síðdegis í dag flugleiðis frá
San Fransisco til Des Moines í
miðvesturríkinu Iowa.
Léttur í lund
Hann var léttur í lund, þegar
hann lagði af stað frá San Frans-
isco, og lét í ljósi ánægju sina
yfir dvölinni í Kaliforníu. Þakk-
aði hann þær hlýju viðtökur,
sem hann hefgi fengið í San
Fransisco.
Krúsjeff ók til flugvallarins
i opinni bifreið, en fram til þessa
hefur hann ær eingöngu ferðazt
í lokuðum og brynvörðum bií-
reiðum.
Innilegar móttökur.
Það er mál manna, að enn sem
komið er, hafi Krúsjeff hvergi
á ferð sinni um Bandaríkin feng-
ið eins innilegar móttökur og í
Kaliforníu, en fólk þar kom mjóg
Ritstjóri Dags,
| Erlingur Davíðsson
S „-------hljóta samvinnumenn
■ að gjalda varhuga við Sjálf-
s stæðisflokknum og meðhjálp-
) urum hans. Sá, sem vill vera
| heilsteyptur samvinnumaður,
S getur ekki stutt þann flokk
i með atkvæði sínu.
t
S Sjálfstæðismaður getur hins
S vegar verið í samvinnufélagi
• og notið hagnaðarins af því.
Þetta getur hann af því að
S samvinnufélögin eru ekki
) „auðhringur", eins og boð-
s berar Sjálfstæðisflokksins
s básúna, heldur fjöldasamtök,
■ sem standa öllum opin til
S þátttöku.
)
) Hins vegar er slíkur maður
\ óheill samvinnustefnunni og
S ófær til að verðskulda trún-
S að hennar — álika óheill og
• Islendingur væri þjóð sinni,
S ef hann veitti Bretum stuðn-
S ing til hernaðar á miðunum
• okkar.“
s
) (Dagur, 16. sept. 1959).
alúðlega fram við forsætisráð-
herrann. Haft er eftir fulltrúa
frá einu kommúnstaríkjanna, að-
þess er einnig vænzt af opinber-
um aðilum í Washington, að hin-
um sovézka forsætisráðherra
verði sýnd sambærileg kurteisi
og hlýjar móttökur meðal bænda
og verkamanna.
Árangursrík heimsókn.
Opinber starfsmaður lét í ljós
þá skoðun sina við tíðindamann
Reuters, að San Frincisco og íbúa
arnir "þar hefðu komið í veg fyr-
ir að ferðalag Krúsjeffs um
Bandaríkin hefði misheppnast,
sem annars hefði verið hugsan-
legt.
Á flugvellinum í San Francis-
co yoru um 500 manns saman-
komnir til þess að kveðja for-
sætisráðherrann, þar á meðal
George Christopher, borgarstjóri
sem var fremstur í flokki.
Frv. forstj. KEA og |
SÍS, Vilhjálmur Þór i
„— Hvað segið þér um það, \
á ekki samvinnuhreyfingin \
aff vera ópólitískur félags- )
skapur? ■
— Já, auðvitað. Ég hef \
aldrei verið mjög pólitískur i
maður og taldi það bæði ■
æskilegt og nauðsynlegt, með- \
an ég var forstjóri S. I. S., að \
hafa ekki afskipti af stjórn- |
málum. Ég vildi t. d. ekki ^
fara í framboð á þeim árum. \
Samvinnufélögin eiga að vera )
opin öllum, hvar í flokki sem ;
þeir standa. Þau eiga að \
vera ópólitísk. Ef pólitíkin S
nær undirtökunum í sam- \
vinnufélögunum, eru þau sjálf \
í mikilli hættu. \
— Þér álitið sem sagt ekki •
nauðsynlegt að vera Fram- \
sóknarmaður til að vera S
samvinnumaður eða forstjóri S
í kaupfélagi? ^
— Nei, auðvitað ekki.“ \
Úr afmælisviðtali Matthías- í
ar Johannessen, ritstjóra, við \
Vilhjálm Þór sextugan. \
(Morgunbl. 1. sept. 1959). S
s
Fagnað í Iowa
Um tvö þúsund manns voru
samankomin á flugvellinum i
Des Moines, þegar herþota sú, er
flutti forsætisráðherrann þangað,
lenti. Fjölmennt lögreglulið var
einnig á staðnum, til þess að
greiða fyrir ferð Krúsjeffs. Áhorf
endur fögnuðu forsætisráðherr-
anum með hrópum og gesturinn
endurgalt kveðjurnar með því að
veifa í allar áttir.
Bandaríkjahcimsóknin gagnleg
Krúsjeff er sem kunnugt er
mjög fróður um flest er land-
búnað snertir, en umhverfis Iowa
eru stærstu matvælaframleiðslu-
héruð heims.
Við komum til Des Moines
sagði Krúsjeff m.a., að hann
gæti vel hugsað sér tvo eða
þrjá fundi æðstni manna á
hverju ári.
í ræðu, sem hann hélt á flug-
vellinum, lét hanft ennfremur
uppi þá skoðun sína, að heim-
sókn hans til Bandaríkjanna yrði
til gagns.
Allsherjarþing S.þj.
ræðir:
Afvopnunartil-
lögur Krúsjeffs
NEW YORK, 22. september.
— (NTB-Reuter). —
DAGSKRÁRNEFND Allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna ákvað
í dag að mæla með því, að af-
vopnunartillögur Krúsjeffs verði
teknar á málefnaskrá þingsins.
Málið verður síðan rætt í
stjórnmálanefnd þingsins, sem
taka mun ákvörðun um, hvort af-
vopnunartillögur hins sovézka
forsætisráðherra verða ræddar
sérstaklega eða samhliða öðrum
tillögum, sem snerta sama mál.
Aðild kínverskra kommúnista
ekki rædd.
Á allsherjarþinginu héldu
áfram deilurnar um þá till. dag-
skrárnefndarinnar, að aðild kín-
verskra kommúnista verði ekki
rædd á þinginu að þessu sinni,
en sú tillaga var öfluglega studd
af bandaríska fulltrúanum í gær.
Samkvæmt fregnum frá New
York í gærkvöldi, fór atkvæða-
greiðsla um málið, eins og við
hafði verið búist á þá leið að
fylgt var afstöðu dagskrárnefnd-
arinnar en tillaga Indlands, um
að aðild Kína skyldi tekin á dag-
skrá var felld með 44 atkvæðum
gegn 21, en sex löhd sátu hjá.
COVENTRY, 22. sept. (NTB Reu
ter). — Rootes-bifreiðaverksmiðj
urnar við Coventry urðu fyrir
miklum eldsvoða í kvöld. Tals-
maður slökkviliðsins skýrði svo
frá, að öll verksmiðjan hefði
verið í ljósum logum og að 25
vatnsdælur og froðusprautur hafi
verið tekin í notkun til þess að
reyna að ráða niðurlögum elds-
ins.
Samkvæmt fyrstu fregnum var
mjög erfitt að gera sér fullkomna
grein fyrir atburðunum en þó var
augljóst, að mikil hætta var á að
aðalbygginging verksmiðjanna
mundi brenna til grunna.
Eldurinn braust út nokkru eft-
ir að dagvinnufólk hafði hætt
störfum og haldið heimleiðis.
Bréiddist eldurinn mjög hratt út
frá einum vinnustaðnum til ann-
Eftir um þriggja klukkustunda
slökkvistarf tókst að hemja eld-
Framh. á bls. 2.
★---------------------------★
Míðvikudagur 23. september.
Efni blaðsins er m.a.:
Bls. 3: íslenzkur flugmaður sá krafta-
verk í Lourdes.
— 6: Bridge.
— 8: Helga frá Brennu minnzt.
— 10: Bandaríkjaheimsókn Krúsjeffs.
— 12: Ritstjórnargreinin: Efling Há-
skólans og efnahagslegar fram-
farir.
— 13: Verzlunarviðskipti Spánverja
og íslendinga, eftir Magnús Víg
lundsson, ræðismann.
— 14: Skák.
— 15: Fiugusveppir hafa numið hér
land.
Hlustað á útvarp.
— 22: íþróttir.
Ummæli Dags eru því eftirtektarverðari, sem þau birt-
ast skömmu eftir yfirlýsingu Tímans um „vissa samstöðu“
„samvinnuhreyfingarinnar og Framsóknarflokksins“ og orð
Guðmundar Sveinssonar í Tímanum 18. ágúst, þessi:
„Erfiðleikum hefur enn valdið, að stjórnmálum hefur
verið blandað inn í starfsemi KRON því til mikillar ó-
þurftar. Gegn því hafa beztu menn félagsins barizt“.
Eftir öll þessi ummæli er ekki um að villast, að Fram-
sókn ætlar nú enn að herða einræði sitt innan SÍS og
stimpla alla þá, sem annarrar stjórnmálaskoðunar eru,
„skemmdarverkamenn og ættjarðarsvikara“ innan sam-
vinnufélaganna, svo sem íslendingur sýnir fram á.
*--------------*
Páll Guðmundsson Sigurjón Jónsson Ingólfur Hallgrímsson
Þau mistök urðu, að þrjár myndir rugluðust er framboðslisti Sjálfstæðisflokksins á Austurlandi
var birtur í blaðinu í gær. Eru þær hér í réttri röð.
iVaxandi ofríki Framsókn- i
i ar í samvinmifélögunum i
\ _ ;
\ ÍSLENDINGUR gerir hinn 18. sept. að umtalsefni fáheyrð {
\ brigslyrði og óvirðingarorð í garð Sjálfstæðismanna, sem \
\ Dagur, blað Framsóknarmanna á Akureyri, birti hinn 16. \
\ sept. — tslendingur tekur máli sínu til stuðnings upp tvær \
\ tilvitnanir, sem hér fara á eftir: \
t \
\ Tveir . vitnisburðir
\ v