Morgunblaðið - 23.09.1959, Page 8
8
MORGVNBtAÐIÐ
Miðvik'udagur 23. sept. 1959
Helgi Jónasson frá Brenn
M inningarorð
F. 1. jan. 1887. D. 18. sept. 1959.
HANN verður jarðsunginn í dag
frá Dómkirkjunni. Helgi var
fæddur og uppalinn í Reykjavík;
sonur Jónasar Guðbrandssonar,
steinsmiðs, sem orðlagður var
fyrir verkhyggni og áreiðanleik;
og konu hans Guðríðar Jónsdótt-
ur, er ættuð var úr Vesturbæn-
um. Þau eru nú bæði látin fyrir
löngu í hárri elli, en bjuggu í
Brennu, sem stóð við Bergstaðar-
stræti 13, en það hús var eitt
elsta steinhús höfuðstaðarins, —
og þar var Helgi fæddur. Eftir að
hann hafði lokið barnaskóla-
námi, byrjaði hann að vinna fyrir
sér við verzlunarstörf, sem hann
stundaði alla tíð síðan. Helgi átti
ekki kost á langskólanámi. Hann
var sjálfmenntaður. Einn af
þeim sem alltaf var að lesa og
læra í skóla lifsins. Hann var stál-
minnugur.
Helgi frá Brennu lagði snemma
stund á ýmiskonar íþróttir og
útivist. Hann var einn af stofn-
endum íþróttafélags Reykjavík-
ur (ÍR), 11. marz 1907, og lét
sér jafnan mjög annt um frama
þess ágæta félags. Helgi var for-
maður ÍR um margra ára skeið
og kom mörgum áhugamálum
sínum í framkvæmd, eins og t.d.
hinu alkunna Víðavangshlaupi
ÍR, sem hér er háð árlega —
fyrsta sumardag — og margir af
beztu og snjöllustu hlaupagörpum
vorum hafa tekið þátt í og orðið
siðan þjóðfrægir íþróttamenn, er
varpað hafa ljóma á nafn íslands
og íslendinga.
Helgi var einn af þeim ágætu
ÍR-ingum, sem studdi að útgáfu
íþróttablaðsins Þróttar. Hann var
auglýsingastjóri blaðsins í mörg
ár. Þróttur var vinsælt blað á
uppvaxtarárum íþróttahreyfingar
innar — og minnast þess margir
enn þann dag í dag. Þá var Helgi
einn af brautryðjendum skáta-
hreyfingarinnar hér á landi, og
minnist ég fyrstu fundanna í
Menntaskóla-fjósinu, þar sem
hann og Sigurjón Pétursson,
glímukappi, voru áhugasamastir.
En þó hann léti sig alltaf íþróttir
og skátamálefni miklu skipta, þá
voru það einkum fimleikar sem
heilluðu hann fyrsta áratuginn
eftir að ÍR var stofnað.
Snemma beindist hugur Helga
að fjallgöngum og útivist. Hann
átti mikinn þátt í stofnun Nafn-
lausafélagsins og Ferðafélags ís-
lands og var þar í stjórn um ára-
tugi. Helgi frá Brennu var
skemmtilegur ferðafélagi og
margfróður. Kom hann mörgum
til mikils þroska á þessum ferða-
lögum sínum um landið. Hann
þótti góður og glöggur fararstjóri
og fróðleik hans var oft viðbrugð
ið. Hann var óþreytandi að lýsa
fjallafegurð landsins og því, sem
fyrir augu bar á ferðalögum.
Hann hvatti menn mjög til úti-
vistar, ekki aðeins á sumrum,
heldur og allan ársins hring. Um
hverja helgi fór hann stuttar eða
langar gönguferðir hér um ná-.
grennið. Helgi vildi að hinir
mörgu skíðaskálar, sem hér hafa
verið byggðir síðustu áratugina
yrðu lika notaðir sem fjallaskál-
ar á sumrum.
Ég hafði þá ánægju að fara
með Helga margar gönguferðir.
Eru mér margar þessara göngu-
ferða mjög minnisstæðar, ekki
sízt vegna fróðleiks Helga og frá-
sagnargáfu. Slíkra manna er
gott að minnast, og munu nú
margir útivistarmenn sakna hans.
Sem fylgdarmaður erlendra
manna var Helgi víðfrægur; því
mörgum þeirra fylgdi hann um
öræfi landsins og stóð síðan í
bréfaskriftum við marga þeirra.
Hann átti líka trausta og góða
vini erlendis, sem kunnu að
meta fylgd hans og fróðleik, um
land og þjóð. Kom það einna bezt
í Ijós er hann fór til Lundúna-
borgar á Olympíuleikana 1948.
Þar var honum vel tekið. Og
aldrei gleymdi hann þeirri för,
né viðtökunum sem hann fékk
hjá gömlum og góðum ferðafélög-
um, sem hann þá hitti.---------
Helgi var einn af fulltrúum ÍR
á stofnfundi ÍSÍ 28. janúar 1912.
Hann lét sig jafnan málefni ÍSÍ
miklu skipta — og vann að þeim
af ást og áhuga. Þess vegna var
hann á sjötugsafmæli sínu kjör-
inn heiðursfélagi ÍSÍ.
Helgi frá Brennu var gagnrýn-
inn á íþróttir og iþróttahreyfing-
una, einkum voru það áhuga-
mannareglurnar, sem hann vildi
að í heiðri væru hafðar. Hann
sagði að menn ættu að iðka í-
þróttir sér til gagns og gleði, en
ekki vegna fjárhagslegs ávinn-
ings; og enginn ætti að heimta
meira af öðrum, en sjálfum sér,
þegar um áhugamálin væri að
ræða. Hann tók mikinn þátt í
hinu fórnfúsa áhugastarfi íþrótta
manna, og sýndi það oft í verki
hve hann unni íþróttamenningu
þjóðarinnar. Hann var mikill
stuðningsmaður þess, að firnleika
menn ÍR færu um landið að sýna
íþróttir og fimleika; þótt ekki
ætti hann þess kost að fara fyrstu
fimleikaför ÍR til Norðurlands
1923. En oft minntist hann þess
með trega, að hafa ekki getað
vegna annarra starfa farið þá
för, einkum vegna gönguferðar-
innar, sem þá var farin frá Ak-
ureyri til Reykjavíkur, milli
jökla, um Hveravelli. (Sjá íþrótta
blaðið frá 1925).
Með Helga frá Brennu er fall-
inn í valinn góður drengur, sem
þekkti þjóð sina og sögu, að
fornu og nýju.
Að leiðarlokum þökkum vér
vinir hans og samherjar honum
fyrir samfylgdina og vináttuna,
og óskum honum fararheilla á
þeirri leið — eilífðarleið —, sem
hann á nú fyrir höndum.
Ben. G. Waage.
★
f DAG er til moldar borinn Helgi
Jónasson frá Brennu, hann var
einn af stofnendum ÍR. Ungur
fékk hann áhuga á íþróttum og
las allt, sem hann komst yfir um
þau mál og þá eingöngu í erleid-
um blöðum.
Hér var ekki þá sá tíðarandi,
að gefa íþróttum mikið rúm í ís-
lenzkum blöðum. Nú eru íþrótta-
síður dagblaðanna orðnar fastur
liður.
Helgi varð því snemma fróður
um þessi mál, og örvaði unga
menn cii íþróttaiðkana og miðl-
aði þeim af kunnáttu sinni. Það
var því mikill fengur fyrir þenn-
an unga áhugamann, þegar Norð-
maðurinn Andreas J. Bertelsen
fluttist til Reykjavíkur. Bertel-
sen var eldheitur íþróttasinni
og mjög góður leikfimismaður.
Með Helga og Bertelsen tókst
strax vinátta. Bertelsen sá fljótt,
hve íþróttir voru vanræktar hér
og tók brátt forustu í þeim mál-
um. Boðaði hann til fundar um
íþróttamál, og sé ég í anda Helga
safna liði á þennan fund. Þar var
samþykkt að stofna íþróttafélag,
er hlaut nafnið „íþróttafélag
Reykjavíkur“ (ÍR) — stofndagur
var 11. marz 1907.
Upp frá þessum degi var ÍR
snar þáttur í lífi og starfi Helga
Jónassonar. ÍR fór sjaldan úr
huga hans. Helgi hafði mestan
áhuga á fimleikum og frjálsum
íþróttum. Leikfimismaður var
hann góður. Helgi var kröfuharð-
ann heimtaði fegurð framar öllu
öðru. Það varð að vera „stíll“ yf-
ir fimleikunum og eins í úti-
íþróttunum.
Helgi elskaði fegurð á hvaða
sviði sem var, og fáir kunnu að
meta fegurð íslands sem hann.
Helgi Jónasson, Björn Ólafsson
og Tryggvi heitinn Magnússon
voru fyrirrennarar í fjallgöngum
hér á landi og kann ég ekki að
segja frá öllum þeim öræfaferð-
um, sem þeir fóru.
Helgi var einn af þeim mönn-
um, sem hugsaði minnst um sjálf
an sig, hann safnaði aldrei ver-
aldlegum auði ,en iifði og var oft
ríkastur allra í hugsjónamálum
sínum. Einmitt þess vegna var
hann einn af aðalhvatamönnum
að stofnun Ferðafélags fslands,
og fyrir honum vakti að láta
aðra njóta þeirrar fegurðar, sem
hann dáði manna mest. í stjórn
ferðafélagsins var hann fjölda
ára. Hann var oftar fararstjóri en
nokkur annar, og ég efast um, að
nokkur hafi verið betri. Þá var
hann oft fararstjóri erlendra
ferðamanna af öllum stéttum,
vísindamanna o. fl. Þar var Helgí
góður fulltrúi íslands, því að
hann var víðlesinn og fróður og
minnið ótrúlegt.
Hann gerði þessa menn svo
undrandi stundum, að þeir fóru
að grafast fyrir, hvers konar mað
ur þetta væri. Hann vissi alla
skapaða hluti og oft meira um
þeirra eigið land en þeir sjálfir.
Helgi eignaðist marga vini á þess
um ferðalögum og hafði stöðug
bréfaskipti við marga þeirra.
Fyrir utan íþrótta- og ferða-
málin þá var hann mikill tón- og
leiklistarunnandi — sem sagt;
allt, sem var fagurt, var honum
kært. Helgi var mikill gleðimað-
ur og skemmtilegri og einlægari
félaga get ég ekki hugsað mér.
Höfðingslundin var svo stórkost-
leg, að manni varð ósjálfrátt á
að horfa hátt; hann var sérstæð-
ur persónuleiki og eigmiega eng
um öðrum líkur. Hann var mað-
ur, sem ekki gleymdist. Helgi var
frábær verkmaður og snyrti-
mennska var honum í blóð bor-
in. Formaður ÍR var hann í mörg
ár. Ég votta s-yni hans og ættingj
um samúð mína við fráfall hans.
Kæri vinur, Helgi.
Um leið og ÍR kveður þig í dag
með þakklæti fyrir öll þín störf í
þágu félagsins og íþróttanna,
drúpum við vinir þínir höfði á
kveðjustund og þökkum þér sam
starfið, vináttu þína og tryggð.
Jón Kaldal.
★
HELGI JÓNASSON frá Brennu
lézt sl. föstudag eftir stutta
legu í Landakotsspítala.
Það er ekki ætlunin í þessum
fáu orðum að fara að rekja ævi-
feril Helga., Það munu aðrir gera,
sem betur eru færir um það.
Aðeins langar mig að minnast
starfa hans fyrir F. 1. í þessum
fáu línum.
Helgi Jónasson er fæddur og
uppalinn í Reykjavík, en áhugi
hans vaknaði snemma fyrir
náttúru landsins og ferðalögum.
Hann ferðaðist þegar á ungum
aldri víða um landið, en á þeim
tímum voru slíkar skemmtiferðir
miklu fátíðari en nú er. Þegar
svo Ferðafélag íslands var stofn-
að árið 1927 var Helgi einn stofn-
endannna og var þá þegar kosinn
í stjórn þess. Hefir hann síðan
verið alla tíð í stjórn félagsins
og hefur enginn annar maður
verið svo lengi þar í stjórn.
Helgi hafði brennandi áhuga
fyrir ferðalögum og útiveru.
Hann var mikill aðdáandi feg-
urðar landsins og var óþreytandi
að eggja aðra menn á að ferðast.
Það kom því mjög í hlut hans
að sinna sumarferðum félagsins,
skipuleggja þær og sjá um fram-
kvæmd þeirra. Sjálfur tók hann
þátt í fjölda mörgum ferðum og
efast ég um að nokkur annar
maður hafi jafnoft haft á hendi
fararstjórn fyrir félagið sem
hann. Að sjálfsögðu vann hann
að mörgu fleiru fyrir félagið,
en störfin í ferðanefndinni munu
þó hafa verið honum kærust.
Helgi var ágætur ferðamaður,
óvílsamur þegar á móti blés,
gleðimaður mikill og skemmtinn
og allra manna fróðastur um ís-
lenzkt landslag og óspar að miðla
| öðrum af þeirri þekkingu sinni.
Það munu því margir kveðja
hann með söknuði. Við sem átt-
um samleið með honum í stjórn
Ferðafélags íslands og kynntumst
þar hinum mikla áhuga fyrir
málefnum félagsins munum lengi
minnast hans og kveðjum hann
nú með þakklátum huga.
Gísli Gestsson.
SAMSYNING
félags íslenzkra myndlistarmanna.
verður haldin í októbermánuði næstkomandi. Utan-
félagsmönnum er heimilt að senda myndir til dóm-
nefndar, mánudag. 5. okt. kl. 16—19.
SÝNINGARNEFNDIN
íbúðir í miðbœnum
Til sölu eru íbúðir í smíðum við Bergstaðastræti.
íbúðirnar eru 3ja og 4ra herb. og seljast tilbúnar
undr tréverk. Allt sameiginlegt múrhúðað, sér hita-
veita verður fyrir hverja íbúð. Einnig verður hægt
að fá íbúðirnar fullgerðar. — Uppl. gefur
F ASTEIGN ASKRIFSTOF AN
Laugaveg 28 — Sím 19545.
SÖLUMAÐUR:
Guðm. Þorsteinsson
Stórt geymsluhúsnæði
í Miðbænum til leigu nú þegar. Tilboð sendist afgr.
Mbl. fyrir 25. þ.m. merkt: „Gott geymsluhúsnæði—-
4419“.
Lítið einbýlishús
Á faliegum stað ofarlega í Laugarneshverfi til sölu
ef viðunanlegt tilboð fæst.
FASTEIGNASALA
Áki Jakobsson — Kristján Eiríksson
Sölumaður: Ólafur Asgeirsson.
Laugavegi 27. — Sími 14226
frá kl. 19—20,30, 34087.