Morgunblaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.09.1959, Blaðsíða 10
10 MORCZJisnr AfílÐ Miðvikudagur 23. sept. 1959 Krúsjeff klappar kum r • ÞANNIG birtist Krúsjeff árla morguns á tröppum Blair á öðr- um degi Bandaríkjaheimsóknar sinnar. Hann hafði sofið vel am nóttina og gekk út á tröppurnar kl. 7,40 til að anda að sér morg- unloftinu. Þetta kom bandaríska móttöku liðinu á óvart. Þeir voru ekki einu sinni búnir að draga Sov- étfánann að hún á flaggstöng hússins, en hlupu nú til að gera það í hinu mesta fáti. Krúsjeff var jakkalaus á skyrt unni og horfði yfir til Hvíta húss ins hinum megin við götuna. Ekki stóð á því að blaðamenn og ljós- myndarar þustu að og þeir köli- uðu til hans spurningum, en þar sem enginn túlkur ’ar nærstadd- ur varð lítið úr viðræðum. Krú- sjeff virtist mjög vel upplagður og talaði á fingramáli og með bendingum við blaðamenn. Eftir nokkrar mínútur hvarf hann aft- ur inn í húsið. Á filraunarhúinu í Beltsville Kl. 9 um morguninn söfnuðust bifreiðar fyrir framan Blair House. Krjúsjeff og fjölskylda hans og nokkuð af fylgdarliði hans stigu út í bifreiðarnar. Var nú ekið í loftinu eftir bifreiða- brautum fram hjá Jeffersons minnismerkinu og suður í Mary- land. í því fylki um hálftíma akstur frá Washington er eitt af tilraunabúum stjórnarinnar og nefnist Beltsville. í Beltsville tók landbúnaðar- ráðherra Bandaríkjanna, Ezra Taft Benzon á móti honum og flutti ávarp, þar sem hann geroi grein fyrir því, hve stórkostleg- um árangri Bandaríkjamenn hefðu náð í landbúnaði með .;ís- og symr klœrnar indalegum aðferðum. Hann benti á það, að undirstaða þessara fram fara væri frjáls samkeppni, en bandarískur landbúnaður bygg- ist á fjölskyldubúum. Því næst fluttu nokkrir búvis- indamenn stuttar ræður, þar sem þeir skýrðu frá nýjustu uppgötv- unum, einkum á sviði landbún- aðarefnafræði. Þó fyrirlestrar þessir væru stuttir, voru þeir e. t. v. of faglegir, svo'að Krúsjeff virtist leiðast undir þeim. En þegar komið var í búfén- aðardeildina hýrnaði Krúsjeff all ur upp þegar hann fór að skoða gripina. Hann klappaði kúnum, þreifaði á ullinni á kindunum og hélt á einum kalkúnanum. Þeir komu að nokkrum mjólk urkúm af Holstein-kyni og sagði Benzon honum, að á 20 árum hefði tekizt að auka mjólkurnyt um 2200 pund. — Þetta eru mjög góðar kýr, sagði Krúsjeff og klappaði einni þeirra á herðakambinn. Eg vil alls ekki gera lítið úr árangri ykkar. Okkur tókst að auka meðalmjólkurnytina um sarna magn á þremur árum. En við tókum venjulegar kýr, sem ekki eru af aðalsættum eins og þess- ar. Þar er um að ræða minni byrjunarmjólkurnyt og það er auðveldara að aukna nytina, þegar byrjað er lágt. Þá var gengið inn í svínastí- urnar. Þegar Krúsjeff sá svínin, sagði hann aðeins: — Gott, — mjög gott. Þama átti að sýna honum rafmagnstæki, sem gerjr kleift að mæla fituþykkt á baki svína. Starfsmaðurinn, sem ætl- aði að festa slíku tæki á bakiö á einum gelti, átti í erfiðleikum, því að hann var óþægur. Þá sagði Krúsjeff: — Hann vill halda fituþykkt sinni leyndri. Kannske skammast hann sín fyrir hana. Tveir hjarðsveinar Þeir gengu að fjárréttum. Þá varð Krúsjeff að orði: — Ég byrjaði lífsstarf mitt sem hjarð- sveinn. — Það gerði ég líka, sagði Benzon landbúnaðarráðherra. Hjarðsveinarnir tveir komu að lokum að kalkúnabúrunum. Þá sagði Krúsjeff: — Kommúnistar og kapital- istar hafa báðir komizt að sömu niðurstöðu, að þeim mun fleíri kalkúna, sem þeir rækta, því betra. Ef við gefum kalkúnun- um ekki vegabréf, þá getur eng- inn séð hvort þeir hafa verið aid- ir í kommúnísku og kapítaliska landi. Krúsjeff fannst kalkúnarnir heldur litlir. — Við höfum miklu skila við mann sinn og einhvern veginn fór það svo, að allt í emu varð hún umkringd af blaðamönn um, sem fóru að tala við hana. Frú Krúsjeff er gömul kennsJu- kona og talar ensku málfræði- lega rétt, en hægt og með undar legum framburði. Allt í einu var þetta orðið líkast blaðamanna- fundi, fyrsta blaðamannafundi frúarinnar. — Maturinn í Blair House er góður og súpan sem við fengurh í veizlunni í Hvíta húsinu í gær var ljúffeng. . Hún var spurð hvort réttzr væru sögusagnir um að hún hefði mikil áhrif á mann sinn í stjóin- arákvörðunum. — Kannske það sé svo með amerískar konur, að þær hafi mikil áhrif á menn sína, en það á ekki við um mig. Nú urðu lögreglumenn og nokkrir Rússanna ýarir við að blaðamennirnir höfðu umkringt stærri kalkúna í Rússlandi, sagði hann og var hreykinn. -r- Það er von, sagði Benzon. Þetta er sérstakt lítið afbrigði. Okkur finnst það betra, af því að það gefur meira og betra kjöt en minni fitu. — Svona er það vegna þess, að þið eruð ríkir og feitir, þá farið þið að hugsa um að rækta litla kalkúna. Einn fuglinn var tekinn úr búr inu og réttur Krúsjeff. Ljósmynd aranum til óblandinnar ánægju, sleppti hann honum ekki, heldur hélt honum föstu taki góða stund meðan fuglinn barði vængjunum. Og Ijósmyndarinn smellti mynd um af í óða önn. — Næst biðja þeir mig um að lyfta einni beljunni, sagði Krú- sjeff. Frúin heldur óformlegan blaðamannafund Konu Krúsjeffs, sem komið hafði með honum til Beltsville, hafði verið boðið að sjá húshalds deildina, en hún kaus að fylgja í humátt á eftir manni sínum. Meðan hann var að glíma við kalkúninn hafði hún orðið við- Krúsjeff svarar spurningum í Pressuklúbbnum í Washington. Frúin situr hægra megin við hann. Frú Krúsjeff á hinum óvænta og stutta fyrsta blaðamanna- fundi sínum. EFTIR að Krúsjeff hafði flutt ræðu sína í pressuklúbbnum í Washington, svaraði hann nokkrum spurningum blaða- manna. Ekki var þetta þó eins og venjulegur blaðamanna- fundur, því að spurningarnar voru lagðar fram skriflega fyrirfram og gat Krúsjeff val- ið úr þeim. Svaraði hann því aðeins örlitlu broti af þeim spurningum sem borizt höfðu. Hér verður nú greint frá nokkrum spurningum og svör- um. Spurning: — Sá orðrómur geng- ur, að á fundinum í Æðstaráðinu, þar sem þér fluttuð ræðu um glæpi Stalíns, hafi yður borizt skrifleg, en nafnlaus, fyrirspurn um það, hvað þér hafið sjálfur verið að gera meðan Stalín framdi glæp- ina. Sögusögnin segir ennfremur, að þér hafið óskað eftir því, að sá sem bar fram fyrirspurnina gæfi sig fram, en enginn hafi þorað að gefa sig fram. Þá hafið þér sagt: — Jæja, félagar, nú vitið þið, hvað ég gerði meðan Stalín var að fremja glæp- ina. Er þetta rétt? Krúsjeff: Höfundar þessar- ar sögu, þeirra á meðal sá, sem lagði þessa spuraingu fram, hafa viljað koma mér í klípu. Og ég heyrði, að sum- ir ykkar hlógu að spurning- unni, jafnvel áður en ég var búinn að svara henni. En ég vildi segja, að sá hlær bezt sem síðast hlær. Ég mun ekki svara spurningunni, því að ég lít á hana sem ögrun. En ég vildi samt nota þetta tæki- færi til að mótmæla ölium slíkum illgjörnum orðrómi, sem hvergi er sannleikanum samkvæmur. Spurning: — Var það alger tilvilj un, að rússneskri eldflaug var skut- ið til tunglsins, rétt áður en þér komuð hingað? Þýðir rússneski fáninn, sem liún flutti þangað, að þið ætlið að gera tilkall til tungls- ins? Krúsjeff: Sú staðreynd að eldflaugin lenti á tunglinu rétt áður en ég lagði af stað í ferð- ina, var einföld en skemmti- leg tilviljun. Hinn hluti spurningarinnar, hvort við ætlum að eigna okk- ur tunglið, er kapitalískur í hugsunarhætti, þar sem allir hugsa um einkaeign. Ég er hins vegar fulltrúi sósíalísks ríkis, þar sem orðið „mitt“ hef ur orðið að víkja fyrir orðinu „okkar“. Þegar okkur tókst að senda eldflaug til tunglsins lit um við á það sem „okkar“ sigur og meinum þá sigur alls mannkynsins. Spurning: — Hverjir eru helztu möguleikar á að auka verzlun milli Bandaríkjanna og Rússlands. Hvað viljið þið kaupa af okkur og hvaö viljið þið selja? Krúsjeff: — Auðvitað get- um við framleitt allt, sem þið getið framleitt og sumt fram- leiddum við á undan ykkur. Þess vegna er ég ekki kominn hingað til að betla. En þið framleiðið meira af sumum vörum en við gerum. Við komum hingað ekki með langa fingur til þess að læða þeim í vasa annarra. Við kom- mæli þess, að verkamenn og bændur Ameríku, — nei, fyr- ir gefið þið, ég mismælti mig en hafði ekkert óskemmtilegt í huga, — að verkamenn og bændur í Kína tóku völdin í því landi. Okkur hefur verið boðið að vera viðstaddir há- tíðahöldin. Þess vegna er ætl- unin að fljúga aftur til Rúss- lands 28. og fara til Peking 29. Þetta er að vísu erfitt og erilsamt, en það er mikill heið- ur að þiggja heimboð hinna kínversku vina. Spurning: — Er það rétt, að þér hafið eitt sinn látið svo um mælt við erlendan sendimann í veizlu, að þér ætluðuð að „grafa“ okkur? Harðskeytt svör um ekki heldur með hatt í hendinni til þess að bíða þess að einhver leggi ölmusu í hann. Spurning: — í ræðu yðar, töluðu þér um að þið forðuðust íhlutun í málefni annarrar þjóða. Hvernig samræmist það hinni vopnuðu í- hlutun ykkar í Ungverjalandi? Krúsjeff: — Ungverjalands- málið hefur staðið í hálsi margra manna eins og dauð rotta. Það er óskemmtileg til- finning og samt er ekki hægt að spýta henni út úr sér. Ef menn óska eftir því að umræð urnar beinist í þessa átt, þá gætum við líka spurt margra álíka spurninga. Ég hef oft haft tækifæri til að skýra afstöðu okkar í þessu máli, og sérstaklega var skemmtilegt að ræða um það við ungversku þjóðina sjálfa. Ég kom þangað sem gestur sl. ár og get fullvissað ykkur um að móttökurnar voru hlýjar og ákafar. Við höfum þegar saro- ið um öll þau mál sem gátu valdið erfiðleikum. Nú ganga báðar þjóðirnar fram eftir sömu leið til sósíalismans. Við höfum eitt takmark og einn vilja. Spurning: — Hver er tilgangur- inn meö för yðar til Peking strax að lokinni Anieríkuförinni? Krúsjeff: — Þetta var nú flókin spurning. Ef blaðamenn lesa um það sem gerist í heim- inum, þá ættu þeir að vita, að 1. október n.k. er 10 ára af- Krúsjeff: — Hér í þessum sal er staddur aðeins mjög lít- ill hluti bandarísku þjóðar- innar. En ef ég ætlaði að fara að grafa ykkur alla sem hér eruð staddir, þá entist mér varla ævin til slíkra verka. Það er líklega rétt, að ég tók einu sinni svo til orða og ég skal reyna að skýra, hvað ég átti við. Ef satt skal segja voru orð mín nokkuð mis- hermd og líklega af ráðnum hug, því að ég átti ekki við líkamlega greftrun, heldur átti þetta að vera táknmynd af hinfii sögulegu þróun. Krúsjeff flutti síðan allangt mál, þar sem hann sagði að kapitalisminn hefði á sínum tíma tekið við af lénsskipulag- inu, af því að hann hefði ver- ið fullkomnari en það. Alveg eins myndi sósíalisminn taka við af kapitalismanum af því að hann væri fullkomnari. Það var það sem ég átti við, sagði harfti. Ég leit á hina sögu legu þróun og hélt því fram, að sósíalismi eða kommúnismi myndi taka við af kapitalism- anum, og þannig yrði kapital- isminn, ef svo má segja graf- inn. Þið segið að slíkt muni ekki koma fyrir. En nú er svo komið að kapitalisminr. glímir við kommúnismami. Ég er sannfærður um að komm- únisminn verður sigursæil í þeirri baráttu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.