Morgunblaðið - 23.09.1959, Síða 11

Morgunblaðið - 23.09.1959, Síða 11
Miðvikudagur 23. sept. 1959 MORCUlSRLAÐIb 11 frú Krúsjeff og Rada, dóttir hennar reyndi að ýta sér inn á milli þeirra. En einhvern veg- inn hagaði þá svo til, að allur hópurinn gekk í áttina til bif- reiðanna. Frúin varð rugluð, og ætlaði inn i aðra bifreið.en sína. Þá kom lögreglumaður henni til hjálpar, tók undir arm hennar og sagði: — Ég skal vísa yður á réttan bíl. Frúin klappaði lög- reglumanninum á handlegginn og sagði: — Dásamlegt banda- rískt fólk. Rœða Krúsjetfs í pressuklúbbnum Um hádegi voru Rússarnir. aft- ur komnir heim í Blair House og klukkutíma síðar héldu þau í „pressu“-klúbbinn í Washington. Þar var þeim búin veizla í hópi 490 blaðamanna frá ýmsum lönd- um og þar flutti Krúsjeff ræðu, sem var útvarpað og sjónvarpað um öll Bandaríkin. Kona hans sat við hlið hans á meðan og hlýddi spennt á. Ræðan tók um þrjá stundar- fjórðunga og er hér aðeins hægt að hafa eftir nokkur atriði úr henni: — Ég hef verið spurður: Hvaða árangurs er að vænta af heim- Biblíusögur fyrir framhaldsskóla NÝLEGA hefur Ríkisútgáfa nómsbóka gefið út Biblíusögur fyrir framhaldsskóla eftir Ástráð Sigursteindórsson, skólastjóra. Biblíusögur þessar voru fyrst gefnar út árið 1951 af Bókagerð- inni Lilju 'og aftur 1955. Voru þær þegar mikið notaðar við kristinfræðikennslu víða um land. í þessum biblíusögum er fylgt hina venjulega biblíusöguformi með það fyrir augum, að nem- endur fái heildaryfirlit yfir sög- ur Biblíunnar og geti gert sér grein fyrir samhengi þeirra. — Gengið er út frá því, að nemend- ur læri í barnaskólum einstak- ar sögur án sérstaks tillits til sögulegs eða trúarlegs samheng- is þeirra innbyrðis. í framhalds- skólunum skulu nú fleiri sögur lærðar til viðbótar, aðrar rifj- aðar upp aftur og tengdar í sögulegt samhengi. Sögurnar eru teknar þannig, að orðalag Biblíunnar er látið halda sér sem mest án veru- legra skýringa annarra en nokk- urra upplýsinga um sögulegar staðreyndir, sem ekki verður komizt hjá að hafa í huga. Frek- ari skýringar geta verið á valdi hvers kennara, eftir því sem hann telur ástæðu til. Þessi nýja útgáfa, sem er 144 hls. í Skírnisbroti, er að mestu óbreytt frá fyrri útgáfum. — Um 30 myndir eru í bókinni og eru margar þeirra nýjar. Eru þær flestar af stöðum í löndum Biblíunnar eða lifnaðarháttum fólksins þar. Einnig eru í bók- inni tveir uppdrættir. Káputeikn- ingu gerði Halldór Pétursson list- málari. Prentun annaðist Isa- foldarprentsmiðja h.f. Haustmót Taflfélagsins HAUSTMÓT Taflfélags Reykjavíkur stendur nú yfir. Tefla meistaraflokkur og I. flokk ur saman eftir Monrad-kerfi. Eftir þrjár umferðir var Björn Þorsteinsson efstur með 3 vinn- inga. Jón Guðmundsson og Þor- steinn Skúlason voru næstir með 2%. Fjórða umferð var tefld í gær- kveldi, en ekki lokið er blaðið fór í prentun. Fimmta umferð verður tefid á fimmtudagskvöld kl. 7,30 í Breiðfirðingabúð. i sókn okkar. Það er of snemmt að spá um það, jafnvel veður- fræðingarnir eiga §rfitt með að segja- fyrir um veðrið fyrir næsiá' dag ' Samt er það svo, að ■ef maður lítur á loftvogina eftir fyrsta daginn hér, þá bendir hún á ágætis veður. Fyrst vildi ég leggja áherztu á það, að við komum hingað í góðum ásetningi og í fullri hrein- skilni. Við komum með tilfinn- ingu vináttu til bandarísku þjóð- arinnar og í éinlægri ósk um að geta bætt sambúðina milli landa okkar og tyrkt heimsfriðinn. — Þetta er aðaltilgangur heimsókn- ar okkar. Við vildum ná samkomulagi við ríkisstjórn ykkar um mikil væg málefni, eins og draga úr spennunni í alþjóðamálum, af- nám kalda stríðsins, afvopnun, friðarsamninga Við Þýzkaland og viðskipti. Á tuttugustu öldinni hefur mannkynið þegar orðið að þola tvær heimsstyrjaldir og í þeim félli. fleiri menn en í nokkrum öðrum styrjöldum. Nú þegar mannkynið. hefuf* lært að béiz!a kjarnorkuna og getur* smiðað éld' flaugar, er fljúga þusundir kiió- metra á hokkrum mínútum, þá er svo komið að fullkomnustu her gögn líta út eips og leikföng i samahbúrði við nýjustu herriaö- artækni.- Þegar svo er komið væri það hreinasta brjálæði að hefja nýja heimsstyrjöld. , Bezta og öruggasta leiðin tii þess að útiloka styrjaldir væri að gera aðstöðu allra ríkja án und- antekningar þannig, að þau geti ekki háð styrjaldir. Það er vanda mál afvopnunarinnar. Það er ekkert nýtt fyrir ykk- ur, að Sovétríkin leggja mikla áherzlu á það, að lokið verði frið- arsamningum við Þýzkaland. Það er kominn tími til að leysa vanda málin, sem við erfðum frá ann- arri heimsstyrjöldinni, ef þau eiga ekki að kveikja þá þriðju. Hvers vegna leggjum við svo mikla áherzlu á friðarsamninga við Þýzkaland? Það er vegna þess t að vöhtun á frið.arsamniJagi eitrar sámbúð margra þjóða. / Þáð ér ómÖgúlegt áð koma á öruggum friði í Evrópu, nema að þurrka fyrst út afleiðingar sið- ustu hgirhsstyrjaldar. • Þá sagði Krúsjeff í ræðu sinni, að hvorki Rússland né Austi'.c- Þýzkaland stefndu að yfirráðam í Vestur-Berlín. Engin krafa heí ur verið sett fram um að innlima borgarhlutann í Austur-Þýzka- land né breyta félagslegu skipu- lagi borgarhlutans. Að lokum sagði hann að Rúss- ar óskuðu eftir vinsamlegum sam starfi við Bandaríkin, ekki að- eins á sviði menningarmála, held ur einnig í verzlun. Þá svaraði Krúsjeff 10 spurn- ingum um ýmis efni. Blaðamenn höfðu lagt fyrir hann mörg hundr uð skriflegar spurningar, en úr þeim valdi Krúsjeff nokkrar. — Formaður pressuklúbbsins, las spurningarnar upp, en Krúsjefi svaraði. Skipti hann oft um ham, varð hann bálreiður ef spurning beindist t. d. að Stalins-ræðu hans eða Ungverjalandsmálun- um. ^ jieiðrabl 'incoln Síðar um daginn fór Krúsjeff í kynnisför um borgina Washing- ton og fylgdi Cabot Lodge hon- um. Þegar þeir komu að minnis- merki Linkolns, gekk Krúsjeff beint fram að hinni risavöxnu styttu hans og hneigði sig djúpt og virðulega. Skömmu síðar sagði Krúsjeff við blaðamenn, sem höfðu fylgt honum eftir. — Við hneigjum okkur fyrir Lin- coln. Hann var sannkallað mikil- menni, vegna þess, að hann helg- aði líf sitt baráttunni fyrir frels- inu. Um kvöldið bauð Krúsjeff Eis- enhower forseta til kvöldverðar- veizlu í rússneska sendiráðinu. Hvífarí þvoffur f Nýja Sparr er mildara, freyðir betur, þvær betur og er ódýrara. Sparr gerir þvottinn bragglegri, bjartari, ilmandi, og hvítan eins og hrím á haustmorgni. Sparr inniheldur C M C, sem ver þvottinn óhreinindum og sliti. Sparr inniheldur Hrímhvítu, sem hefur þann eiginleika að breyta hinum ósýnilegu útfjólubláu geislum sólarinnar í sýnilega bláhvíta geisla, sem gera hvítan þvott hvítari og mislitan litsterkari. Sparr er ódýrt. Kvnnið vður verð- muninn á Sparr og erlendum þvottaefnum og vður mun ekki koma til hugar að nota annað en Sparr upp frá því. Sparið og notið Sparr

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.