Morgunblaðið - 23.09.1959, Síða 12

Morgunblaðið - 23.09.1959, Síða 12
12 MORCUTS n T 4Ð1Ð Miðvikudagur 23. sept. 1959 Uíg.r H.f. Arvakur Reykjavlk. Franíkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (áhra.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá Ví""r Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sím: 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480. Ask; iftargald kr 35,00 á mánuði innamands. 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. EFLING HÁSKÓLANS OG EFNA- HAGSLEGA2 RÁTT fyrir fámennið verð ur íslenzka þjóðin að halda uppi flestum sömu stofnunum og eru í hinum fjöl- mennari löndum ,til þess að geta talizt í hópi sjálfstæðra menn- ingarþjóða. Ein af þessum stofnunum, sem hvað mestu máli skiptir er Há- skóli íslands. Háskólinn er í okk- ar augum stór stofnun, en á al- þjóðlegan mælikvárða er hami lítill og vanmáttugur. Auðvitað getur háskóli, er hefur innan við þúsund nemendur, ekki verið mjög stór, en mikilvægi mennta- stofnunar fer vissulega ekki fyrst og fremst eftir nemendafjöldan- um, er stundar nám við hann, heldur frekar eftir kennsluskil- yrðum, sem hún hefur upp á að bjóða. Nú benda allar líkur til, að stúdentum við Háskóla íslands muni fara mjög fjölgandi á næstu ármm og áratugum, og mun stofnunin stækka mikið af þeim ástæðum. En Háskól- inn þarf að eflast mun meira, en leiða mun að fjölgun nem- endanna og eru því mikil verk efni fyrir hendi í þessoi efni. Fullkomið bókasafn Það sem mest skilur á milli Háskóla íslands og margra er- 'lendra hádkóla er, hve hann hefur yfir litlum bókakosti að ráða og býður upp á litla og ófull komna kennslu í • náttúruvísind- um. Fullkomið bókasafn er und- irstaða allrar meiriháttar kennslu og sjálfstæðra athugana nem- enda og kennara. Af eðlilegum ástæðum má ekki dreifa kröftunum í þessum efn- um. Sú hugmynd hefur því kom ið fram að sameina Landsbóka- safnið og Háskólasafnið. Ef úr því yrði þyrfti að stórauka bóka- kost, þessa aðalsafns þjóðarinn- ar. Þyrfti safnið að hafa ráðgef- andi sérfræðinga í hinum ýmsu vísindagreinum til að leggja á ráðin um bókakaup, því að bæk- ur eru vissulega ekkert sérmál bókmenntafræðinga eða áhuga- manna um skáldskap, heldur eru þær tæki allra þeirra, sem fróð- leiks leita á hvaða sviði sem er. Aukin kennsla í raun- vísindum Kennslu í náttúruvísindum þyrfti að auka verulega við Há- skólann og er það því mikilvæg- ara, sem slík kennsla myndi hafa bein áhrif á framfarir þjóðarinn- ar á efnahagssviðinu. Einnig þarf að bæta skilyrði læknadeildar og verkfræðideildar. Ef halda á á- fram að byggja upp landið af stór hug verður þjóðin að fylgjast vel með nýjungum í tækni og al- mennri framleiðslu og vegna sér- stakra aðstæðna verðum við að gera ýmsar tilraunir hér heima. Margt af þessu verður að ske innan Háskólans, eða í tengslum við hann og er því efling hans ein mikilvægasta undirstaða gró- andi þjóðlífs. Byggingar Háskólans Núverandi byggingum Háskól- FRAMFARIR ans var komið upp af stórhug og miklum dugnaði. En um langan tíma var engu bætt við þær og var Háskólanum hvað .eftir annað synjað um fjárfestingarleyfi fyr- ir náttúrugripasafni, sem er und- irstaða mikilvægrar kennslu. Nú hefur rofað til í byggingarmál- um Háskólans. Verið er að byggja ofan á aðra álmu íþrótta- hússins, og verða þar rannsókn- arstofur, sem bæta munu úr brýn ustu þörf. Einnig er hið mikla háskólabíó, sem lengi hefur ver- ið rætt um, nú í smíðum. Hagnaðurinn af kvikmyndahús inu mun styrkja starfsemi Háskól ans og smíði þess mun veroa mik- ilvægt framlag hans til menning- armála, þar sem miðað er við að byggingin geti gegnt hlutverki fullkomins hljómleikahúss. Jafnframt því sem unnið er að bættum hag verður þjóðin að kunna að staldra' við og njóta framfaranna. Hið glæsilega sam- komuhús Háskólans mun stuðla að þessu, og æðsta menntastofr,- un þjóðarinnar þarf oft að hafa afnot af veglegum salarkyníuim, og þá alveg sérstaklega hir.n 17. júní 1961. Þann dag verður Há- skóli íslands hálfrar aldar gam- all og er það mikil stund í sögu þjóðarinnar, sem í aldir gaí ekki, sökum fátæktar, kennt börnum sínum neitt fram yfir lestur og skrift. | Margar aðrar byggingar eru fyrirhugaðar á vegum Háskólans. Hér að framan var minnzt á nátt- úrugripasafn, sem Háskólinn skuldbatt sig til að koma upp, þegar happdrættisleyfið var framlengt síðast. Brýn nauðsyn er að koma upp sérstöku húsi fyrir læknadeildina og mun það mál í undirbúningi. Áætlað er, að það rísi á lóð Landspítalans. Þá er það bókasafnshús, er reisa þarf í samvinnu við Landsbóka- safnið. Hefur verið talað um að byggja það vestan Melavegar. Bygging hjónagarðs hefur lengi verið mikið áhugamál og áður en langt um líður þarf að auka húsnæði hinna almennu stúdenta garða. Margvísleg verkefni framundan Þannig bíða óleyst verkefni, hvert sem litið er, og mætti telja upp margt fleira, sem gera þarf á næstu árum og áratugum. Ef vel ætti að vera mætti ekkert ár líða svo, að ekki væri unnið að einhverjum framkvæmdum, er miðuðu að því að gera þessa æðstu menntastofnun þjóðarinn- ar fullkomnari. Að vísu er framkvæmdahugur- inn hér svo mikill, að oft skort- ir fé til að sinna öllum þeim verk- efnum, sem nauðsynleg eru talin. En hvað viðkemur Háskólanum, þá hefur hann sérstaka tekju- lind, sem er happdræíti hans. Ekki verður annað séð, en að háskólinn hafi þörf fyrir þessa tekjulind um aila fram- tíð og þyrfti að finna ráð til að gera hana enn drýgri en verið hefur undanfarið, til þess að Háskólinn geti rækt öll sín miklu og mikilsverðu hlutverk. UTAN UR HEIMI FORNFRÆÐINGA hefir löngum greint mjög á um það, hve gömul mannskepnan sé í raun og veru. — Það minnir nú enn á þetta gamla „stríð“, að hinir þekktu fornfræðing- ar, dr. Leakey og kona hans, fundu nýlega hauskúpu af manni í Tanganyika í Austur- Afríku, sem talin er a. m. k. 600 þúsund ára gömul. — Ósamkomulag hinna lærðu mun engan veginn minnka við þennan nýja og merki- lega fund, en þing fornfræð- inga í Leopoldville í Belgiska Kongó hefir þegar slegið því föstu, að hér sé um að ræða elztu beinaleifar af manni, sem fundizt hafi. — — Það sama hefir oft verið full- Þannig leit Javamaðurinn út. Hann gekk uppréttur — og var hreint ekki svo heimskur . .. uppruna tegundanna. En svissn- eski prófessorinn Johannes Hur- zeler gerði æði mikið strik í reikn yrt — án nægilegs rökstuðnings. Margt virðist vera í „lausu lofti“ á þessu sviðj — og ýmsar mis- munandi skoðanir uppi. Það er því harla erfitt fyrir leikmann- inn að átta sig á, hverju og hverjum helzt beri að trúa í þessu efni. Og allt virðist benda til þess að hinir vísu fornfj-æðingar haldi Neanderthal-maðurinn — þjáð- ist af tannpínu og gigt enn áfram að keþpast við að vera ósammála. „Primatar“ • Bandaríski mannfræðingur' inn Washburn hefir sett fram kenningu um það, að fyrir millj- ónum ára hafi verið til sameigin- leg „frummynd" manns- og apa — „primatar“ svonefndir. Þessi dýr höfðu minna heilabú en mannaparnir, en hæfileikar þeirra til að grípa með „höndum" og fótum greindi þau einkum frá öðrum spendýrum. Og einn góðan veðurdag teygðu „primat- arnir“ upp arma og klifruðu upp í trén. Washburn telur, að þá hafi „grunnurinn" að mannlegum lík- ama verið lagður — mittið, bol- urinn og armarnir tekið að þró- ast til þess forms, sem þessir lík- amshlutar hafa fengið hjá mann inum. — Hinar taktföstu hreyf- ingar ,primatanna“, er þeir sveifl uðu sér í greinum trjánna, ollu smám saman líffærafræðilegum breytingum á byggingu úlnliða, olnboga, axla og brjóstkassa. — Fyrir 10 — 15 milljónum ára stukku þeir svo aftur niður úr trjákrónunum og tóku að lifa niðri á jörðinni. 12 milljón ára • Washburn aðhyllist þannig raunverulega kenningar TDarwins er hann setti fram í riti sínu um inginn árið 1956. — Þá fann hann, 300 metra í jörðu niðri (í ítalskri kolanámu) mjög heillega beina- grind af veru, sem óneitanlega bar mörg mannleg einkenni. Og 1 þar sem beinagrindin fannst í 11 — 12 milljóna ára gömlu jarðlagi, ályktaði Hurzeler, að sá hlyti aldur „mannsins“ að vera. — Og prófessorinn telur, að þetta gefi til kynna, að maðurinn hafi þró- azt samhliða öpum, en ekki frá þeim. „Týndi hlekkurinn“? • Aðrir vísindamenn aðhyllast aftur á móti „apakenninguna" sem þá sennilegustu — og styðj- ■■■■■■■■■■■■■ um a idu ast m. a. við leifar af suður-afrísk um „apamönnum“, er hafa lifað fyrir um 15 milljónum ára — á Tertiertímabilinu. Talið er, að ap- arnir hafi komizt upp á að ganga uppréttir, eða hálfréttir, við breytingu, sem orðið hafi á bygg- ingu mjaðmagrindar þeirra — og að önnur dýr hafj óttazt þá, vegna þess að þeir gátu notað steina, rótarhnyðjur og annað lauslegt sem kastvopn. — All- margir vísindamenn telja þessa „apamenn“ vera hinn ,týnda hlekk“, það er að segja milli- bilsform milli manns og apa. Heilabú þeirra hefir að stærð ver ið rúmlega einn þriðji af heila- búi mannsins eins og það er nú, en oft er höfð nokkur hliðsjón af stærð heilans, er ákvarða skal aldur gamalla hauskúpuleifa, er finnast. — k — í Javamanninum svonefnda, sem hollenzki herlæknirinn Dubois fann árið 1891 í Trinil á Java, var heilabúið miklu stærra eða nimlega % af heilabúi nú- tímamannsins. — Dubois tókst að sanna, að -beinagrindarleifar þær, er hann farm þarna, væru af mannlegri veru. — Eilítið greind ari hefir „kollega“ Javamannsins, Pekingmaðurinn, verið — a. m. k. var heilabú hans ofurlítið stærra. Hauskúpa hans fannst árið 1929 í fjalli einu í grenndi Við Peking, en bein hans glötuðust í síðustu heimsstyrjöld, og eru nú aðeins til afsteypur af þeim. Forfeður Evrópubúa • í Evrópu fundu menn Heidel- bergmanninn svonefnda, sem er nokkurn veginn „jafnaldri“ hinna tveggja, sem nefndir eru að framan — og árið 1856 fundu menn Neanderthal-manninn, þar nálægt, sem Diisseldorf nú stend- ur. — Talið er, að Neanderthal- menn hafi verið frumbyggjar Evrópu, en dáið út. Samtímingar hans, Cro-Magnon og Auriac- mennirnir, séu hins vegar for feður núverandi Evrópubúa. Þessir „frummenn“ hafa haft sínar búksorgir og átt við sjúk- dóma að stríða, ekki síður en við nútímamenn. — Rannsóknir hafa t.d. leitt í Ijós, að sérstakur bakt- eríusjúkdómur ásótti Javamann- irm og settist einkum að í mjöðm- um hans. Og Neanderthal-maður- inn hefir ekki heldur verið sér- lega öfundsverður — hann hefir þjáðst af tannpínu og illkynj- aðri gigt. — Hvernig hinir vísu menn vita þetta, gerum við okk ur ekki grein fyrir, en þetta segja þeir — og þeir eiga að vita, hvað þeir syngja. Piltdown-gabbið • Ekki er allt gull, sem glóir — og skynsamlegt getur verið að trúa varlega öllu, sem sagt er um hina ýmsu ,fornleifafundi“. Það sannar sagan um Charles Daw- son, sem gabbaði vísindin í heil- an mannsaldur. — Dawson var enskur málafærslumaður, sem eyddi frístundum sínum við að safna steinaldarminjum. Og einn góðan veðurdag tilkynnti hann, að hann hefði fundið Piltdown- manninn, sem hann nefndi svo — en heilabú hans væri nær því jafnstórt og í nútímamanni. — Vísindamenn um víða veröld þutu' upp til handa og fóta, og aldur mannsins var ókveðinn í snatri — 50 þúsund ár. Hinn kaldhæðni málfærslu- maður, sem fór í gröfina með leyndarmól sitt, sagði hinum vísu mönnum, að vegavinnumenn nokkrir hefðu grafið beinaleif- arnar upp á Piltdown í Sussex. Það var ekki fyrr en nýjar og fullkomnari rannsóknaraðferðir komu til, að sannað varð, að hér var um fölsun að ræða. — Daw- son hafði gefið vísindunum langt nef með því að láta vegavinnu mennina „finna“ ósköp venju- lega apahauskúpu. En hann hafði meðhöndlað hana á sérstakan efnafræðilegan hátt m. a. til þess að „gera hana eldri“ — og slípað tennurnar til . . .. — 'k — Það er nú talið, að heili manns ins hafi verið nokkurn veginn fullvaxinn þegar fyrir um 50 þús- und árum — og að hann sé sífellt að stækka. Viðurkenndir vísinda- menn hafa jafnvel látið í það skína, að við verðum ofurmenni m a n n si n s með risavaxna „rafeindaheila“, þegar fram líða stundir. — Það er vonandi, að mjaðmagrind kon- unnar þróist tilsvarandi — ann- ars verður það ekkert sældar- brauð að verða móðir í framtíð- inni. . . Piltdown-maðurinn. — Slíka hugmynd gerðu menn sér um útlit hans, áður en í ljós kom, að enskur málafærslumaður hafði gabbað vísindin — með apahauskúpu ...

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.