Morgunblaðið - 23.09.1959, Síða 16

Morgunblaðið - 23.09.1959, Síða 16
16 MORGVlSBLAfnn Miðvikudagur 23. sept. 195Í, Verksmiðjuvinna Óskum eftir að ráða nokkra menn í verksmiðjuvinnu nú þegar. Upplýsingum ekki svarað í síma. J. B. PÉTURSSON, blikksmiðja Ægisgötu 7. Stúíka óskast Þvottahúsið Drífa, Baldursgötu 7. Upplýsingar ekki gefnar í síma. Donsk bor^slofiihúsgogn úr póleruðu birki, vel meðfarin, borð, 8 stólar og 2 skápar, einnig sófaborð, til sölu. Uppl. í síma 12388 Dugleg og ábyggileg stúlka óskast til afgreiðslustarfa. Upplýsingar í verzluninni milli kl. 6 og 7 í dag. JÓNSBÚÐ, Blönduhlíð 2. Hafnarfjörður Hafnarfjörður Lestrarkennsl a Mun annast lestrarkennslu 6 ára barna í vetur. Upplýsingar í síma 50585 kl. 8—10 á kvöldin. KJARTAN ÓLAFSSON kennari, Sunnuvegi 3 Kona óskast í eldhús SÆLAKAFFI Brautarholti 22 Kjötbúð Til leigu verzlunarhúsnæði fyrir kjötbúð I stóru nýju verzlunarhúsnæði, sem er í þéttbýlu íbúðar- hverfi. Tiboð sendist afgr. Mbl. fyrir n.k. laugard. merkt: „Kjötbúð — 9146“ Verkamenn óskast nú þegar. ByggingarfélagSð Bru hf. Sími 16298 Verzlun Verzlun í fullum gangi úti á landi til sölu, ef við- unandi tilboð fæst. Eigninni fylgir 5 herb. nýtízku íbúð stór sölubúð og rúmgóðar vörugeymslur Aðstaða til sildarsöltunar í bænum möguleg. Nánari uppl. daglega þessa viku, frá kl. 5 til 7 e.h. í herbergi nr 12 Hótel Skjaldbreið. Árni Bergsson trá Öl- afsfirði — Minningarorð F. 9. okt. 1893 — D. 17. sept. 1959 Árni Bergsson frá Ólafsfirði er látinn aðeins tæpra 66 ára gam- all. Hann var fæddur Svarfdæl- ingur, en sína aðalstarfsæfi, eða samtals 30 ár, starfaði hann í Ólafsfirði. Rak hann þar útgerð og verzlun. Hafði á "hendi síma- vörzlu, póstþjónustu o.fl., og varð svo nátengdur Ólafsfirði og Ól- afsfirðingum, að þau bönd hafa aldrei 'slitnað, þó leiðir hans lægju um aðrar slóðir. Mun Ólafsfirðingum áreiðanlega finn- ast að nú hafi brostið' hlekkur, ekki síður en þegar Árni flutti á brott úr Ólafsfirði, með fjöl- skyldu sína, en það þótti þeím skarð fyrir skildi. Er það mjög skiijanlegt, þegar haft er í huga, að ásamt mörgu öðru, var Árni meðal stærstu atvinnurekenda í Ólafsfirði, þau 30 ár sem hann hafði þar sjálfstæðan atvinnu- rekstur. Árni var yngstur 7 bræðra, sona hjónanna Bergs Bergssonar bónda á Hæringsstöðum og konu hans Guðrúnar Pálsdóttur frá Syðra-Hóli í Svarfaðardal. Ungur missti Árni föður sinn, og brá þá móðir hans búi og flutti til Ólafsfjarðar til elsta sonar síns Páls, hins þekktá athafnafrömuð ar Ólafsfjarðar. Ólst Árni upp á vegum móður sinnar, með til- styrk bræðra sinna, þar til hann um fermingaraldur fór að vinna fyrir sér sjálfur. Á heimili hinna landskunnu heiðurshjóna, Svan- hildar Jörundsdóttur og Páls Bergssonar, undi Árni hag sínum í félagsskap barna þeirra, og hafa æ síðan verið miklir kærleikar milli ættingjanna, sem Árni minntist alltaf með þakklæti. Árni naut gagnfræðamennt- unar, sem ásamt sjálfsmenntun, góðum gáfum og farsælum skap- kostum, gerði hann að nýtum þjóðfélagsþegn. Hann var góður 9* Assa64 útBdyraskrárnar eru komnar Atvinna Lagermaður óskast til starfa í kjörbúð. Umsóknir með uppl. um fyrri störf, sendist í pósthólf 1256 fyrir 26. þ.m. merkt: „Lagermaður" Dodge vörubíll Sanda Dodge vörubíll með ný upptekihni Buda diesel- vél til sölu ódýrt. Upplýsingar í síma 14197 kl. 10—12 í dag og í síma 12841 eftir kl. 7. Stúlka vön matreiðslu óskast á hótel í nágrenni Reykja- víkur. Góð vinnuskilyrði. Gott kaup. Allar nánari uppl. í síma 10730. Atvinna 16—20 ára piltur óskast til afgreiðslustarfa í kjöt- verzlun. Uppl. í síma 1-11-12 milli kl. 6—7 í kvöld og næstu kvöld. ÞILPLOTUR Harðar þilplötur (masonine gerð) 3,5 mm. 4x9 fet. JÓN LOFTSSON H.F. Hringbraut 121 — Sími 10600. LOFTPRESSA Sem ný loftpressa með málningasprautu til sölu. JÓN LOFTSSON H.F. Hringbraut 121 — Sími 10600. starfsmaður, vandvirkur, trúr og öruggur og vann meðan dagur entist og „nóttin kom þá enginn getur unnið“. Hann féll á vakt- inni og verður varla meira kraf- ist. Ég þekkti Árna meira og minna í 45 ár, enda var hann giftur minni ágætu frændkonu og uppeldissystur, Jóhönnu Magnúsdóttur Kristjánssónar, ráðherra, og hafði hjónaband þeirra staðið, með prýði, í 42 ár. Samt sem áður verður mér nú erfitt að lýsa mannkostum Árna, enda þótt mér sé ljóst að þeir voru miklir. Hann var mjög dul- ur, sérstaklega hvað sjáífan hann snerti, og ég minnist ekki að hafa heyrt hann tala um sína eigin persónu fyrr né síðar. Ég veit einnig að sínum nán- ustu reyndi hann að hlífa við erfiðleikum sín vegna, fram á síð ustu stund. Hans vanaviðkvæði var, að ekkert væri að honum, og að hann þyrfti einskis með. Hann vildi vera gefandinn og ekki þiggja fyrr en í fulla hnefana. Árni var mjög þægilegur í við- móti og heimilisfaðir hinn bezti, Heimilið var lika hans kærasta starfssvið, og þar vann hann, eins og margur annar, störf, sem ekk. ert þjóðfélag getur ofmetið, við uppeldi sona sinna og siðar að- hlynningu barna þeirra, sem hann unni mjög. Árni var mjög hægur og prúður maður, sem engu ruddi um, en fór sínu fram með hægð og þrautseigju. Maður gat stundum verið í vafa um hvað bros Árna þýddi. En oft fannst mér að honum myndi ekki finnast til um ályktanirnar eða rökin, og þá brosti hann heldur en taka þátt í umræðun. um. Kom á þann hátt fram sú. góðlátlega kýmni, sem mér fannst hann eiga í svo ríkum mæli. Árni var ekki afskiptinn, um annara manna hagi og aldrei heyrði ég hann fella dóm yfir öðrum. 42 ára hjónaband Árna og Jó- hönnu, var farsælt qg til fyrir. myndar um marga hluti. Þau voru glögg á kosti hvors annars, og viðurkendu þá í framkomu sinni og verkum. Þau stóðú hlið við hlið í blíðu og stríðu, en eins og gefur að skilja, er ekki alltaf meðbyr á langri leið. Þó efast ég ekki um að þau hafa verið gæfumanneskjur, enda eru synir þeirra þrir og fóstursonur, hinir efnilegustu menn og tengdadæt. urnar og barnabörnin augasteinar afa og ömmu. Slíkar gjafir er ekki hægt að fullþakka, og svo er einnig um góðan maka. í dag, þegar við kveðjum Árna Bergsson, er Okkur skylt og ljúft að þakka samveruna hér. Við gerum okkur ijóst, að lögmáli lífs ins verður ekki breytt, en við ættingjar og vinir Árna, þökkum nú sérstaklega fyrir minningarn- ar, sem hann lætur eftir sig, og þegar hann kemur í hug okkar, munum við ætíð minnast góðs drengs, sem vildi vel og gerði vel. Guð græðir sárin, og ég bið hann nú að gefa syrgjandi eigin. konu og öðrum ættingjum þann styrk og þann frið, sem hann einn getur veitt. Árna bið ég blessunar Guðs og efast ekki um að hann hefir feng. ið góðar viðtökur á ströndinni fjarlægu. 22. sept. 1959. Kristján Karlsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.