Morgunblaðið - 23.09.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 23.09.1959, Síða 20
20 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 23. sept. 1959 Hún horfði á manninn á legu- bekknum og fann það, gegn vilja sínum, að hún fann til samúðar með honum, samúðar og með- aumkvunar. Hann hafði aldrei áður talað þannig til hennar. Fyrir fáum mínútum hafði hún átt bágt með að hlusta á hann, en nú fór hreinskilni hans að sigrast á henni. Hvað var það, sem hafði fjariægt þau hvort frá öðru? Hann hafði aldrei verið mannúðlegur. Nú var hann mann úðlegur. Hversu miklar hlutu þær nauðir að vera, sem hann var staddur í, svo að hann var orðinn mannúðlegur. „Því næst fór ég með þig til L.eopoldville“, sagði hann. „Ég ætla ekki að ákæra Afríku, Kongó eða Leopoldville. Það væri fánýtt. En ég sver þér, að það hefði ekki komið fyrir í*Evrópu. Menn þurfa hækjur. Hið eðlilega umhverfi þeirra, félagsskapurinn og siðirnir, það eru hækjur þeirra. Allt í einu missti ég hækj urnar mínar. Hérna lifði ég fyrir utan mitt eigið sjálf. Ég fór aft- ur til Zentu. En brátt fann ég að hún var mér einskis virði“. — Hann lækkaði róminn. „Ég hefði komið til þín aftur . . . og allt hefði verið gleymt". „Og þá varð þessi innborna stúlka á vegi þínurn?" Hann leit á hana með þakk- læti, þar sem hún hjáipaði hon- um til að halda áfram. „Hún stóð allt í einu við veg- arjaðarinn. Eitrið íór að byltast í mér það gerði allt auðveldara, að hún var svört. . .“ „Hlífðu mér við einslökum at- riðum, Hermann". ^Þú skilur ekki. Ég er ekki að tala um líkama hennar. Af því að hún var svört, stóð hún ennþá frekar en Zenta utan við minn eigin heim. Það getur ekkert komið fyrir, hugsaði ég. I.úlúa tekur Veru ekki burt. Hún er barn annarrar stjörnu“. Nú fyrst kom reiðm upp í henni. Hvaða mælgi var þetta. Hún mundi eftir deginum, þeg- ar hann hafði komið með fyrstu lygina um stúlkuna. Hún mælti: „Og þú taldir það nauðsynlegt, að koma með hana hingað á heimili okkar. Þú hefir trúað henni fyrir börnum þínum“. Hann fálmaði eftir gleraugun- um sínum nærri því eins og blindur maður og þurrkaðí af þeim í flýti á vasaklútnum sín- um. „Ég mun aldrei fyrirgefa sjálf- um mér það“, sagði hann og lét á sig gleraugun með skjálfandi hendi. „Það fyrirgef ég sjálfum mér aldrei. En ég var ekki með fullu ráði, gat ekki ráðið athöfn- um mínum. Ég var frávita". Hún sneri sér undan. Hún fann aftur til þess, hve þetta samtal var óþægilegt. „Þú sagðir, að hún ætlaði að eyðileggja þig“, sagði hún, til þess að þessi orðræða yrði ekki allt of persónuleg. „Þú verður að fá að vita allt. Það var ekkert okkar á milli, á meðan hún var hér heima. Ekk- ert. Og það er það versta. Við hittumst leynilega ufan heimilis- ins. En þar gerðist ekki neitt heldur“. „Það kemur mér ekkert við“. „Víst kemur það þér við, því þú verður að vita það, að þetta villidýr elskaði mig aldrei ekki eitt einasta augnablik. Hún hefir aldrei hætt að elska Anton“. Anton! Nú var nafn hans nefnt. Hann stóð nú þegar eins og vegg- ur á milli hjónanna. Það varð þögn. það heyrðist aftur tifið í klukkunni. Það var erfitt, að gera sér í hugarlund, að það væri heimur utan við þetta herbergi, að Pétur og Silvía sváfu uppi á lofti og vissu ekki neitt, að Adam Sewe málaferlin færu fram, þetta mál, sem hafði flett ofan af öllum sárum og rifið þau upp. Hermann hélt áfram: „Ef eitthvað hefði verið áður okkar á milli, þá hefði ég eldrei fallizt á þetta stefnumót okkar í Brazzaville. En hún lofaði mér . . .“ Hann þagnaði, „Ég gat ekki staðizt það. Ég sagði þér, að ég myndi koroa hei.n á laugardaginn frá Briissel, en ég flaug til Brazzaville á fösíudag- inn. Þar beið hún mín.“ Nú tal- aði hann hratt og var staðráðinn í að láta ekki taka fram í fyrir sér. „Auðvitað var allt ráðgert fyrirfram. Það miðaði allt að því, að eyðileggja mig — frá þeirri stund, sem hún komst inn í þetta hús. Ef til vill hefir það verið uppástunga Antons . . . ég veit það ekki“. „Og hvernig getur hún eyði- lagt þig?“, spurði Vera stillilega. „Ég var með skjalatöskuna mína frá Brussel. f skjalatöskunni voru áríðandi skjöl, þar á meðal skeyti, sem Delaporte hafði sent mér til Brussel, fyrirskipanir varðandi samtal mitt við André Martin". Vera stóð upp. Hún fékk sting í hjartað. Hún gleymdi, að þau Hermann voru á öndverðu meiði. Hann barðist gegn Adam Sewe. Hún hafði samúð með Adam Sewe. Nú hugsaði hún eingöngu um það, að framtíð Hermanns var eyðilögð, framtíð hennar og nafnið, sem börn hennar báru. „Hún hefir stolið frá þér skjöl- um“, sagði hún. Hann kinkaði kolli. „Ég veit ekki, hvar l.'ún hefir fengið svo nákvæma vitneskju. Hún stal ekki öllum skjölum mín um. Langt frá því. Hún stal em- mitt þeim, sem sanna, að það er um að ræða samsæri gegn Adam Sewe. í einu bréfinji er Anton nefndur, Ef það bréf er rétt lesið — og málafæ.-slumað- ur Sewe mun sjá urn, að það verði gert — þá tekur það af all- an vafa um, að Anton hefir ver- ið mútað til að vitna gegn Sewe“. Hann starði fram fyrir sig. „Það er verra en meinsæri. Það er að stofna til meinsæris. Það eru endalok mín“. Vera snéri sér frá honum. Hún gekk að hægindastól í hinum enda herbergisins og iét fallast J hann. Tilfinningar hennar háðu harða baráttu sín á milli. Hún varð að skipa því niður, sem hún liafði heyrt óskipulega. Hermann hafði á röngu að standa. Lúlúa gat ekki hafa unið að undiriagi Ant- ons. Skjölin voru ekki síður Ant- on að meini en Hermamti. Bræð- urnir, óvinirnir, voru í sömu hættunin. Eftir hvers skipun hafði stúlkan fra?—■svæmt verkn- að sinn? Sewes? Hann var ekki fær um að stofna til þjófnaðar. En það skipti ekki máli þessa stundina. Hún fór allt í einu aðhlæja. Hermann starði á hana. Hann skildi ekki í þessu. Hún ein vissi, hvers vegna hún var að hlæja. Hún var að hlæja að sjálfri sér. örlögin höfðu gert henni illan grikk. Ef hún elskaði Anton, varð hún nú að flýta sér til hans og vara hann við. Ennþá var hann ekki búinn að sverja rangan eið. Hann vissi ekkert um hin stolnu skjöl. En ef hún varaði Anton við, þá vann hún gegn Adam Sewe, sem hún virti meir en okkurn ann- an, og ef Anton breytti framburði sínum, þá bjargaði hún Hermanni um leið, sem hafði svikið hana og farið á bak við hana. Bjarg- aði honum að minnsta kosti frá því versta, ærumissinum. Hlátur- inn hætti. Hún stóð upp. „Ég ætla að fara til Antons", sagði hún. „Ef hann verður yfir- heyrður á undan Lúlúu, þá er það ekki of seint enn. Vitni hann ekki gegn Sewe, þá hefur Lúlúa ekkert til að ljóstra upp, eða þá að enginn trúir henni“. Hermann reis líka á fætur. — Náfölur og titrandi stóð hann fyrir framan konu sína, sem bar höfuðið hátt. „Ætlar þú að gera það fyrir mig?“ sagði hann. Hún hristi höfuðið. Það hefði verið of auðfenginn sigur, ef hún hefði sagt: Nei, Her mann, ég geri það ekki fyrir þig. Ég geri það fyrir Anton bróður þinn, sem ég elska. Hún mælti: „Ég geri það fyrir börnin! Ég geri það, til þess að þetta and- styggilega mál falli um sjálft sig. Þú missir stöðu þína. Þú verður að byrja að nýju. Það nægir. Við munum byrja að nýju“. Hann virtist hafa misskilið hana, — einkum síðustu setning una. Honum virtist hún bera vott um fyrirgefningu og vera fyrir- heit um, að hún myndi standa við hlið hans í þessari nýju byrj- urí. — Hann rétti út handleggina eft- ir henni. Hún vék sér undan faðmlögum hans. Handleggir hans féllu niður eins og skotnir fuglar. Því næst strauk hann hendinni yfir enn- ið og reikaði út að dyrunum. Hún horfði á eftir honum. — Hann gekk lotinn eins og gamal- menni. Hún barðist við meðaumk unina, sem kom ffam hjá henni. „Ég verð að fá hreint loft“, sagði hann. „Ég er að kafna“. Hann opnaði dyrnar. Það var dimmt í framherberginu. Hún heyrði, hvernig hann þreifaði sig áfram. Hann opnaði útihurðina. Hið svala loft júlí-næturinnar kom gegnum opnar dyrnar inn í herbergið, þar sem loftið var rakt og þungt. Á ég að fara til Antons undir eins í nótt“, hugs- aði hún. Hún lét fallast niður á stól og huldi andlitið í höndum sér. Klukkustund síðar — það var nákvæmlega klukkan hálf tvö — hringdi síminn hjá rúmi Antons Wehr. Honum hafði verið órótt þetta kvöld. Það voru ekki nema fá- einar mínútur síðan hann hafði steinsofnað. Hann greip heyrnartóíið áður en hann var búinn að finna kveikjarann. „Anton“. Það var málrómur Veru. Hann varð þegar glaðvakandi. „Hvað hefur komið fyrir?“ spurði hann. Hann vissi þegar, að eitthvað hafði komið fyrir. Hann settist upp í rúminu. „Hermann er dáinn“, sagði hún. „Hermann — dáinn?“ „Einhver hefur skotið hann“. „Hvar?“ „1 garðinum okkar. Fyrir fimm mínútum. Ég fann hann dauðan á grasblettinum". Hingað til hafði rödd hennar verið róleg, en nú brast hún í grát. „Þú verður að koma undir eins“. „Láttu lögregluna vita“, sagði hann. „Ég verð kominn til þín eftir fimmtán minútur“. Klukkan var nærri tvö um út úr leigubílnum fyrir framan nóttina, þegar Anton Wehr steig húsið á Mont Leopold-Vue. Húsið var allt uppljómað. Að utan var nærri því svo að sjá, sem þar inni fyrir væri verið að halda veizlu. Hin gildvaxna blökku-barn- fóstra opnaði hurðina. Hún var rauðeygð af gráti og skalf eins og hrísla. „Náðuga frúin er í salnum“, stamaði hún. Vera var enn í sömu fötunum og um kvöldið. Hún stóð í miðju herberginu, þegar Anton kom inn. Hann hræddist að sjá hana. Varirnar voru jafnhvítar og and- litið. Hin blágrænu augu hennar voru innfallin. Það var auðséð, að hún hafði ekki grátið. Hún starði fram fyrir sig eins og sá, sem ekki skilur hvað er að ger- ast. — ......gporiö yður hiaup & nailli maxgra vtrrz'kma1- «01 0 ÖllUM »W1! - Ausfcurstrsetj SHUtvarpiö MiSvikudagur 23. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn —• 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. —• 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00 Miðdegistónleikar: Fréttir og tilkynningar). 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Að tjaldabaki (Ævar Kvaran leikari). 20.50 Tónleikar: Elisabeth Schwarzkopf syngur aríur eftir Puccini. 21.05 Upplestur: Hugrún les frumort ijóð. 21.20 Einleikur á píanó. Beia Siki leik- ur „Karneval" eftir Schumann. 21.45 Samtalsþáttur við Jón Arason, skipstjóra á Þingeyri: Um sjó- mennsku og sjósókn á Vestfjörð- um (Ragnar Jóhannesson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: Úr „Vetrarævintýr- um" eft. Karen Blixen. VII. lestur (Arnheiður Sigurðardóttir). 22.30 í léttúm tón: Pat Boone o. fl. syngja og leika létt lög. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 24. september 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar 10.10 Veðurfregnir). 12.00—13.15 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „Á frívaktinni", sjómanna þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15,00 Miðdegisútvarp. — (lp.00 Fiéttir og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. 19.25 Veðurfregnir. 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: íslenzka þjóðkirkjan í nú- tíð og framtíð. Fyrra erindi (Séra Áreiíus Níelsson). 20.55 íslenzk tónlist: Flutt verða verk eftir Árna Thorsteinsson og Frið- rik Bjarnason. 21.30 Útvarpssagan: Garman og Worsa eftir Alexander Kielland. XII. lestur (Séra Sigurður Einarsson). 22.10 Kvöldsagan: „Þögn hafsins" eftir Vercors, í þýðingu Sigfúsar Daða sonar. I. lestur (Guðrún Helga- dóttir). 22.30 Sinfóniskir tónleikar: Sinfónía nr. 5 í e-moll, „Frá nýja heiminum" eftir Dvorák, Fílharm óníuhljómsveitin i Vínarborg leikur. Rafael Kubelik stjórnar. 23.10 Dagskráriok. Ný sending DANNIMAC Regnkápur Mikið úrval MARKABKRINN HAFNARSTRÆTI 5 a L ú ó I Ég kemst ekki mikið nær 1 mig um það bil tvo tíma að klífa I Seinna. Ég hef ekki orðið var við [ ekki verið betra. eyðikofanum en þetta. Það tekur Jþangað upp og aftur til baka. Ineinar mannaferðir. Þetta gæti i

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.