Morgunblaðið - 23.09.1959, Page 23
Miðvikudagur 23. sept. 1959
MORCVISBI 4ÐJÐ
23
HúsmœBraskóli Reykja-
víkur settur í gœr
HÚSMÆÐRASKÓLI Reykjavik-
ur var settur í gær að viðstödd-
um kennurum, nemendum og
gestum og er þetta í 19. sinn,
sem skólinn er settur. Meðal
gesta var forsetafrú, Dóra í>ór-
hallsdóttir.
Skólastjórinn, Katrín Helga-
dóttir, setti skólann með ræðu
» Konan hér á myndinni heitir
frú R. D. Sæmundsson. Hún er
ensk en gift íslenzkum manni.
Hún skrifaði Morgunblaðimi á
dögunum og bar upp áhyggjur
sínar.
Hafði hún farið heim til Eng-
lands í sumarleyfi og skömmu
eftir að þangað kom leitaði blaða
maður frá Hull Daily Mail til
hennar og fékk hjá henni viðtal
nm iandhelgisdeiluna. Þetta við-
tal kveður hún hann hafa rang-
fært allmikið og samið eftir sínu
höfði, en þýðing á viðtalinu birt-
ist í Þjóðviljanum á dögunum.
í bréfinu til Mbl. segir frú
Maemillan byr jar
kosningaleiðangur
MANOHESTER, 22. sept.
— (NTB-Reuter). —
HAROLD MACMILLAN, for-
sætisráðherra, lagði í dag upp í
kosningaleiðangur sinn um Bret-
land og gaf við það tækifæri út
yfirlýsingu, þar sem segir, að
hann telji hernaðaraðgerðir
Breta við Súez á sínum tíma hafa
verið réttlætanlegar. En gerðir
brezku ríkisstjórnarinnar i Súez-
málinu virðast ætla að skipta
nokkru máli í kosningabarátt-
unni fyrir þingkosningarnar hinn
8. okt. n. k.
Ástæðan til þess, að Macmill-
an valdi Manchester fyrir
fyrsta viðkomustað í kosn-
ingaleiðangri sínum, er tal-
in vera sú, að borgin er höfuð-
staður Lancashire, sem er þunga-
miðja baðmullariðnaðarins í
landinu, en hann hefur orðið
fyrir miklum áföllum að undan-
förnu, vegna harðnandi sam-
keppni erlendis frá. Stjórmn
kunngjörði nýlega áætlun, sem
felur í sér um 500 millj. ísl. kr.
fjárveitingu til nýsköpunnar í
baðmullariðnaðinum.
Sæmundsson m.a., að hún gcti í
sannleika sagt, að hún hafi aldrei
hugsað illa til íslands, heldur
þvert á móti, enda hafi íslend-
ingar ætíð verið sér góðir og
hjálpfúsir. Hún segist kunna
mjög vel við sig á íslandi. Hún
kveðst einnig standa algerlega
með íslendingum í landhelgis-
deilunni.
Talsímalína
milli meginlands
Evrópu og
Ameríku
PARÍS, 22. sept. (NTB-Reuter).
— Fyrsta beina talsímalínan
milli Ámeríku og meginlands
Evrópu var tekin í notkun síð-
degis í dag við hátíðlega athöfn
hér í borg. Talsímalína þessi er
4000 km. að lengd, með 36 tal-
rásum. Fyrsta talsímalína yfir
Atlantshafið lá milli Englands og
Ameriku og hefur hún fram til
þessa einnig verið í notkun fyrir
símtöl frá meginlandi Evrópu.
íslenzkt hljómplötusafn
til Alasunds
og gat þess að hann væri full-
skipaður á komandi vetri og
hefði orðið að neita nokkrum
stúlkum Um skólavist. Ræddi nun
um fræðsluna og starfið og tóm-
stundirnar og bauð námsmeyjar
velkomnar.
Emma Kristjánsdóttir hefur lát
ið af störfum við skólann og tek-
ur Guðrún Jónsdóttir við af
henni. Aðalfríður Pálsdóttir kenn
ir á þremur kvöldnámskeiðum
og Sædís Karlsdóttir kennir
einnig á þremur námskeiðum, en
hún hefur ekki kennt áður við
skólann.
Að lokinni sköiásetningarræðu
Kátrínar Hélgadóttur, kvaddi sér
hljóðs Halldóra Eggertsdóttir,
námsstjóri. Hún gat þess, að ura
380 ungmeyjar mýndu stunda
reglulegt nám í h.úsmæðraskól-
um landsins í vetur auk þeirra
stúlkna, sem sækja húsmæðra-
námskeið og væri það meiri að-
sókn en verið hefði að húsmæðra
skólanum undanfarin ár. Á und-
an og eftir ræðum voru sungnir
sálmar.
Að lokinni skólasetningu var
öllum viðstöddum boðið til kafíi
drykkju í húsakynnum skólans.
EITT af verkefnum Norrænu
félaganna er að stofna til náins
sambands með bæjum og borgum
Norðurlanda. Einn þeirra bæja
er Álasund í Noregi og vinabær
hans hér á Islandi er Akureyri.
Þegar Álasund var 100 ára gáfu
Akureyringar bæjarfélaginu þar
ríflega fjárupphæð og ákváðu
Álasundsbúar að verja henni til
stofnunar íslenzkrar bókadeildar
í bæjarbókasafninu í Álasundi.
Hafa þegar verið keyptar all-
margar íslenzkar bækur til safns-
ins og hefur Guðmundur G. Haga
Miðnæturhljóm-
leikar
DANSPARIÐ Edda Scheving og
Jón Valgeir munu koma fram á
miðnæturhljómleikum þeim, er
haldnir verða í Austurbæjarbíói
í kvöld. Þau Edda og Jón hafa
nokkrum sinnum komið fram á
skemmtunum, m. a. í Lídó á sl.
vetri.
Önnur atriði á hljómleikum
þessum er leikur 8 þekktra
hljómsveita og munu & söngvarar
syngja með þeim. Hljómleikar
þessir eru haldnir til styrktar
hinum efnilega trompetleikara
Viðari Alfreðssyni, eins og fyrr
hefur verið greint frá, og verða
þeir ekki endurteknir.
Bœndadagur í Dölum
ALMENNUR bændadagur var
haldinn hátíðlegur að Nesodda í
Dalasýslu að tilhlutan Búnaðar-
sambands Dalamanna sunnudag-
inn 6. sept. s.l. Hátíð þessi átti
að vera 24. júní s.l. vor, en var
frestað af ýmsum ástæðum, m. a.
vegna alþingiskosninganna.
Bjarni Finnbogason, héraðs-
ráðunautur, setti samkomuna og
stjórnaði henni. Ásgeir Bjarna-
son, formaður sambandsins, flutti
ávarp. Gunnar Bjarnason, ráðu-
xiautur á Hvanneyri, flutti aðal-
ræðu dagsins. Ræddi hann land-
búnaðarmál almennt og benti
sérstaklega á, hversu þekkingin
er nauðsynleg undirstaða allra
framfara. í því sambandi ræddi
hann störf héraðsráðunauta o. fl.
Ásgeir Ingibergsson, prestur í
Hvammi, talaði fyrir minni
kvenna. Friðjón Þórðarson, sýslu
maður, flutti ávarp. Brýndi hann
sérstaklega fyrir Dalamönnum að
hefjast nú þegar handa um söfn-
un mynda og gerð myndamóta
vegna væntanlegrar útgáfu bók-
ar um Dalamenn, er sr. Jón
Guðnason, fyrrv. skjalavörður,
vinnur að.
Hjálmar Gíslason • skemmti
gestum með ,söng og látbragða-
leik. Kvartettinn Leikbræður,
sem ekki hefur sungið opinber-
lega s.l. 5 ár, söng þarna nokkur
lÖg.
Að lokum var dans stiginn.
Veður var gott og skemmtu menn
sér hið bezta.
Undirbúningsnefnd þessarra
hátíðahalda skipuðu: Guðmundur
Ólafsson, Ysta-Felli, Geir Sig-
urðsson, Skerðingsstöðum, Gísli
Þorsteinsson, Þorgeirsstaðshlíð,
Jón Ólafsson, Dunkárbakka og
Bjarni Fanndal Finnbogason,
héraðsráðunautur, Búðardal.
— Fréttaritari
lín bókafulltrúi ríkisins séð um
val þeirra fyrir hönd Norðmanna.
Allmargt er um íslenzkar konur
giftar Norðmönnum í Álasundi
og er þessi ráðstöfun m. a. mikiil
fengur fyrir þær, svo og norska
■sjómenn sem hafa löngum sótt á
íslandsmið og stofnað til kynna
við íslendinga. Þegar Ólafur
Gunnarsson sálfræðingur var á
ferð í Álasundi í sumar fór for-
seti bæjarstjórnar Álasunds þess
á leit við hann að hann gæfi ráð
varðandi bækur um ísland og
skrifaðar af íslendingum á norð-
urlandamálunum. Ólafur varð
við þessari beiðni og ráðlagði
bókaverði að hafa samband við
Chr. Westergaard Nielsen, prófes
sor við Árósarháskóla varðandi
bækurnar sem Dansk-fslenzka
félagið hefur gefið út. Við þess-
ar umræður kom það til tals að
bæjarbókasafnið í Álasundi
keypti íslenzkar hljómplötur og
lánaði fólki eftir sömu reglum og'
bækur. Var þessari tillögu tekið
mjög vel og ákvað bæjarstjórnin
að veita nokkurt fé til að koma
upp hljómplötusafni til almennra
afnota svo og íslenzkar nótur, og
, var Ólafi Gunnarssyni falið að
velja hvort tveggja. Dr. Páll, fs-
ólfsson hefur aðstoðað Ólaf við
val hljómlistarinnar og taldi dr.
Páll að þessi hljómplötukaup
myndu verða upphaf meiri kynn-
ingar á ísl. hljómlist í Noregi.
Eftir beiðni útvarpsins í Ála-
sundi munu þeir dr. Páll, og ÓI-
afur talca saman dagskrá til þess
að kynna norskum hlustendum
þefta mál. f sambandi við kaup á
nótum og hljómplötum var leitað
til Hljóðfærahússins og Fálkans
og brugðu þessir aðilar vél við
og létu í té allar þær nótur með
íslenzkum lögum sem til eru svo
og margar hljómplötur með mjög
góðum kjörum. Alls eru lögin
sem á hljómplötunum eru 192.
Eru það allt sígild verk sungin
og leikin af fremstu hljómlistar-
mönnum. Hljómplöturnar voru
fluttar til Noregs í gærdag með
flugvél Flugfélags íslands og tók
Haraldur Guðmundsson við send-
ingunni í Osló og geymir hana
unz hún verður sótt af fulltrúa
Álasundsbæjar.
Þess má geta að þetta er í
fyrsta sinn, sem norskt bókasafn
gefur almenningi kost á að fá
hljómplötur að láni og verður þá
fyrst um sinn einvörðungu um
ísl. plötur að ræða.
Hjartans þakkir til barna minna, barnabarna, systkina
og vina, er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og
skeytum á 75 ára afmæli mínu 16. þ.m.
Guð blessi ykkur öll.
Þórunn M. Þorbergsdóttir,
Sunnubraut 17, Keflavík.
Hjartans þakkir færi ég öllum er þeiðruðu mig með
heimsóknum, skeytum og gjöfum í tilefni af fimmtugs-
afmæli mínu.
Ragnheiður Jónsdóttir,
Hringbraut 80, Keflavík.
Vecgna jarðarfarar
Helga Jónssonar frá Brennu,
verður skrifstofunni lokað
frá kl. 12 á hádegi í dag.
Ferðafélag Islands
Skattstofa Reykjavíkur
verður lokuð vegna jarðarfarar,
frá kl. 1 e.h., miðvikudaginn 23.
þ.m.
S K A T T STJÓRINN
Vegna jarðarfarar verða skrifstofur vorar.
Iokoðor
e.h. miðvikudaginn 23. sept.
Áfengisverzlun Rikisins
Lyfjaverzlun Rikisins
Eiginmaður minn
JÚLtUS jónsson
Vesturgötu 20,
andaðist 22. þ.m. Jarðarförin auglýst síðar.
Helga Bjömsdóttir.
Útför eiginmanns míns
GUÐNA JÖNSSONAR
Höfn í Hornafirði,
fer fram fimmtud. 24. sept. og hefst með-húskveðju að
heimili hins látna kl. 1 e.h. Jarðsett verður í nýjum
grafreit á Höfn.
Ólöf Þórðardóttir.
Jarðarför móður okkar,
KRISTRÚNAR T. BENEDIKTSSON
fer fram frá Dómkirkjunni fimmtudaginn 24i þ.m. kl.
1.30.
Unnur Árnadóttir, Ásta Björnsson, Katrín Stephenson,
Benedikt E. Árnason, Ragnar T. Árnason.