Morgunblaðið - 29.09.1959, Side 2

Morgunblaðið - 29.09.1959, Side 2
2 MORrTTNfíT. AÐIÐ ÞriðjudiSTjr 29. sept. 1959 Skáldsagan „Virkisvetur” eftir Björn Th. Bjömsson hlaut 75.000 kr. verðlaun í GÆR kl. 11.15 var settur fund- ur í Menntamálaráði íslands að öllum meðlimum viðstöddum, og þá lá fyrir eitt mál, verðlauná- veiting í skáldsagnasamkeppni ráðsins. Fyrir ráðinu lá einróma úrskurður dómnefndar, en ráðs- menn höfðu allir lesið verkið sem nefndin hafði orðið ásátt um. Samþykkti ráðið einum rómi að veita höfundi skáldsögunhar „Virkisvetur" 75.000 króna verð- launin. Síðan var opnað lítið umslag, sem hafði að geyma kort með nafni höfundarins. Var kortið látið ganga milli ráðs- manna, sem biðu tíðindanna í mikilli eftirvæntingu. Á kortinu var nafn Björns Th. Björnsson- ar listfræðings. Greinargerð Menntamálaráðs Á fundi með fréttamönnum í gær afhenti Menntamálaráð eft- irfarandi tilkynningu: Hinn 12. apríl 1958, er Mennta málaráð áslands varð 30 ára, efndi það til verðlaunasamkeppni um íslenzka skáldsögu, er vera skyldi ca. 12—20 arkir að stærð. Heitið var 75 þús. kr. verðlaun- um fyrir skáldsögu er dómnefnd teldi verðlaunahæfa. Frestur til að skila handriti £ samkeppnina var upphaflega 1 ár, en síðan framlengdur um fjóra mánuði, til 12. ágúst í sumar. Mennta- málaráð áskildi sér f. h. Bóka- útgáfu Menningarsjóðs útgáfu- rétt á því handriti, er verðlaun hlyti, án þess að sérstök ritlaun kæmu til. , I samkeppni þessa bárust 10 handrif. Dómnefnd skipuðu eft- irtaldir menn: Helgi Sæmunds- son, Bjarni Benediktsson frá Hof- teigi og Sigurður A. Magnússon. Skyldu þeir dæma á milli hand- rita, en Menntamálaráð áskildi sér rétt til að úrskurða, hvort sú skáldsaga, sem bezt væri talin, þætti verðlaunanna makleg. Hinn 22. þ. m. skilaði dómnefnd áliti til Menntamálaráðs. Var það á þessa leið: „Við undirritaðir, sem kjörnir voru:n til að 'esa og meta hand- rit þau, sem bárust í verðlauna- samkeppni Menntamálaráðs um skáldsögur, höfum nú lokið störf- um. Tíu handrit bárust, og það er samróma álit okkar, að eitc þeirra beri af. Það er skáldsagan Virkisvetur. Virkisvetur er söguleg skáld- saga, gerist við norðanverðan Breiðafjörð og á Ströndum um og eftir miðbik 15. aldar. Aðal- persónur eru Andrés Guðmunds son á Reykhólum Arasonar og Solveig Björnsdóttir hirðstjóra Þorleifssonar, og ástir þeirra eru uppistaða verksins. Bygging sögunnar er heilsteypt, laus við innskot og útúrdúra. Át- burðalýsingar eru ljósar og tíð- um áhrifamiklar. Ýmsar persón- urnar, og þó einkanlega sumar „aukapersónurnar", eru mótaðar skýrum og föstum dráttum. Sag an er rituð á sérstaklega auðugu og þróttmiklu máli. Höfundur j virðist kunna góð skil á lifnaðar- háttum fólks á þessum tíma, húsaskipan, klæðaburði, vinnu- tækjum o.s.frv. Náin staðþekking hans stuðlar að því að gera sög- una trúverðuga, og náttúruskynj un hans er í senn fersk óg inni- leg. Frásögnin öll er heiðrík að yfirbragði. Við teljum skáldsöguna Virkis vetur maklega þess að hljóta verðlaun þau, sem heitið var. Reykjavik 22. sept. 1959.. Bjarni Benediktsson, Helgi Sæmundsson, Sig. A. Magnússon". Viðtal við höfundinn Á blaðamannafundinum í gær ávarpaði Kristján Benediktsson, formaður Menntamálaráðs, verð- launaþegann og rakti jafnframt tildrög verðlaunaveitingarinnar. Björn Th. Björnsson þakkaði fyr- ir sig nokkrum orðum og sagði lauslega frá ástæðum þess að hann hóf að skrifa skáldsöguna. 1 viðtali við fréttamann Mbl. gat hann þess, að meginásinn í sögunni væri reipdráttur Eng- lendinga og Dana um verzlunar- völd á fslandi á ofanverðri 15. öld. Inn í þessi átök eru sögu- persónurnar dregnar, en ívafið er svo ástarsaga þeirra Andrésar Guðmundssonar á Reykhólum og Solveigar Björnsdóttur á Skarði. ívafið er hugarsmíð höfundarins og flestar aukapersónur einnig, en allir meginatburðir sannsögu- legir, t. d. orustan á Reykhólum og umsátrið um virkið þar, sem sagan dregur nafn af. Veturinn 1482—83 er jafnan í annálum nefndur virkisvetur og við hann miðað í tímatali, þannig að at- burðurinn hefur verið frægur. Björn kvaðst hafa fjallað um þetta efni lengi. Hann samdi tvo þætti um það, sem birtust í bók j hans, „Brotasilfri" 1954, en efnið tók ekki verulega að sækja á hann fyrr en sumarið 1956, þegar hann dvaldist að Reykhólum sjá svila sínum, héraðslækni þar. Kynntist hann þá umhverfinu mjög náið og gerði ýmsar rann- sóknir. T. d. gróf hann áundur fornan öskuhaug, staðsetti húsin og gerði sér' rökstuddar hug- myndir um byggingu og afstöðu mannvirkja á staðnum á 15. öld. Þá kynnti hann sér rækilega í sambandi við listfræðilegar rann sóknir sínar allan innra búnað húsa og komst m. a. yfir úttekt á innbúi Guðmundar á Reykhólura, sem sýndi að þar var mikið bor- izt á. Eru þar nefndir 120 rauðir borðdiskar útlenzkir, sem sýnir KOSNINGííSKFIF- STOFA SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK er í Morgunblaðshús- inu, Aðalstræti 6, II/ hæð. — Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 10—22. — >v ★ ★ Stuðningsfólk flokksh.a er heðið að hafa sam- band við skrifstofuna og gefa henni upplýs- ingar varðandi kosn- ingarnar. ★ ★ ★ Athugið hvort þér séuð á kjörskrá í síma 12757. ★ ★ ★ Gefið skrifstofunni upp- lýsingar um fólk sem verður fjarverandi á kjördag, innanlands og utan. ★ ★ ★ Símar skrifstofunnar eru 13560 og 10450. J s s i s s s s } s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Bjöm Th. Björnsson að stundum var mannmargt á þessu höfuðbóli. Hóf að skrifa bókina 1957 Björn fór ekki að skrifa söguna fyrr en haustið 1957 og vann að henni við og við þá um veturinn, en með vorinu var hann búinn að viða að sér meginhluta efnis- ins og það var farið að mótast. Síðan hefur hann unnið að henni í hjáverkum, stundum nokkra mánuði í lotu. Hann hafði mikla stoð í gömlum mönnum að vest- an, sem gáfu honum upplýsingar um áttaafstöður og áttanefning- ar. Sjálft efnið gerist á þrem ára- tugum í íslandssögunni, en höf- undurinn hefur þjappað því inn í þriggja ára tímabil. Björn kvaðst ekki hafa þorað að segja neinum frá fyrirtæki sínu nema eiginkonunni, Ásgerði Búadóttur, og var hún honum mikil hjálparhella. Þá kvaðst hann hafa fengið ómetanlega hjálp í cellókonsert Antonins Dvoraks frá 1895, en þar fann hann hljómfallið, stemninguna og blæbrigðin. £ verkið. Stílinn kvaðst hann hafa úr miðaldabók- menntum, sem hann hefði lesið mikið síðustu árin, annálum, biskupasögum og ýmiss konar skjölum. Sérkennileg orðatiltæki væru öll af Barðaströnd og Vest- fjarðakjálkanum, og hefði hann gætt þess sérstaklega að nota ekki orðfæri úr öðrum byggðar- lögum. Hann sagði, að allar lýs- ingar á búningum og húsbúnaði væru byggðar á góðum heim- ildum, enda hefði hann kynnt sér þau mál rækilega. Erfiðasti (kaflinn í bókinni, lýsing á ferð yfir Steinadalsheiði £ hríðarbyl, tók hann rúmlega hálft ár, enda kvað sú lýsing vera mögnuð. Björn kvaðst að lokum ekki hafa £ hyggju að helga sig skáldsagna gerð. Listfræðin ætti hug sinn allan. Fontenay tyrrum sendi■ herra Dana hér láfinn UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ til- kynnti síðdegis í gær, að látinn sé í Kaupmannahöfn dr. Fonte- nay, fyrrum sendiherra Dana hér á landi. — Tilkynning ráðuneyt- isins er á þessa leið: „Herra Fr. le Sage de Fonte- nay, fyrrv. sendiherra, andaðist í nótt að heimili sínu, Hjalmar Brantingsplads 4, Kaupmanna- höfn. Herra de Fontenay var sendi- herra Dana á íslandi frá því í árs byrjun 1924 fram á mitt ár 1946 en fluttist þá til Tyrklands, þar sem hann tók við sendiherra- embætti. Hann lét af störfum fyr- ir aldurssakir fyrir nokkrum ár- um“. Fontenay sendiherra Þessu til viðbótar skal þess get- ið að hinn látni sendiherra var kjörinn heiðursdoktor við heim- spekideild Háskóla íslands 22. Seíidill skerst DUGLEGUR og áhugasamur send ill frá Alþýðublaðinu skarst illa á hægri hendi í gærkvöldi í húsi Mbl. Var hann á mikilli ferð, og ætlaði að hrinda upp vængja- hurð með allstóru gleri í. Átti hann að reka erindi fyrir bláð sitt í setjarasal prentsmiðjunnar. Drengúrinn, sem heitir Þórir Helgason, rak hendina í gegnum rúðuna. Við það skarst hann rétt ofan við úlnlið. Opnaðist slagæð í handleggnum svo að blóðið lagði úr sárinu, og afltaugar skárust sundur. Var drengurinn tafar- laust fluttur með sjúkrabíl í slysa varðstofuna og gerðu læknar að meiðslum hans. september 1940 „í viðurkenning- arskyni fyrir hve vel hann hefði unnið að auknu samstarfi danskra og íslenzkra vísinda- manna, svo og með tilliti til vís- indastarfa hans sjálfs“, eins og Mbl. sagði frá heiðursdoktors- kjöri hans 25. sept. 1940. Hingað kom hann síðast til lands sum- arið 1951. Kona hans, frú Guðrún Fontenay, fædd Eiríksdóttir, lifir mann sinn. Þeim hjónum varð tveggja barna auðið, Jean Fonte- nay, búnaðarráðunautur í Borg- arfirði, og Erik, sem er úti í Dan- mörku hjá móður sinni. Einnig lætur Fontenay eftir sig upp- komna dóttur, Margarethe, konu Friðriks Matthíassonar, verzlunarmanns, Melabraut 2, Seltjarnarnesi. Er hún ein þriggja dætra hins látna af fyrra hjóna- bandi hans, hinar búa ytra. Sólmyrkvi i* ; Á FÖSTUDAGINN kemur ' i verður almyrkvi á sólu. í s | almanaki Þjóðvinafélags- j ^ ins segir svo um myrkvann: ^ S „Almyrkvi á sólu 2. okt. s ) Sést hér á landi sem deild- S ^ armyrkvi. Myrkvinn hefst | s kl. 9,49 og er mestur kL s i 10,35 og er þá 0,27 af þver- S ; máli sólar myrkvað Honum • S lýkur kl. 11,22“. J j í Rciutersskeyti frá London s | í gær segir svo, að sól- | S myrkvinn muni sjást víða ^ i að úr heiminum. Hann liefst s • í dögun í Massachsetts (stað í S artíma) og mun'ljúka yfir ^ S Indlandshafi við sóiarlag s ■ (staðartíma). 1 London mun S S sólmyrkvinn sjást kl. 11,01 ^ S GMT. Myrkvinn mun hylja s • um 200 mílna beiti af jörð- S ( inni meðan hann gengur • S yfir. s • Myndin, sem hér birtist S ( er tekin af almyrkva er • S varð á sólu 30. júní 1954 og s | sást vel hér á landi. Viggó S ^ E. Maack skipaverkfræðing • S ur tók myndirnar. : ^ Þeir sem vilja fylgjast ^ i með sólmyrkvanum hér á s s föstudaginn skulu gæta þess ) 5 að rína ekki í sólina nema ; ý að nota sótað gler til hlífð- s S ar augunum. • S ! Framsókn lýsir sjálfri sér Bráðabirgðalög ríkisstj órnarinn- ar, um að verð landbúnaðaraf- urða skyldi ekki hækka um þau 3,18%, sem bændur áttu rétt á í haust, hafa vakið miklar um- ræður og umtal í blöðum og mapna á meðal. Afstaða Sjálf- stæðismanna til þessara laga hef- ur verið skýr allt frá því þau voru sett. Þeir lýstu sig andviga þessari lagasetningu, en bentu hins ve^ar á leið, sem tryggði það tvennt, að bændur fengju réttmæta hækkun afurða sinrsa, en jafnframt yrði tryggt, með niðurgreiðslum, að sú hækkun leiddi ekki af sér hækkaða vísi- tölu og þar með nýja verðhækk- unarskrúfu. Þegar ríkisstjómin gaf út lög- in lýsti Sjálfstæðisflokkurinn oví yfir, að hann myndi á næstá þingi beita sér fyrir þvi, að bænd um yrði tryggðar l ætur fyrir það tjón, sem þessi lagasetning bakar þeim. Hins vegar töldu þeir ekki rétt eins og á stóð, að stuðla að því, að ríkisstjórnin segði af sér. j Það hefði orðið til þess eins að I skapa aukinn glundroða í íslenzk • um stjórnmálum, sem er ærirm ■ fyrir. . Þessi afstaða Sjálfstæðisflokks- ins til bráðabirgðalaganna og rík isstjórnarinnar er mjög augljós og auðskilin hyerjum manni. Því er mjög athyglisvert að lesa skrif Timans um þetta mál og túlkanir hans á stefnu Sjálfstæðismanna. Á sunnudaginn var setur Tímmn svohljóðandi fyrirsögn yfir þvera forsíðu: Sjálfstæðisflokkurinn veit ekki sitt rjúkandi ráð“. Greinin sjálf byrjar svo með stóru letri á þessa leið: Framkoma Sjálfstæðismanna í sambandi við útgáfu bráðabirgða laganna um landbúnaðarverðið vekur nú furðu um allt land, og þjóðinni er ljóst, að þar kepiur fram flokkur, sem ekki veit sitt rjúkandi ráð, er stefnulaus, segir eitt í dag og annað á morgun, snýst eins og skopparakringla og þykist bæði styðja ríkisstjórnina og vera á móti henni. Aldrei hef- ur komið betur í ljós, að Sjálí- stæðisflokknum er til engrar málafylgju trúandi. Væri málið ekki svo alvarlegs eðlis, sem raun ber vitni, myndi öll þjóðin skelli- hlægja að svo undarlegu flokks- skrípi.“ Hér er óvenjufáránleg sam- setning á rangfærslum, sem staE- ar af því, að Tíminn er kominn i sjálfheldu með þá fullyrðinga sína, að setning bráðabirgðalag- anna sé Sjálfstæðismönnum að kenna. Blaðið veit ekki lengur sitt rjúkandi ráð og eru skrif þess um Sjálfstæðisflokkinn góð lýs- ing á ástandinu í herbúðum Fram sóknar um þessar mundir. í til- vitnuninni, sem er tilfærð hér að framan, hefur Framsókn teklzt vel að lýsa sjálfri sér. Nýtt kælisldp SÍÐASTLIÐINN föstudag t,ÓK skipafélagið Jöklar hf. við hinu nýja kæliskipi sjnu, Langjökh, sem smíðað er í Árósum. Er það væntanlegt hingað eftir nokkra daga. Langjökull er 1950 brúttó- lestir að stærð, 87 metrar á lengd og ristir tæpa 5 metra. Kælilestir skipsins eru 80 þúsund rúmfet. Skipið er knúið 2000 lesta diesel- vél af Deutz-gerð og er gang- hraði þess rúmar 13 sjómílur á klukkustund. Langjökull er bú- inn öllum helztu nýtízku siglinga tækjum og sérlega trausbyggður til siglinga í ís.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.