Morgunblaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 29.09.1959, Blaðsíða 23
Þriðjudagur 29. sept. 1959 MORCUWBL 4Ð1Ð 23 Macmillan segist hafa greitt tyrir að Eisenhower og Krúsjeff hittust Mynd þessi var tekin á síðasta fundi þeirra Krús jeffs og Eisenhowers í Camp David á sannudag- inn. Krúsjeff ér að kveðja forseta Bandaríkjanna. ar enda myndu þeir hafa náin samráð við forustumenn banda- mannaþjóða sinna um Berlínar- málið og um fund æðstu manna stórveldanna. LONDON, 28. sept. — (Reuter) — MACMILLAN, forsætisráð- herra, ítrekaði í kosninga- ræðu í dag fyrri fullyrðingu sína um það, að hann hefði brotið ísinn í samskiptum austurs og vesturs með Moskvu-ferð sinni snemma á þessu ári. Þannig hefði hann rutt brautina að samningavið- ræðum Krúsjeffs og Eisen- howers. Yfirlýsingu þessa gáf Mac- millan á fundi í Acton, einu Húsfylli ú fyrírlestii Valdimars Björnssonar ú sunnudaginn — Camp David Framh. af bls. 1. enn áherzlu á það, að varðveita bæri heimsfriðinn. Móttökur í Moskvu Til Moskvu kom Krúsjeff eft- ir 10% klst. flug. Ýmsir forustu- menn í stjórn og her og erlendir sendimenn tóku á móti honum á Vnukovo-flugvelli. Krúsjeff birtist í útgöngudyr- um flugvélarinnar, teygði upp báða handleggi og hrópaði „Okay“, en þetta ameríska mál- tæki hefur hann lært og notað mjög mikið í Ameríkuferðinni. Mikil hyllingaróp glumdu við á flugvellinum. Síðan ók Krúsjeff rakleitt til hinnar miklu íþróttahallar Moskvu og flutti ræðu yfir þús- undum áheyrenda. Það var meginefni ræðu Krús- jeffs, að hann spáði friðaröld, sem byggðist á friðsamlegri sam- búð austurs og vesturs. Það sagði hann að væri eina leiðin til að tryggja framtíð marmkynsins á tímum langdrægra eldflauga, sem gætu borið vetnissprengjur um gervalla veröld. Krúsjeff lofar Eisenhower fyrir stjórnvizku Sagði Krúsjeff, að menn sem ekki gerðu sér þetta Ijóst væru eins og strútar sem stingju hausn um ofan £ sandinn. Hins vegar sagði hann, að Eisenhower for- seti væri ekki í þeirra hópi, hann gerði sér fulla grein fyrir hætt- unum. Sagði Krúsjeff m. a.: — Ég verð að lýsa því yfir úr þess- um háa ræðustóli og fyrir Moskvubúum, fyrir allri þjóð minni, ríkisstjórn og flokki, að forseti Bandaríkjanna, Dwight Eisenhower hefur sýnt frábæra stjórnvizku, hugrekki og dyggð í viðhorfum sínum til alþjóða- stjórnmála. Krúsjeff sagði, að það væri ekki hægt að ætlast til þess að öll vandamál leystust þótt hann færi í eina heimsókn til Banda- ríkjanna og skoðaði nokkrar borgir, en viðræðurnar í Camp David hefðu verið mjög hrein- — Serkir Framh. af bls. 1. væri alger misskilningur hjá Frökkum, ef þeir héldu að þeir gætu gengið fram hjá henni. Ferhat Abbas forsætisráð- herra Serkjastjórnar sagði, að Serkir gætu ekki með nokkru móti sætt sig við tillögur, sem miðuðu að því að skipta landi þeirra. Baráttunni yrði haldið áfram, því að þjóðfrelsisher- inn væri eina trygging Alsír- búa fyrir því að sjálfstæðis- vonir þeirra fengju að rætast. Hinsvegar væru Serkir ætíð reiðubúnir að semja við Frakka um vopnahlé og að Alsírbúar skyldu sjálfir á- kveða framtíð sína. Leiðrétting: í síðasta Velvakanda varð sú villa, að ritað var bleyja í stað teygja. Leiðréttist þetta hér með. skilnar. Kvaðst Krúsjeff hafa lagt til, að efnt yrði hið fyrsta til fundar æðstu manna stór- veldanna. Þröskuldum rutt úr vegi Eisenhower forseti átti fund með blaðamönnum í gær morgun og vék talið mjög að viðræðum hans við Krúsjeff í Camp David. Forsetinn sagði m. a., að hann teldi að ýmsum þrösk- uldum hefði verið rutt úr vegi fyrir fundi æðstu manna stórveldanna. Hann benti sér- staklega á það, að Krúsjeff hefði fullvissað hann um, að hann hefði engar hótanir í huga í sambandi við Berlínar- málið. Eisenhower kvaðst hafa rætt Berlínarmálið langa stund við Krúsjeff. Kvaðst hann telja eft- ir þær viðræður, að veðráttan í samskiptum austurs og vesturs væri að batna. Frekari samninga- viðræðum um Berlínarmálið hefði ekki verið ákveðinn neinn viss tími. Sagði Eisenhower, að Bandaríkjamenn væru enn sem fyrr ákveðnir í því að framselja "Rússum ekki íþúa Vestur-Berlín- Þrír héðan til Peking SL. föstudagsmorgun lögðu þrír menn upp í langa reisu austur á bóginn, alla leið til Peking, höf- uðborgar Kína. Hér var um að ræða þrjá gamalkunna kommún- ista, sem fóru austur til þess að samfagna félögum sínum eystra á 10 ára afmæli kommúnistabylt- ingarinnar í Kína hinn 1. okt. Þremenningarnir eru þeir Sig- urður Guðnason, fyrrum alþm., Gunnar Benediktsson, rithöfund ur Hveragerði og Eggert Þor- bjarnarson, skrifstofumaður hjá Útflutningssjóði. Þeir voru til- nefndir af Sósíalistaflokknum, til að fara austur. Athugasemd Athugasemd frá flugvallar- stjóranum á Keflavíkurfiug- velli við greinargerð flug- málastjóra (sem birtist í Mbl. sl. siunnudag): HVAÐ snertir það sem fór milli mín og flugmálastjóra í sam- bandi við atburðinn á Keflavík- urflugvelli þann 6. þ.m. vil ég taka það fram, að það eina sem flugmálastjóri fór fram á að ég aðhefðist í máli þessu var það að ég kæmi á fund með honum og yfirmanni flughersins daginn eft- ir, en á fundi þessum átti að fjalla um framangreinda atburði. Af or- sökum sem mér eru ókunnar var fundur þessi aldrei haldinn. Pétur Guðmundsson. VALDIMAR Björnsson fjármála- ráðherra talaði á vegum íslenzk- ameríska félagsins í veitingahús- inu Lído kl. 3 eftir hádegi á sunnudag. Var húsið þéttskipað áheyrendum og meðal þeirra for- seti Islands, herra Ásgeir Ás- geirsson, biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, ásamt frú sinni sendiherra Banda ríkjanna, John Muccio og séra Friðrik Friðriksson í KFUM. Formaður Íslenzk-ameríska fé- lagsins, Gunnlaugur Pétursson borgarritari, setti samkomuna og bauð þau hjónin Guðrúnu og Valdimar Björnsson velkomin. Jón Þorvaldsson, kaupmaður Akur- eyri áttræður JÓN Þorvaldsson, kaupmaður, Hafnarstræti 45, Akureyri, er áttræður í dag. Jón er fæddur á Finnastöðum í Hrafnagilshreppi. Hann lagði stund á trésmíðanám á Akureyri frá 1906 og lauk sveinsprófi í þeirri iðn 1909. Næstu ár var hann við nám á Norðurlöndum og var síðan smíðakennari á Hólum frá 1912 til 1918. Frá 1918 til 1931 vann Jón við verzlunarstörf á Akureyri, en þá stofnaði hann sína eigin verzlun, Nýju kjötbúðiha, sem hann hefur rekið síðan. Jón er tvíkvæntur. Fyrri konu sína, Margréti Valdimarsdóttur, leikkonu, missti hann eftir rúm- lega árs sambúð. Eignuðust þau eina dóttur. Síðari kona Jóns er María Guð mundsdóttir frá Hnífsdal og eiga þau tvær uppkomnar dætur. Hinir mörgu vinir Jóns Þor- valdssonar senda honum hugheil- ar kveðjur á þessum merkisdegi. B. H. Síðan tók Valdimar til máls og hélt fyrirlestur sem hann nefndi „Það er svo bágt að standa í stað“. Fjallaði hann um viðhorf Vestur-lslendinga fyrr og nú, ?ær breytingar sem orðið hafa á síðustu áratugum bæði í Vest- urheimi og hér heima á íslandi, viðleitni Vestur-fslendinga til að halda þjóðararfi sínum við lýði og elztu leiðir til að styrkja böndin milli íslands og íslend- inga vestan hafs.. Að síðustu 'tók Sigurður A. Magnússon blaðamaður til máls og þakkaði fyrirlesaranum fyrir hönd Íslenzk-ameríska félagsins og áheyrenda. Kaffi var veitt á eftir og heilsuðu þau hjónin, Guðrún og Valdimar, upp á ýmsa gamla kunningja meðal áheyr- enda. úthverfi Lundúnaborgar. Um 1000 manns voru á fundinum. „Mig langar til að spyrja ykk- ur einnar spurningar“, sagði Mac millan. „Ég held það sé ekkert ósanngjörn spurning. Haldið þið, að Krúsjeff og Eisenhower for- seti hefðu rætt saman í Camp David í síðustu viku, ef ég hefði ekki ákveðið að brjóta ísinn og fara til Moskvu?“ Macmillan var ákaft hylltur á þessum kosningafundi. Hann sagði, að Verkamannaflokkurinn væri mjög skiptur í utanríkismál um og þess vegna væri hann ó- fær að annast samninga um al- þjóðamál fyrir Bretland. Hugh Gaitskell, foringi Verka- mannaflokksins var á allt ann- arri skoðun í dag, þegar hann flutti kosningaræðu í Norður- Englandi. Taldi hann enga fær- ari til samninga um heimsvanda- málin en foringja Verkamanna- flokksins. Um viðræður Krús- jeffs og Eisenhowers í Camp David, sagði Gaitskell, að enn væri allt á góðum vegi. Hann hefði ekki búizt við neinum samningum, en ástandið í alþjóða málum hefði batnað. Gaitskell kvaðst því fylgjandi, að fundur æðstu manna stórveld- anna yrði haldinn í vetur, áður en Eisenhower færi til Rússlands. Vildi hann að Vesturveldin legðu fram ákveðnar tillögur varðandi Berlínarvandamálið, um bann við kjarnasprengjutilraunum, og myndun vopnlauss svæðis í Mið- Evrópu. Gaitskell sagði, að sumir héldu því fram, að Krúsjeff myndi ekki vilja fallast á neitt afvopnunareftirlit. Þetta kvað hann þurfa að reyna á og sjá hvað Krúsjeff meinar með af- vopnunartillögum sínum. Innilegar þakkir færi ég börnum, tengdabörnum og öðrum vinum er glöddu mig á sjötugsafmæli mínnu, með heimsóknum, gjöfum og skeytum. Guð blessi ykkur öll. Kristinn Steinar Jónsson, Laufásvegi 50. Faðir -okkar, ÞÓBÐUR JÓNSSON bókhaldari frá Stokkseyri, andaðist í Landsspítalanum 28. þ.m. Helga Þórðardóttír, Kristín Þórðardóttir. Guðrún Þórðardóttir, Sigurður Þórðarson, Bagnar Þórðarson. Útför fósturföður míns ÞÓRÐAR ÞORSTEINSSONAR frá Vestmannaeyjum fer fram frá Fossvogskirkju fimmtudaginn 1. okt. kl. 10,30 fyrri hádegi. Athöfninni verður útvarpað. Guðrún Helgadóttir Hjartans þakkir til allra nær og fjær er sýndu okkur samúð og hluttekningu við andlát og jarðarför PÁLS ÁRNASAONAR á Þverá. Sérstakar þakkir færum við prestshjónunum á Grenj- aðarstað. Vandamenn. Þökkum innilega hluttekningu og vinsemd sýnda við andlát og jarðarför ÞÓRHALLS SIGTRYGGSSONAR fyrrverandi kaupfélagsstjóra. Kristbjörg Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.