Morgunblaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 8
8
MORVVIKBT. 1Ð1F)
Miðvik'udagur 30. sept. 1959
Krúsjeff
MEÐAN Krúsjeff einræðisherra
Rússa dvaldist í San Francisco á
Kyrrahafsströnd Bandaríkjanna,
féllst hann á að koma til fundar
við nokkra helztu verkalýðsleið-
toga vestan hafs, sem um þessar
mundir sátu á ráðstefnu í borg-
inni. Fyrirfram var gert ráð fyrir
því að verkalýðsleiðtogarnir
legðu sþurningar fyrir Krúsjeff
pm ýmis alþjóðavandamál og mál
efni verkalýðsins, og skyldu vera
frjálsar umræður um þau.
Það er skemmst af að segja, að
verkalýðsleiðtogarnir urðu fyrir
miklum vonbrigðum af viðræð-
um þessum. Krúsjeff var tregur
að svara spurningum beiat, var
hvað eftir annað með útúrsnún-
inga og komst í slíkan reiðiliam,
að verkalýðsleiðtogunum leizt
ekki á blikuna. Til þess að
styggja hann ekki um of ákváðu
þeir, þegar á fundinn leið að
sleppa ýmsum alvarlegum spurn-
ingum eins og um fangelsanir
ungverskra verkamanna o. fl.
Birtast hér hlutar úr samtalinu.
Persónurnar sem koma við
sögu eru þessar: Krúsjeff ein-
ræðisherra Rússlands, Adzhu jei
ritstjóri Izvestia, Satyukov rit-
stjóri Pravda.
James B. Carey foringi starfs-
manna í rafmagnsiðnaði, Walther
Renither foringi starfsmanna í
bílaiðnaðinum, Emil Rieve for-
ingi starfsmanna. í vefnaðarverk
smiðjum, Joseph Curran foringi
sjómanna, O. A. Knight foringi
starfsmanna í olíuiðnaðinum,
Paul L. Phillips foringi starfs-
manna í pappírsiðnaðinum og
Karl K. Feller foringi starfs-
manna í bruggiðnaðinum.
Afvopmun og aðstoð við
fátækar þjóðir
CAREY: Við erum kunnugir
ræðunni, sem þér fluttuð um af-
vopnun fyrir þingi Sameinuðu
þjóðanna. Við erum einnig kunn-
ugir sögu þeirra tiirauna sem
gerðar hafa verið til að koma
á öruggum eftirlitsaðgerðum, sem
við verkalýðsmenn teljum kjarna
afvopnunarmálanna. Viljið þér
skýra okkur frá hvaða ákveðnar
hugmyndir þér hafið um fram-
kvæmd eftirlits með afvopnunar-
samningi?
KRÚSJEFF: Hvað er það sem
þér eigið erfitt með að skilja?
CAREY: Svo virðist sem 25%
af þjóðarframleiðslu Sovétríkj-
anna og 8—10% af þjóðarfram-
leiðslu Bandaríkjanna fari til
hernaðarþarfa. Allar þjóðir heims
verja nú um 100 milljörðum doll-
ara til hernaðarþarfa. Af þeirri
fjárhæð verja Bandaríkin 40
milljörðum dollara og Rússland
40 milljörðum dollara til hernað-
arþarfa og aðrir hlutar heims 20
milljörðum. Ef afvopnun kæmist
á, þá væri vissulega hægt að
verja miklum hluta þessa fjár til
framkvæmda með fátækum þjóð-
um og svæðum.
REUTHER: Mig langar til að
spyrja forsætisráðherrann, hvort
Sovétríkin séu reiðubúin að
stuðla að afnámi kalda stríðsins
með því að hefja samstarf við
Bandaríkin og önnur lönd á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna í sam-
stilltu átaki við að hjálpa fátæk-
um þjóðum og yfirvinna fátækt
og vanþekkingu.
KRÚSJEFF: í tillögum okkar,
er það skýrt tekið fram, að fjár-
veitingar til hermála skuli stór-
„/ hvert skipti sem ég
spyr, veröur hann reiður
af því að hann gefur ekki svarað"
lega minnkaðar og að vissum
hundraðshluta skuli varið til
hjálpar fátækum löndum.
REUTHER: Mér virðist, að ef
við bíðum eftir að afvopnun
byrji, þá munum við missa gull-
in tækifæri.
KRÚSJEFF: Við bíðum ekki
eftir afvopnun til þess að veita
þurfandi þjóðum þessa efnahags-
aðstoð.
ADZHUBEI (ritstjóri Izvestia,
tengdasonur KrúsjefiPs): Nú þeg-
ar veitum við slíka aðstoð gegn-
um Sameinuðu þjóðirnar og gegn
um ýmsa sjóði, lyfja og matvæla
sjóði og við höfum gert tvíhliða
samninga um hjálp við fátæk
lönd. Til dæmis höfum við lagt
fram teikningar og vélar til bygg-
ingar efna- og lyfjaverksmiðja í
Indlandi.
CAREY: Við skulum aðeins
taka til við það sem við hurfum
frá áðan. Þegar svo stórfelldum
hluta þjóðartekna beggja ríkj-
anna er varið til hernaðarundir-
búnings, — verður það þá ekki
æ meira aðkallandi, að við kom-
umst að einhverri niðurstoðu um
eftirlit og skoðun. Yðar ríki eyð-
ir 40 milljörðum dollara til hern-
aðarþarfa og okkar ríki 40 mill-
jörðum dollara. Hvað miklu
meiri hjálp gætum við veitt fá-
tækum ríkjum heimsins ef það
væri búið að koma á öruggu
skoðunar- og eftirlitskerfi.
KRÚSJEFF: Við erum sam-
mála. Þess vegna lögðum við til-
lögur okkar fram.
REUTHER: Ég þekki til stál-
verksmiðjunnar sem þið eruð að
byggja í Indlandi og til fleiri
fyrirtækja. Þegar þið gerið þetta,
þá eruð þið að heyja „kalt stríð“.
Þegar við gerum það, ásakið þið
okkur fyrir kapitalíska heims-
valdastefnu. Hvers vegna getum
við ekki gert það saman? Gegn-
um S.Þ.? Gera það saman fátæku
þjóðunum til hagsbóta, en ekki
fyrir aðgreinda hagsmuni okkar?
KRÚSJEFF: Við getum ekki
fallizt á það.
REUTHER: Hvers vegna ekki?
KRÚSJEFF: Bandaríkjamenn
hafa nú umkringt okkur með
hernaðarbækistöðvum og með
bandalögum eins og NATO og
SEATO og með þessum aðferðum
hyggjast Bandaríkin ná heims-
yfirráðum. Við erum alltaf í
minnihluta í S.Þ. Þannig yrðu
það Bandaríkjamenn sem ákvæðu
hvernig fénu væri varið.
REUTHER: En hvað mynduð
þér þá segja um jafna aðild að
stjórn málanna? Nefnd S.Þ. með
jafnmörgum fulltrúum frá Rúss-
landi og Bandaríkjunum og jafn-
mörgum vinum Bandaríkjanna
og Rússlands.
KRÚSJEFF: Það væri framför,
en samt getum við ekki fallizt
á það.
REUTHER: Hvers vegna get-
um við ekki starfað saman í
baráttunni gegn fátækt og
hungri. í samstarfi, þar sem
Bandarikin hafa enga sérstöðu
og Rússland enga samstöðu.
KRÚSJEFF: En við tökum þátt
í slíkum áætlunum.
REUTHER: Þið gerið það ein-
hliða og þess vegna eruð þið
sakaðir um að vilja auka efna-
hagsleg áhrif og hafa í frammi
pólitíska undirróðursstarfsemi.
KRÚSJEFF: Þegar Bandaríkin
senda vopn og koma sér upp
herbækistöðvum, hvaða tegund
ýtni er það?
REUTHER: En það sem við
vorum að tala um er jafnræðis-
nefnd með jafnri fulltrúatölu.
KRÚSJEFF: Einhliða brauð
hefur enga lykt. Ef það hefur
sósíalíska lykt, þá er það við-
kunnanleg lykt.
REUTHER: Ef það hefur lylct
pólitískra hvata, þá er það ekki
viðkunnanleg iykt.
Hverjir arðræna
KRÚSJEFF: Bandaríkin ræna
auði annarra landa, vanþróaðra
landa, sér til ávinnings. Eng.and
og Frakkland gera það sama.
Þeir ræna auði ríkja, sem þarfn-
ast hjálpar. Við arðrænum ekk-
ert ríki, — aðeins verzlum.
REUTHER: Þið arðrænið verka
menn Austur-Þýzkalands.
KRÚSJEFF: Hvernig getur yð-
ur dottið slíkt í hug?
REUTHER: Ef þið arðrænið þá
ekki, hvers vegna ættu 3 miilj.
þeirra annárs að flýja yfir landa-
mærin til Vestur-Þýzkalands.
KRÚSJEFF: Þér eruð ólækn-
andi af kapitalistasótt. (Margar
raddir í einu).
REUTHER: Verkamenn Vest-
ur-Þýzkalands eru frjálsir.
KRÚSJEFF: Við erum líka
frjálsir.
REUTHER: Hafið þið umboð til
að tala fyrir verkalýð heimsins.
KRÚSJEFF: Hafið þið umboð
til að stinga nefinu inn í Austur-
Þýzkaland.
Eru verkföll leyfð í Rússlandi?
Rieve hóf máls á viðfangsefn-
inu sósíalismi gagnvart komm-
únisma og ræddi sérstaklega um
ríkiseign i kapitalísku þjóðfélagi.
Benti hann á það, að sósíaleign
getur samrýmst fullkomnasta
lýðræði eins og það tiðkast á
Norðurlöndum.
KRÚSJEFF: Við höfum ekki
sama skilning á orðunum. Kapi-
talísk ríki geta átt framleiðslu-
tækin en þau verða ekki sósíalísk
fyrir það.%
REUTHER: Er það meira en
stigmunur. Við teljum að það
ríki hins frjálsa heims, sem
stendur næst lýðræðislegum
sósíalisma sé fsrael. Samt eru
viðhorf Rússa til fsraels mjög
óvinsamleg.
KRÚSJEFF: Við höfum ekkert
tæki til að mæla sósíalismann
með. Við þessa setningu hnykkti
hann höfðinu til fyrirlitlega).
Curran lagði fram spurningu
sem hljóðaði svo: — Verður
verkamönnum leyft að beita
frelsi sínu til að ráða bætur á
áföllum sínum með hinum eina
prófsteini lýðræðis í verkalýðs-
baráttunni, réttinum til verk-
falla, réttinum til að neita sam-
eiginlega um vinnuafl sitt? Hve-
nær fá verkamenn í Russlandi
rétt til að semja um kjör sín og
rétt til að gera verkfall?
KRÚSJEFF: Ég skil yður, en
þér skiljið ekkert í starfsháttum
sósíalísks þjóðfélags. Ég ætlaði
ekki að móðga yður, en þér ein-
faldlega þekkið þetta ekki, þér
hafið ekki verið þar. Þér mælið
allt á bandaríska vísú. En mér
líkar það hjá yður, að þér hafið
stéttartilfinningu, já, þeir hafa
þessi réttindi (að gera samninga
og gera verkfall). Eg skil spurn-
ingu yðar. Verkalýðurinn hefur
lagalegan rétt til gð gera verk-
föll. Hefur verkalýðurinn rétt
til að beita verkfallsvopninu?
Já, hann hefur það. Hafa nokk-
urn tímann verið verkföll síðan
í október-byltingunni? Já. Ég
hef talað á nokkrum verkfalls-
fundum. Eru verkföll núna? Nei.
Vegna þess að verkamenn og
verkalýðsfélög og ríkisstjórnin
eru einhuga, því að í hvaða öðru
landi myndi ríkisstjórnin til-
kynna að laun hefðu verið hækk-
uð og yinnutíminn styttur án
þess að nokkuð hefði verið ýtt
á eftir. í kapítalískum löndum
yrðu þeir að berjast fyrir því....
Verkamennirnir eru skipulagðir í
verkalýðsfélögum. Þeir eru vel
upplýstir og þekkja efnahagsað-
stæður og efnahagsmöguleika
landsins.
CURRAN: En hvað sem því líð-
ur, að þeir séu fróðir um efna-
hagsmál. Hafa þeir rétt til að
gera verkfall?
KRÚSJEFF: Dagalega, já.
REUTHER: Ég ólst upp á
verkamannsheimili í Vestur-
Virginíu.
Krúsjeff tekur framm í og bað-
ar höndunum út í loftið.
REUTHER: Er hann hræddur
við spurningar mínar?
KRÚSJEFF: Ég er ekki hrædd-
ur við djöfulinn og þér eruð
maður.
REUTHER: Það sem -ég hef
mestar áhyggjur af í þjóðfélags-
skipan ykkar, er ekki það hvort
efnahagslegar framfarir verða
hjá verkamönnum og bændum.
Ég veit að þar er um miklar
framfarir að ræða. Og ég þekki
vel hugmyndir ykkar um að
verkamenh eigi ekki að gera
verkfall gegn sjálfum sér. En
forsætisráðherrann afhjúpaði
sjálfur — í ræðu sinni um glæpi
Stalins — þá persónudýrkun og
persónuvald , sem ríkt hefði.
Hvernig gat verkamaður á þeim
tímum náð rétti sínum, ef hann
mátti ekki gera verkfall eða
mótmæla opinberlega.
KRÚSJEFF: Veykalýðsfélag
hans.
REUTHER: Verkalýðsfélagið er
aðeins angi af ríkisvaldinu. Er
verkalýðsfélag nokkru sinni ó-
sammála ríkisstjórninni? Getið
þér gefið okkur eitt einasta dæmi
um það að verkalýðsfélag haíi
nokkru sinni verið ósammála
ríkisstjórninni.
KRÚSJEFF: Hvað eruð þér að
stinga nefinu í okkar málefni.
REUTHER: Frelsi er allra mál.
Þér eruð líka alltaf að skipta yð-
ur af verkamönnum Asíu. Það
er líka til nokkuð, sem nefnist
eining verkalýðsins.
(Hröð orðaskipti, of hröð til
þess að hægt væri að taka þau
niður).
REUTHER: 1 hvert skipti, sem
ég kem með ákveðna spurningu,
verður forsætisráðherrann reið-
ur.
KRÚSJEFF (roðnar og hróp-
ar): Og það sem við köllum ykk-
ur,' — þjónar kapítalistanna.
REUTHER: 1 hvert skipti sem
ég spyr, verður hann reiður af
því hann getur ekki svarað.
Móti lýðræðislegum kosningum
KNIGHT: Herra forsætisráð-
herra, þér hafið komið með
ítrekaðar yfirlýsingar um sjálfs-
ákvörðunarrétt og frelsi þjóð-
anna undan erlendri íhlutun.
Við erum sammála yður um
báðar þessar grundvallarreglur’
Samt getum við ekki skilið
hvernig það getur farið saman
Walther Reuther
hjá yður, að þér segist vilja, að
þýzka þjóðin, bæði í Austur- og
Vestur-Þýzkalandi ákveði sjálf
framtíð sína, en eruð svo mót-
fallinn frjálsum og lýðræðisleg-
um kosningum meðal hennar um
þetta.
Önnur spurning mín er hvern-
ig þér getið samrýmt yfirlýsing-
ar yðar um sjálfsákvörðunarrétt
þjóða, að aðrar þjóðir megi ekki
hlutast til um innanríkismál
þeirra og yfirlýsingar yðar um
friðsamlega sambúð þjóðanna, —
hvernig þér getið samrýmt þetta
því hernaðarlega ofbeldi, sem
rússneski herinn beitti frelsis-
hetjur Ungverja.
KRÚSJEFF: Kapítalistarnir
hafa vissulega æft mjög góða
flokka. Ef ég má segja skoðun
mína? Þekkið þér nokkuð til
Þýzkalands? Hafið þér nokkurn
tíma komið þangað? Austur-
þýzka lýðveldið er byggt á lýð-
ræðislegasta grundveíli. Engin
framleiðslutæki eru í einkaeign.
KNIGHT: Sé það byggt á lýð-
ræðislegasta grundvelli, þá ættu
þeir ekki að þurfa að óttast lýð-
ræðxslegar kosningar.
REUTHER: í Austur-Þýzka-
landi er aðeins eins flokks kerfi.
(Tíu raddir kveða við í einu).
KNIGHT: Hvers vegna eruð
þér á móti lýðræðislegum kosn-
ingum Um sameiningu Þýzka-
lands?
KRÚSJEFF: Það er ekki ég
sem ræð því, heldur Þjóðverjar
sjálfir.
KNIGHT: En þér snúizt í áróðri
yðar um allan heim gegn lýð-
ræðislegri .sameiningu.
KRÚSJEFF: Hvar hef ég sagt
það. Ungverjaland hefur eigin
stjórnarskrá og lög og þróast i
frjálsræði.
KNIGHT: Hvers vegna blönd-
uðu Rússar sér í atburðina í
Ungverjalandi?
KRÚSJEFF: Þar var ekki um
neina íhlutun að ræða. Þar var
um gagnbyltingu að ræða, þorp-
arar og skríll fengu vopn frá
öðrum löndum og tóku völdin í
Búdapest. Og ríkisstjórnin bað
okkur um hjálp og við veittum
henni hana og við erum hreykn-
ir af því. Við erum hreyknir af
því sem afreksverki. Annars væri
fasismi ríkjandi í Ungverjalandi
í dag.
REUTHER: Var Nagy fasisti?
Ég hélt að hann hefði verið
kommúnisti.
KRÚSJEFF: Þér skuluð ekki
ata hið góða for.
Allir eiga að borða kálsúpu
Phillips bar fram spurningu
varðandi útvarpstruflanir Rússa.
KRÚSJEFF: Hvaða _ matur
finnst yður beztur?
PHILLIPS: Líklega nauta-
steik. ,
KRÚSJEFF: Mér finnst bezt
kálsúpa. Þér skuluð halda áfram
með nautasteik og ég með kál-
súpu.
REUTHER: En þér fyrirskipið
að allir skuli hafa kálsúpu.
KRÚSJEFF (stendur á fætur):
Ef þið hafið lesið yfirlýsingar
mínar, hvers get ég þá 'vænzt?
REUTHER: Þér gerist talsmað-
ur að aukinni verzlun? Hvers
vegna hindrið þér þá frjálsan
flutning á skoðunum?
KRÚSJEFF: Sem leiðtogi
verkalýðsins hlýt ég að vernda
hann fyrir áróðrV kapítalista.
(Hér sýndi Krúsjeff óvænt eftir-
Framh. á bls. 17.
Frá viðrœðum Krúsjeffs
við bandaríska verka-
lýðsleiðtoga