Morgunblaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 24
214. tbl. — Miðvikudagur 30. september 1959 Sogsrafmagn Sjá bls. 10. Atburðirnir á KeflavikurflugvelH 6. þ.m. Lögregluþjóni tilkynnt sirax, en hann færði ekki til bókar Ný skýrsla frá Birni Ingvarssyni, lögreglustjóra MORGUNBLAÐIÐ frétti í gærmorgun, að hinn alvarlegi atburður, er gerðist á Kefla- víkurflugvelli aðfaranótt 6. sept. sl., er vopnaðir herlög- reglumenn ógnuðu starfs- mönnum flugmálastjórnarinn ar, hefði þegar verið kærður til lögreglunnar á Keflavíkur- flugvelli. í skýrslu lögreglu- stjórans á Keflavíkurflugvelli um þennan atburð, er birt var hér í blaðinu 15. þ. m. er hins vegar sagt. að embætti hans hafi ekkert fengið um málið að vita fyrr en utanríkisnáð- herra sendi því skýrslur eftir að hann hafði lesið um málið í dagblöðum á þriðjudags- morguninn. Mbl. hringdi til Björns Ingvarssonar, lögreglustjóra á Keflavíkurflugvelli, í gær og spurði hann nánari frétta af málinu. Kvaðst hann reiðu búinn að láta upplýsingar í té síðar um daginn og í gær- kvöldi barst blaðinu svo- hljóðandi fréttatilkynning: VEGNA yfirlýsingar flugmála- stjóra er síðastliðið laugardags- kvöld var lesin í útvarp og birt í blöðum á sunnudag óska ég að taka fram. í bókum þeirri er flugmála- stjóri vísar til hjá flugmálastjórn og lýsir hinum alvalegu atburð- um við stóra flugskýlið á Kefla- víkurflugvelli 6. þ. m. segir, að svipað atvik hafi komið þar fyrir flugvirkja flugmálastjórnar. Hér skal þess getið, að um kl. 04.00 sunnudagsnóttina 6. þ. m. hringdi Sigurður Erlendsson flugvélavirkjameistari í lögreglu- þjón númer 3 og greindi honum svo frá, að þá rétt áður hefði hann (Sigurður) ver’ð KOPAVOGUR S J ÁLFSTÆÐISFÉL AG Kópa- vogs gengst fyrir stjórnmálafundi í félagsheimili Kópavogs í kvöld. Hefst f&ndurinn klukkan 8,30. Ræðumenn verða Matthías Á. Mathiesen, alþm., og Sveinn S. Einarsson, verkfræðingur. Fund- ur þessi er fyrsti fundur Sjálí- stæðisfélags Kópavogs á þessu hausti og verða afgréiddar inn- tökubeiðnir er fyrir liggja. Ailt Sjálfstæðisfólk er hvatc til að mæta stundvíslega. MÁLFUNDAFÉLAGIÐ ÓÐINN. Áríðandi fundur í trúnaðar- mannaráði félagsins í kvöld kl. 8,30 í Valhöll við Suðurgötu. Stjórnin. HFNARFIRÐI. — Það er í kvöld kl. 8,30, sem félagsvist Sjálfstæð- isfélaganna hefst í Sjálfstæðis- húsinu. Er öllum heimil þátt- taka og fólk hvatt til að vera með frá byrjun. Verðlaun verða veitt og síðar heildarverðlaun. stöðvaður af vopnuðum herverði við nefnt flugskýli er hann var þar við skyldustörf. Lögreglu- maðurinn er þá stundina var einn í flugvallarhliðinu bað Sig- urð að gefa skýrslu daginn eftir í skrifstofu embættisins um at- vik þetta. Lögreglumaður þessi greindi liðþjálfa, er þessa nótt var fyrir vakt herlögreglunnar, frá atviki þessu. Eftir umrædda helgi kom Sig- urður og gaf skýrslu fyrir dómx um atvik þetta. Þess skal getið, að Sigurður var aldrei beittur því ofbeldi er hinir tveir flugmálastjórnar starfsmenn máttu þola. í gærdag hefur lögreglumaður þessi nú skýrt svo frá, að nefnd- ur Sigurður hafi í lok samtalsins sagt honum óljóslega frá, að tveir starfsmenn flugmálastjórn- ar hefðu verið beittir harðræði við greint flugskýli, en eigi gat Sigurður þá, að sögn lögreglu- þjónsins, greint honum frá hverj- ir þafí hefðu verið. Lögreglumaður þessi færði cil- kynningar þessar eigi til bókar né heldur greindi hann yfirmönn um sínum frá þessu fyrr en í gær dag. Er atburður þessi gerðist var ég staddur í embættisferð norð- ur á Þórshöfn. Um miðjan dag mánudagsins 7. þ. m. átti ég tal við fulltrúa minn á Keflavíkut- flugvelli, frá radarstöðinni á Langanesi. Spurðist ég fyrir um málið en þá hafði engin vitneskja borizt um þennan alvarlega at- burð við flugskýlið. Um helgi þessa, sunnudaginn 6. þ. m., var vitað að Eisenhower forseti Bandaríkjanna myndi koma við á Keflavíkurflugvelli næsta dag (7. þ. m.) og sitja þar hádegisverðarboð foseta íslanrls. Vegna undirbúnings þessarar komu forseta Bandaríkjanna, hafði fulltrúi frá embættinu ver- ið hér syðra, sunnudaginn 6. þ. m. að undirbúa móttöku og var ann- ríki mikið hjá lögreglunni vegna þessa. Koma forseta Bandaríkjanna fórst síðan fyrir, sem alþjóð er kunnugt. í tilvitnaðri bókun þeirri er flugmálastjóri hefur birt, segir orðrétt í niðurlagi bókunar um hinn alvarlega atburð við flug- skýlið: ,,Nauðsynlegt er, að tektn sé nákvæmari skýrsla um atburð þennan og hann kærður til ráðu- neytisins". Þessar skýrslur frá flugmála- stjórn bárust ekki í henuur em- bættisins fyrr en þriðjudaginn 8. þ.m. og þá með þeim hætti, er ég áður hefi greint í skýrslu minni dags. 12. þ.m., og hófst þá þegar (8. þ.m.) dómsrannsókn í málinu. Pr°f mála þessara eru ni'x í höndum utanríkisráðuneytisms. Keflavíkurflugv. 29. sept. 1959 Björn Ingvarsson. I GÆR var skipað hér á Iand í Reykjavík, úr Tröllafossi stein- steyptum rörum. Hér er un að ræða efni í nýja vatnsæð fyrir Vesturbæinn. Verður hún lögð í vetur frá Þorfinnsgötu sem er skammt frá Landssptalanum og vestur í Suðmrgötu. Er hér um 1680 metra langa vatnsæð að ræða og verður hún 4 sinn- um afkastameiri en núverandi vatnsæð, sem er ófullnægjandi. I næsta mánuði koma tengi- stykkin í nýju æðina, og þá verður byrjað á að leggja æðina. (Ljósm. Mbl.: Markús örn.) Top í 14. nmf. BLED, 29. sept. — leikar fóru þannig í 14. umferð á skákmótinu hér, að Tal vann Benkö og Keres vann Friðrik Ólafsson. Petrosjan og Gligoric gerðu jafntefli, en biðskák varð hjá Smys- lov og Fischer. . í 13. umferð vann Tal Fischer og Petrosjan vann Benkö. Biðskák varð hjá Gligoric og Keres og er hún jafnteflisleg og Friðrik og Smyslov. Stendur Smyslov heldur betur að vígi. Togararnir selja vel í V-Þýzkalaiidi FISKMARKAÐURINN í V- Þýzkalandi er nú frekar hagstæð ur og hafa þrír togarar selt þar undanfarna daga. Er aflinn ým- ist héðan af heimamiðum eða af Grænlandsmiðum. Egill Skalla-, grímsson seldi í Bre-merhaveii 202 tonn fyrir 115,501 mörk. í gær seldi Pétur Halldórsson í Cuxhaven 192 tonn fyrir -109,587 mörk og Akurey seldi í Bremer- haven 190 tonn fyrir 110,300 mörk. 1 dag er væntanlegur til Cux- hafen togarinn Karlsefni. Reykjavíkurkátar með ágætan afla BÁTAR héðan úr Reykjavík eru byrjaðir netaveiðar. Hafa sumir nú þegar verið um mánuð á þess um veiðum. Afli hefur verið góð- ur. Geta má þess t.d. er Hermóð- ur, Guðmundur Guðmundsson skipstjóri, sem sótt hefur sjóinn fast undanfarinn mánuð, er nú kominn með um 140 tonna afla, á um 30 dögum. Kom Hermóður að í fyrrakvöld með góðan fisk, einna náttar, og var aflinn eftir þennan róður rúmlega 10 tönn. A. m. k. þrír bátar aðrir munu nú vera komnir með um 130 tonna afla, eftir um mánaðar veiðar. Fiskurinn fer ýmist í frystingu eða til herzlu, eftir því hvort um einnar eða tveggja nátta fisk er að ræða. Aflinn er miklu meiri nú en um þetta leiti árs í fyrra, myndi jafnvel þykja góður á vetrarvertíð. Albert fylgist nú með landhelgisbrjótnum St. Alcuin sigldi af stað ausUix á boginn. seint í gærkvoldi BREZKI landhelgisbrjótur- inn St. Alcuin frá Hull hélt í gærdag enn áfram veiðum sín um undir herskipavernd inn- an fiskveiðitakmarkanna fyr- ir miðju Austurlandi — en varðskipið Albert kom þang- að í gær og tók við af Ægi, sem haft hafði sérstaka gát á togaranum síðan hann framdi brot sitt við Grímsey á laug- ardaginn. íslenzk stjórnar- völd hafa ekki tilkynnt um neinar ráðstafanir vegna þess ara síðustu atburða. Á hinu ólöglega veiðisvæði fyrir austan voru snemma í gær- kvöldi að veiðum 17 brezkir tog- arar, auk St. Alcuin, en fyrir ut- an fiskveiðitakmörkin voru þá 26 togarar. Tvö herskip, Palliser og Urchin, vernduðu hinar ólöglegu veiðar togaranna í gær, en Venus, sem fylgdi St. Alcuin frá Gríms- ey, hélt á brott frá veiðisvæðinu snemma dags og var það um tíma trúa manna, að herskipið væri lagt af stað heimleiðis. Svo reynd ist þó ekki vera, því að í gær- kvöldi kom það aftur til skjal- anna, og hefur því að öllum lík- indum aðeins brugðið sér frá til þess að taka olíu úr birgðaskipi, sem einnig er fyrir austan. Þar eð varðskipið Ægir hefur nú ver- ið um hálfan mánuð úti og var rétt í þann mund að leggja af stað til Reykjavíkur, þegar það varð vottur að landhelgisbrotun- um fyrir norðan, ákvað Land- helgisgæzlan að varðskipið Al- bert skyldi taka við og fylgjasí með ferðum St. Alcuin, þar til íslenzk stjórnarvöld hafa tekið ókvörðun um, hvað aðhafzt skuli í málinu. Lagði Ægir því af stað að austan í gær og er nú á leið suður fyrir land til Reykjavíkur. Aðeins tvö ólögleg veiðisvæði voru vernduð af brezkum her- skipum í gær því að verndarsvæð inu fyrir norðan, úti af Eyjafirði og Skjálfanda og umhverfis Grímsey, var lokað, eftir atburð- ina þar á laugardaginn. Hitt verndarsvæðið, sem ólöglegar veiðar voru stundaðar á í gær, er úti af Vestfjörðum, fyrir sunn an ísafjarðardjúp. Þar voru í gærkvöldi 12 brezkir togarar fyr- ir innan fiskveiðitakmörkin en 27 fyrir utan þau. Á þessum slóðum voru þá einnig herskipið Carron og varðskipið Þór. — Auk fram- angreindra togara voru svo að veiðum utan fiskveiðitakmark- anna fyrir suð-austan landið 11 belgiskir togarar, 1 þýzkur og einn íslenzkur, svo að alls var þá vitað um nær hundrað togara að veiðum á íslandsmiðum. í gærdag munu gögn um málið hafa verið til athugunar hjá dómsmálaráðherra og eins í utan- ríkisráðuneytinu. SÍÐUSTU FRÉTTIR Seint í gærkvöldi bárust Mbl. þær fregnir, að land- helgisbrjóturinn St. Alcuin væri nýhættur veiðum inn- an fiskveiðitakmarkanna og hefði tekið stefnuna á haf út austur á bóginn. Var herskip í fylgd með honum. Uar eð aflabrögð geta verið góð tals- vert langt úti og skammt er liðið síðan togarinn kom á miðin hér við land, þótti ekki ólíklegt, að hann hyggðist halda veiðunum áfram þó fjær væri. En hitt var einnig talið mögulegt, að hann hyggði á lengri siglingu. — Albert fylgdi togaranum og herskipinu eftir, þegar síðast fréttist. • NÚ eru skólarnir aö byrja ^ S og veldur það miklum breyt- \ S ingum á útburðarstarfsliði i ^ blaðsins. Má búast við að ^ S þetta valdi nokkrum erfið- s S leikum við að koma blaðinm S í til kaupenda a.m.k. fyrstu • s daga október. En að sjálf- s S sögðu verður allt gert sem S | hægt er til þess að það gangi S sem greiðlegast.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.