Morgunblaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 11
 Miðvikudagur 30. sept. 1959 MORGVTSBL AÐIÐ 11 Sœl er sú trú í 159. tbl. „Tímans“ þ. 6. skrif- ar skólastjóri Samvinnuskólans, sr. Guðmundur Sveinsson, grein er hann kallar „Sjálfstæðisflokk urinn gegn samvinnufélögunum.“ Einkunnarorð greinarinnar eru: „Þess betur sem ég kynnist mönn um, því betur finn ég hve góðir þeir eru“. Ætla mætti af orð- um þessum að leitazt væri við að sanna að svo væri, en tæplega mun hlutlaus lesandi sjá að það sé reynt. ’ Þegar í upphafi greinarinnar er andstæðingunum brugðið um sjónleysi á hin góðu verk sam- vinnumanna og sjái þeir aðeins svik og lævísi í þeim. Öðru máli gegnir um samvinnumenn sjálfa að áliti greinarhöfundar. Alls- staðar sjá þeir hið góða, jafnvel í fari andstæðingarina og óhikað halda þeir í áttina að markmu (Hvaða marki?), þótt einstaka smáatvik verði á veginum. Til- beiðslu þeirra á málefni sínu er jafnað við trú kristinna manna á Krist, minna má ekki gagn gera. Síðar í greininni er svo talið sjálfsagt og eðlilegt, að foringja- vald ákveðins flokks skipi trún- aðarstöður samvinnufélaganna. og þess svo að endingu getið, að samvinnumenn fáist ekki tii að bera eldsneyti að hatursbálum , Eftir lestur greinarinnar mætti auðveldlega ætla, að samvinnu- menn væru hinir einu útvöldu sauðir, en andstæðingar þeirra hafrarnir, hverjir skulu útreknir ' í hin yztu myrkur. Leitazt verður hér við í örfáum orðum að andmæla ofangreindum ummælum og grafa fyrir rætur hugtakaruglings skólastjórans. Varla mun sá íslendingur til, sem ekki viðurkennir sögulegt hlutverk samvinnufélaganna hér á landi, framlag þeirra í verz'i- unarmálum og nytjastörf ýmlss konar. A sínum tíma voru pau snar þáttur í viðreisn þjóðarinn- ar eftir alda áþján og óáran. Mun hlutur þeirra í þessu vart ofmetinn. En árin liðu, og sönn- uðu að „völd spilla og mikil völd spiila ótakmarkað“. Skynugir stjórnmálamenn sáu að vissasta leiðin til valda, var að taka : sína þjónustu og styðjast við fé- j lagsmálahreyfingu sem væri sprottin upp úr alþýðunni sjálfri. Og þetta tókst. Framsóknar- flokkurinn lagði samvinnuhreyf- inguna undir sig, það var hennar ólán. Innan samvinnuhreyfingarinr,- ar íslenzku er fólk af öllum stért- um og með mjög mismunandi stjórnmálaskoðanir. Því er rík ástæða til að halda slíkum fé- lagsskap utan við stjórnmál. — Telja má víst, að þar séu and- stæðingar Framsóknar eins fjö’- mennir og Framsóknarmenn sjálf ir, en hverjir ráða niðurstöðum mála í kaupfélögunum? Eru það ekki Framsóknarmennirnir? Ósveigjanlega harður kjarni for- ustuliðs þeirra sér um, að engin ákvörðun sé tekin öðru vísi en í samræmi við vilja flokksins, og komi einhver, sem ekki er „sann- trúaður“ með réttmætar og hóg- værar aðfinnslur á fundum, kveð ur við: Úlfur! Úlfur! Vandlega er þess gætt, að rétt- linumenn Framsóknar séu í hverri trúnaðarstöðu og þar með sköpuð augljós ástæða til tor- trvggni, jafnvel þótt ekkert væn að. Nei, herra skólastjóri og hátt- virtn cand. theol. Hér er ekki verið að berjast gegn samvinnu, heldur gegn ofurvaldi eins flokks yfir samvinnunnni og tæplega verður þess langt að bíða, að þeir, sem hafa önnur stefnumið í þjóðmálum en Framsókn, lexti nýrra leiða. Hvað viðvíkur meintri vald- fiíðslu bæjaryfirvalda Reykja- víkur gegn ,KRON“, þá er ekki annað vitað en verzlanir þess séu á allt að 20 stöðum í Reykja- vík og nágrenni, svo einhvern veginn hefur það fengið lóðir og þrátt fyrir það kemur SÍS upp sínum verzlunum við hlið þess. Átti þó SÍS upphaflega að /era heildsöluverzlun og samnefnari kaupfélaganna. Nefna má og að þegar á góma ber hjá K. H. að koma á fót kexgerð í sambandi við þurrmjólkurframleiðslu hér- aðsins, mátti það ekki fyrir SÍS. Hvílíkt lýðræði! Viðvíkjandi atkvæðisrétti fé- laga á aðalfundum SÍS er það að segja, að nokkuð er hvikað frá hugsjóninni, þegar verzlunar- magn félaga er látið hafa áhrif á atkvæiðsrétt þeirra. Er það og í góðu samræmi við stefnu þess flokks, sem vill að menn hafi mis- munandi atkvæðisrétt eftir þvi hvar þeir eru búsettir á landinu. Og hvað snertir trúna á hið góða í fari andstæðinganna og hatursbálin, sem samvinnumenn fást ekki til að bera eldsneyti að, verður að spyrja? Hvar sér maður, þrátt fyrir óheflað orð- bragð stjórnmálamanna yfirleitt, ófegurri leiðara en sumt í skrií- um „Tímans“, sem vill þó láta kalla sig samvinnublað? Þar er andstæðingunum — Sjálfstæðismönnum — brugðið um landráð, óþjóðlegheit, og nasisma. Þeir eru kallaðir Grims- býlýður og malarskríll og líkt við gangsterflokka Suður Ameríku og þetta allt í viðbót við hin venjulegu brigsl um lygi og svik m. m. Að endingu þetta: Þegar ég las umrædda grein, skaut upp í huga mínum smámynd, sem varð þar til við lestur biblíusagna a bernskudögum mínum: Ég sa i anda fariseann biðj ast fyrir. Halldór Jónsson, Leysingjast. Hótel Borg V a n t a r herbergisþernur og slúlkur í kaffistofur Talið við yfirþernuna og búrstúlkurnar. Unglinga vaniar til blaðbur^ar VBiisvegar um bæíiin JHtrgttttM&frifr Sími 22480. Frá Gagnfræðaskolum Reykjavíkur Kennarafundur verður í öllum skólunum fimmtudaginn 1. okt. kl. 15.00. Nemendur komi í skólana, sem hér segir: Gagnfræðaskólinn við Vonarstræti: Skólasetning í Iðnó fimmtudaginn 1. okt. kl. 14.00. Gagnfræðaskóli Austurbæjar: Skólasetning föstudag- inn 2. okt. kl. 14.00. Gagnfræðaskóli Vesturbæjar: Skólasetning í Iðnó föstudaginn 2. október kl. 16. Gagnfræðaskóli verknáms: Skólasetning í Iðnó föstu- daginn 2. okt. kl. 14.00. Vogaskóli, gagnfræðadeild: Skólasetning í Laugarnes- kirkju, föstudaginn 2. okt. kl. 16. Hagaskóii, Gagnfræðaskólinn við Lindargötu, Gagn- fræðadeild Laugarnesskóla, gagnfræðadeild, Miðbæjar- skóla og Réttarholtsskóli: 2. bekkir komi föstudag. 2. okt. kl. 9 f.h. 1. bekkir kl. 10.30 f.h. föstudaginn 2. okt. Þriðji og fjórði bekkur í Hagaskóla og þriðji bekkur Gagnfræðaskóians við Lindargötu komi föstudáginn 2. okt. kl. 14.00. Áríðandi er, að nemendur komi á auglýstum tíma eða einhver í þeirra stað, annars á nemandi á hættu að missa af skólavist í sínu skólahverfi. Um skiptingu skólahverfa vísast til fréttatilkynninga í dagblöðum SKÓLASTJÖRI M, I. R. KveijuhljönJaikar Sðvétllstamanna í Þjóðleikhúsinu í kvöld kl. 20,30. Einleikur á píanó: Einsöngur: \ Einleikur á fiðlu: Undirleikari: Mikail Voskresenskí Ljúdmila ísaéva, sópran. ígor Politkovskí. Taisia Merkulova. Aðgöngumiðar í Þjóðleikhúsinu frá kl. 13,15 í dag. VerzSunarbréf Vanur bréfritari getur tekið að sér erlendar bréfa- skriftir hálfan eða allan daginn. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Bréfritari — 9474“. 4ra herb. íbúð í Vesturbæ er til sölu nú þegar. Sér hiti. ÓLAFUR ÞORGRÍMSSON, hrl. Austurstræti 14 — Sími 15332. íbúð óskast 3ja til 4ra herb. íbúð óskast á góðum stað í bænum. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Upplýsingar í síma 33262. Vanur skrifsfofumaður óskar eftir góðu starfi innan skamms. Getur unnið sjálfstætt að erlendum bréfaskriftum, einkum ensk- um, og bókhaldi verzlunar- eða útgerðarfyrirtækja Tilboð merkt: „4411 sendist afgr. Mbl. serrj fyrst. íbúð 3-—4 herbergja íbúð óskast. Helzt í Norðurmýri eða Hlíðahverfi. Góð umgengni og reglusemi. Vinsam- legast hringið í síma 1-13-80 kl. 9—5 í dag eða næstu daga'. H armonikkuskóli KARLS JÓNATANSSONAR Þeir nemendur sem hafa hugsað til náms í skólan- um í vetur hafi samband við mig sem fyrst. KARL JÓNATANSSON, Egilsgötu 14 — Sími 24197.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.