Morgunblaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.09.1959, Blaðsíða 20
20 MORCVNBL4Ð1Ð Miðvikudagur 30. sept. 1959 „Það er gott“. Lögreglustjór- inn hallaði sér aftur. „Sjáið þér til, Antóníó — það kemur ekki til greina, að þér hafið framið verknaðinn, en það leikur grun- ur á, að þér séuð við hann rið- inn“. Hann horfði á Veru. „Frú Wehr kallaði fyrst á yður, og húft eyddi dýrmSetum tíma, áður en hún lét lögregluna vita“. „Sá, sem þetta framdi, hefði ekki farið svo óhyggilega að“, sagði Anton, „nema það hefði verið gert til þess, að koma vopn inu burt úr húsinu". Það varð þögn í heila mítútu. Þá mælti Anton: „En í hamingju bænum, Verneuil, hvers vegna hefði frú Wehr átt að ráða bróður mínum bana?“ „Það er mjög skynsamleg spurn ing“, sagði lögreglustjórinn, „skynsamleg og hættuleg. Þér vitið, að við rannsókn á hverju morði er mikil áherzla lögð á éstæðuna. Frú Wehr hefur sagt, - * KÆLISKAPURINN Eftirlæti hagsýnna h’úsmæðra Prýði eldhúsa — stolt húsmæðra KELVINATOR er rúmgóð og örugg matvælageymsla. hefir stærra frysti rúm en nokkur annar kæliskápur af sömu stærð. er ódýrastur miðið við stærð. • Stærð 8,2 rúm. cubfet Verð kr. 10,994 - — TiIbún i r ti I afgreiðslu — — Vitjið pantana yðar — Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687. að morðið sé að sínú áliti í sam- bandi við málaferlin gegn Sewe. En Hermann Wehr átti yfirleitt engan þátt í málaferlunum. Hann var hvorki ákærandi né verjandi. Og það kom ekki til greina að hann væri vitni, þar sem hann hafði ekki átt heima í Leopold- ville nema stuttan tíma. Hvers vegna ætti nokkur að fara að skjóta saklausan áhorfanda?" Hinn saklausi áhorfandi, hugs- aði Vera. Veit þessi litli maður ekkert um samsærið gegn Adam Sewe, sem hófst þegar Hermann kom til Leopoldville? Verð ég að fórna hinum dána til þess að vernda sjálfa mig? En það kom ekki til þess, að hún segði neitt. „Og hvaða ástæðu getur frú Wehr hafa haft?“ spurði Anton. Lögreglustjórinn horfði á An- ton og Veru á víxl. Hann virtist vera að reyna, hvort þau þyrðu bæði að mæta augnaráði hans. Loksins sagði hann: „Ást hefur alltaf verið helzta og fremsta ástæðan hjá konum“. Anton leit ekki á Veru. Hann hugsaði um uppgötvanirnar, sem hann hafði gert í gær, um byss- una, sem var horfin, og um Zentu sem hvarf. Það benti á sök Lúlúu, að þriðja veiðibyssan hans var ekki lengur á sínum stað. Það benti gegn söngkonunní, að Zenta hafði ekki verið á veitingastað sínum á þeirri stundu, sem morð ið var framið. Vissi Verneuil ekk ert um allt þetta? Og væru það ekki vandræði, að líkurnar eyddu hvorar öðrum, þar sem báðar konurnar gátu ekki verið sekar. Hann hikaði ermþá við að segja lögreglustjóranum frá athugunum sínum. „Verneuil lögreglustjóri", sagði hann, „þér eruð á villigötum. Þér hafið bundið yður við hugsun, sem leiðir yður afvega. Vera elsk ar mig ekki“. Þá mælti Vera: „Nei, herra lögreglustjóri, þér hafið á réttu að standa. Ég elska hann, en ég hef ekki myrt manninn minn“. Hún kafroðnaði. Anton leit á hana. Hamingju- tilfinningín, sem greip hann var svo sterk, að hann varð að stilla sig, til þess að stökkva ekki á fætur og faðma Veru að sér. — Hafði ástarjátning nokkurn tíma verið mælt fram þegar undarleg ar stóð á? Menn játa tilfinningar sínar fyrir sjálfum sér, þegar þeir eru einir, og það var sagt, að þeir þyrftu hinna réttu geðhrifa, til að tala um ást. Vera hefði aldrei sagt þetta — eins og í geðhrifum. Nú sagði hún það, af því að borð var á milli þeirra og á meðan hin athugulu augu lögreglustjór- ans athuguðu þau. Enginn sagði neitt. Anton rauf þögnina. „Það er tvennt, sem ég þarf að skýra yður frá, lögreglustjóri",' ekki minni. Hinn gráhærði, hvít- sagði Anton. „Þér spurðuð mig, J klæddi blökkuþjónn, sem opnaði hvort ég ætti nokkrar veiðibyss- ur. Ég átti þrjár. En nú eru þær ekki nema tvær. Ein er horfin úr íbúðinni,' sem ég lét Lúlúu fá lykilinn að. I öðru lagi: þér hafið yfirheyrt Zentu, ástkonu bróður míns. En þér hafið ekki sann- prófað, að það var ein klukku- stund, sem hún ekki var í „Perroquet“-veitingastofunni kvöldið, sem morðíð var framið. Orð Antons virtust ekki hafa mikil áhrif á lögreglústjórann. Hann sat kyrr í sömu stellingum og áður. „Hvers vegna hafið þér ekki sagt mér neitt um það hingað til? “ spurði hann þurrlega. „Ég hef andúð á lögreglunni", svaraði Anton. „Auk þess vilduð þér vernda að minnsta kosti aðra konuna“. Hann talaði við Anton, en sneri sér að Veru. „Hvers vegna hefð- uð þér annars lagt fram trygg- ingarféð fyrir Lúlúu?“ „Það kemur yður ekki við, hvers vegna ég gerði það. Og Vera er saklaus hvort sem e~r. Og því lengur sem þér farið eftir skakkri slóð, því erfiðara verður það fyrir yður, að finna morð- ingja bróður míns“. Lögreglustjórinn stóð upp. — Hann hneigði sig lítillega fyrir Veru. „Þakka yður fyrir“, sagði hann. „Ég á aðeins eina bón enn til yð- ar. Málið gegn Sewe verður tek- ið fyrir aftur hinn daginn. — Þér mynduð gera mér mikinn greiða, ef þér væruð viðstödd í réttar- salnum“. Áður en Vera gat látið sam- þykki -eitt í Ijós, eða fylgt hon- um til dyra, gekk hann út úr • herberginu. Nú voru þau ein. Þau sátu kyrr, nærri því hreyf ingarlaus. Nú vissi hún, að hann elskaði hana og hann vissi, að hann var elskaður. En skuggi hins dauða manns var á milli þeirra. Á milli þeirra lá grunurinn, sem hvíldi á þeim báðum. Á milli þeirra stóð hin leyndardómsfulla blökku stúlka, sem hann hafði leyst út. Á milli þeirra lágu málaferlin, en undir úrslitum þeirra var það komið, hvort hann yrði betlari eða meinsærismaður og auðugur. Og að lokum stóð Leopoldville á milli þeirra, borgin við hið- grugguga Kongó-fljót, borgin, sem byggð var með því að svipta j frumskóginn nokkru svæði, en var sjálf frumskógur smyglara, braskara og njósnara. „Ég verð að fara til barn- anna“, sagði Vera. Anton stóð upp og gekk fram hjá henni án þess að segja eitt orð. — dyrnar, var einungis hinn fyrsti a fjórum eða fimm þjónum, sem fylgdu Anton inn í húsið, þangað til einn þeirra barði að dyrum vinnuherbergisins, þar sem Dela porte beið gests síns. Það var auðséð, að húsið var búið út án þess að hafa hliðsjón af hitabelt- isloftslaginu. Gólfin voru þakin flókadúkum og það var gengið á þykkum gólfábreiðum. Húsgögn- in voru af fornlegri gerð, þung- lamaleg og dökkleit. Þykk og þung viðarhurð, sem hefði sómt séi vel í veiðihöll í Norður- Þýzkalandi, lokaðist að baki þeim, sem inn gekk. Námueigandinn handleggslausi stóð upp frá hinu stóra, gull- skreytta skrifborði og kom á móti Anton. Hann rétti honum ekki vinstri höndina, heldur kinkaði aðeins kolli og bauð honum sæti. Þeir settust við kringlótt borð með dýrum, glitofnum dúk og sást þaðan út á Kongó-fljótið yf- ir steinsvalir. „Ég þakka yður fyrir, að þér brugðust svo fljótt við tilmælum mínum“, sagði Delaporte með há- tíðlegri kurteisi. „Ég var of forvitinn til þess að vera ókurteis", svaraði Anton. „Bróðir yðar hefur hingað til haldið kynningu okkar við“, mælti Delaporte, „en hið sorg- lega fráfall hans-----“. „Þér skuluð spara yður hlut- tekninguna, herra Delaporte. Ég hafði engar mætur á bróður mín- um. Það var ekki heldur ást til hans, sem réði breytni minni Ég þurfti á peningum að halda —“. Delaporte ýtti vindlakassanum til Antons. .....áparió yður hlaup & mílli margra vt;rzjama! úömwoL fl ÖllUM HfDUM! Austurslraeti Þegar Anton kom aftur til gisti húss síns, biðu hans skilaboð frá Robert Delaporte. Námueigand- inn, sem hann hririgdi þegar til, bað hann að koma til sín. Hús Delaporte lá við Promen- ade de la Raquette, sem var glæsi leg gata við þann hluta hafnar- innar, sem nefndur er „Coin des amoureux“, „horn elskendanna". Það var hvítt hús, líkast höll og sennilega ekki eldra en tíu ára, en reist í hinum gífurlega íburðar mikla stíl aldamótanna. Framan við það voru feikna miklar tröpp ur, en á því voru tveir þýðingar- lausir turnar, háir, mjóir glugg- ar og svalir, en undir þeim voru þarflausar súlur. Inni í húsinu var íburðurinn awright, minnie /... THIS TIME I'LL. BE SURE/ a r k ú ó Flökkuhvolpurinn fyllist ótta Og skríður undir hænsnahúsið, sem flytur Markús til Týnda skógar. Ég sagði þér að reka þegar hann heyrir í koptanum, I þennan f járans hvolp af landar- eigninni, Pétur. Ég er þegar búj hann komi ekki aftur. Allt í lagi, inn að reka hann tvisvar í burtu.l í þetta sinn skal það ekki bregð- Sjáðu þá um það í þetta sinn, að I ast. SPUtvarpiö Miðvikudagur 30. september 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttlf og veðurfregnir). 12.50—14.00 ,,Við vinnuna": Tónleikar af plötum. 15.00 Miðdegisútvarp — (16.00 Fréttir, tilk.). — 16.30 Veðurfregnir, 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Að tjaldabaki (Ævar Kvarnn leikari). 20.50 Tónleikar: Artur Schnabel leikur á píanó ,,Impromptu“ nr. 2, 3 og 4, op. 90 eftir Schubert. 21.05 Upplestur: Asmundur Jónsson frá Skúfsstöðum les frumort minn- ingakvæði. 21.20 Islenzk tónlist: Tónverk eftir Karl O. Kunólfsson. 21.45 Samtalsþáttur við Magnús Olafs- son prentara: Upphaf leiklistar og prentlistar á Isafirði (Ragnar Jó- hannesson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Þögn hafsins**, eft- ir Vercors í þýðingu Sigfúsar Daðasonar; I. lestur. (Guðrún Helgadóttir). 22.35 I léttum tón: Toralf Tollefsen leikur á harmoníku. 23.00 Dagskrárlok. Fimmtudagur 1. október 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.03 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 ,,A frívaktinni", sjómanna« þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 FréttU* og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfregnir). 19.35 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Islenzka þjóðkirkjan 1 nútíð og framtíð; síðará erindi. (Séra Arelíus Níelsson). 20.55 Tónleikar: Atriði úr 2. þætti óper unnar „Parsifal** eftir Richard Wagner. Kristen Flagstad og Lauritz Melchior syngja. 21.30 Utvarpssagan: Garman og Wors« eftir Alexander Kielland. XIV. lestur (Séra Sigurður Einarsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: „Þögn hafsins'* eftir Vercors í þýðingu Sigfúsar Daðasonar II. lestur (Guðrún Helgadóttir). 22.30 Sinfónískir tónleikar frá tónlist- arhátíðinni í Björgvin sl. sumart Píanókonsert í A-moll op. 16 eftir Grieg. Robert Riefling og sinfón- íuhljómsveit Björgvinjar leika; Arvid Fladmoe stjórnar. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.