Morgunblaðið - 04.10.1959, Síða 8
8
MORCUWTIL 4Ð1E
Sunnudagur 4. okt. 1959
— . . . . en nú má ég ekki
COSPER vera að því að skrifa meira.
Kær kveðja, þinn Alfreð.
— Ó, hvað það er gaman að sjá þig mamma
Þú kemur tímanlega. — Alfreð er einmitt að
ljúka við að taka til í herberginu þínu!
F i m m
nœfur í
lausu lofti
ÞETTA þverhnýpta berg, sem
myndin er af, hefur haldið
vöku fyrir mörgum fjallgöngu
garpinum, því að það er sagt
illkleifasti tindur' Alpafjalla,
og er þá mikið sagt.
Margur kappinn hefur látið
freistast og reynt að klífa
þennan 550 metra klettavagg,
en allir orð-
ið að snúa frá
— þar til fyr-
ir skemmstu,
að fjórir af
— fræknustu
fjallagörpum
Þýzkalands -
sigruðu tind-
inn, en sigur-
inn varð lang-
sóttur. Þeir
voru sex daga
og fimm næt-
ur á leiðinni
upp (hvíta
strikið sýnir
leið þeirra).
I 5 næstur
höfðust þeir
við utan í hengifluginu, sváfu
svefni hinna réttlátu í hengi-
sfeðis
rúmum úr nylonneti, sem þeir^
tylltu í sprungur og nafir á
klettaveggnum.
Ekki hefði öllum liðið vel að
dingla þarna í lausu lofti, ef
svo mætti segja — og ekki
orðið svefnsamt. En félagarnir
fjórir voru í sjöunda himni.
Það var talið til tíðinda í
sambandi við afrekið, að fjalla
garparnir notuðu enga haka,
eins og titt er í erfiðum fjall-
göngum, heldur lásu sig upp
bergið með berum fingurgóm-
unum. Ekki rýrir það afrekið.
☆
Á föstudags-
kvöldið verður
sjötugsafmælis
Jakobs Jóh.
Smára minnzt
í útvarpinu. —
☆
SKALDIÐ OG MAMMA LIT LA
1) Eitthvað gengwr nú á! 2) Ég rak stórutána í rennu 3) Svona, svona — var þetta
Hvað hefur komið fyrir Lotta steininn! nokkuð alvarlegt?
4) Jú, vist — sjáðu bara
sjálf hvað það er sárt!
1) Ég er búinn að ganga frá töskunni
þinni ...setti í hana matarböggulinn og
epli .....
2) .... .... og stóran bita af heimabökuðu
sandkökunni minni...
Tveir söngvarar
Á" f miðdegistónleikunum í
útvarpinu í dag syngur franski
söngvarinn Gérard Souzay,
einn frægasti ljóðasöngvari
sem nú er uppi. A. m. k. hefur
Fischer Dieskau sagt, að Sou-
zay sé eini núlifandi ljóða-
söngvarinn, sem syngur betur
en hann sjálfur. — Svo er
vert að benda á að norska
söngkonan Aase Nordmo- Löv-
berg syngur í útvarpinu á
þriðjudagskvöldið með sin-
fóníuhljómsveit finnska út-
varpsins. Hún er nú ráðin til
Metropolitan og hefur áður
sungið við óperurnar í Stokk-
hólmi og Vín. Lövberg er arf-
taki Flagstad, segja Norð-
menn.
Litla krossgatan
Lárétt: — 1 kuldi — 6
keyrðu — 8 æð — 10 veitinga-
hús — 12 veikar — 14 sér-
hljóðar — 15 fangámark —
16 fæða — 18 hækkaður í tign.
Lóðrétt: — 2 stúlka — 3
byrði — 4 óreiða — 5 rigning
— 7 sorg — 9 púki — 11 kveik-
ur — 13 brúka — 16 sund —
17 til.
Létt
kýmni í
kvöldsögu
Á MIÐVIKUDAGINN hefst ný
kvöldsaga 1 útvarpinu, gaman-
saga eftir þýzka rithöfundinn
Heinrich Spoerl. „Þetta er
ævintýri um smáborgarlegan
hugsunarhátt, um það hvernig
oft vill fara, þegar vandamál
daglega lífsins eru ekki tekin
réttum tökum — og afleiðing-
in verður eintómur misskiln-
ingur og sifellt basl. Og Spo-
erl lýsir þessu öllu á smellinn
hátt. í rauninni er þessi saga
sérstæð í þýzkum síðari tíma
bókmenntum, því þar er frek-
ar lítið um létta kímni“, segir
Ingi Jóhannesson, enskukenn-
ari, sem þýðir og les söguna.