Morgunblaðið - 04.10.1959, Page 12
12
MOR'CT’ivnr 4 niÐ
Sunnudagur 4. okt. 1959
'Clxg.: H.í. Arvakur Reykjavlls.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsscn.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
• Bjarni Benediktsson.
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías *Johannessen.
Lesbók: Arni Óla, sími 33045.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýíingar og aígreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480.
Askrciftargald kr 35,00 á mánuði innamands.
1 lausasölu kr. 2.00 eintakið.
"V
FRELSI TRYGGIR HAGKVÆM
VIÐSKIPTI
ISLENDINGAR bafa feng-
ið nóg af uppbóta- og
haftakerfinu. Almenning-
ur sér, að þégar til lengdar lætur
leiðir það til þess, að verðbólga
eykst og framfarir stöðvast.
Hjá þessu verður ekki kom-
izt nema snúið verði við og stefnt
í aðrn átt. Sjálfstæðismenn hafa
nú vísað veginn fram á við. —
Markmiðið er aukin framleiðsla
og bætt lífskjör. Leiðarljósið er
aukið frelsi og vaxandi þátttaka
alls almennings í atvinnurekstri
með eign sem allra flestra.
Unnendur ófrelsisins eru þegar
farnir að búa til grýlur til að
hræða menn frá því að breýta
um stefnu. — Þjóðviljinn seg-
ir í gær, að nú sé opinskátt boð-
að:
„------að það þurfi að gera
verzlunina frjálsa, með öðrum
orðum, að ríkið hætti að gera
heildarsamninga um vöruskipti
við einstök lönd. Þessum aðgerð
um er ætlað að eyðileggja alger-
lega viðskipti íslendinga við sósí-
alistisku löndin“.
Þarna er fluttur'sami boðskap-
ur og oft hefur heyrzt áður frá
Einari Olgeirssyni. En fær pessi
fullyrðing staðizt?
í kosningastefnuskrá Sjálfstæð
ismanna segir:
„Leitað verði hagkvæmra
markaða hvar sem þá er að finna
og aflað aðkeyptra vara, þar sem
hagstæðast er að kaupa þær“.
Ef það er rétt hjá Einari Ol-
geirssyni og Þjóðviljanum, að
slíkar aðgerðir mundú eyði-
léggja algerlega viðskipti íslend
inga við sósíalistisku löndin, get-
ur það ekki komið af öðru en
því, að þau séu ekki samkeppnis-
fær. Ef þar er hægt að fá hag-
kvæmari markaði en annars stað
ar og afla aðkeyptra vara með
hagstæðari verði, leiðir einmitt
af stefnu Sjálfstæðismanna að
viðskiptin munu haldast. Einar
Olgeirsson og Þjóðviljinn kveða
þess vegna upp harðan dóm yfir
þessum viðskiptum með fullyrð-
ingunni um að aukið frjálsræði
muni eyðileggja þau.
Eitt af erindum Krúsjeffs vest-
ur um haf var að hvetja Banda-
ríkjaþjóðina til aukinna við-
skipta við Rússa. Hann fór þar
ekki fram á, að Bandaríkjastjórn
setti höft á til að knýja þegna
sína tii slíkra viðskipta, heldur
hélt hann því fram, að hömlurn-
ar, sem hún hefur á lagt, væru
öllum til ills. Hitt vissi Krúsjeff
full-vel, að vonlaust var fyrir
hann að koma vestur um haf og
heimt^ að Bandaríkjamenn settu
upp allsherjar haftakerfi til þess
að knýja fram viðskipti við Rúss-
land.
En e. t. v. ætla kommúnistar
Islendingum annan hlut. Sam-
kvsí?nt orðum Einars Olgeirsson-
ar og Þjóðviljans geta íslending-
ar ekki haldið viðskiptum sínum
við Rússland, nema hafa hér
hömlur á viðskiptum, minnkandi
frelsi og aukin ríkisafskipti. Með
því móti mundu þessi viðskipti
áður en varir „þegjandi og
hljóðalaust“ hafa lokað fyrir
þjóðinni vegi frelsisins og teygt
hana langleiðis í áttina austur
fyrir járntjald.
I stefnuskrá sósíalistaflokksins
segir:
„Flokkurinn vill auka hið við-
skiptalega og menningarlega
samband við Sovét-ríkin--------“
Ætlun kommúnista er sú, að
halda íslendingum að þeim við-
skiptum, sem knýi þá gegn vilja
sínum frá frelsi ' ^ttina til kom-
múnisma.
Skýringar Einars Olgeirssonar
og Þjóðviljans munu vekja
marga til hugsunar um, að varn-
aðarorð Sjálfstæðismanna eru
sízt mælt að ófyrirsynju. — Með
engu móti má lengur dragast að
gjörbreytt verði um stefnu í
efnahagsmálum.
HANNES OG HJORTUR
ItPPLJÓSTRUN Þjóðviljans
um starfshætti Hannesar
- Pálssonar ihnan hús-
næðismálastjórnar, sem frá var
greint í Morgunblaðinu í gær,
staðfestir það, sem þráfald-
lega hefur verið haldið fram hér
í blaðinu um vinnuVrögð Fram-
sóknar. Enginn skyldi ætla að
þótt bréfritarinn tali um „myrk-
fælni" sína í sambandi við eftir
grenslan Hannesar, og segi „að
ef eitthvað „lekur út“ varðandi
þetta mál okkar, þá er það mér
svo og þér, ekki til góðs“, þá sé
þarna um að ræða einkasök
Hannesar Pálssonar. Hannes hlýð
ir fyrirskipunum annarra.
Munurinn á Hannesi Pálssyni
og Framsóknarbroddunum er sá,
að Hannes er hreinskilinn mað-
ur. Það lýsti sér strax í „Gulu
bókinni“, sem hann og Sigurður
Sigmundsson sömdu á sínum
tíma Þar var greint frá fyrirætl-
unum Framsóknarbroddanna, þó
að þeir gugnuðu fyrir ofurþunga
almenningsálitsins eftir að Morg-
unblaðið hafði skýrt frá öllum
þeién ráðagerðum.
Úr því að Hannes Pálsson ger-
ir sig beran að slíkum vinnu-
brögðum, þar sem hann er í
nefnd með fulltrúum þriggja
annarra stjórnmálaflokka, þá má
nærri geta, hvernig að er farið,
þar sem Framsóknarbroddarn-
ir eigast einir við.
Morgunblaðið vék hinn 12. júlí
í cumar að starfsháttum Hjartar
Hjartar, forstjóra Skipadeildar
S.Í.S., og sagði:
„Engin nýung er, að forstjóri
skipadeildar SÍS, Hjörtur Hjart-
ar, kalli skipsmenn fyrir sig, að-
vari þá og láti þá vita, að ekki sé
ætlazt til þess að um borð í skip-
um SÍS heyrðist aðrar skoðanir
en þær, sem Framsókn henta“.
Hjörtur Hjartar hefur ekki
látið í sér heyra fyrr en s. 1.
fimmtudag, að hann birti stór-
orða yfirlýsingu í Tímanum. Hún
er gefin til þess að leiða athygli
frá því sem Morgunblaðið sagði.
Ef hún er lesin, sést, að ekki er
hnekkt stafkrók af frásögn Morg
unblaðsins.
Hitt er ljóst, að Hjörtur þessi
er nú orðinn hræddur við eigin
verk. Þess vegna reynir hann að
sleppa sjálfur með því að bera
sakir á aðra, að ástæðulausu. Sá
áburður lýsir hræðslu hins seka
manns. Vonandi verður hræðslan
einnig til þess, að hann gæti bet-
ur tungu sinnar, næst, þegar
hann kallar. skipverja af SÍS-
I skipunum fyrir sig.
UTAN ÚR HEIMI
J
Corvair 1960
99
Lítill46 Chevrolet með „pojinu
kökumótor44 — aftur í
G E N E R A L Motors-verk-
smiðjurnar í Bandaríkjunum
kynntu í fyrradag hinar
nýju Chevrolet-bifreiðir sín-
ar — árgerð 1960. Kennir þar
að sjálfsögðu ýmissa grasa,
en stoltastir eru framleiðend-
urnir af „litla“ bílnum,
Chevrolet Corvair, sem kem-
ur í tveim „útgáfum“ (stand-
ard og deluxe 700) — 4 dyra
vagnar. — Corvair-inn er sex
manna bíll — eins og hinir
stóru. í gær birtum við hér
á síðunni mynd af hinum nýja
„smábíl“ Fords, Fálkanum, og
í dag sýnum við ykkur „bróð-
ur“ hans, Corvair.
— ÍK —
Forráðamenn General Mot-
ors segja, að þessi bíll sé
árangur níu ára starfs og um-
fangsmikilla rannsókn- ’ ar
sem stefnt hafi verið að því
að smíða tiltölulega ódýran
bíl og lækka rekstrarkostnað-
miklu lægri. Hann er einnig
talsvert léttari, vegur rúm-
lega 1,06 lestir. — Lengdin
(mæld milli ,,stuðara“) er
rúmlega 414 metri, hæðin um
1,30 m og breidd um 1,70 m.
1,68 m.
— —
Corvair hefir 80 hestafla,
6-cylindra vél, loftkælda.
Hún er aftast í bifreiðinni,
eins og t. d. í Volkswagen, og
Corvair er ekki svo mjög frábrugðinn stóru bíiunum að byggingu.
inn — en halda jafnframt
flestum þægindum stóru bíl-
anna. Ef hann er borinn sam-
an við gamlan fyrirrennara,
Chevrolet „standard“ frá 1936,
sést að stærðin er næsta svip-
uð, nema hvað Corvair-inn er
flöt (,,pönnukökuvél“). Með
því að nota aluminium hefir
tekizt að gera vélina mun létt-
ari en ella.
Norska Stórþingið
Hér er gerður samanburður á stærðarhlutföllum Chevrolet
„standard“ 1936 og hins nýja Corvairs (punktalínurnar).
sett
ÓSLÓ, 2. okt. — Ólafur Noregs-
konungur setti í dag hið nýkjörna
Stórþing. í setningarræðu sinni
sagði konungur m. a., að Norð-
menn mundu styðja eftir megni
tilraunir þær, sem nú væru gerð-
ar til þess að koma á afvopnun
og minnka spennuna í alþjóða-
málum.
Hann lagði áherzlu á þá skoðun
stjórnarinnar, að þátttaka í Norð-
ur-Atlantshafsbandalaginu væri
„bezta tryggingin fyrir öryggi
landsins".
Lögreglan í London er um þessar mundir að gera tilraunir með nýtt tæki, sem mælir hávaða
nákvæmlega. Nefnist það almennt „Dezzybell“. — Er ætlunin að beita tæki þessu til þess að
klekkja á ökumönnum, sem fara með óþarflega miklum hávaða og látum í umferðinni. Þetta er
Iítið tæki, sem hægt er að bera með sér hvert sem er, og eiga því lögreglumennirnir hægt með
að koma ökuföntunum að óvörum með það. — Véldrifin farartæki nútímans eru ekki yfirleitt
mjög hávaðasöm, ef þeim er ekið „skikkanlega" en reynslan sýnir þó að mörgum ökumönnum
tekst að gera hinn mesta hávaða í umferðinni og valda öðrum vegfarendum þannig óþægindum.
__Og nú ætlar Lundúnalögreglan sem sagt að hefja herferð gegn þessum „friðarspillum“. — Á
myndinni sjást Iögreglumenn vera að prófa „Dezzybell".