Morgunblaðið - 04.10.1959, Síða 13
Sunnudagur 4. okt. 1959
MORCVNBLAÐIÐ
13
Hermann Jónasson og White hershöfðingi. — White dvaldi hér, þegar Hermann sveik loforðið
um brottrekstur hersins og samdi um stofnun „fínu-manna-nefndarinnar“, sem Þórarinn Þórar-
insson var settur í. Ekki leynir sér, að vel liggur á Hermanni og hershöfðingjanum, þegar
myndin er tekin. Þeir hafa báðir verið ánægðir með verkið sitt þann daginn.
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugard. 3. október
Um hvað er kosið?
í kosningum ræður oftast
tvennt atkvæði kjósenda: Ann-
ars vegar afstaða þeirra til stefnu
og starfa flokka og frambjóð-
enda almennt. Hins vegar afstaða
til einstakra mikilvægra úrlausn-
arefna. Að sjálfsögðu hlýtur
þetta tvennt að blandast meira
og minna saman. Flokkar taka
yfirleitt ákvörðun um úrlausn
tiltekinna þýðingarmikilla vanda
mála í samræmi við hina al-
mennu stefnu sína. Engan veg-
inn er þó fyrir það að synja, að
svo stór kunni einstök mál að
vera og sérstök í eðli, að venjuleg
flokkssjónarmið ráði litlu um úr-
lausn þeirra, bæði í huga for-
ystumanna og kjósenda.
Nú stendur svo á, að mikill voði
steðjar að þjóðinni. Það er hætt-
an á öngþveiti og jafnvel upp-
lausn og hruni efnahagskerfisins.
Bráðri ógn af völdum verðbólg-
unnar var bægt frá á sl. vetri.
En allir skynbærir menn gerðu
sér þá þegar ljóst, að einungis
var um bráðabirgðaráðstafanir
að ræða. Stöðvunarlögin í vetur
voru í meginatriðum í samræmi
við samþykktir flokksráðs Sjálf-
stæðismanna hinn 18. desember
sl. Þá þegar gerðu Sjálfstæðis-
menn grein fyrir því, að fyrst
yrði að koma á réttlátari kjör-
dæmaskipun, svo að allsherjar-
viljinn nyti sín betur en áður
á þingi þjóðarinnar. Síðan yrði
að snúa sér að lausn efnahags-
málanna með öðru en hreinum
bráðabirgðaráðstöfunum.
Staðið \ið gefið
heit
I ályktun sinni 18. desember
sagði flokksráðið:
„Ráðstafanir þessar til stöðvun-
ar verðbólgunnar eru aðeins
fyrsta skrefið til jafnvægisbú-
skapar og heilbrigðrar þróunar
i atvinnulífi þjóðarinnar. En til
þess að koma á jafnvægi í þjóð-
arbúskapnum, er þörf fjölþættra
ráðstafana, og telur flokkurinn
óhj ákvæmilegt, að þjóðin fái, svo
fljótt, sem við verður komið í
almenniun kosningum, að nieta
ðgerðir stjórnarflokkanna að
undanförnu og tillögur allra
flokka til lausnar þessu mikla
vandamáli. Mun Sjálfstæðisflokk
urinn þá gera þjóðinni grein fyr-
ir viðhorfi sínu og úrræðum í
einstökum atriðum. — —“
í kosningastefnuskrá sinni, sem
birt var 2. okt., hefur Sjálfstæð-
isflokkurinn efnt þetta lofovð.
Þar er annars vegar gerð almenn
grein fyrir viðhorfi flokksins í
þjóðmálum nú en hins vegar og
einkanlega ítarlega raktar tillög-
ur flokksins í efnahagsmálum.
Þær tillögur eru byggðar á ná-
inni athugun allra aðstæðna í ís-
lenzku þjóðlífi nú. Um lausn
þessara vandamála segir berum
orðum í stefnuskránni:
„Vandi þeirra verður ekki
leystur með neinni skyndiákvörð-
un né á skammri stundu. Breyt-
ing til bóta verður ekki gerð
nema á löngum tíma. Þess vegna
kann að þurfa að sækja á mörg-
um árum fram að settu marki.
Allt er þess vegna undir þvi
komið, að tryggð verði samhent
stjórn, sem hafi nægan 'tíma til
að rétta við hag þjóðarinnar.“
Aukin framleiðsla,
bætt lífskjör
Haldið er áfram:
„Markmiðið er aukin fram-
leiðsla og bætt lífskjör, en til
þess að því verði náð verður að
ieysa starfsþrótt og hugkvæmni
íslendinga úr viðjum, svo að
þeir geti í frjálsri og heilbrigðri
samkeppni skapað sem mest
verðmæti fyrir þjóðarbúið.
Á leiðinni að þessu marki má
greina á milli nokkurra áfanga;
I. Stöðvun verðbólgunnar.
II. Jafnvægi þjóðarbúskapar-
III. Stéttafriður.
IV. Uppbygging atvinnuveg-
anna.
V. Hlutdeild í frjálsum við-
skiptaheimi.
VI. Aukin framleiðsla og bætt
lífskjör.
Torsótt kann að reynast sums
staðar á þessari leið, stundar-
hagsmunir geta þurft að víkja
til þess að fprðast áföll, sem
skerða mundu afkomu þjóðarinn-
ar í bráð og lengd. Svo mikilvæg
viðfangsefni verða ekki leyst
nema með samhentu átaki allra
stétta þjóðfélagsins. Enda er ó-
hugsandi á íslandi að hægt sé
að bæta kjör þjóðarheildarinnar
með því að skerða kjör einstakra
stétta“.
Síðan er í glöggri sundurliðun
rakið hverjar ráðstafanir þurfi
að gera. Hver einasti kjósandi
þarf að kynna sér þessar tillögur
og stefnuskrána í heild.
Fjas Framsóknar
Hinar ákveðnu, glöggu og
sundurliðuðu tillögur Sjálfstæð-
ismanna eru mjög ólíkar fjasi því,
sem Framsóknarflokkurinn hefur
nú látið frá • sér fara um þessi
efni. Fyrir kosningarnar 1956
lofaði Framsókn og Hræðslu-
bandalagið í heild að gera „var-
anlegar ráðstafanir" í efnahags-
málum. Aldrei var þó sagt frá því
í hverju þessar „varanlegu ráð-
stafanir" ættu að vera fólgnar.
Því var haldið sem leyndardómi
fyrir kjósendum fram yfir kosn-
ingar.
Af verkum V-stjórnarinnar varð
smám saman Jjóst, hvað fyrir lof-
orðsgefendum hafði vakað. Sú
stjórn hafði aldrei neina sam-
eiginlega stefnu í efnahagsmál-
um fremur en flestum öðrum
þýðingarmestu stjórnmálum. A-
huginn var sá einn að hremma
völdin og njóta þeirra til þess
að víkja nær helming þjóðarinn-
ar til hliðar, eins og Hermann
Jónasson á sínum tíma hældi sér
af, að stjórn hans væri komin
vel á veg með. Árangurinn varð
öllum ljós, þegar Hermann hljóp
af stjórnarskútunni hinn 4. des.
sl. með þessum orðum:
„Ný verðbólgualda er skollin
yfir“,
°g
„í ríkisstjórninni er ekki sam-
staða um nein úrræði í þessum
málum“.
Velta vandanmsi
á aðra
Slíkar voru, efndirnar á lof-
orðinu um „varanleg úrræði".
Á sunnudaginn var reyndi Tím-
inn að skýra stefnu Framsóknar
í efnahagsmálunum nú. Tíminn
sagði:
„Þar getur verið um mismun-
andi leiðir að ræða og kann ekki
að skipta neinu höfuðmáli, hvaða
leiðir verða farnar--
Bollaleggingunum lauk svo:
„--------skiptir ekki höfuð-
máli hvaða leiðir verða farnar,
heldur hljóta þær þá að verða
valdar eftir því hvað stéttasam-
tök og sérfræðingar álíta væn-
legast."
Stjórnmálamennirnir hafa sem
sagt ekki annað til mála að leggja
en frómar bollaleggingar um
fagran tilgang. Sjálfum vandan-
um við að velja leiðirnar til hins
fyrirheitna lands, er velt yfir á
„stéttasamtök og sérfræðinga."
Þeir, sem svo tala eru ekki hæfir
til forystu. Þeir skilja ekki hlut-
verk brautryðjandans heldur
vilja eingöngu gerast sporgöngu-
menn „stéttasamtaka og sérfræð-
inga.“
Tóku við biómlegu
búi
Þegar litið er til ferils núver-
andi foringja Framsóknarflokks-
ins verður þessi hugsunarháttur
þeirra auðskýrður. Þeir ruddftst
til valda í flokki, sem aðrir höfðu
byggt upp. Þar urðu brautryðj-
endurnir að víkja fyrir klókind-
valdhyggjumanna.
Síðan hafa þeir haldið völdum
sínum við, ekki sízt með mis-.
notkun á SlS, einstökum félögum
þess og fyrirtækjum. Sá risafé-
lagsskapur er byggður upp með
þátttöku yfir 30 þúsund lands-
manna. Af þeim eru Framsókn-
armenn ekki nema lítill hluti.
En Framsókn hefur búið svo um
sig innan SÍS að hún hefur þar
öll ráð. Þeir bræður Kristinssyn-
ir, Jóni Árnason og Vilhjálmur
Þór gerðu úr SÍS voldugasta fyr-
irtæki landsins. Ekki er líklegt, að
nokkur þessarra manna hafi vilj-
að lána SÍS til misnotkunar valda
braskara Framsóknar á þann veg
sem orðið hefur. Vilhjálmur Þór
hefur af fenginni reynslu sagt:
„Ef pólitíkin nær undirtökun-
um í samvinnufélögunum, eru
þau sjálf í mikilli hættu“.
Hver vill kljúfa
kaupfélögin ?
Fleiri þaulreyndir samvinnu-
menn en Vilhjálmur Þór láta um
þessar mundir uppi ugg út af því,
ef pólitíkin nær undirtökunum í
samvinnufélögum. Bjartmar
bóndi á Sandi sagði nýlega:
„--------ég var aldrei Fram-
sóknarmaður og hef aldrei yerið
í þeim flokki, og vita það, hugsa
ég, allir Þingeyingar, sem á ann-
að borð láta sig einhverju skipta
um nafn mitt. Það vissi og aðal-
fundur K. Þ. 1937 mæta vel, þeg-
ar hann bað okkur Pál á Græna-
vatni að taka sæti í stjórn félags-
ins, — líklega af því að við vor-
um hvorugur okkar í Framsókn-
arflokknum. Elzta kaupfélag
landsins K. Þ. rambaði þá ábarmi
gjaldþrots, rúið öllu trausti. Til-
trú Framsókriarmanna, sem þá
um sinn höfðu gert félag þetta að
pólitísku hreiðri meira en hag-
lega reknu fyrirtæki, var þá
þverrandi í héraði eða jafnvel
engin.
Þetta hefði ég nú ekki rifjað
upp, ef Dagur, það blessaða blað,
hefði ekki farið að neyða mig til
þess.
Síðan hefur K. Þ. þolað mig í
stjórn sinni, eða meira en 20 ár,
og hefir lengst af verið frjáls-
lyndara í þessum efnum en Dágs-
maðurinn telur sómasamlegt, að
því er lesa má milli lína hans.
Nefni ég einkum kaupfélagsstjóra
tíð Þórhalls Sigtryggssonar, sem
hóf K. Þ. upp úr rúst sinni meira
en nokkur annar og átti til að
setja hnefa í borð og segja: Eng-
an pólitískan áróður hér í Kaup-
félagi Þingeyinga, ella er ég far-
inn mína leið.
Ég hef verið í K. Þ. síðan ég
var barn að aldri, líka kreppu-
árin, þegar sumir í Framsóknar-
flokknum sneru sér annað. Það
gæti sagt sína sögu að einhverju
leyti. En pólitisk hreiðurgerð
innan kaupfélaga, sem eru sam-
ansett af fólki úr öllum stjórn-
málaflokkum, er mér auðvitað
ekki áð skapi.
Ég vildi að áróðurstæki Fram-
sóknarflokksins, Tíminn og Dag-
ur, sæju sig um hönd, áður en
þau kljúfa kaupfélögin."
Gegn ofurvaldt
eins f lokks
Annar merkisbóndi, Halldór á
Leysingjastöðum, er ekki heldur
myrkur í máli. Kann segir:
„Varla mun sá íslendingur til,
sem ekki viðurkennir sögulegt
hlutverk samvinnufélaganna hér
á land, framlag þeirra í verzl-
unarmálum og nytjastörfum
ýmiss konar. A sínum tíma voru
þau snar þáttur í viðreisn þjóð-
arinnar, eftir alda áþján og óár-
an. Mun hlutur þeirra í þessu
vart of metinn. En árin liðu og
sönnuðu, ,,að völd spilla og mikil
völd spilla ótakmarkað."
Skynugir stjórnmálamenn sáu
að vissasta leiðin til valda var
að taka í sína þjónustu og styðj-
ast við félagsmálahreyfingu, sem
væri sprottin upp úr alþýðunni
sjálfri. Og þetta tókst. Fram-
sóknarflokkurinn lagði samvinnu
hreyfinguna undir sig. Það var
hennar ólán.
Innan samvinnuhreyfingarinn-
ar íslenzku er fólk af öllum stétt-
um og með mjög mismunandi
stjórnmálaskoðanir. Því er rík
ástæða til að halda slíkum félags-
skap utan við stjórnmál.
Vandlega er þess gætt, að rétt-
línumenn Framsóknar séu í
hverri trúnaðarstöðu — — —.
Hér er ekki verið að berjast gegn
samvinnu heldur gegn ofurvaldi
eins flokks yfir samvinnunni og
tæplega verður þess langt að
bíða að þeir, sem hafa önnur
stefnumið í þjóðmálum en Fram-
sókn, leiti nýrra leiða.“
Frumkvöðiill ^
flokkastefnunnar
Hér hefur verið vitnað til um-
mæla fyrrverandi forstjóra SÍS
og nýlátins kaupfélagsstjóra á
Húsavík annars vegar og hins
vegar tveggja bænda, sem þekkja
af eigin raun valdbeitingu Fram-
sóknar í samvinnufélögunum, um
hver hætta þeim er búin, „ef póli
tíkin nær þar undirtökunum."
Svo er að sjá sem einstaka
menn, sem hafa látið leiða sig til
misnotkunar þess valds, er þeir
hafa fengið sem forstjórar sam-
vinnufyrirtækja, hafi orðið
slegnir ótta við þessar og aðrar
aðvaranir. Yfirlýsing Hjartar
Hjartar, sem hann birti nýlega
í Timanum, sprettur bersýnilega
af því, að hann uggir um sig,
ef atferli hans að undanfömu
verður lýðum ljóst. Færi betur
að hann léti sér það að kenningu
verða og tæki upp aðra hætti
héðan í frá.
Sjálfur höfuðpaur misnotkun-
arinnar, Eysteinn Jónsson, lætur
hins vegar svo sem hann muni
halda uppteknum hætti. Hann
hreykir Framsókn ekki aðeins
sem hinum eina sanna talsmanni
samvinnuhreyfingarinnar, heldur
allra byggða landsins. í ræðu,
sem hann hélt nýlega í Kefla-
vík talaði hann.um Framsóknar-
menn sem forsvara „byggðastefn-
unnar á móti flokkastefnunni“.
Starblindur einræðisvilji leggur
Eysteini þessi orð í munn. Allir,
sem hafa aðrar stjórnmálaskoð-
anir en sjálfur hann, eru ekki
einungis fjandmenn samvinnu-
félaganna heldur íslenzkra
byggða!
Svo talar sá maður, sem hér á
landi er haldinn mestu flokks-
ofstæki. Akefð Framsóknar í að
ná flokksyfirráðum hvarvetna
hefur fært hættu yfir fleiri en
samvinnufélögin. Óstjórn á vam-
armálunum, sem nú blasir við
öllum, en hefur þróazt árum sam
an, á rætur sínar að rekja tii
sömu meinsemdar. ,
Flokksgæðingar
valda þjóðar- *
skömm
Á meðan samstarf Sjálfstæð-
ismanna og Framsóknar hélzt um
1 Framh. á bls. 14.