Morgunblaðið - 04.10.1959, Síða 14

Morgunblaðið - 04.10.1959, Síða 14
14 MOKCr’ivnT 4Ð1Ð Sunnudagur 4. okt. 1959 — Reykjavlkurbréf Frh. af bls. 13 ríkisstjórn og Sjálfstæðismenn fóru með utanríkismál, kom a daginn, að heilbrigðri samvinnu við vestrænar þjóðir var stefnt í voða vegna stöðugra árása Framsóknar á þáverandi utanrík- isráðherra. Þær árásir áttu ekki við nein málefnarök að styðjast, heldur voru einungis gerðar í því skyni að reyna að gera meðfer'ð viðkvæmra mála tortryggilega tii flokkslegs ávinnings. Þegar samið var um áfram- háldandi samstarf 1953 töldu Sjálfstæðismenn þess vegna heppilegt, að Framsóknarmenn fengju þessi mál til meðferðar i þeirri von, að þeir létu þá frekar rétt rök en hentistefnu og hefni- girni ráða gerðum sínum. Fram- sóknarmenn reyndust þegar í stað fjarri því að vera vandanum vaxnir. Hugur þeirra snerist allur um það að skapa sjálfum sér og flokki sínum sem sterkasta póli- 'tiska og fjárhagslega aðstöðu við meðferð hinna mikilvægustu mála. Fjárbrall þeirra þar syðra hefur haldið áfram allt til þessa, en náði hámarki sínu í olíu- hneykslinu, sem réttvísin hefui nú neyðzt til að taka til rann- sóknar. Jafnframt voru margar nýjar stöður stofnaðar. í þær allar voru skipaðir Framsóknargæðingar. Við því hefði ekkert verið að segja, ef menn þessir hefðu feng- ið hæfileika ásamt vegtyllunum. Því miður hefur fjarri farið að svo hafi reynzt. Að undanförnu hefur hvert hneykslið rekið annað á Kefla- víkurflugvelli. Varnarliðsmenn eiga sína sök á því ófremdar- ástandi. Bandaríkjastjórn hefui tekið afleiðingum þess og hvall hershöfðingjann heim, sam- kvæmt ósk íslenzka utanríkisráð- herrans. Jafnframt hefur af þeirri eigin skýrslugjöf komið í ljós, að hin- ir íslenzku valdsmenn á Kefla- víkurflugvelli eru sekir um ein- stakt andvaraleysi, óreiðu og tvísögli. Lögreglustjóri er staðinn að því að hafa gefið almenn- ingi rangar skýrslur um hvað gerzt hafi. Var þó ærið fyrir. Óumdeilanlegt er, að hann fylgd- ist ekki með hinum geigvænleg- ustu tíðindum á flugvellinum, svo sem skylda hans og sæmd íslands krafðist. Ekki frásagnavert Tíminn lýsti fyrir skemmstu einu þessara atvika svo: „Það hefur eðlilega vakið gremju íslendinga, að vaktmað- ur á Kefiavíkurflugvelli beitti íslenzka flugþjónustumenn ný- lega því ofbeldi að láta þá leggj- ast á magann og liggja þannig i óhægum stellingum alllanga stund“. Lögreglustjórinn á Keflavíkur- flugvelli hefur sjálfur sagt frá því, að „embætti“ hans fylgist ekki betur með því, sem á vell- inum gerist en svo, að það hafi ekkert heyrt um þennan atburð, er gerðist aðfaranótt sunnudags, fyrr en á þriðjudag og þá frá utanríkisráðherra sjálfum, sem hafði lesið um hann í Keykja- víkurblöðum. Nú er að vísu sann- að, að atburðurinn var tilkynnt- ur lögregluþjóni þegar í stað. Hinu er bætt við, að hann hafi ekki talið ómaksins vert að skýra yfirmönnum frá honum. Ef satt er, gefur þ?að óhugnanlega mynd af því ástandi, sem ríkir í sambúð íslendinga og varnar- liðsmanna þar syðra og ekki síð- ur innbyrðis á milli starfsrrr ma „embættis" lögreglustjórans a Keflavíkurflugvelli. Þvílík embættisfærsla verður ekki afsökuð með því, að á bjáti um sæmilega framkomu varnar- liðsmanna. Andvaraleysi, óreiða og tvísögli íslenzkra yfirmanna verður ekki hótinu betri, þó að það bætist ofan á afglöp Banda- ríkjamanna. Sviksemi Þórarins Einasta afsökun . varnarmála- deildar og valdsmanna á Kefla- víkurflugvelli, sem Tíminn hamp ar óspart er, að á hafi skort um skörungsskap hjá Guðmundi í. Guðmundssyni, utanríkisráð- herra. Tíminn bregður honum nú um undirlægjuhátt fyrr og síðar í þessu máli og vitnar þar sér- staklega til embættisfærslu hans á árunum 1951—53. Ef Guðmund- ur stóð sig þá svo illa, sem Tím- inn segir nú, af hverju gerði Her- mann Jónasson hann þá að yfir- matoni allra þessarra mála, er hann myndaði V-stjórnina 1956? Ekki nóg með það. Á árinu 1956 var samið um það, að sér- stök nefnd —- „fínu-manna- nefndin" svokallaða — skyldi skipuð til þess að hafa yfirum- sjón með varnarmálunum. Af hálfu Framsóknarmanna var Þórarinn Þórarinsson skipaður í nefndina. Þórarinn hefur nú sjálfur sagt frá því, að nefnd þessi hafi aldrei haldið sinn fyrsta fund. Ekki er að sjá, að hann hafi neitt við þá vanrækslu að athuga. Hann hefur aldrei beðið um, að fundur yrði kallað- ur saman. Hann hefur m. a. s. ekki minnst á varnarmálin við utanríkisráðherra frá því að nú- verandi ríkisstjórn var stofnuð. Hann hefur ekki sagt sig úr nefndinni og þar með staðfest, að hann er harðánægður með starfs- hætti hennar, þá, að gera ekki neitt. Þórarinn hafði þó tekið á sig þá skyldu að koma í veg fyrir misfellur á þessum málum. Hann hreyfði ekki litla fingur í þá átt. Hann lét sér nægja að sitja í nefndinni og njóta þess að vera talinn til „fínna manna“, a. m. k. á pappírnum. Það eina, sem hann vildi fá til viðbótar, var næði til þess að skrifa róggreinar í Tímann út af meðferð varnar- málanna um þá, sem þar hafa hvergi nærri komið árum saman. Meiri sviksemi í starfi er vart hægt að hugsa sér, en Þórarinn hefur gert sig sekan um. Hljómleikar Á ÞRIÐJUDAGSKVÖLDIÐ hélt dr. Páll ísólfsson hljómleika í Dómkirkjunni, ásamt tveimur rússnesku listamannanna sem hér eru staddir. Á efnisskránni voru vinsæl tónverk eftir ýmsa höfunda, þar á meðal dr. Pál, Maríuversið úr Gullna hliðinu, sem Ljudmila fsaéva söng af- bragðsvel. Hún mun þó hafa kvefazt í rakanum hér undanfar- ið, og naut því sín ekki sem skyldi, en annars emker.nist söngur hennar af áherzlulausri fegurð, og kom það einna skýrast í Ijós í siðustu lögum hennar kvöldið eftir í Þjóðleikhúsinu. Einlægur sviðs-þokki hennar er slíkur, að harðsvíruðustu áheyr- endur hljóta að fylgja hverjum hljóm og hreyfingu frá upphafi til enda. Dr. Páll og fiðluleikar- inn Politkovski léku m. a. són- ötu Tartinis í g-moll í kirkjunni, og sannaðist þar í siðasta kafl- anum að tveir voru mentarar á ferð. Dr. Páll lék einn nokkur verk, hið bráðskemmtilega Basse et Dessus de Trompette eftir Cleramboult, og í hinu furðu- lega töfraverki, Adagio Max Regers sýndi Páll okkur enn einu sinni hvílíkur galdramaður hann er á orgelið. Um tónleikana í Þjóðieikhúsinu er það annars að segja, að rússnesku listamenn- irnir fjórir áréttuðu það sem fyrr var vitað, hvergi var blett- ur eða hrukka á túlkun þeirra, og Chopin-leikur Voskresenskis er með þeim eindæmum, að manni þykir nóg um. Undirrit- aður óskar þessum listamönnum gæfu og gengis á tónlistarbraut- inni, og efast ekki um að skerf- ur þeirra verður glæsilegur áður en lýkur. — Víkar.___ Sjötugur í dag Einar Gíslason, málarameistari EINAR GÍSLASON, málarameist! ari er sjötugur í dag. Hann er einn af þekktustu mönnum þessa bæjarfélags og þessa lar.ds, og aðeins að góðu. Einar hefur verið athafnasam- ur um dagana, ekki aðeins í at vinnugrein sinni, heldur einnig í félagsmálum iðnaðarmanna og í bæjarfélaginu. Og þótt þetta eigi ekki að vera nein eftirmæli, þá kemst ég ekki hjá því, að færa sönnur á mál mitt með nokkuð langri upptalningu. Einar er borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Hann hefur alið allan aldUr sinn í Bergstaða- strætinu og verður þar vonandi til æviloka. Hann lærði ungur málaralist, fyrst _ hér heima og síðan erlendis, en þar var hann í 5 ár við nám og í atvinnu, og tók sveinspróf í Kaupmannahöfn árið 1912. Árið 1916 k;om hann heim aftur til Reykjavíkur og stofnaði þá sitt eigið atvinnufyrirtæki og hef- ur rekið það síðan þ. e. í 43 ár. Hefur hann verið eftirsóttur mál- ari sakir vandvirkni, þekkingar á verkefni sínu og áreiðanleiks í viðskiptum, enda málað mörg hin stærri hús í bænum og mikið fyr- ir opinbera aðil^, og jafnan haft marga menn í yinnu. Sem dæmi um álit það og traust, sem Einar nýtur og hefur notið meðal stéttarbræðra sinna og hjá opinberum aðilum, skal ég nefna eftirfarandi. Af hálfu hins opinbera hefur hann starfað í stjórnskipuðum nefndum til þess að semja: 1. reglugerð um iðnaðarnám. 2. reglugerð um iðnnám. 3. frumvarp til laga um iðn- fræðslu. 4. frumvarp til laga um iðju og iðnað. Einnig hefur hann starfað í mjólkurverðlagsnefnd (1941— 1946), verðlagsnefnd (1940-1946) og verðlagsnefnd landbúnaðaraf- urða síðan 1946. Af trúnaðarstörfum hans fyrir iðnaðarmenn má nefna, að hann var aðalstofnandi Málarameist- arafélags Reykjavíkur 1928 og formaður þess í 21 ár. í stjórn Landssambands iðnaðarmanna hefur hann verið frá stofnun þess 1932 og varaformaður þess síð- ustu 15 árin. í stjórn Iðnaðar- mannafélagsins í Reykjavík sl. 14 ár, í stjórn iðnráðs Reykja- víkur j 18 ár; í stjórn Iðnsam- bands byggingamanna á meðan það var við líði og formaður þess í mörg ár; í stjórn Meistarasam- bands byggingamánna meðan það var til. Iðnfulltrúi varð hann þegar sú nefnd var stofnuð 1938 og þar til iðnfræðsluráð tók við og til 1957. Formaður prófnefnd- ar málara var hann í 17 ár, for- maður samninganStndár mál- arameistara, síðan samningar við sveina hófust. Verðskrá málara hefur ha*n samið ásamt öðruml Hann stóð fyrir verkleg- , um nárnskeiðum fyrir málara- nema í nokkur ár og í öllum stærri vandamálum iðnaðar- manna hefur hann verið valinn til .þess, ásamt öðrum, að ræða við opinbera aðila um lausn þeirra. Hann var meðstofnandi að fyr- irtækinu Hiti og Ljós h.f. 1918 og stjórnarformaður þess meðan það var til, og meðstofnandi og stjórn arformaður málningarverksmiðj- unnar Litir og Lökk 1936—1942, að hún var seld. I stjórn Sam- einaðra Verktaka var hann frá byrjun og til 1956; í stjórn VinnU- veitendasambands íslands sl. 16 ár og í bankaráði Iðnaðarbanka íslands frá stofnun hans og til 1957. Hann er heiðursfélagi Lands- sambands Iðnaðarmanna og Mál- arameistarafélags Reykjavíkur, og hefur verið sæmdur riddara- krossi fálkaorðunnar og heiðurs- merki iðnaðarmanna úr gulli. Einar er kvæntur ágætri konu, Kristínu Friðsteinsdóttur, sem hefur búið honum gott heimili og verið honum samhent við hans fjölþættu störf. Hún er Reykvík- ingur eins og hann og þau eiga tvö uppkomin og efnileg börn. Einar hefur trausta skapgerð og er tryggur vinur vinum sín- um. Hann er fjölfróður mjög um menn og málefni þessa bæjarfé- lags. Hann er glaður í góðra vina hópi og góður félagi, bæði í blíðu og stríðu. Ég árna honum ánægju og heilla á þessum tímamótum í ævi hans, og vona að fá að eiga vináttu hans á meðan við lifum báðir. H. H. E. Sextugur á morgun: Sveinbjörn Sigur- jónsson skólastjóri SVEINBJÖRN Sigurjónsson, skólastjóri Gagnfræðaskóla Aust urbæjar, er sexfugur á morgun. Afmæli hans ber því að, þegar haustvertíð skólanna stendur sem hæst. Eigi er það að skap- lyndi og skyldurækni Sveinbjarn ar að láta afmæli sitt trufla við daglegt skólastarf. Mun ég þvi eigi fremur tefja með langri æfi- ferilsgrein, enda eru sex áratugir ekki sá aldur, að ástæða sé til minningargreina. Mig langar hins vegar að þakka honum í fáum og fátæklegum orðum samstarf að skólamálum um röskan áratug og þá eigi sízt þann trúnað, sem hann sýndi mér, er hann valdi mig sem aðstoðarmann sinn, þegar hann tók við stjórn þessa stærsta gagnfræðaskóla landsins fyrir 4 árum. Við Gagnfræða- skóla Austurbæjar er starfsferill hans lengstur og mestur, því að hann er einn þeirra þriggja kenn ara, sem skólanum hafa lengst fylgt og mótað hann flestum fremur liðin þrjátíu ár. Sveinbjörn skólastjóri er hæg- látur og hæverskur maður, mikill og vandvirkur íslenzkumaður, góður hagyrðingur enda mjög bragfróður. Þekki ég fáa is- lenzkufræðinga kreddulausari um málfræði og stafsetningu og þar hefur mér jafnan þótt örugg- ast að leita bendinga og ráða, ef vafaatriði blöstu við. Hygg ég það skaða móðurmálinu, hve lít- inn tma hann hefur gefið sér hin síðari ár við ritstörf og rann- sóknir. En þar veldur hin ein- stæða og aðdáunarverða skyldu- rækni hans við skólastjórnina. Fáir munu þeir dagar ársins að sumri meðtöldu, sem hann kem- ur ekki í skóla sinn til að huga að öllu. Það er þá helzt, ef hann bregður sér til litla fjallabýlis- ins, sem hann á upp af Leirvogs vatni. Þangað skreppur hann einnig um vetrarhelgar, stígur á skíði og sækir sér hreysti í frost- bitru fjallalofti, en hann er skíðamaður mikill og forystumað ur um fjallaferðir við skóla sinn um langt árabil. Munu vafalaust margir hinna eldri nemenda hans minnast þeirra ferða með mikilli ánægju og þökk, en fáar voru helgarnar að eigi héldi hann með nemendahóp um fjöll og firnindi að loknu erfiðu kennslustarfi vikunnar. En svo hafa tímar breytzt, og nemendur munu nú fremur kjósa hinar beinu braut- ir borgarinnar en veglausar heið- ar. Eru þau skipti eigi góð og sízt að vilja Sveinbjarnar, Það er vandi meiri en flestir halda að stýra svo stórum skóla að vel fari og árekstralítið. Það er sagt í gamni og þó oft rammri alvöru, að viðkvæðið sé við stór- ar stofnanir, að „forstjórinn sé ekki við“. Þetta yrði ekki sagt með sanni við Gagnfræðaskóla Austurbæjar. Þar er ,forstjórinn“ við frá fyrstu kennslustund klukkan 8 að morgni og fram yfir hina síðustu klukkan 7 að kvöldi, með þeim undatekningum, sem skyldstarfið krefst og óhjákvæmi leg eru. Þetta eru að vísu ekki einsdæmi um skólastjóra, en vafa laust hygg ég, að margir aðrir gætu um alla reglusemi, vand- virkni og skyldurækni lært mik- ið af slíkum mönnum sem Svein- birni skólastjóra. Um það get ég glöggt borið og fordæmi hans á þessum sviðum er mér mikils virði. Það og allt liðið samstarf vildi ég mega þakka Sveinbimi Sigurjónssyni með þessari skyndi kveðju, þegar svo fer einnig, að ég hverf frá skóla hans á þessura tímamótum. Ég óska honum, ágætri konu hans frú Soffíu Ingvarsdóttur og dætrum þeirra allra heilla og bið þess um leið, að blessun Guðs fylgi öllu starfs- liði og nemendum Gagnfræða- skóla Austurbæj ar. Veit ég eigi aðra betri afmæliskveðju og Sveinbirni skólastjóra skapfelld- ari. Helgi Þorláksson. ÞÓRARINN JÓNSSON LÖGGILTUR DÓMTÚLKUR OG SKJALAÞÝÐANDI KIRKJUHVOLI — í ENSKU SÍMI 12966. Gunnar Jónsson Lögmadur við undirrétti o' hæstarétt. Þingholtsstræti 8. — Sími 18259- Gólfslípunin Barmahlíð 33. — bimi li(í57

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.