Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 6
6 MORGViyBLAÐIÐ Laugardagur 10. oKt. 1959 kveður Sumar Þetta er kvöldmynd, tekinn á Austurvelli í fyrrakvöld —, þegar loksins kom þurr stund hér í Reykjavík. Svona hefur Austurvöilur verið skraut- lýstur á kvöldin meðfram gangstígunum. Nú þegar haustar að, má búast við að bráðlega verði ljósin tekin niður. (Ljósm. Ól.K.M.). smekk fyrir þeim. Eina listin, sem er seljanleg, auk manna- myndanna er áróðurlist, — brosandi stúlkur að aka dráttar- vélum, og annað þess kyns. Mikil eftirspurn eftir Lenin-myndum Samt er aðeins farið að rofa til. Stalin hafði hræðilegan smekk og öll þjóðin varð að láta sér lynda það sem honum geðj- aðist að. Hann einangraði okk- ur og lokaði okkur inni frá meginstraumum vestrænnar menningar. Nú er búið að hleypa örlitlu hreinu lofti inn. Sjáið bara. Fyrir nokkrum árum hefði ég ekki þorað að hitta yður eins og núna. STUNDUM er verið að tala um það, að daglegt líf manna í Rússlandi sé orðið frjáls- legra og eðlilegra, síðan harð- stjórinn Stalin leið og Krúsjeff er kominn til valda með sín O. K. Ferðamenn, sem Rússland heimsækja, komast þó fljóttað raun um það, að ekki er allt með felldu austur þar. Þegar vestrænir menn koma til Rúss lands finnst þeim enn sem fyrr að þeir séu komnir í annan heim og öryggislögreglan, hið skæða kúgunarvopn valdhaf anna liggur enn sem mara á fólki. Fyrir nokkru birti banda- ríska landfræðitímaritið The National Georgraphic Maga- zine langan og ítarlegan ferða þátt frá Rússlandi eftir próf. Thomas T. Hammond. M. a. lýsir höfundur heimsókn sinni i aðallistasafn Leningrad-borg Skuldir Rússa við Bandaríkin ræddar WASHINGTON, 30. sept. NTB- AFP. — Einasta efnahagsmálið, sem þeir Eisenhower og Krúsjeff urðu sammála um í viðræðom sínum í Camp David var að taka upp að nýju viðræður um upp- gjörið á skuldum Sovétríkjanna við Bandaríkin síðan á styrjaldar árunum, en þá fengu Rússar mik- ið magn af vörum samkvæmt hin um svonefndu láns- og leigulög- um. Douglas Dillon varautanríkis ráðherra Bandarikjanna sagði frá þessu á blaðamannafundi í dag. Samkomulag um þetta atriði mun stuðla mjög að bættri sambúð og aukinni viðleitni við að fjarlægja ýmsar hindranir, sem nú standa í vegi fyrir frjálsum og friðsam- legum samskiptum þjóðanna, sagði Dillon. Otur skór útt og inni, fást i næstu skóverzlun. ar, og fer hér á eftir kafli úr frásögn hans. „Ég eyddi fjórum töfrandi stundum í safninu, en ég vildi að ég hefði haft viku. Fagurlega út- skornir grískir og scytiskir skart- gripir glitruðu í hvelfingu og ríkmannlegt málverkasafn hafði á boðstólum málverk eftir Leon- ardo da Vinci, Rafael, Rembrandt, Tizian, Van Dyck og aðra meist- ara liðinna alda. Nútímamálverkunum var hol- litprentunum af nútímamálverk- um. — Viljið þér selja mér það? spurði hann ákafur. Eða gæti eg fengið að sjá hana? ☆ Ég lofaði að sýna honum bók- ina síðar um kvöldið. Við hitt- umst í litlum garði, skammt frá Neva-fljótinu. Klukkan var næst — Hvernig myndjr málið þér? — Vandræðasvipur kom á hann. — Ég mála myndir af Lenin, sagði hann. Eg mála Lenin upp aftur og aftur, dag eftir dag, og mánuð eftir mánuð. — Hvers vegna gerið þér það? spurði ég. — Það gefur góðan arð. Ég fæ 6000 rúblur (um það bil 600 dollara) á mánuði. Sjáið til, það ☆ — Eigið þér við að það sé ekki lengur hættulegt fyrir Sovét- borgara að tala við útlendinga? — Enginn getur verið öruggur, sagði hann og yppti öxlum. Leyni þjónustumenn eru í hverjum krók og kima. Þeir hafa sennilega séð mig tala við yður, en ég vona að ég komist ekki í nein vandræði, ef þeir vita ekki hvað við höfum verið að tala um. Við en Stalin - málverkin einskisvirði að niður í óskreyttum herbergj- um uppi á lofti. Það voru mál- verk, sem rússnesku yfirvöld- in fyrirlitu. Tugir málverka eft- ir Cézanne, Gauguin,- Van Gaugh, Matisse og Picasso leiftruðu á veggjunum. Fyrir framan risa- L e n i n vaxið Matisse-málverk stóð mað- ur, á að gizka fertugur að aldri, laglegur með dökkt og mikið hár. — Líkar yður þetta málverk, spurði ég. — Já, mjög, svaraði hann. Flest ir hérna halda að Matisse sé „úrkynjaður“, en mér finnst verk hans hrífandi. Sjáið til, ég er lista maður, þess vegna kem ég hing- að oft. Ég sagði honum, að ég hefði nýlega verið í París, þar sem ég hefði keypt nýútkomna bók með um orðin 10, en samt var bjart. Leningrad er norðar en Juneau í Alaska og þar er nóttlaust á sumrin. VinUr minn, listamaður- inn, grúfði sig yfir litprentan- irnar. ☆ •— Hér í landi er mjög lítið gef- i út af bókum um nútímalist á esturlöndum, sagði hann með ega. Ég vildi óska að ég fengi 5 mála í þessum stíl. I er óþrjótandi eftirspurn eftir mál verkum af Lenin. Hver einasta skrifstofa, verzlun, skólastofa og íbúð verður að hafa sína Lenin- mynd. Fyrir nokkrum árum mál- aði ég Stalin, en það er ekki leng ur nein eftirspurn eftir honum. — Gætuð þér ekki reynt að mála eitthvað annað en komm- únistahetjur? spurði ég. — Stundum geri ég málverk í nútímastíl, sagði hann, en ég get ekki framfleytt mér á því. Söfn- in vilja ekki kaupa þau og ein- staklingar hafa ekki peninga eða þroskum með okkur sjötta skiln- ingarvitið í þessum efnum. Nokkrum mínútum síðar með- an við vorum enn að tala sam- an, birtist lögregluþjónn allt í einu. Ég vissi ekkert hvar hann spratt upp og gekk til okkar. Allt í einu fann ég til ótta. Hafði einhver verið að njósna um okk- ur? Yrði vinur minn handtek- inn — Skemmtigarðinum er lokað um miðnættið, sagði lögreglu- maðurinn. — Þið verðið að fara út. skrifar ur. daqleqq lifmu 3 TFYRRADAG var hringt til Vel- vakanda frá Rafveitu Reykja- víkur í tilefni bréfs hér í dáik- unum um slæma götulýsingu við Hofsvallagötu. Sagði starfsmað- ur Rafveitunnar, sem hringdi, að í sumar hefði verið í athugun að bæta lýsingu við þessa götu. Það hefði hins vegar dregizt vegna þess, að staðið hefði á jarðstreng. Nú væri þó að rætast úr því og þarna yrði komið upp auknum götuljósum mjög bráðlega. Kvikmynd um starf Schweitzers RÁ Akranesi hefur borizt eftir farandi: Til Velvakanda Ég sá í blaði yðar að Alberf Schweitzer mannvinurinn mikli, var í Kaupmannahöfn, að taka á móti verðlaunum kr. 100 þúsund, og auk þess kr. 50 þúsund, er honum voru afhent, ágóðahluti af sýningu kvikmyndar um starf hans. Væri ekki hægt fyrir eit4- hvert kvikmyndafélagið hér eða einhverja menningarstofnun, að hafa forgöngu um að fá þessa mynd til íslands til þess að sjá og kynnast með eigin augum, starfi þessa mannvinar, Máski væri hægt að miðla ein- hverju af sýningarágóða af mynd inni, sem kæmi í góðar þarfir við starf hans í Afríku. Þetta er ábending til þeirra er hefðu aðstöðu til þess að koma þessu í framkvæmd. Virðingarfyllst. Ó. HÚSMÓÐIR skrifar: Kæri Velvakandi! Ég var að lesa í Morgunblað- inu um smán kartöflurnar, sem fleygt er í Þykkvabænum. Okkur húsmæðrum þykir að vonum súrt í broti, að heyra um þessar ráðstafanir. Ágætum íslenzkum kartöflum er ekið út í flögin af því þær eru svo smáar að þær falla niður úr sigti Grænmetis- verzlunarinnar. í þeirra stað eru svo keyptar inn útlendar kartöfl- ur, sem fróðir menn segja að séu fóðurvara í útlöndum, en ekki boðnar mönnum. Enda ekki skap legt hvað mikið gengur úr þe,m. Nú langar mig til að komi þeirri tillögu á framfæri við þá sem öllu ráða í þessum málum. Látið okkur húsmæðurnar fá litlu kartöflurnar úr Þykkvabæn um á annars flokks verði. Við get um gert okkur og okkar fólki góðan mat úr þeim, þetta eru t. d. prýðilegar steikarkartöflur. Ég er viss um að margri húsmóður- inni mun líkt farið og mér, að hún vilji heldur gómsætan smá- vaxinn íslandsrauð heldur en -r- lendan kartöflugraut, sem fleygja verður helmingnum af. Með þökk fyrir birtinguna. Húsmóðir í Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.