Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 20
D-listafundur í Kefkvik FRAMBJÓÐENDUR D listans í Reykjaneskjördæmi boða til Stjórnmálafundar í Bíóhöllinni í Keflavík þriðjudaginn 13. okt. kL 8,30 s.d. Ræður og ávörp flytja: Ólafur Thors, Matthías Á. Matt hiasens, Aflreð Gíslason, Sveinn S. Einarsson, Séra Bjami Sigurðs son, Karvel Ögmundsson og Guðm. Guðmundsson. Fundarstjóri: Eggert Jónsson. Allt stuðningsfólk D-Iistans velkomið. HéruSsmót Sjólf- slæðismunnu í r' Arnessýslu HÉRAÐSMÓT Sjálfstæðismanna í Árnessýslu verður haldið í Sel- fossbíói í kvöld 10. okt. kl. 8,30. Ræður og ávörp flytja alþing- ismennirnir: Sigurður Ó. Ólafs- son, Guðlaugur Gíslason, Ingólf- ur Jónsson og Jón Kjartansson sýslumaður. Leikararnir Haraldur Á. Sig- urðsson og Ómar Ragnarsson, skemmta með upplestri og gam- anþáttum. Hafliði Jónsson að- stoðar. Hljómsveit Óskars Guð- mundssonar leikur fyrir dansi. Söngvari með hljómsveitinni verður Emmy Þórarins. m Eirpottarnir, sem fundust hjá Ytri-Rauðamel. Fjórir eirpottar fund ust í hraungrjóti Taldir 3-400 ára gamlir Varnargarðurinn á Mýrdalssandi brast Hvatarfundur ó mónudogs- kvöld SJÁLFSTÆÐISKVENNAFÉL. HVÖT heldur fund í Sjálfstæðis- húsinu n. k. mánudagskvöld og hefst hann kl. 8,30. Ræður flytja frú Auður Auð- uns, forseti bæjarstjórnar, frú Ragnhildur Helgadóttir, alþm., og frú Ragnheiður Guðmunds- dóttir, læknir. Skemtmiatriði verða að lokn- um ræðuhöldunum. í GÆR var blaðamönnum boðið að líta á fjóra eirpotta, sem nú eru til sýnis í Þjóðminjasafninu. Fundust þeir í sumar í hraun- gjótu hjá Ytri-Rauðamel i Hnappadalssýslu. Talið er að pottar þessir séu erlend smíði. Að því er þjóðminjavörður tjáði fréttamönnum munu þeirra lik- ar ekki vera á þjóðminjasafninu i Kaupmannahöfn, og þær athug- anir, sem gerðar hafa verið varpa engu ljósi á uppruna pottanna. Engar heimildir munu vera til er skýri á nokkrun hátt hvernig pottamir hafa hafnað nýir og ónotáðir i hraungjótunni. Um fund þeirra segir svo í fréttatil- kynningu Þjóðminjasafnsins: Snemma í júní síðastliðnum voru tveir drengir á fermingar- aldri, Þorsteinn Helgi Jóhannes- son og Jóhann Már Jóhannsson, að leik í hrauninu fyrir austan bæinn á Ytri-Rauðamel í Hnappa dalssýslu. Þeir smugu niður í gjótur og fylgsni hraunsins, sem þarna er sprungið mjög og stór- karlalegt og sér víða niður í djúp ar gjár en hraunturnar gnæfa á milli. í einni hraungjótunni, um 200 m norð-norðaustur frá bæn- um, fundu drengirnir fjóra eir- potta stóra, og voru þrír hver innan f öðrum, en sá fjórði og minnsti lá rétt hjá þeim á hvolfi. Sýnilegt var að pottarnir höfðu verið faldir þarna endur fyrir íslenzkra lista- manna opnar sýningu I DAG klukkan 6 opnar Félag ís- lenzkra listamanna samsýningu í Listamannaskálanum. Sýningin er mjög fjölbreytt, og taka alls 27 listmálarar og Fró íulltrúaráði Sjalfstæðis- felaganna í . Reykjavík ÁRÍÐANDI fundur verður hald- inn með umdæmafulltrúum úr Langholts- og Vogahverfi og Smáíbúða- og Bústaðahverfi kl. 5 í dag í Valhöll við Suðurgötu. — Nauðsynlegt er að umdæma- fulltrúar úr þessum hverfum mæti á fundinum. VESTURBÆJARHVERFI Opnuð hefur verið hverfis- skrifstofa fyrir Vesturbæjar- hverfi í Morgunblaðshúsinu II. hæð. Sími 23113. Skrifstofan verður opin kl. 3—7 og 8—10. myndhöggvarar þátt í henni, ung ir og gamlir. Þeir sem ekki hafa sýnt áður á sýningum félagsins eru: Steinþór Sigurðsson, Magn- ús Þór Jónsson, Skarphéðinn Haraldsson og Málfríður Krist- jánsdóttir. Auk þess eru á sýn- ingunni myndir eftir tvo látna listmálara Kristínu Jónsdóttur og Snorra Arinbjarnarson, og vill félagið heiðra með því minn- ingu þessara ágætu listamanna. Aðrir sem þátt taka í sýning- unni eru: Sigurður Sigurðsson, Karl Kvaran, Jóhannes Jóhann- esson, Valtýr Pétursson, Jóhann- es Kjarval, Vilhjálmur Bérgsson, Bjarni Jónsson, Guðrún Svava Guðmundsdóttir, Magnús Á. Ámason, Einar E. Baldvinsson, Hjörleifur Sigurðsson, Hafsteinn Austmann, Guðmunda Andrés- dóttir, Margrét Jónatansdóttir, Barbara Árnason, Sigurbjörn Krisinsson, Kristján Davíðsson — og myndhöggvarar: Guðmund ur Benediktsson, Jón Gunnar Árnason, Kristján Davíðsson og Sigurjón Ólafsson. — Félag ísl. listamanna hélt síðast sýningu í fyrra. Sýningin verður opin til 25. þessa mánað- ar frá kl. 13—22 daglega. löngu og verið þá nýir og ónotað- ir. Þeir eiga saman og eru mjög vandaðir og vel smíðaðir gripir og hafa verið dýrir á sínum tíma. Sá stærsti er röskir 50 sm í þver- mál. Talið er að pottarnir séu ekki yngri en 300—400 ára, og þykir fundur þessi einkennilegur og merkilegur. Pottar þessir eru nú komnir i Þjóðminjasafnið og hafa þeir sem hlut áttu að máli stuðlað góðfúslega að því, þeir Gestur Guðmundsson bóndi á Rauðamel fyrir hönd finnendanna og Ric- hard Thors fyrir hönd landeig- andans. Pottarnir eru nú til sýn- is í Þjóðminjasafninu og verða það fyrst um sinn á venjulegum sýningartíma. STÚDENTAFÉLAG Háskólans hélt aðalfund sinn í gær. For- maður var endurkjörinn Pétur Gautur Kristánsson stud. jur., en með honum i stjórn þeir Jón J. Arnalds stud. jur., Svavar Sveinsson stud. med., Kristinn Sigurjónsson stud. jur., og Hall- dór Halldórs frá Höfnum stud. phil. í FYRRINÓTT brast varnargarð- urinn á Mýrdalssandi undan hin- um mikla vatnsþunga, sem á garðinum hefur hvílt undanfarna rigningardaga, og hefur ástandið orðið ískyggilegra með hverjum deginum. Á fimmtudagskvöldið þótti sýnt að hverju fór. Er alvar- legt ástand ríkjandi eystra vegna þessa. Ragnar Jónsson verzlunarstjóri sagði að sauðfjárslátrun hefði stöðvazt af þessum sökum og hefði hún verið tæplega hálfnuð. Eins mun slátrun líklega stöðvast á Kirkjubæjarklaustri því þaðan hafa sláturafurðir verið fluttir daglega til Reykjavíkur. Brandur Stefánsson vegaverk- stjóri, mun hafa von um það, að hann geti fyllt upp í skarðið í varnargarðinum á svo sem sólar- hring, þegar veðrinu slotar. En I flóðinu í nótt, urðu skemmdir við brúna sem smíðuð var í sumar á Blautukvísl. — Flóðið ruddi sér leið undir brúna, og vatnsflaumurinn hetur grafið undan uppfyllingunum beggja vegna brúarinnar og sigið. Alvarlegt er það líka fyrir vegagerðarmennina, að bilanir hafa verið tíðar á jarðýtunum þrem sem þeir hafa til varnar. Er það vegna þess hve þær eru bún. ar að vera lengi í vatni og sandi. Höfðu tvær ýtur verið óvirkar á fimmtudaginn. Ragnar Jónsson sagði að eng. in leið væri að nota Fjallabaks. leið til afurðaflutninga og menn yrðu að vona að veðrinu myndi slota, svo samgöngur komist á, á ný yfir sandinn. Lokið dýpstu borhoSu hérlendis — 2155 m Árangur kemur í ljós í dag eða á morgun UNDANFARIÐ hefir stóri jarð- borinn verið að verki á mótum Nóatúns og Hátúns, og er nú lokið þar borun dýpstu vatns- og gtufuholu, sem gerð hefir verið hér á landi — og ekki vitað til, að svo djúpt hafi verið borað eftir gufu eða vatni annars staðar í heiminum til þessa. Dýpst hefir áður verið borað hjá „Undra- Iandi“ í Reykjavík, 1300 m. — Ekki er enn ljóst, hvort heitt vatn fæst úr þessari djúpu holu. Það var um hádegi í gær, að borun var hætt. Var þá komið niður á 2155 metra dýpi. Gert hafði verið ráð fyrir að bora 2200 metra niður, en ástæðan til þess Hvaða leið fór bjarghringurinn? MENN veltu því fyrir sér í gær, með hverjum hætti bjarghringurinn frá danska Grænlandsfarinu Hans Hed- toft, hefði borizt hingað og rekið á land í Grindavík. Þeir, sem gjörst þekkja til strauma, töldu útilokað annað en að bjarghringur- inn hefði borizt hingað með hafstraumum. Kortið hér að ofan sýnir að nokkru haf- straumana á hafsvæðinu milli Islands og Grænlands. Slysstaðurinn, þar sem Grænlandsfarið fórst, er og sýndur með x á kortinu. Talið er að bjarghringurinn hafi borizt suður í haf með AG-straumum, en það er Austur-Grænlandsstraumur- inn. Frá honum hafi hring- urinn síðan borizt yfir á straumsvæði IR, en það er Irmingerstraumurinn, sem borið hafi hann upp að ís- landsströndum. Bjarghringurinn verður afhentur sendiráði Dana hér, og það mun senda hann til Danmerkur. í gær- kvöldi hafði sendiráðinu ekki borizt hringurinn. að hætt var nú, var sú, að leðj- an, sem dælt er niður í holuna, m.a. til kælingar á bornum, hætti að koma upp úr henni aftur — en þegar leðjan tekur að leka þann- ig út niðri í holunni, bendir það til, að hitt hafi verið á vatnsæð. í gærkvöldi var unnið að því að ná borstöngunum upp úr hol- unni, en síðan verður leðjunni, sem enn er niðri í henni, dælt upp og mun þá koma í ljós, hvort heitt vatn eða gufa fæst úr hol- unni. Verður sennilega úr því skorið síðdegis í dag eða á morg- un. — Fari svo, sem verið getur, að enginn hiti fáist þarna, mun þó ekki verða borað dýpra, en næsta verkefni stóra borsins verður hjá Suður-Reykjum i Mos fellssveit. — Er nú unnið þar að undirbúningi borunar, og verður borinn væntanlega fluttur þang- að í næstu viku. Síldarleit hafin f FRÉTTUM Ríkisútvarpsins 1 gærkvöldi skýrði Síldarútvegs- nefnd frá því, að Austur-Þjóð- verjar hafi tilkynnt, að þeir vilji kaupa 10,000 tunnur síldar og standa nú yfir samningar um sölu á því magni. Jafnframt var skýrt frá því, að hafin væri síldarleit á Fanneyju fyrir Suðvesturlandi, en mikillar óánægju hefur gætt að undanförnu meðal útgerðar- manna og sjómanna yfir því, að skipulagðri síldarleit hefur ekki verið haldið uppi það sem af er þessu hausti eins og undanfarin ár. Fanney fór í síldarleiðangur í gær og bíður flotinn nú eftir fréttum frá henni, mun allstór floti reknetjabáta hefja veiðar strax og fréttist um síld. Aðalfundur Stefnis í dag HAFNARFIRÐI. -— í dag kl. 4 verður haldinn aðalfundur Stefn- is, fél. ungra Sjálfstæðismanna í Sjálfstæðishúsinu. — Venjuleg aðalfundarstörf. Eru Stefnis-félagar beðnir að fjölmenna og taka með sér nýja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.