Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 1
46. árgangur
223. tbl. — Laugardagur 10. október 1959
Prentsmiðja MorrrunblaSsins
Shaldsmenn
hlutu 102 scefq
meirihlufa
Verkamannaflokkurinn missti fylgi
til Frjálslyndra
LONDON, 9. óktóber. —
í H A'L DSFLOKKUR-
IN N vann óvæntan stórsig-
ur í brezku þingkosningunum
og tryggði sér stjórnartaum-
ana þriðja kjörtímabilið í röð.
Hafa íhaldsmenn hlotið meira
en 100 þingsæti fram yfir
Verkamannaflokkinn í neðri
deildinni, en þar sitja 630
menn. Hafa vonir Verka-
mannaflokksins um að binda
endi á 8 ára samfellda stjórn
íhaldsmanna brostið hrapal-
lega. Stjórnmálafregnritarar
eru yfirleitt sammála um það,
að sigur íhaldsmanna sé per-
sónulegur sigur Macmillans,
því að hann einn hafi endur-
vakið traust brezku þjóðar-
innar á flokknum eftir ófarir
Edens og stjómar hans í Súez-
stríðinu.
hegar úrslit í fjórum kjördæm-
um voru enn ókunn höfðu íhalds
menn hlotið 364 menn kjörna,
unnið 23 sæti af Verkamanna-
flokknum, en Verkamannaflokk-
urinn hafði hlotið 257. Frjáls-
lyndir höfðu hlotið 5 þingsæti,
staðið í stað, en kommúnistar
höfðu hlotið afhroð eins og búizt
var við, eingungis fengið 0,1%
atkvæða og engan mann kjörinn.
Búizt var við, að íhaldsmenn
hefðu sigrað í tveimur af kjör-
dæmunum 4, sem úrslit voru ,
ókunn í — og verður meirihluti j
þeirra í neðri deildinni þá 102
þingsæti.
Þessi sigur íhaldsmanna kom
vægast sagt á óvart, því almennt
hafði verið spáð, að það væri und
ir hælinn lagt hvor ynni meiri-
hluta, íhaldsflokkurinn eða
Verkamannaflokkurinn. Macmill
an sagði jafnvel sjálfur kvöldið
fyrir kosningarnar, að mjóu
mundi muna.
Fyrir kosningarnar höfðu
íhaldsmenn 56 þingsæti meiri-
hluta í neðri deildinni — og mörg
þeirra hefðu unnizt naumlega. í
flestum þessum kjördæmum
jókst fylgi íhaldsmanna til muna
— og víða annars staðar, þar sem
Verkamannaflokkurinn taldi sig
eiga öruggt þingsæti, fóru íhalds
menn með sigur af hólmi. Öll hin
23 töpuðu þingsæti Verkamanna
flokksins féllu íhaldsmönnum í
skaut eins og fyrr segir.
Ihaldsmenn héldu þó ekki alls
staðar velli. Þeir töpuðu nokkr-
um sætum til Verkamannafl. í
baðmuliariðnaðarborgunum en
að öllu saman lögðu var tap
Verkamannafl. 23 þingsæti.
Núna kusu 78,5% kjósenda,
sem voru 35,4000,000, en í kosn-
ingunum 1955 var kjörsókn
76,8%. Verkamannaflokkurinn
hafði -wænzt þess, að góð kjör-
sókn gæfi honum byr undir báða
vængi, en reyndin varð gagn-
stæð.
Gaitskell ber sig vel
' Gaitskell, leiðtogi Verkamanna
flokksins, var samt hinn bratt-
asti, þegar hann kom til London
í kvöld frá kjördæmi sínu í Leeds
þar sem hann hafði tapað fylgi.
en unnið þó örugglega.
— Tap okkar var ekki íkja-
mikið, sagði hann, ekki meira en
svo, að við getum unnið það upp.
Aðeins 3 Englendingar af hverj-
um 200 hefðu nægt íhaldsmönn-
um til þess að gera þeim sigurinn
álitlegan. Atkvæðamagn íhalds-
manna minnkaði í rauninni mið-
að við kosningarnar 1955, þá
hlutu þeir 49,9%, en 49,4% núna.
Verkamannaflokkurinn hlaut nú
43,9,% en 46% í síðustu kosning-
um. En frjálslyndir tvöfölduðu
liðlega htkvæðamagn sitt enda
þótt þeim tækist ekki að koma
fleiri manna sinna á þing. Nú
hlutu þeir 5,8%, en 1955 fengu
þeir 2,6%.
Og það er einmitt þessi breyt-
ing, sem vekur nú ugg meðal for
ystu Verkamannaflokksins.
Sigur íhaldsmanna hleypti
slíku fjöri í viðskiptalífið í Lon-
don í dag, að „elztu menn sögð-
ust ekki muna annað eins“.
Þröngin í kauphöllinni varð
geysimikil og slegizt var svo að
segja um verðbréfin, aðallega í
þungaiðnaðarfyrirtækjum, þvi
Verkamannaflokkurinn hafði boð
Framh. á bls. 2.
iLunik 3. fjærst
•.. ^
jorou
Vekur mikla athygli
í Danmörku
LONDON, 9. okt. — Skýrt var
frá því í Tassfréttum í dag, að
Lunik III hefði þá verið fjærzt
jörðu, og muni á morgun halda
aftur í áttina til jarðar. Fer
Lunik 294,000 mílur lengst frá
jörðinni, en verður næst henni
— 25,000 mílur — 18. okt.
Dregið hefir mjög úr hraða
rakettunnar, og fer hún nú ekki
mikið hraðar en venjuleg þota,
um 875 mílur á klst
NORTH BRUNSWICK, New
Jersey, 9. okt. — í dag létu 9
skólastúlkur og prófessor þeirra
lífið, þegar strætisvagn, sem þær
voru í, rakst á vöruflutningabíl,
sem hlaðinn var sprengivökva.
Brast út geysilegur eldur og létu
10 lífið þegar, en 11 aðrar skóla-
stúlkur slösuðust meira og minna.
Varð slysið í þoku og rigningu.
NAFN Magnúsar Hafliðasonar á
Hrauni í Grindavík, var á forsíð
um danskra blaða þegar í gær-
morgun, er þau birtu fréttina um
fund bjarghringsins á Hrauns-
fjörum með stórum fyrirsögnum.
Og meira að segja reyndu dönsku
blöðin að ná tali af honum sím-
leiðis í gær.
Það fer ekkert framhjá Magn-
úsi, þegar hann gengur á fjörur.
Hann segist hafa af því mikla
ánægju og á fjöruferðinni í gær
morgun , kom hann auga á sæ-
barða flösku í fjörunni. — Það
var fiöskuskeyti. Lítilsháttar sjór
hafði komizt inn í flöskuna, sem
var með upphleyptu rósaútflúri
á. í flöskuskeytinu var miði og
mátti lesa að á honum stóð að
fiöskuskeytinu hafði verið varp-
að í sjóinn á Grand Bank-miðum
vestur við Nýfundnaland 16. nóv.
1958.
Magnús Hafliðason á Hrauni,
Eysteinn Jónsson undirritaði
123 skatta- og tollalög
Hækkun úr rúmlega 9 milljónum
i rúmar 1700 milljónir króna
EYSTEINN Jónsson ber
ábyrgð á gífurlegri skatta-
hækkunum hér á landi en
nokkur annar íslendingur fyrr
eða síðar í sögu þjóðarinnar.
Á þeim árum, sem Eysteinn
var fjármálaráðherra, undir-
ritaði hann 123 lög um skatta
og tolla.. Eru þar þó ekki talin
sum mestu gjaldalögin eins og
jólagjöfin 1956 og bjargráðin
1958.
Þegar Eysteinn tók við em-
bætti fjármálaráðherra af
Ásgeiri Ásgeirssyni voru tekj
ur ríkisins í fjárlögum fyrir
1934 af sköttum og tollum áætl
aðar níu milljónir og áttatíu
þúsund krónur — 9080.000,—
kr.
f fjárlögum fyrir 1959, sem
byggja á skatta- og tollalög-
gjöfinni, eins og hún var, þeg-
ar Eysteinn fór frá, voru skatt
ar og tollar áætlaðir sjö hundr
uð og sjötíu og átta milljónir
og sex hundruð þúsund krón-
ur 778.600.000,— kr.
Þessi fjárhæð er þó gersam-
lega villandi. Til þess að fela
verk sín, fékk Eysteinn Út-
flutningssjóð aðgreindan frá
ríkissjóði. En tekna til hans er
aflað með sköttum og tollum,
sem í engu eru frábrugðnir
öðrum samskonar gjöldum.
Samkvæmt þeim gögnum
sem hægt hefur verið að afla
verður að ætla að tekjur hans
af þessum gjöldum verði ekki
minni nú í ár en níu hundruð
og sextíu milljónir króna —
960.000.000,— kr.
Eysteini Jónssyni hefur þess
vegna tekizt að leika hag rík-
isins og almennings svo að við
lok ráðherradóms hans eru
skattar og tollar á almenningi
orðnir a. m. k. 190 sinnum
hærri en þegar hann tók við.
Með þessu er þó engan veg-
inn allt talið, því að margvís-
legum gjöldum hefur verið
velt yfir á bæjar- og sveitar-
sjóði og aðrar almannastofn-
anir, sem ýmiskonar skyldur
hafa verið lagðar á herðar en
ekki séð fyrir nægum tekju-
stofnum.
Nú er svo komið, að jafn
vel Tímanum ofbýður. Hann
segir með stórum stöfum:
„Verulegur samdráttur í
verzlun vegna skattpíningar á
almenningi“.
Það er rétt að nú er þrengt
að verzluninni með „skatt-
píningu“. Þar er þó einn aðili,
sem ekki þarf að kvarta.
Stærsta verzlunar og atvinnu-
fyrirtæki landsins, sjálft SÍS
er útsvarsfrjálst hér í Reykja-
vík vegna ranginda Eysteins
Jónssonar og Framsóknar. Um
þetta þegir Tíminn. Hann
gleymir líka að geta þess,
hvaða íslendingur öðrum frem
ur beri ábyrgð á „skattpíningu
á almenningi“. Segja má raun
ar, að óþarft sé að nefna hann
berum orðum. Nafn Eysteins
Jónssonar mun ætíð koma al-
menningi í hug, þegar hann
heyrir „skattpíningar" getið.
sem margir þekkja, er mlklll
dugnaðarmaður. Hann er og
skemmtilegur heim að sækja.
Hús sitt, en það er hér á mynd-
inni, kyggði hann árið 1930.
Meðan hann er úr þessari átt
fer Magnús daglega á fjörur og
gengur þá norðaustur með
ströndinni að Festarfjalli.
Townsend
opinberar
BRÚSSEL, 9. okt. — Tilkynnt
var hér í dag, að Pétur Towna-
end, sá hinn sami og bendlaður
var við Margréti Bretaprinsessu,
hafi nú opinberað trúlofun sina
með belgískn stúlku, Jamagne að
nafni. Er hún dóttir sígarettuiðju
hölds, og var ein af þeim 10 stúlk-
um sem flughetjan fyrrverandi
hafði kynni af í hnattferð sinni I
fyrra. í síðastliðin sex ár hefur
hann haft meiri og minni kynni
af þeirri belgísku og oftsnni*
neitað að nokkur alvara væri
þeirra í milli, þar til loksins aú:
Verkfalli aflétt
NEW YORK, 9. okt. — Hafnaiu
verkamenn í höfnum frá Maine
til Texas, sem verið hafa í verk-
falli í 8 daga, hurfu aftur til
vinnu sinnar í dag. Var beitt
Taft-Hartley lögunum, en með
þeim getur stjórnin skyldað
menn til að hefia vinnu um
ákveðinn tíma. — Var hér um
85 þúsund verkamenn að ræða.
JÓHANNESBORG, 8. okt. —
NTB—AFP. — Yfir 300 konur i
Suður-Afríku voru sendar í fang?
elsi í dag til fjögurra mánaða
vistar fyrir að efna til mótmæla-
fundar fyrir utan réttarsal í
Durban í gær.
Laugardagur 10. október.
Efni blaðsins er m.a.:
Bls. 3: Ný gerð af síldarpressu.
— 6: Lenin-myndir eftirsóttar.
— 8: Onassis og Callas.
— 10: Ritstjórnargreinarnar: — Rfttr
kröfu Morgunblaðsins? — l*eir
sigruðu þrátt fyrir Súez.
— 11: Þróun íslenzkra efnahagsmála
i tíð V-stjórnarinnar, eftir Ólaf
Stefánsson, viðskiptafræðing.
— 18: íþróttir.
J