Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 19
Laugardagur 10. 6kf. 1959 MORCVNBLAÐ1Ð 19 KOSNINGASKRIF- STOFA SJÁLF- STÆÐISFLOKKSINS í REYKJAVÍK er í Morgunblaðshús- inu, Aðalstræti 6, IL hæð. — Skrifstofan er opin alla daga frá kl. 10—22. — ★ k Stuðningsfólk flokksins er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna og gefa henni upplýs- ingar varðandi kosn- ingarnar. k k k Athugið hvort þér séuð á kjörskrá í síma 12757. -k k k Gefið skrifstofunni upp- lýsingar um fóik sem verður fjarverandi á kjördag, innanlands og utan. k k k Símar skrifstofunnar eru 13560 og 10450. Ljóðrænn harmleikur ,í Þjóðleikhúsinu Erf itt að dýpka innsiglinguna til Grindavíkur UNDANFARNAR vikur hefur dýpkunarskipið Grettir unnið að dýpkun og breikkun innsigling- arinnar til Grindavíkur. Hefur verkinu miðað heldur seint áfram, að því er Vita- og hafna- málaskrifstofan skýrði Morgun- blaðinu frá í gaer. Ætlunin er að breikka innsiglinguna upp í 40 metra, en hún var áður 25 metr- ar, og dýpka niður i 14 fet á stór straumsfjöru. Þetta hefur ekki tekizt að öllu leyti enn, því botninn er mjög erfiður, klöpp, sem Grettir hefur ekki unnið á og verður að skilja eftir og sprengja nsesta sumar, þó hefur orðið mikil breyting tilbóta á innsiglingunni, en fullnaðar- bót verður samt ekki fyrr en næsta sumar, að klöppin verður sprengd. FRUMSÝNING leikritsins „Blóð brúðkaup“ eftir spánska ljóð- skáldið og leikritahöfundinn Garcia Lorca verður £ Þjóðleik- húsinu miðvikudaginn 15. þ.m. Þetta er fyrsta frumsýning Þjóð leikhússins á þessum vetri, en leikhúið hóf vetrarstarfsemi sína 19. f.m. með leikritinu „Tengda- sonur óskast“. Það leikrit var einnig sýnt í fyrra við góða að- sókn og mikla hrifningu, og hef- ur nú alls verið sýnt 20 sinnum. Þess má geta að 10 ár eru nú lið in, siðan Þjóðleikhúsið tók til starfa. Þjóðleikhússtjóri skýrði frétta mönnum frá því í gær, að þetta væri fyrsta verk Lorca, sem sýnt væri hér á landi, ljóðrænn harmleikur, sem fjallaði um lif spánsks sveitafólks og væri eitt af merkustu dramatisku verkum aldarinnar. Graica Lorca var fæddur í Granada á Spáni 1899 og þekkti vel líf og störf spánsks sveita- fólks. Fjalla ljóð hans og leikrit að mestu um ævi þessa fólks. Hann gekk í skóla, nam lögfræði, heimspeki og bókmenntir, en skáldskapinn gerði hann að ævi- starfi sínu. Hann var mjög músikalskur maður, ferðaðist um landið, söng ljóð sín og spilaði undir á gítar. Fyrsta ljóðabók hans kom út árið 1928, en eftir það byrjaði hann fyrst að fást við leikritagerð. Falangistar myrtu Lorca í Granada 1936, töldu verk hans hafa óholl áhrif, fyrirskipuðu að brenna bækur hans og bönnuðu lestur þeirra. Leikritið „Blóðbrúðkaup“ er í þremur þáttum og er nokkur hluti þeirra í ljóðum. Hannes Sig fússon skáld annaðist þýðingu leikritsins og þykir þýðingin snilldarvel gerð og með afburð- um falleg. Leikstjóri er Gísli Halldórsson ,sem nú stjórnar leikriti í fyrsta skipti fyrir Þjóð- leikhúsið. Leiktjöld málaði Lárus Ingólfsson. í leikritinu er mikill söngur, spánsk þjóðlög, ýmist eftir Lorca sjálfan eða útsett af honum og hefur Ragnar Björnsson æft söng inn. Syngja flestir leikendur ásamt Þjóðleikhúskórnum. Leik- endur eru 15 talsins og með aðal hlutverkin fara: Arndís Björns- dóttir, Guðrún Ásmundsdóttir, Valur Gústafsson, Regína Þórð- ardóttir, Helgi Skúlason, Helga Valtýsdóttir og Lárus Pálsson. Alls koma fram á sviðinu 35 manns. Næsta leikrit, sem Þjóðleik- húsið sýnir, er „Sonur minn Ed- ward“, leikstjóri Indriði Waage. Þann 1. nóvember er ameríski ballettinn væntanlegur og mun halda hér 4 sýningar. Hann hefur að undanförnu verið á ferðalagi á Norðurlöndum og vakið mikla hrifningu. Sinfóníuhljómleikar SINFÓNÍ UHL J ÓMSVEIT ISLANDS efndi til fyrstu tón- leika sinna á þessu - vetri í Þjoð leikhúsinu þriðjudaginn 6. þ. m. Stjórnandi var Wilhelm Brúckn- er-Rúggeberg frá Hamborg. Á efnisskránni var C __irto grosso í F-dúr eftir Hándel, Siegfried- Idyl eftir Wagner og hetjuhljóm- kviða Beethoveps. Brúckner-Rúggeberg er Reyk- vikingum að góðu kunnur frá fyrri heimsóknum hans hingað, er hann stjórnaði Carmen í Aust urbæjarbíói með miklum ágæt- um. Hann er mjög þekktur óperu stjórnandi í heimalandi sínu og víðar, en hann er einnig snjall konsert -,,dirigent“, sem hefur hljómeveitina fullkomlega á valdi sínu, og mótar hana eftir vilja sínum. Tónleikarnir voru mjög góðir frá upphafi til enda, og hafði Brúckner-Rúggeberg og hljóm- sveitin mikinn sóma af þeim. Það má ævinlega fetta fingur út í eitt og annað hvað skilning stjórn- anda á verkum viðkemur, og evu meiningarnar jafnan eins margar og mennirnir. En um það verð- ur ekki deilt, að hér var um mjög vandaðan og hnitmiðaðan flutning að ræða. Æskilegt hefði verið að skýringar hefðu fylgt Siegfried-Idyl Wagners. Þetta er eit hið vandaðasta og ef til vill eitt hið bezt og mest unna verk meistarans. En það er langt og þreytir þann, sem ekki fylgist vel með öllum stefjunum og því sem verkið túlKar. Eroica-sinfónían hlaut hér ágæta uppfærslu, nákvæma og vandaða. Ef til vill lék sveitin síðasta þáttinn þó bezt. Sorgar- marsinn er átakanlegur skáld- skapur og kann enginn að lýsa sorg í tónum betur en Beethov- en. Fyrsti þátturinn er stærsta skref, sem stigið hefur verið í sinfónískum tónskáldskap. Þar var í sannleika lyft hinu mesta Grettistaki bæði hvað hið „form- ella“ og innhald snertir. Slík verk sem „Eroica", þarf að flytja oft og mörgum sinnum til þess að hlustandinn fái notið til fulls al'.s hins dýrðlega og stórkostlega sem þau hafa að geyma. Og æskileg- ast væri að þau væru skýrð, í stuttu máli, fyrir hlustendum áð- ur en þau eru leikin. Mundu áheyrendur án efa vera þakklátir fyrir það, enda mundu þeir þá njóta verkanna betur. í fyrsta verkinu, Concerto grosso í F-dúr eftir Hándel, léku þeir Björn Ólafsson konsertmeist ari einleik á fyrstu fiðlu, Jósef Felzmann á aðra fiðlu, og Einar Vigfússon á celló, en Gísli Magn- ússon píanóleikari lék Cembalo- röddina. Leystu þeir allir hlut— verk sín af hendi með prýði. Áheyrendur fögnuðu Wilhelm Brúckner-Rúggenberg mjög inni- lega, og varð hljómsveitin að rísa úr sætum mörgum sinnum og meðtaka þakkir hinna mörgu, sem viðstaddir voru. p.L Unglinga vantar til blaðburðar í eftirtalin hverfi: Hlíðarvecf Fjólugötu Sími 22480. Hjartanlega þakka ég bæjarráði og bæjarstjórn Hafn- arfjarðar, félagssamtökum og einstaklingum, höfðing- legar gjafir og allskonar vinarhót mér til handa á 70 ára afmæli mínu 21. sept. s.l. Lifið heil. Guðjón Gunnarsson, Hafnarfirði Hjartanlegar þakkir til þeirra, sem heiðruðu mig með nærveru sinni, skeytum, blómum og höfðinglegum gjöf- um, á sextugsafmæli mínu. Guð blessi ykkur ölL Ketill Þórðarson, Mánagötu 3 Hjartanlega þakka ég öllum þeim, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 80 ára afmæli minu. Helga Jónsdóttir, Kotvelli. Gróðrastöðin við Miklatorg — Sími 19775. Sendiraðsfulltrúi óskar eftir 2—3 herb. íbúð til leigu. LÖGFRÆÐISKRIFSTOFA Harðar Ólafssonar Austurstræti 14. Sími 10332, heima 35673 Maðurinn minn og faðir okkar JÓN KRISTGEIRSSON kennari, andaðist að heimili sínu Melhaga 5, 9. október. Kristin Tómasdóttir, Guðný Jónsdóttir, Ágúst Þór Jónsson. ÓLAFUR TEITSSON, skipstjóri lézt í Landakotsspítala 8. október % Kristín Káradóttir og börn Eiginmaður minn ÞORSTEINN KONRÁÐSSON frá Eyjólfsstöðum lézt að heimili okkar Bergstaðastræti 64, föstud. 9. okt. Fyrir mína hönd, barna og tengdabama Margrét O. Jónasdótttr. Hjartkær eiginmaður minn, faðir og tengdafaðir DANlEL TÓMASSON trésmíðameistari, andaðist á Landsspítalanum 8. þessa mánaðar. Herdís Einarsdóttir, börn og tengdabörn. Elskuleg móðir og fósturmóðir okkar VALGERÐUR INGIBJÖRG JÓHANNESDÓTTIR Ásvallagötu 10 sem andaðist 3. október s.I. verður jarðsungin frá Dóm- kirkjunni mánudaginn 12. október kl. 2 e.h. Athöfninni verður útvarpað. Fyrir hönd vandamanna. Margrét Finnbogadóttir, Ragnar Jóhannsson tssm

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.