Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.10.1959, Blaðsíða 3
Laiigardagur 10. okt. 1959 wonnriýnr. 4ðið 3 Ný gerö af síldarpressu ^ Rœtf við höfund pressunar, Císla Halldórsson verkfrœðing NÝLEGA kom á markað í Bandaríkjunum ný gerð af síld- arpressu, sem Gísli Halldórsson, verkfræðingur, hefur fundið upp og smíðuð er hjá Edw. Renniburg and Sons Co., Baltimore, en það fyrirtæki mun vera einn elzti framleiðandi síldar- og fisk- vinnslutækja, og m. a. voru fyrstu vélarnar í Síldarverk- smiðjum ríkisins frá Renniburg, og eins vélarnar, sem settar voru upp hjá Lýsi og mjöl í Hafnar- firði, en þær munu vera hinar síðustu, sem komið hafa hingað til lands. Morgunblaðið frétti af þessari nýjung og átti í því tilefni sam- tal við Gísla Halldórsson, sem er landsmönnum kunnur fyrir ým- is konar uppgötvanir og verk- legar nýjungar — og nú síðast fyrir bók sína um geimflug. „Til framandi hnatta“, sem kom út á síðastliðnu ári. Gísli sagði svo frá þessari nýjung: Meðan ég var í Bandaríkjun- um á árunum 1952—’56, átti ég því láni að fagna að sjá um ýms- ar tæknilegar stórframkvæmdir, og m. a. voru mér veitt einka- leyfi á ýmsum nýjum tækjum, fyrst og fremst þurrkurum og kælum, sem notaðir eru víðs vegar um Bandaríkin og víða um heim til að þurrka og kæla ýmiss konar efni, m. a. þurrktæki til Gísli Halldórsson setti upp iykteyðingarkerfi í síldarverksmiðju í Bandaríkjunum árið 1954. Verksmiðjan stendur nálægt einum stærsta baðstað Bandarikjanna — og verða engir baðgesta varir við nokkra lykt. — Slík tæki þyrfti að setja upp á Kletti. framleiðslu á eldflaugadrifefni, sem er mjög sterkt sprengiefni — sterkasta eldflaugadrifefni, sem þá þekktist í Bandaríkjun- um. — Höfundurinn ásamt þurrkara fyrir eldflaugaefnl. Skátar í landinu eru nú yfir 5000 talsins — Þeir safna á morgrun fé til starfsemi sinnar Á MORGUN er merkj asöludagur hinn árlegi#einstaklinga, sem orðið geti góðir skáta, sem jafnan er annar sunnudagur i októbermánuði, og munu þeir þá selja merki sín á götum hér í höfuðstaðnum og víða úti um land. Göfug starfsemi Skátafélagsskapurinn lætur alla jafna lítið yfir sér, enda er starfsemi hans þannig vaxin, að hún fer að mestu leyti fram í kyrrþey, nema helzt þegar um er að ræða þátttöku hans í umfangs meiri bjögunarstörfum, sem ekki eru fátíð og alþjóð eru vel kunn. í Bandalagi íslenzkra skáta (BÍS) eru nú 8 skátafélög víðs vegar um landið með yfir 5 þús- und meðlimum alls. Að því er næst verður komizt eru 2/3 þessa fjölda 15 ára að aldri eða yngri, og miðast starfsemi skátahreyf- ingarinnar að verulegu leyti við það, að skapa úr þeim dreng- lynda, hrausta og úrræðagóða borgarar þjóðfélagsins, gagnlegir þeim, sem minna mega. Eðlileg fjárþörf Eitt frumskilyrði þess að ár- angur náist í þessu efni er það, að foringjar þeir, sem leiðbeina æskufólkinu, séu vel menntaðir. Þarf því að kosta talsverðu til kennslu þeirra. Augljóst er, að svo ungir félagar hafa ekki bol- n:gan til að rísa undir þessum og öðrum útgjöldum, sem óhjá- inni. Af þeim ástæðum nýtur fé- lagsskapurinn með réttu nokkurs styrks af opinberu fé, en er þrátt fyrir það nauðbeygður til að leita á náðir almennings með merki sín. — Er þess að vænta, að fólk bregði vel við og taki skátunum vinsamlega á morgun, þegar þeir fara um götur í ckátabúningi sín um og bjóða merkin til sölu, en þau kosta 10 krónur. Tilraunasprengiefni, sem var framleitt í einu þessara tækja, gafst svo vel, að ákveðið var að byggja verksmiðju til að fram- leiða þetta efni í stórum stíl, og var hún reist fyrir ameríska flug- herinn, og kostaði milli 20—30 milljónir dollara. Mér var falið að reikna út og teikna mjög stór tæki í þessa verksmiðju, af þeirri gerð, sem ég hafði fengið einkaleyfi á, og sá ég um upp- setningu og reynslu þeirra í árs- lok 1955. Áður en ég hvarf aftur til ís- lands frá Bandaríkjunum síðast á árinu 1956, lauk ég við teikn- ingu af nýrri gerð síldarpressu, sem ekki var þá búið að smíða, þegar ég fór þaðan. Nú eru hins vegar 7 slíkar pressur í notkun í Bandaríkjunum og hafa reynzt hið bezta. Til fróðleiks þeim, sem hafa áhuga á síldariðnaði, þá eru pressur þessar ekki nema 12 fet á lengd, en afköst þeirra hafa numið allt að því 4800 málum á klukkustund (30 "tonn á klst.), á Mennhaden-fiski, sem er feitur fiskur, svi'paður síld og veiddur eins og hún. Öruggt ætti að vera, að afköst pressunnar á síld, eins og hún gerist og gengur hér á landi, séu á milli 3200 og 4800 mála á sólarhring. Til samanburðar má geta þess, að hin gamalkunna 18 feta pressa, sem þekkt er hér á landi og víðar og ávallt hefur þótt sér- staklega góð pressa, afkastar venjulega ekki nema 2400 mál- um, enda þótt hún komist hæst upp í 3000 mál. Samanburður á þessum tveim pressum verður ennþá athyglisverðari, þegar bor ið er saman verð þeirra, því að þar sem gamla 18 feta pressan kostar nú, án drifútbúnaðar, 25,160 dollara flutt um borð í New York, þá kostar nýja press- an, einnig án drifútbúnaðar, að eins 16,850 dollara flutt um borð í New York. Drifútbúnaðurinn sjálfur, ásamt hraðabreyti og mótor, sem er af mjög fullkom- inni gerð, kostar 9215 dollara, og verður þá heildarverð nýju press unnar með öllum útbúnaði 26,065 dollarar. Með pressum þessum hefur tekizt að fá pressukökur, sem innihalda aðeins 48 prósent vatn og mjöl með aðeins 7 prósent fitu. Hraði pressunnar getur orð- ið allt að 12 snúningar á mínútu Það sem einkennir þessa pressu frá öðrum pressum er fyrst og fremst, að skrúfan er samsett úr fjórum keilum, og eru þær mis- jafnlega brattar. Á milli keil- anna losnar pressukakan, og auð veldar þetta mjög pressunina, Pressan hefur það m. a. til síns ágætis að vera fyrirferðarminni en aðrar álíka afkastamiklar pressur, og á hvað það snertir sammerkt við þurrkara þá, sem ég fékk einkaleyfi á í Bandaríkj- unum, sem einkennast af mjög víðum belg og meiri afköstum fyrir ákveðna lengd og fyrirferð, heldur en áður hafði þekkzt. Má geta þess, að hinn fyrsti þurrkari af þessari gerð hefur nú verið smíðaður hér á landi í vél. smiðjunni Héðni og settur upp í Krossanesverksmiðjunni, þar sem hann er nú í fullum gangi og hefur reynzt hið bezta. Stendur nú til að setja á hann hita- og loftstillitæki, eins og ég hef venjulega notað við slíka þurrk- ara í Bandaríkjunum. Gísli Halldórsson hefur nýlega hlotið viðurkenningu sem skrá- settur, ráðgefandi verkfræðingur í Bandaríkjunum (Registered Professional Engeneer) fyrir tæknistörf, sem hann leysti af hendi þar. Hin nýja, fjögraþrepa, 12 feta síldarpressa. STlíSTlllR ,Á nú að hengja Lása a Reykjanes, blað Sjálfstæðis- manna á Suðurnesjum, segir und- ir ofangreindri fyrirsögn: „Ekki linnir í dagblöðunum til- kynningum, skýrslum og yfirlýs- ingum frá embættismönnum þeim, sem fara með íslenzk mál á Keflavíkurflugvelli. Tilefnið *r „atburðirnir“, sem þar áttu sér stað þann 6 .sept. Hver og einn reynir að þvo hendur sínar og dansa kosninga-rokkið á flug- veilinum með sem ferlegustum tilburðum. Það nýjasta er, að nú á að hengja Lása — lögregluþjónn nr. 3 hefur ekki skrifað nógu mikið og ekki tilkynnt nógu mikið — segir lögreglustjórinn, og þess vegna varð ég svona seinn fyrir að vita um „atl)iurðina“. Nikulás segir ekki frá því sem gerðist 6. sept., fyrr en í gær —- 28. sept. — Svo átti Eisenhower að koma í mat, en kom ekki — og lögreglan hafði svo mikið að gera við stór-atburði að ekki var tími til að sinna smá „atburðum*". Það er rétt, sem þarna kemur fram, að aumari kattarþvottur en lögreglustjórans á Keflavíkurflug velli hefur ekki sést. En ekki hefur heyrst annað en ríkisstjórnin láti sér tvísögli hans og andvaraleysi vel líka. „Kýs heldur óvissuna á Vestfjörðum en öruggt þingsæti í öðrum kjördæmum4* Þannig hljóðar fyrirsögnin á grein ,sem Hannibal Valdimars- son skrifar í kosningablað sitt vestra. í greininni sjálfri segir Hannibal m.a.: „Framboð mitt í þessum kosn- ingum er spnirning til Vestfirð- inga, hvort þeir vilji, að ég sé fulltrúi þeirra á þingi og vinnl þar að framgangi þeirra mála. Fái ég það svar í úrslitum kosning- anna, að um það kæri þeir sig ekki, þá veit ég, að ég á ekki að sitja lengur á Alþingi. — En fyrir sjálfan mig hefi ég aldrei haft löngun til að vera þar. Ég veit vel, að miðað vlð flokkslegt fylgi, er mjög hæpið, að ég nái kosningu. Þar þarf meira til. Meðal annars mikið starf margra áhugamanna. En ég hef sjálfur kosið mér heldur ó- vissuna á Vestf jörðum, en öruggt þingsæti í öðrum kjördæmum“. Lengi skal manninn reyna. Hannibal hefur „aldrei haft löng- un til að vera „á Alþingi“! Og Vestfirðingum er ætlað að trúa, að Hannibal hafi af fúsum vilja horfið úr öruggu þingsæti í Reykjavík. Ef þeir trúa því fyr- ir vestan, þá vita þcir ekki það, sem hver maður veit í Reykjavík. Á jafnt að ganga yfir saklausa sem seka? Þjóðviljinn reynir í gær að leyna því, að búið er að víkja Sigurði Sigmundssyni úr hús- næðismálastjórn. Fyrirsögn hans um það efni hljóðar svo: „Rannsókn fyrirskipuð vegna skoðananjósna Hannesar Pálss. En ráðherra lætur rannsókn- ina ekki ná til fulltrúa íhaldsins og Alþýðuflokksins í húsnæðis- málastjórn". Tíminn er litlu betri. Hann seg- ir: „Rannsókn fyrirskipuð á störf- um Húsnæðismálastjórnar. Ragnar og Eggert verða einnig að vikja þaðan. Öll húsnæðismálastjórn er sam sek, ef um misbeitingu í lánveit- ingum er að ræða —“. Báðir heimta, að jafnt sé látiC ganga yfir saklausa og seka!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.