Morgunblaðið - 11.10.1959, Page 3

Morgunblaðið - 11.10.1959, Page 3
Sunnudagur 11. oRf. 1959 MORGUNBLAÐ1Ð 3 .0000 0009»*» 0 * 0 & »0 0 * * * ** »3.0 **»****■**■* 0 * * i> * # * *-. Sr. Óskar J. Þorláksson Létu hendur standa framúr ermum 1 f'yölds og morgna Árni og Brynjólfur við heimkomuna. Konurnar ;ru með þeim Kaupmannahöfn og voru þar í nokkra daga. — þær komu til móts við þá i Og árla, löngu fyrir ’ög- un, fór hann á fætur og gekk út og fór á óbyggðan stað og baðst þar fyrir. — (Mark. 1, 35‘). Og er hann hafði komið mannfjöldanum frá sér, fór hann einn saman upp á fjallið, til þess að biðjast fyrir; og er kveld var komið, var hann þar enn. (Matt: 14, 23). 1 þessum orðum er frá því sagt, hvernig Jesús Kristur fagn- aði nýjum degi, með því að eiga kyrrláta bænastund, og þarna er einnig sagt frá því, hvernig hann notaði kvöldkyrrðina, til þess að leita samfélags við Guð. Kvöld- og morgunbænir hafa löngum verið mikilvægur þáttur i trúariðkunum kristinna manna. Það er eðlilegt að byrja hvern dag með kyrrlátri bænastund, biðja Guð að hjálpa sér til þess að nota daginn í samræmi við hans vilja. Leita hjálpar hans til þess að sigrast á vandamálum þeim, sem við höfuai við að glíma og geta verið svo marg- vísleg. Áður fyrr var það mjög al- gengt á íslenzkum heimilum, að þegar bóndinn kom á fætur, gekk hann austur fyrir bæinn sinn, horfði til himins móti hækkandi sól, signdi sig og bað fyrir heim- ili sínu og störfum dagsins. Þó að menn leggi nú minni áherzlu á iielgar venjur en áður var, eru þó margir, sem byrja daginn með því að hafa yfir í huga sínum fagurt morgunvers eða ritningargrein og biðja Guð að blessa daginn, sem er að byrja. Ég set hér þrjú morgun- vers, sem ef til vill rifja upp ksérar minningar í hugum ein- hverra, sem lesa þessar hugleið- ingar mínar, eða löngun til pess að rifja upp sín eigin bænavers. Lcf sé Guði, ljómar dagur, lífgar sólárgeislinn fagur, allt um heim, sem hefur líf. Gef oss Drottinn gott að iðja gef oss náð að vaka og biðja, vertu styrkur vor og hlíf. (P.J.). Þér til dýrðar, Drottinn hár, dagsins störf vér byrjurr morgunglaðir; ljúfi faðir, ljóssins faðir, blessa þau um öU vor ár. (G.G.), Sáu 38 leiksyningar á 40 dögum ■ fimm löndum Góðan dag oss, Drottinn, gef, allir vinn’ í ótta þínum, enginn gleymi skyldum sínum, alla þinni verndun vef. Sína köllun sérhver ræVi, sínum bræðrum veiti lið. Bænin til þín blessun sæki, barnatraust og sálarfrið. (PJ.). TVEIR af uppáhaldsleikurum okkar, þeir Brynjólfur Jó- hannesson og Árni Tryggva- son eru nýkomnir heim úr utanlandsför. Fyrir nokkrum dögum var frá því skýrt, að Brynjólfur hefði fengið Silfurlampann í verðlaun fyrir leik sinn á Joe Keller í „Allir synir mínir“. Og,þó Árni sé ekki enn búinn að fá neinn lampa, vita leik- húsgestir, að aldrei ríkir neitt myrkur í kringum hann á sviðinu. 1 stuttu máli eagt, getur maður varla hugsað sér þessa tvímenninga öllu betri á svið- inu, en þeir eru vanir að vera. En hvort sem það er vegna þess að þeir gera sjálfir enn- þá strangari kröfur til sín en áhorfendurnir, eða af ein- hverju öðru, — þá var þessi útanlandsreisa þeirra einskon- ar námsferð. Lærdómsrík ferð Vafalaust hafa þeir kunnað að létta sér upp inn á milli eins og skemmtiferðamenn gera, en töluleg skýrsla sem þeir lögðu á borðið, þegar fréttamaður Mbl. talaði við þá nýkomna heim ætti að sanna, að þeir þurftu að láta hendur standa fram úr erm- um. — Við voru 40 daga í ferð- inni. — Já, akkúrat þessa 40 daga og 40 nætur sem stöðugt rigndi heima á íslandi. Á þeim tíma heimsóttum við fimm lönd, og sáum 38 leiksýning- ar. Það er ábyggilegt, að við höfum mikið gagn af förinni. Sérstaklega var það gagnlegt að við vorum tveir saman. Fyrir okkur voru leiksýning- arnar ekki fyrst og fremst skemmtun, heldur lærdómsrík ur „leiklistarháskóli". Á eft- ir hverri sýningu púnktuð- um við niður hjá okkur ótal margt, sem okkur þótti at- hyglisvert eða út á flutning- inn að setja. Það eru okkar fræði. Svo eyddum við tím- anum í að ræða um leikritin og einstök atriði £ flutningi þeirra. Allt stuðlar það að auknum skilningi. Fyrsta utanlandsferðin — Fyrir mig var ferðin eins og ævintýri, bætir Árni Tryggvason við, — því að ég hef aldrei áður komið til út- landa. Hann Brynjólfur er veraldarvanari og þekkir hell- ing af leikurum á Norður- löndum. — Og hvað varð tilefni þess að þið lögðuð upp í svona langa ferð? — Auðvitað sjá allir leikar- ar, að ekkert er þýðingar- meira fyrir þá en komast við og við út fyrir landsteinana á þennan stóra heimsmarkað leiklistarinnar. Svo kom það til að Brynjólfur fékk ferða- styrk frá Alþjóða-leikhús- málastofnuninni, en Árni úr sjóðnum, sem Iðnó stofnaði 30 ára leikaraafmæli Brynj- ólfs og frá Félagi íslenzkra leikara. Þar með var málið leyst, en auk þess nutu þeir aðstoðar ýmissa aðilja svo sem Brian Holts, er kom þeim í samband við British Council, en á vegum þeirrar stofunuar dvöldust þeir í Englandi og fengu þar framúrskarandi að- stoð. — Hvaða leikrit sáuð þið í ferðinni? — Það þýðir lítið að fara að telja það allt upp. Þú hefð- ir ekkert rúm fyrir það í blað- inu, að minnsta kosti ekki svona í miðri kosningahrot- unni. En nokkur dæmi má nefna: London Leikritun og leiklist stend- ur nú líklega einna hæst í enska heiminum. Svo nokkur fræg nöfn séu nefnd, þá sá- um við Michael Redgrave og Floru Robson í The Aspern Papers og þá Ralph Richard- son og Paul Schofield í The Complaisant Lover. Það var hætt að sýna nýja Osborn- leikritið „The Entertainer" 1 London, en við sáum það í Kaupmannahöfn. Það leikrit hefur fengið misjafna dóma, en ég var fjarri því að vera óánægður með það, segir Brynjólfur. Margot Fonteyn hefur ekki látið á sig fá ævin- týrið í Panama. Hún dansaði í Sylvia, — það var framúr- skarandi ballett. Stratford Þar stendur yfir afmælis- hátíð Shakespeares og sjálf- sagt að horfa á Charles Laugh ton í hlutverki Lear konungs. Flutningur hans á því er um- deildur. Oftast er Lear kon- ungur leikinn af grönnum mönnum, en Laughton er gildvaxinn i meira lagi. Hamborg Horfðum á sex sýningar. M. a. Mariu Stúart eftir Schiller, en kannske er eftirminnileg- ust heimsókn í lítið leikhús „Teater im Zimmer”. Var upp haflega íbúðarhús, en eitt herbergi tekið undir leiksvið og tvö undir áhorfendasvæði. Leikritið hét Der Gartner von Toulouse (Garðyrkjumaður- inr frá Toulouse). Gautaborg Það er mikil leiklistarborg. Enginn leikari sem þangað kemur ætti að láta undir höf- uð leggjast að skoða Stads teatern. Sennilega fullkomn- asti leiksviðsútbúnaður sem til er á Norðurlöndum. Þar hafði húsameistarinn fyrst og fremst að leiðarljósi þarfir leiklistarinnar. Leiksviðið og aðbúnaður allur varð kjarni byggingarinnar sem allt annað snýst um. Þeir geta stillt upp í einu 13 mismunandi leiksvið- irm og einn maður stjórnar öll um flutningi á leikktjöldum frá einu stjórnborði. Með þeim útbúnaði hefði verið hægt að setja upp í einu, öll leiktjöldin f íslandsklukk- unni. Osló Þar á leiklistin við erfið- leika að stríða. Sjónvarpið er að hefja innreið sína og með- an nýjabrumið er á því, minnkar aðsókn að leikhúsun- um. Danir eru komnir yfir þá erfiðleika. Þar sáum við 6 leik rit, m. a. tvö eftir Ibsen. „Gengangere" og „De unges forbund". Stokkhólmur Af sjö sýningum sem við sáum þar voru fjórar frábær- ar, Dauðadansinn með Lars Hanson, Þrjár systur, My Fair Lady og loks ópera, sem hefur verið gerð við ljóðabálkinn Aniara eftir Harry Martinson. — Aniara var áhrifamesta stundin í þessu ferðalagi seg- ir Árni Tryggvason. Ég er yfir leitt ekki hrifinn af sam- hljómaleysi nútíma tónlistar, en þarna greip hún mig föst um tökum. Aniara fjallar um Spútnikinn sem geysist með farþega sína út í geiminn og dauðann. Loks var þa# Kaupmannahöfn En þar voru leikhúsin ekki farin að hefja starfsárið fyr- ir alvöru. Merkilegast var var Grímudansleikurinn und- ir leikstjórn Önnu Borg, með Magnúsi Jónssyni í aðajhlut- verki. En það getur líka ver- ið gaman að sjá þar gaman- leiks-farsa, eins og Grænu lyftuna með Lilly Broberg og Kjell Petersen, segir Árni. Maður er nú einu sinni á þeirri hillu í leiklistinni. ,— Búizt þið nú við, að þið leikið hér heima í einhverju af þessum leikritum, sem þið sáuð? — Það getur maður aldrei sagt um, en ef til þess kæmi, er það ómetanlegt, að hafa séð leikritið á erlendu leik- sviði. —- Hvað ætlið þið nú að taka ykkur fyrir hendur, þeg- ar heim kemur og þið eruð búnir að hvíla ykkur eftir allt stritið? — Við höldum áfram sýn- ingum á Delerium Bubonis og svo erum við að byrja á nýj- um sjónleik, en það er enn leyndarmál hver hann er. Og með það leyndarmál í fórum sínum, kvöddu þeir félagarn- ir. Ii. Kvöldstundin er líka mörgum dýrmæt bænastund, þegar störf- um dagsins er lokið og menn leggjast til hvíldar. Hvað er þá eðlilegra en að hugsað sé til Drottins með þakklæti fyrir lið- inn dag, eða hann beðinn fyrir gefningar á því, sem vér höfum rangt gert, eða vér höfum van- rækt? Mörg kvöldvers eru undur fögur og vel til þess fallin að túlka hugsanir vorar og fela oft í sér skriftamál einstaklingsins frammi fyrir Guði sínum. Að sjálfsögðu getum vér fært hugsanir vorar í orð frá eigin brjósti, en oft er auðveldara að láta vel rímað mál eða -'iugs- anir sínar. Ég set hér einnig þrjú kvöld- vers, sem áreiðanlega eru mörg- um kær. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftúr mín veri vörn í nótt. Æ, virzt mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil svo ég sofi rótt. (Sv. E.), Ég fel í forsjá þína, Guð faðir, sálu mína, því nú er Komin nótt. Um ljósið lát mig dreyma og ljúfa engla geyma öll börnin þín svo blundi rótt. (M. J.). Láttu mig, Drottinn, lofa þig, með lofi þínu hvíla mig. Ljósið í þínu ljósi sjá, lofa þig strax, sem vakna má. (H. P.). Ég hef minnzt h%.r lítillega á bænastundir kvölds og morgna. Slíkar stundir eru eins konar ar.dleg heilsuvernd. Kvíði og vonleysi þjáir margan mann á vorum dögum. En að eiga frið í sál er mesta blessun lífsins. Eitt bænavers, eða fögur ritn- ingargrein getur orkað miklu til blessunar á örlagastundum í lífi ungra og gamalla. Og vel skyldum vér muna Það, sem Frelsari vor segir sjálfur um bænina: „Biðjið og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upplokið verða; því að sérhver sá öðlast, er biður, og sá finnur, er leitar og fyrir þeim mun upplokið, sem á knýr“. (Matt. 7. 7). O. J. P.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.