Morgunblaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 11.10.1959, Blaðsíða 12
12 MORCTJTSBT/AÐ1Ð Sunnudagur 11. ok't. 1959 JMwgitftifritaMfr TJtg.: H.f. Arvakur ReykjavDL Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Sigurður Bjarnason frá T' Matthías Johannessen. Lesbók: Arni Óla, sími 33045. Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsíngar og aígreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargald kr 35,00 á mánuði innamands- 1 lausasölu kr. 2.00 eintakið. Á FRAMTÍÐARVEGI Upp úr votri gröf Í^ngin þjóð þarf fremur tn | íslendingar á að halda J æskuþrótti og áræði. — Styrkur Sjálfstæðisflokksins með þjóðinni stafar ekki sízt af þvi, hversu traustum böndum flokk- urinn hefur ætíð verið tengdur æsku landsins. Auðvitað spretta öðru hverju upp tízkustefnur, sem nokkur hluti þjóðarinnar, þ. á. m. æsku- lýðurinn, aðhyllist um sinn. Þeir: sem nú skipa hina öldnu sveii Alþýðuflokksins, voru einu sinni ungir menn. Síðar varð um skeið móðins meðal æskufólks að vera kommúnisti. Og sú var m. a. s. tíðin, að Fromsókn gat sótt efni- lega unga frambjóöendur annað en í fjármálaráðuneytið og fast- an starfsmannahóp SÍS. Þrátt fyrir þessar stundar- hræringar hefur fylgi Sjálf- stæðisflokksins á meðal íslenzks æskufólks ætíð verið mikið. En að sjálfsögðu nokkrum breyting- um háð. Stundum hafa menn látið blekkjast af gylliloforðum og fögrum framtíðarhillingum. Eitt af því sem sumir féllu fyrir, var alsælan, sem koma átti, ef viiistri stjórn tæki við völdum. Nú hafa menn reynt þá stjórn- arhætti. Þeir eiga sízt við skap ungra manna. Æskumenn vilja njóta frjálsræðis og réttlætis. Þeir hafa andstyggð á því að mega ekki hreyfa sig nema fá til þess leyfi frá fjarlægum stjórn- arherrum, hvað þá þegar yfir- völdin eru á borð við Hannes Páisson og Sigurð Sigmundsson. ★ Unga fólkið vex nú svo ört upp, að þjóðfélag okkar á eftir að gerbreytast á næstu áratug- um. Til þeirrar uppbyggingar þarf víðsýni og þor. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú markað stefnuna sem fylgja ber á leiðinni til bættra lífskjara. Þær tillögur, sem þar eru settar fram, eru eins og talaðar úr hug- um íslenzkra æskumanna. Það er því eðlilegt, að ungra manna gæti mjög í hópi fram- bjóðenda flokksins nú. Yngsti maðurinn á síðasta Alþingi var Matthías Mathiesen, sem felldi sjálfan forsætisráðherrann. — Matthías er að sjálfsögðu í kjöri á ný, nú í Reykjaneskjördæmi. Hann er gjörvilegur, ungur mað- ur, sem líklegur er til að láta margt gott af sér leiða í íslenzk- um stjórnmálum. SPILLINGAR Framsókn jók fylgi sitt við þingkosningarnar í sum- ar hér í bæ meira en flestir höfðu búizt við. Astæð- urnar til þess voru tvennskonar. Annars vegar hafði átthagaástar- áróðurinn einhver áhrif. Úrsiita- þýðingu hafði hins vegar mis- notkunin á atvinnuvaldi og'fjár- magni SÍS og ýmissa almanna- stofnana, sem Framsókn hefur ráð yfir. Það er hygginna manna háttur að gera sér ætíð grein fyrir hættu, sem að steðjar, þótt lítil kunni að virðast. Kjördæmamál- ið er nú úr sögunni og átthaga- blekkingarnar duga ekki lengur. En SÍS-valdið og Framsóknar- hjörðin í almannastofnunum eru óhreyfð. Úti á landi þar sem menn eru misnotkuninni vanir, vöruðust Hér í höfuðstaðnum er þriðj- ungur frambjóðenda Sjálfstæðis- flokksins úr röðum unga fólks- ins. Tvö þeirra skipa örugg sæti, þau Ragnhildur Helgadóttir og Pétur Sigurðsson. Ragnhildur Helgadóttir, sem enn hefur ekki náð þrítugsaldri, hefur þegar getið sér afbragðsorð fyrir þingmennsku sína frá 1956. Pétur Sigurðsson mun aftur á móti nú í fyrsta skipti taka sæti á Alþingi. Allir, sem hlustað hafa á ræð- ur Péturs Sigurðssonar, vita, að hann er óvenjulega málsnjall og einbeittur maður. Hvar vetna þar sem Pétur hefur verið, hef- ur hann skjótt komizt í fremstu röð. Hann var höfuðtalsmaður Sjálfstæðismanna á hinu sögu- lega Alþýðusambandsþingi á sl. vetri. Hann og félagar hans þar gátu sér þá það orð, sem seint mun gleymast. Pétur Sigurðsson hefur ekki einungis setið á málþingum Hann hefur frá bemsku sótt sjó- inn, á vélbátum, togurum og nú farskipum. Hann talar á mergj- uðu máli íslenzkra sjómanna. ★ Allir hinir ungu mennimir á lista Sjálfstæðisflokksins hér í bæ eru einnig listanum til prýði og styrktar. Geir Hallgrímsson er ungur að árum, en er nú þegar viðurkenndur einn dugmestu manna í sinni stétt og í fremstu röð innan bæjarstjórnar. Baldvin Tryggvason er ötutl formaður Heimdallar og hefur unnið ágætt starf fyrir fulltrúa- ráð flokksins hér í bæ. Guðmundur Garðarsson er for- maður Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og nýtur að verðugu mikils trausts innan þeirra fjól- mennu samtaka. Pétur Sæmundsen hefur starf- að mikið að félagsmálum, verið formaður Heimdallar og reynzt árvakur og gerhugull starfsmað- ur í félagsskap iðnrekenda. Jón Kristjánsson er vel þekkt- ur af starfi sínu meðal verka- manna í bænum og Birgir Gunn- arsson er í fremsta hópi stúd- enta. Þessi álitlegi liðskostur er Sjálfstæðisflokknum ómetanleg- ur. Hann sannar hversu vitt fylgi Sjálfstæðisflokksins grein- ist á meðal æskumanna Reykja- víkur. Hann sýnir, að fiokkurinn á framtíðina fyrir sér. - HÆTTAN menn hana. Hér í bæ gættu menn sín ekki eins og skyldi. Framsóknarherrarnir beita ótrú- legustu aðferðum, jafnvel í smá- atriðum. í einni ríkisstofnun, þar sem lítið er stundum um fé, hef- ur gjaldkerinn, skjólstæðingur Eysteins Jónssonar, iðkað það, að láta þá'starfsmenn sitja fyrir um launagreiðslur, sem keyptu happ drættismiða Framsóknar. Því miður hafa of margir látið ánetjast í veiðivél Framsóknar. Fólkinu er talin trú um að allir stjórnmálaflokkar séu sama eðlis og úr því að illt eigi að vera, þá sé bezt að ganga þeim á hönd, sem slyngastur sé í vélabrögðum. Gegn þessari spillingu hljóta öll heilbrigð öfl að rísa til varnar Sjálfstæðismenn vara nú almenn ing rækilega við hættunni. Þeir munu ekki láta af baráttu sinni fyrr en henni er eytt. eftir 331 ár JJINN 10. ágúst árið 1628 lét hið nýja og glæsilega flaggskip Gústavs Adolfs Svíakonungs úr höfn í Stokk- hólmi. Konungurinn hafði sjálfur haft hönd í bagga með teikningu og smíði skipsins, og var ekkert til sparað að gera það-sem glæsilegast úr garði, enda var það stolt kon- ungs og allrar þjóðarinnar. En þetta glæsta .stríðsskip, „Vasa“, sem átti að vera kór- ónan á flota Svía (þetta var á tímum 30 ára stríðsins), varð aldrei sá ógnvaldur ó- vinanna, sem því var ætlað — það lagðist á hliðina, skömmu eftir að lagt var úr höfn, og sökk — aðeins nokkur hundr- uð metra frá landi. — ★ — ★ í 331 ár hafði Vasa legið í sinni votu gröf, er hafizt var handa um það í suraar að lyfta s'kipinu frá botni og koma því á þurrt. Ef það tekst, sem allar horfur eru á, má það teljast ein- stæður atburður. Ekki aðeins bættist þannig blað við sögu for- tíðarinnar, heldur væri það í fyrsta sinn sem svo stórt skip er dregið úr þoku aldanna, ★ Á 32 metra dýpi Það er Andres nokkur Franzén fertugur skipaverkfræðingur, er gægzt hefir um gáttir sögunnar í aldir aftur, einkum að því er varð ar skipasmíðar og sjósókn, sem er aðalhvatsmaðurinn að björg- un Vasa. Það var hann, sem fann skipið fyrir þrem árum, þar sem það lá á 32 metra dýpi, hálf- sokkið í leir sjávarbotnsins fyrir utan „Beckholmen" við Stokk- hólm. — Nú, eftir nokkurra vikna starf, hefir ekki aðeins tekizt að losa skipið frá botni, heldur er þegar búið að flytja það alllanga leið í áttina til lands — að „Kast- ellholm" — en þar vonast menn til að ná því á þurrt, jafnvel inn- an árs. ★ Traust skip, en . . . Vasa er allstórt skip, jafnvel á nútímamælikvarða. Það er 50 metra langt, 12,5 metrar á breidd, og mesta hæð, frá kili og upp á lyftingu, er hvorki meira né minn ae 16 metrar. Það hefir verið traustlega byggt — má m. a. marka það af því, að kleift reynd- ist að lyfta því með mörgum, sterkum stálvírum upp úr botn- iegjunni — án þess að það laskað- ist hið minnsta. Burðarviðir eru gerðir úr eik og eru um hálfur metri í þvermál. En , ,traustleiki“ Vasa hefir líka náð öllu lengra. — Það er sem sé ekki nóg, að skipið sé byggt úr traustu efni, ef sjóhæfni er í öfugu hlutfalli við þol mátt- arviðanna — en svo hefir sýni- lega verið um Vasa. Það náði tæplega eins langt á'jómfrússigl- ingu sinni eins og nú er búið að mjaka því í „hengirúmi“ sínu eftir sjávarbotninum ... — ★ — • Eins og fyrr segir, var ekkert til sparað að gera Vasa sem skrautlegast og bezt úr garði. Hátt og lágt, utan og innan, var það skreytt útskornum myndum af ljónum, hafmeyjum og drek- um. Og vel varð það vopnum bú- ið — með alls 64 fallbyssum, sem komið var fyrir á þrem „hæðum“, með tilheyrandi „vígalegum“ skreytingum kringum skotopln — ljónum og drekum með gap- andi gin. — Þegar skipið var full búið vopnum og vistum, gaf konungur skipun um að það ir hafa fylgzt af áhuga með björgunarstarfinu skyldi sigla úr höfn, halda til „Álvsnabben“ og bíða þar frekari fyrirskipana, ásamt nokkrum fleiri skipum úr flota Svía. En þetta var á tímum þrjátíu ára stríðsins, sem fyrr segir, og Sví- ar áttu í hörðum átökum við Pólland og Þýzkaland. — ★ — • Talið er, að um 500 manns hafi verið um borð í Vasa, er skipið lét úr höfn — þar af um það bil 50 konur og börn, sem höfðu fengið leyfi til þess að fylgja mönnum sínum og feðr- um fyrsta spölinn á jómfrúrsigl- ingunni. — Skipherrann hét Söfring Hansson, danskur maður að ætt. — Mikil „stemning" var ríkjandi við brottför skipsins. Þúsundir Stokkhólmsbúa hópuð- ust saman við höfnina. Fánar blöktu við hún og fagnaðaróp gullu hvarvetna. ★ Þoldi ekki sviptivindinn Suðaustankaldi var á, en sjór ekki mikill. — Skipstjórinn veitti því fljótlega eftirtekt, að ekki Framh. á bls. 17. ★ Anders Franzén skipaverkfræð- ingur 1 é t s i g dreyma um það, þegar hann var strákur, að hann fyndi s o k k i ð skip, fullt af dýr um fjársjóðum. — Draumurinn rættist, þ e g a r hann fann Vasa. - Og hér held- ur hann á litlum hluta „f jársjóðs-f ins“ — einni af hafmeyjunum, sem skreyta lyftingu h i n s sokkna skips. í landsteinum rétt eftir að það lagði frá landi í jómfrúrsiglingu sína, 10. ágúst 1628. Vel hórfir um að takast muni oð ná sœnska skipinu Vasa upp af hafsbótni — en ii»oð sökk í jómfrúarsiglingu sinni árið 1628, örskammt frá landi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.