Morgunblaðið - 11.10.1959, Síða 13

Morgunblaðið - 11.10.1959, Síða 13
Sunnudagur 11. ok't. 1959 MORCVNBLAÐIÐ 13 Sigurður Sigrmundsson Hannes Pálsson Steingrímur Hermannsson Pað má vera „frjálslyndum vinstri mönnum" nokkur huggun, að þótt Hannes Pálsson og Sigurður Sigmundsson séu nú komnir í umsjá sakadómara, hefur þriðji maðurinn í þeirra hópi sannað að hann er slyngari í skattaframtali en nokkur annar — að SÍS einu undanteknu. Steingrímur Her- mannsson þarf sem sé ekki að borga meira samanlagt í tekjuskatt og útsvar en 2146,00 krónur. Geri aðrir betur! REYKJAVÍKURBRÉF Laugard. 10. okt. ímynd vinstra samstarfs Ef hægt er að segja um nokkra tvo menn á íslandi, að þeir séu holdi klædd ímynd vinstra samstarfs, eru það þeir Hannes Pálsson og Sigurður Sig- mundsson. Hannes er einn þeirra manna í Framsóknar- flokknum, sem ætíð hafa verið andstæðir samvinnu við Sjálf- stæðismenn. Hann lýsti skoðun sinni réttilega í TíiVianum sl. sunnudag, þegar hann sagði: ----ég hef alltaf verið held- ur hlynntur Þjóðviljamönn- um------ Sigurður Sigmundsson er aftur á móti það, sem Tíminn kallar „frjálslyndur íhaldsandstæðing- ur“. Sigurður hefur áreiðanlega aldrei talið sjálfan sig kommún- ista. Hann er gamall Alþýðu- flokksmaður. Andlegan þroska hans má sjá af því, að þegar hann kynntist Hannibal Valdi- marssyni, fylltist hann aðdáun á yfirburða foringjahæfileikum þess víngulmennis. Sú aðdáun var svo einlæg, að þegar Hanni- bal að undirlagi Hermanns, fór úr Alþýðuflokknum og stofnaði Alþýðubandalagið með kommún- istum til að greiða fyrir myndun V-stjórnarinnar, þá fylgdi Sig- urður honum af heilum huga. Það eru því menn á borð við Sigurð Sigmundsson, sem Fram- sókn öllum öðrum fremur hefur sett von sína á um varanlegt vinstra samstarf í landinu. Enda fylgdi Sigurður V-stjórninni í einu og öllu af engu minni trú- mennsku en sauðtryggasti Fram- sóknarmaður. „Vorum þá upp- teknir við að semja „Gulu bókina66. íí Engir menn áttu frekar trúnað skilið af V-stjórninni en þeir Hannes Pálsson og Sigurður Sig- mundsson. Þeir hlutu hann og í ríkum mæli. Eitt af helztu stefnu málum V-stjórnarinnar var að ráða bót á húsnæðisskortinum og útvega öllum þeim, sem illa væru staddir lán til íbúðabygginga. Til forystu í þessu vandamáli voru Sigurður og Hannes settir. Til að tryggja völd þeirra voru fvrst gefin út bráðabirgðalög og síðan sett heildarlöggjöf, sem veita átti þeim möguleika til að vinna sönn stórvirki. Við það var þó ekki látið sitja. V-stjórnin fól þeim að semja enn víðtækari lög, sem leysa átri þennan vanda um alla framtíð. Til þess að svo gæti orðið, var þeim sagt, að ekki mætti horfa í það, þótt almenningur væri sviptur eignum sínum og heim- ilisfriðurinn rofinn. Með þessa leiðbeiningu V-stjórnarinnar hófu þeir Sigurður og Hannes starf sitt. Árangurinn varð „Gula bókin“. Enn minnist Hannes Pálsson þeirra dýrðardaga af hrærðum hug. Þegar menn lesa skrif hans nú, má sjá að hann klökknar, er hann segir: „Við vorum þá uppteknir við að semja „Gulu bókina“ og út- hluta lánum samkvæmt bráða- birgðalögum Hannibals“. Þá bar ekki mikið á milli. „Hljóp frá með laf- andi skottið44 En „Gula bókin" komst í hend- ur fleiri en fyrirhugað var. Morgunblaðið ljóstraði upp, hvað til stæði. Gremja almenn- ings yfir ráðagerðunum varð að svo öflugri andúðaröldu, að öll vinstri fylkingin varð slegin felmtri. Ótti ýmissa varð svo mikill, að þeir sóru, að „Gula bókin“ hefði aldrei verið til. Við allan hópinn á það, sem Hannes Pálsson segir nú um Sigurð Sig- mundsson: „----þá misstir þú svo kjark- inn að þú hljópst frá með lafandi skottið---- Hannes Pálsson einn þorði að standa við verk sín, en fékk þau laun fyrir karlmennsku sína, að sonur Hermanns Jónassonar sagði, að Hannes hefði orðið þess valdandi, að Framsókn hefði tvisvar tapað kosningum í Reykjavík. Þrátt fyrir það, þótt flokks- broddarnir reyndu að skella skuldinni á Hannes, þegar illa fór, þá vissu þeir, að hann hafði einungis hlýðnazt fyrirmælum sjálfra þeirra. Þess vegna létu broddarnir Hannes og Sigurð Sig- mundsson halda áfram forystu sinni í húsnæðismálastjórn. Hér kom og annað til. Verkefni Hann- esar og Sigurðar var ekki það eitt að semja „Gulu bókina', heldur áttu þeir einnig að út- hluta íbúðalánunum af hæfilegri rangsleitni. „Til að útiloka Sjálfstæðismenn64 Áður var vikið að dýrðardög- unum, þegar Hannes sagði þá Sig urð hafá verið upptekna við að semja „Gulu bókina" og „úthluta lánum samkvæmt bráðabirgða- lögum Hannibals. Og ég vil alls ekki sverja fyrir, að einhver pólitík hafi verið í þeirri út- hlutun, þú varst nefnilega -að sumu leyti furðu námfús og tókst í mörgu kennara þínum fram, a. m. k. hvað pólitískar lánaúthluí- anir áhrærði“. Ekki fer á milli mála hver kennarinn var. Eftir samhenginu getur það ekki hafa verið annar en Hannes sjálfur. Hann viður- kennir hins vegar, að lærisveinn- inn hafi fljótt farið fram úr kenn- aranum. Slíkt er ekki nema eðli- legt, þegar litið er til þess í hvaða skyni umrædd bráðabirgðalög, sem fengu þeim fóstbræðrurn alræðisvald, voru sett. Um það segir Hannes: „Það var Hannibal nokkur Valdimarsson, sem gaf út bráða- birgðalög til að útiloka Ragnar Lárusson, eða nokkum annan Sjálfstæðismann, frá því að út- hluta lánum frá Húsnæðismála- stofnuninni, og í nærri % úr ári, eða þar um bil, var úthlutunin aðeins í höndum fulltrúa vinstri stjórnarinnai?“. SeMoss-hneykslið ekki einsdænii Tilgangurinn var sem sé sá að „útiloka" Sjálfstæðismenn. A meðan þeir gátu einbeitt sér að því fór allt friðsamlega á milli Hannesar og Sigurðar. En þegar þeir fóru að deila um ránsfeng- inn sín á milli, versnaði vinskap- urinn. Þá hófust myrkraverkin, sem Hannes og Sigurður kepp- ast nú við að lýsa. Selfoss- hneykslið er aðeins eitt dæmi um þann óþokkaskap, sem í frammi hefur verið hafður. Merkingarnar á listanum, sem Hannes sagði, að skjalaþjófurinn hefði „til allrar hamingju“ ekki stolið, tala flestar sínu máli. Þó eru sum merkin eins og -f- og -=- enn óskýrð. Hitt þarf ekki að taka fram, að þegar merkt er við nafn eins umsækjandans hvort- tveggja í senn, að hann sé sjálfur Framsóknarmaður og sonur eins helzta Framsóknarmannsins í héraði, þá var lánveiting honum til handa þar með tryggð. „Allir kommúnist- ar eitthvað rugl- aðir í siðgæðislmg- Þetta er auðsjáanlega í senn talað af sárri reynslu og öruggri sannfæringu. Samt segir Hannes: „-----ég hef alltaf verið held- ur hlynntur Þjóðviljamönn- um-------“. Og í sama blaði, sem Hannes gefur þessar yfirlýsingar, segir í ritstjórnargrein um Framsóknar- flokkinn: „Hann var eini stuðningsflokk- ur vinstri stjórnarinnar, er studdi hana heill og óskiptur1. í næsta blaði Tímans þar á undan hafði verið sagt í forystu- grein: Framsóknarflokkurinn hefur sýnt í verki, að hann er einlæg- asti fylgjandi vinstri stefnu. Það sást gleggst á því, að hann einn stuðningsflokka vinstri stjórnar- innar fylgdi henni heill og ó- skiptur“. Þessi vitnisburður er ómetan- legur um það, hvers konar stjórnarhætti Framsóknarflokk' urinn vill hafa á íslandi. Mál- gögn hans geta ekki nógsamlega oft endurtekið hollustuyfirlýsing ar sínar við V-stjórnina, sem Hannes Pálsson og Sigurður Sig mundsson eru lifandi eftirmynd af. Framsóknarbroddarnir telja sér þá félaga vera hæfasta, sem þeir sjálfir vita um, að eitthvað eru „ruglaðir í siðgæðishug- myndurA". Sækjast sér um líkir og fyrir Framsóknarbroddunum vakir það fyrst og fremst að tryggja sín eigin völd og geta braskað með þau. Bjargráðin botnlausu mynd LL um Enginn, sem les skrif Hannes- ar Pálssonar og Sigurðar Sig- mundssonar, getur dulið sig þess, að sameiningaraflið þeirra 1 milii var hugsjón Hermanns Jónasson- ar að víkja Sjálfstæðismönnum til hliðar. Síðan þeirri hugsjón var fullnæþt „hefur allt logað þar í illindum", eins og Hannes Pálsson segír. Sú lýsing hans á andanum í húsnæðismálastjórn á ekki síður við allt vinstra sam- starfið, enda er dómur Hannesar um samstarfsmennina þessi: „En e.t.v. eru allir kommúnist- ar eitthvað ruglaðir í siðgæðis- hugmyndum" Framsóknarmenn svífast þess sjaldnast í valdabraski sínu að víkja málefnum til hliðar. Engir hafa lengur né oftar fjargviðrast út af böli dýrtiðarinnar en Fram- sókn. Aldrei hefur hún þó fylgt neinni öruggri stefnu þeim mál- um til lausnar. Á sínum tima þóttist hún þekkja þar einhver „varanleg úrræði“. Aldrei skýrði hún þó frá, hver þau væri, og framkvæmdin fór eins og allir vita. Nú eftir á reynir hún að kenna öðrum um. í Tímanum sl fimmtudag segir t. d.: „Þó er það almennt viður- kennt, af andstæðingum sem öðr- um, að grundvöllur sá, sem fyrr- verandi ríkisstjórn lagði vorið 1958 hafi verið traustur til að byggja á varanlegar ráðstafanir, en haustið 1958 gengu kommún- istar og hægri kratar í lið með íhaldinu og eyðilögðu ráðstafan- ir, sem vel voru komnar á lagg- irnar“. Hvílik fásinna þessi skrif Tím- ans eru má sjá með því að fletta upp Morgunblaðinu frá 14. maí 1958, daginn eftir að bjargráða- frumvarpið var lagt fram. Fyrir- sagnir blaðsins af þeim tíðindum voru þessar: „Alger uppgjöf vinstri stjórn- arinnar: Nýrri verðbólguöldu velt yfir þjóðina. Grímuklædd gengislækkun, gif urleg skattahækkun, lögfest hækkun kaups og verðlags. Uppbótakerfið heldur áfram og stjórnin lýsir þörf nýrra ráðstaf anna í haust. „Bjargráðin" komin fram á Al- þingi“. Fyrirsögn á forystugrein sama dag var: „Fullkomin uppgjöf og upp- lausn“. Allt er þetta líkara því sem það hefði verið skrifað eftir að reynsla var fengin af „bjarg. ráða“-fálminu, en áður en þau voru lögfest. Fyrirsagnirnar sanna, að Sjálfstæðismenn gerðu sér frá fyrsta degi ljóst, að bjarg- ráðin voru botnlaus og hlutu að enda í þeirri ófæru, sem raun varð á. Hermann Jónasson lýsti henni með þessum orðum: „Ný verðbólgualda er skoilin yfir“, °g „í ríkisstjórninni er ekki sam- staða um nein úrræði í þessum málum“. Þetta varð Hermanni að orði, þegar hann hinn 4. desember sá afleiðingar bjargráðanna. 'Sjálf* stæðismenn þurftu ekki að bíða svo lengi. Þeir sögðu strax hinn 14. maí 1958 fyrir, hvernig fara myndi. Yesaldómur kommúnista Hlutur Framsóknar er vissu- lega ekki góður, en frammistaða kommúnista er sízt betri. Þeir svívirða Framsókn af gríð og erg og eiga ekki nógu ill orð til að lýsa öllum hennar vömmum og skömmum. Engu að síður segja þeir í öðru orðinu, að ný V- stjórn sé þeirra keppikefli. Báð- um virðist sameiginlegt að sækj- ast eftir sem allra mestum óþokk um til félagsskapar. Af þessum sökum missa ákærur kommúnista á Framsókn mjög marks. Þeir forðast og vendilega að taka á kýlinu, þar sem spillingin er mest. Misnotkun Framsóknar á sam- vinnufélögunum er nú orðin hneykslunarhella um land allt. I upphafi ætlaði Tíminn að reyna að þegja tal um hana í hel. Nú er andúðin á misnotkuninni orð- in svo mögnuð, að Tíminn þorir ekki annað en að birta hverja varnargreinina eftir aðrá. Allir flokkar hafa orðið að þola kúgun af Framsókn innan sam- vinnufélaganna, enginn þó e. t. v. harkalegri en kommúnistar í KRON. Framsóknarmenn fengu á sínum tíma landslögum breytt til þess eins að rýra kosningar- rétt félagsmanna í KRON til aðalfundar SÍS. Það var gert I beinu framhaldi þess, að komm- únistar höfðu þar fengið meiri- hluta. Til að skammta þeim minni rétt en öðrum, var brotið móti fyrstu höfuðreglu Roch- dale-félagsins og ákveðið að við- skiptamagn skyldi ráða atkvæðis rétti. Af einhverjum ástæðum hafa kommúnistar aldrei haft í sér mannrænu til að ræða um þetta ranglæti. Nú í sumar var það Morgunblaðið, sem leiddi þetta í Ijós. En kommúnistar þora ekki að æmta né skræmta. Frammi- staða þeirra í KRON er með slík- um endemum að þeir vilja láta þegja um hana. Þeir vilja nota KRON til kaupskapar við Fram- sókn í því skyni að láta völd henn ar í SÍS koma á móti stuðningi hennar við þá í Alþýðusambandi íslands. Eðli beggja er hið sama, þó að ljót orð fari öðru hverju á milli. Þö^n 5 Alþýðublaðsins Það vakti mikla athygli, a9 Alþýðublaðið skyldi aldrei minn- ast á hneykslið í húsnæðismála- stjórn, fyrr en ríkisstjórnin hafði orðið við kröfum almennings- álitsins, sem Morgunblaðið var talsmaður fyrir um að kæra Hannes Pálsson og Sigurð Sig- mundsson fyrir sakadómara og vikja þeim úr starfi. Þjóðviljinn ætlaði að gera ákærur Sigurðar að kosninga- bombu. Tíminn leiddi málið ‘ alveg hjá sér að öðru leyti en því, að hann leyfði Hannesi Páls- syni að bera hönd fyrir höfuð sér með þeim árangri, að Hannes spillti málstað sínum og flokks- ins því meira sem hann skrifaði. Alþýðublaðið lét aftur á móti svo sem það vissi alls ekkert um málið. Morgunblaðið eitt skýrði frá öllu sem gerðist. Með því skapaðist það almenningsálit, að ómögulegt var fyrir ríkisstjórn- ina að láta málið lengur afskipta- laust. Annars er Ijóst að Alþýðuflokk urinn hyggur sér í þessum kosn- ingum helzt til framdráttar að taka upp gömul stefnumál Sjálf- stæðisflokksins. í Alþýðublaðinu er nú farið fögrum orðum urn frjálsa verzlun og afnám á við- skiptahömlum. Eins er mikið gert úr því að afnema þurfi tekjuskatt. Þá til- Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.