Morgunblaðið - 11.10.1959, Síða 20

Morgunblaðið - 11.10.1959, Síða 20
20 MORCVTSBtAÐlÐ Sunnuclagur 11. okt. 1959 mér sannleikann. Hvar varst þú, þegar Hermann var myrtur?“ „Ég var að ganga mér til skemmtunar". „Og sá þig enginn?" „Ekki það ég til veit“. „Hvar varst þú að ráfa um?“ Nú leit hún niður fyrir sig í fyrsta skipti. Það varð snöggv- ast þögn í herberginu. Þá mælti hún: „Nálægt húsinu". „Nálægt húsi Hermanns?“ „Já“. „Þá hlýtur þú að hafa heyrt skotið“. „Það gerði ég líka“. „Og hvað gerðir þú þá?“ „Ég hljóp burt“. „Verneuil trúir þér aldrei til þess og rétturinn ekki heldur. Þeir hengja þig“. Nú horfði hún aftur framan í hann og hristi höfuðið. „Ástkona þin guggnar áður en svo er komið“, sagði hún. „Hún mun meðganga morðið". „Hún er ekki ástkona mín og hún er ekki morðinginn“, sagði Anton. Hann sá það um leið, að það var þýðingarlaust að ganga frek- ar á Lúlúu. Hann hafði ætlað að sannfæra stúlkuna, en í þess stað hafði hún sáð fræi tortryggni í hug hans. Verneuil var trúandi til þess að hafa tekið svörtu stúlk una fasta til þess eins að koma inn öryggi hjá Veru, sem var grunuð um morðið. Hann gekk þegjandi til dyr- anna og kallaði á lögreglustjór- ann. Lúlúa lét leiða sig á brott. Hún leit ekki við á Anton. „Jæja?“ sagði hinn litli lög- reglustjóri, þegar þeir Anton voru orðnir einir. „Það er þýðingarlaust. Hún mun aldrei játa það“. Verneuil lyfti augabrúnunum. „Eruð þéí þá sannfærður um sekt hennar?" „Ég veit það ekki, Verneuil". „Ég þakka yður samt fyrir fyr- irhöfn yðar“. „Ekkert að þakka". Lögreglustjórinn fylgdi hon- um til dyra. Þegar hann var með höndina á handfanginu aftraði Verneuil honum enn einu sinni. Hann mælti kæruleysislega: „Mér dettur nokkuð í hug. — Hver var í rauninni tilgangur yðar, þegar þér lögðuð fram tryggingarféð fyrir hana?“ „Hver skyldi hafa verið til- gangur minn? Ég vildi ekki að hún sæti í fangelsi vegna hníf- stungumálsins". „Það er gott — ég ætlaði að- eins að fá að vita-----“ Skömmu síðar stóð Anton úti fyrir húsi lögreglustjórnarinnar. „Það er gott, ég ætlaði aðeins að fá að vita — —“. Verneuil spurði aldrei óþarfa spurninga. Lögreglustjórinn grunaði hann um að hafa lagt fram tryggingar- féð í því skyni, að Lúlúa væri laus á þeirri stundu, þegar Her- mann var myrtur. Lögreglustjór- inn var sannfærður um, að hann hefði fengið Veru morðvopnið í hendur. Anton hallaði sér upp að hin- um gráa húsvegg. Alla ævina hafði hann staðið á eigin fótum. Nú þurfti hann hjálpar. Það var aðeins einn maður, sem gat hjálpað honum. Þessi maður var Adam Sewe. Tveimur dögum síðar var Anton boðið að taka þátt í „litlu samkvæmi" hjá varalandstjóran- um. Hann hafði í nokkra daga átt heima í litlu herbergi nálægt Avenue Lieutenant Valcke og pósturinn hafði verið sendur þangað frá „Hótel Memling". Hetja dagsins, hugsaði hann gramur, meðan hann var að láta á sig hálsbindið fyrir framan spegilinn. Þeir hafa hingað til ekki boðið mér til kvöldverðar í landstjórahöllinni. Nú heiðra þeir mig, af því að ég hugsaði ráð mitt og sór ekki rangan eið og af því að ég er þeirra megin, sem voru að sigra. Höll vara-landstjórans stóð, eins og höll landstjórans, á hæð nálægt Pointe Kalina og var það- an vítt útsýni yfir Kongó-fljótið. Það var uppljómað, þegar Anton kom. „Litla samkvæmið" gat ekki verið mjög iítið, því að minnsta kosti tólf bifreiðum hafði verið lagt við hina löngu akbraut heim að höllinni. Anton þekkti vagn olíubraskarans Luvin, og honum varð ónotalega við. Það var ekki dansað. Hljóm- sveit spilaði lög eftir Schubert og Mozart. Allt hið mikla hús var lýst með kertaljósum. Karlmenn í hátíðabúningi og konur í flegn- um kvöldkjólum gengu hægt og virðulega um í kertaljósinu. Það var ekki orðið svalara með kvöldinu, aldrei þessu vant. — Loftið virtist vera grafkyrrt. — Það lagði fúlan þef frá fljótinu upp á hæðirnar og hann blandað ist lyktinni af ilmvötnum kvenn- anna. Anton dró að sér athyglina meira en klukkustund. Fagrar konur jusu yfir hann forvitnis- legum spurningum. Vara-land- stjórinn dró hann inn í ýtarlegar samræður. Menn, sem hann hafði aldrei séð áður, spurðu hann um áform hans. Hann hugsaði nærri stöðugt um Veru. Hann hafði verið hjá henni nærri allan daginn í gær. Erfðaskráin hafði verið opnuð. Það var ekkert í henni, sem kom á óvart, nema ef til vill helzt það, hve lítið fé Hermann lét eft- ir sig. Vera myndi standa uppi algerlega efnalaus eftir eitt ár í lengsta lagi. En Anton fannst eitt ár vera heil eilífð. Vera skildi ekki, hvers vegna hún mátti ekki fara enn frá Leopoldville. Verne uil hafði sárbænt hana að vera kyrra, þangað til Lúlúa hefði meðgengið. En myndi Lúlúa nokkurn tíma meðganga? — Var hún sek? 1 augum Veru hjaðnaði grunur Antons gegn ekkju bróð- ur hans alveg niður. Hann fyrir- varð sig fyrir tortryggni sína og reyndi að dylja hana með því að eyða öllu tali um rannsóknina. Myndin af hinni fölu, grönnu konu í svörtu fötunum hvarf aldrei úr huga hans. Hann hafði hvað eftir annað hert upp hug- ann til þess að tala við hana um ást sína, en það virtist líka ómögulegt á meðan ekki var upp- lýst um morðið á Hermanni. — í Rókókó-sal landstjórans varð hann að minna sjálfan sig á það hvað eftir annað, hvar hann var staddur. Hann varð að svara spurningum, brosa, látast hafa áhuga, — en í raun og veru hafði hann ekki áhuga á neinu nema Veru. EGGERT CLAESSEN ot GtSTAV A. SVEINSSON hæstaréttarlögmenn. Þórshamri við Te mplarasuna ..... Pparió yðux hlaup fi köUí offlxgra verzlana'. ÚÓRUÚÖL «n MWJM! - Austurstræti aitttvarpiö Sunnudagur 11. október 9.30 Fréttir og morguntónleikar. (10.10 Veðurfregnir). a) Svíta nr. 3 í D-dúr eftir Joh. Sebastian Bach. — Kammer- hljómsveitin í Stuttgart leik- ur. Stjórnandi: Karl Míinch- inger. 'j b) Clara Haskil leikur þrjár píanósónötur eftir Domenico Scarlatti. c) Kirsten Flagstad syngur lög eftir Franz Schubert. Píanó- undirleik annast Edwin Mc- Arthur. d) Konsert fyrir óbó og hljóm- sveit í C-dúr K314 eftir Mozart. Frantisek Hanták leikur með tékknesku fílharmoníuhljóm- sveitinni undir stjórn Milan Munclinger. 11.00 Messa í barnaskóla Kópavogs (Prestur: Séra Gunnar Arnason; organleikari: Guðmundur Matt- híasson). 12.15 Hádegisútvarp. 13.15 Erindi: ,,Með lögum skal land byggja'*. Valdimar Björnsson fjár málaráðherra í Minnesota flutti þennan fyrilestur á fundi 1 Stúd- entafélagi Reykjavíkur 4. þ.m. og svaraði síðan fyrirspurnum. 15.00 Miðdegistónleikar: a) Tríó í d-moll op. 49 eftir Men delssohn. Artur Rubinstein, píanó, Jascha Heifetz, fiðla, og Gregor Piatigorsky, celló, leika. b) „Symphonie espagnole", —• spánska sinfónían op. 21 eftir Edouard Lalo. Lamoureux-kon serthljómsveitin leikur. Einleik ari er Arthur Grumiaux og stjórnandi Jean Fournet. 16.00 Kaffitíminn: Frá austur-þýzka útvarpinu. — Þýzkir listamenn flytja létta tónlist. 16.30 Veðurfregnir. Færeysk guðsþjónusta (Hljóðrit- uð í t»órshöfn). 17.00 Sunnudagslögin. 18.30 Barnatími (Skeggi Asbjarnarson kennari). a) Sólveig Guðmundsdóttir les síðari hluta sögunnar ..Silfur- skeiðin" eftir Sigurbjörn Sveinsson. b) Olöf Jónsdóttir flytur bernsku minningar. c) Júlíus Sigurðsson (16 ára) leik ur á harmoniku. d) Tryggvi Tryggvason kennari les ævintýrið ..Maðurinn, sem vildi verða kóngur** eftir Hannes J. Magnússon. 19.25 Veðurfregnir. 19.30 Tónleikar: Wurtemberg-hljóm- sveitin leikur lög úr óperum. 19.45 Tilkynningar. — 20.00 Fréttir. 20.20 Raddir skálda: Ur verkum Guð- mundar Inga Kristjánssonar. a) Ragnar Jóhannesson ræðir við skáldið. b) Guðmundur Ingi les úr verk- um sínum. 21.00 Tónleikar: Walter Gieseking leik ur ljóðræn píanólög eftir Edvard Grieg. 21.30 Ur ýmsum áttum (Sveinn Skorrt Höskuldsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.05 Danslög. — Dagskrárlok. Mánudagur 12. október: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir og tilkynningar). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir, tilk). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfregnir) 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Einsöngur: Elisabeth Schwarz- alds Moore lög eftir Martini, Men opf syngur með undirleik Ger- delssohn, Dvorák, Hahn og Tsjai- kovski. 20.50 Um daginn og veginn — (Séra Gunnar Arnason). 21.10 Rússnesk tónlist: Bamberg-sinfóníuhljómsveitin leikur verk eftir Anatólí Líadof. Stjórnandi: Jonel Perlea. a) Baba Yaga op. 36. b) Atta rússnesk þjóðlög op. 58. 21.30 Utvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland. XVII. lestur (Séra Sigurður Einarsson.) 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Búnaðarþáttur: Um reynslubú (Eyvindur Jónsson ráðunautur). 22.30 Kammertónleikar: Tvær norræn- ar fiðlusónötur: a) Sónatína fyrir fiðlu og píanó I E-dúr op. 80 eftir Jean Sibeli- us. — Fiðluleikarinn Bernhard Hamann og píanóleikarinn Cyr il Szalkiewicz flytja. — Hljóð- ritað á tónlistarhátíðinni 1 Hel- sinki 14. júní sl. b) Sónata fyrir fiðlu og pianó nr. 2 í g-moll op. 35 eftir Carl Nielsen. Erling Bloch leikur á fiðlu og Lund-Christiansen á píanó. •^00 Dagskrárlok. ÞVOTTAVÉLAR f* Servis-þvottavélar með og án suðu og rafknúinni vindu fyrirliggjandi. — Ársábyrgð Jfekla Austurstræti 14 Sími 11687 Skrifborðslampar Henfugir fyrir skólafólk T-fekla Austurstræti 14 Sími 11687. a r L ú ð Ég vona, að vagninn komi á | arinn þinn, ég sagði þér að elta J með að þessu sinni. Farðu heim réttum Uma. Andi, gamli þorp- ' mig ekki. Ég get ekki tekið þig aftur Andi, heim.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.