Morgunblaðið - 22.10.1959, Síða 1
20 síður
46. árgangur
233 tbl. — Fimmtudagur 22. október 1959
PrenismiSja MorgunblaSsins
Leggjumst á eitt og gerum allt Is-
land byggilegra en það áður var
Kosningabaráttan einkennist af
vanmætti og ósigri v-stefnunnar
Frá útvarpsumræðunum í gærkvöldi
CTVARPSUMRÆÐURNAR í gærkvöldi voru mjög með sama svip
og fyrra kvöldið. Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins héldu uppi sókn
i umræðunum og bentu á raunhæfar leiðir út úr þeim vanda, sem
nú blasir við í efnaliagsmálum þjóðarinnar. Ræðumenn vinstri
flokkanna héldu áfram gagnkvæmum ásökunum um það,
hverjir það hefðu verið Alþýðuflokksmenn, kommúnistar eða
Framsóknarmenn sem raunverulega réðu niðurlögum V-stjórnar-
innar. Jafnframt báðu fulltrúar þessarra sömu flokka þjóðina um
að veita sér fulltingi til að endurreisa þessa sömu V-stjórn. T»arf
malflutningur vinstri manna í útvarpsumræðunum raunar ekki
nánari skýringa.
Hér fer á eftir stuttur útdráttur úr ræðum Sjálfstæðismanna:
í fyrstu umferð töluðu af hálfu
Sjálfstæðisflokksins Birgir Kjar-
an, Ingólfur Jónsson og Pétur
Sigurðsson.
BIRGIR K,jaran, hagfræðingur
talaði fyrstur af Sjálfstæðis-
mönnum. Vék hann í upphafi að
því, hve fundvísir við íslending-
ar værum á ágreiningsatriði, en
okkur sæist oft yfir þá stað-
reynd, að miklu fleira væri sem
sameinaði okk-
ur. D a g 1 e g i r
hagsmunir ein-
staklinga og
stétta gætu rek-
izt á og flokkar
er hylltu stétta-
taaráttuna og töl
uðu h e n n a r
máli, gætu auð-
veldlega krækt
sér í nokkur atkvæði með því að
tala máli einnar stéttar á kostn
að annarra. Stéttaflokkarnir
sundruðu þannig, eii sameinuðu
ekki.
Flokkur allra stétta gæti ekki
rekið slíka óábyrga tækifæris-
stefnu. Hans verkefni væri, að
brúa bilið og koma á jafnvægi
milli hagsmunahópa og starfs
stétta. Þetta hlutverk hefði
Sjálfstæðisflokkurinn valið sér á
undanförnum árum og þetta
væri hið mikla úrlausnarefni, er
biði hans í dag.
Þá fór ræðumaður nokkrum
orðum um þau verkefni, er fyrir
lægju og lýsti nokkuð stefnuskrá
Sjálfstæðismanna. Hann lauk
máli sínu með þessum orðum:
íslenzkir kjósendur! Gefið
Sjálfstæðisflokknum tækifær
ið í þetta sinn til þess að fá
þingmeirihluta og fram-
kvæma ' stefnuskrá sína af-
sláttarlaust. Sjálfstæðisflokk-
urinn er reiðubúinn til þess
að taka á sig þessa ábyrgð,
hann mun standa eða falla
með verkum sínum og leggja
Aftöku Chessmons frestað
WASHINGTON 21. okt. fNTBf hefur ritað í fangelsinu síðan
Reuter) Hæstiréttur Banda-
ríkjanna ákvað í dag, að
fresta lífláti Caryls Chess-
mans. Ef hæstiréttur liefði
ekki kveðið upp þennan úr-
skurð hefði þessi heimskunni
afbrotamaður verið leiddur
inn í gasklefann í 'St. Quentin
fangelsinu í Kaliforníu og tek
inn af lífi.
Chessman var dæmdur til
dauða fyrir 11 árum vegna
barnaráns og tilraunar til
nauðgunar.
Úrskurður hæstaréttar mið
ar að því að mál Chessmans
verði tekið til algerrar end-
urskoðunar.
Chessman er heimsfrægur
fyrir þrjár bækur, sem hann
hann var dæmdur til dauða.
Hann heldur fast við það, að
hann sé saklaus af ákæruat-
riðunum.
Mikið er skrifað um mál
hans um þessar mundir í blöð
um víða veröld, sérstaklega þó
í Evrópu, en þar hafa bækur
hans náð mikilli útbreiðslu.
Blað Páfagarðs „Osservatore
Romano" hefur t. d. lýst því
yfir, að rangt sé að taka
Chessman af lífi. Hann hafi
nú meira en afplánað refsingu
sína með 11 ára bið í skugga
dauöans.
Ef Chessman vill nú láta
taka mál sitt upp að nýju verð
ur hann að æskja þess innan
mánaðar.
framkvæmd stefnu sinnar
undir dóm þjóðarinnar.
Góðir Sjálfstæðismenn til
sjávar og sveita. Herðið bar-
áttuna. í krafti voldugs kosn-
ingasigurs bíður ykkar mikið
hlutverk að fylkja þjóðinni
til sóknar á leiðinni til bættra
lífskjara.
Ingólfur Jónsson, alþingismað-
ur, talaði næstur. Drap hann
fyrst á hinn hörmulega viðskiln-
að vinstri stjórnarinnar, en
benti á, að ef fylgt hefði verið
tillögum Sjálfstæðismanna árið
1956, hefði verið hægt að stöðva
dýrtíðina með því að greiða úr
ríkissjóði 23 millj. kr. en valda-
brask og ævintýrapólitík Fram-
sóknarmanna hefði komið £ veg
fyrir að þetta væri gert.
Nú væri ekki ástæða til svart-
sýni, ef hægt væri að mynda
ábyrga stjórn að kosningum
Framh. á bls. 2.
Hvort viljið þið heldur
SIS útsvarslaust eða ein-
staklingar fái 2,50/o
lækkun
EINS og frá hefur verið skýrt áður, mundi útsvar
Sambandsins hafa orðið 4,5 millj. kr., ef leyfilegt hefði
verið að leggja á það eftir sömu reglum og íagt er
á önnur fyrirtæki hér í bænum.
Á 22.198 einstaklinga hér í bænum voru lagðar
182 millj. kr. í útsvar.
Hefði niðurjöfnunarnefnd getað lagt útsvar á
Sambandið eftir venjulegum reglum, mundi hún hafa
getað lækkað útsvarið á öllum útsvarsskyldum ein-
staklingum um 2,5% um fram það, sem gert var.
Þá hefði útsvarsstiginn í ár verið 12,5% lægri en í
fyrra, í stað einungis 10%, sem unnt var að veita
vegna sérréttinda Sambandsins að því er útsvars-
álagningu snertir.
Velja hefði mátt á milli þessa eða létta á barna-
fjölskyldum um 220 kr. á barn eða algert útsvars-
frelsi 2500 lægstu gjaldendanna.
Hvort kjósa Reykvíkingar eitthvað af þessu eða
að halda þeim rangindum, að SÍS sé útsvarsfrjálst?
De Gaulle býður Krúsjeff heim
Frakkar vilja fresta samningafundi
Austurs og Vesturs til vorsins
PARÍS, 21. okt. — (Reuter). —
De Gaulle Frakklandsforseti
hefur óskað eftir því að
samningafundi æðstu manna
stórveldanna verði frestað tíl
vors.
Samtímis hefur verið skýrt
frá því, að de Gaulle hafi
boðið Krúsjeff forsætisráð-
herra Sovétríkjanna í heim-
sókn til Parísar skömmu fyr-
ir jól.
Brezka stjórnin hefur hins
vegar lýst sig andvíga því að
fundi æðstu manna verði
frestað til vors. Hún vill að
samningafundurinn verði
haldinn um næstu mánaða-
mót.
Ferðir sendiherrans
í gærkvöldi heyrðist orðrómur
um það í París, að de Gaulle ætl-
aði að bjóða Krúsjeff í heimsókn
til Frakklands. Það, sem gaf orð-
rómnum byr undir báða vængi,
var að sendiherra Sovétríkjanna
í París, Sergei Vinovograd, ók
til forsetabústaðarins og átti um
klukkustundar samtal við de
Gaulle forseta. í kvöld ók sendi-
herrann síðan til forsætisráðu-
neytisins og eftir fund hans með
Debré forsætisráðherra, gaf
franska stjórnin út tilkynningu
um að rætt hefði verið um heim-
sókn Krúsjeffs til Frakklands.
Fyrir jól
Það er búizt við að fundur de
Gaulles og Krúsjeffs verði ein-
hvern tíma á tímabilinu 15. nóv.
til 15. desember.
De Gaulle er sá eini af leið-
togum Vesturveldanna þriggja,
sem ekki hefur átt persónulegan
fund með Krúsjeff.
Taft Hartley
lögin í f ram-
kvæmd
PITTSBURGH 21. október.
fReuter) Dómari við sam-
bandslagadómstólinn hér í
borg gaf í dag út úrskurð um
að ákvæði Taft-Hartley lag-
anna kæmu til framkvæmda í
stálverkfallinu mikla og var
hálfri rrilljón verkfallsmanna
fyrirskipað að hefja á ný
vinnu í 80 daga, sem notaðir
skulu til að reyna að ná sam-
komulagi í kaupdeilunni.
Eisenhower forseti fór fram
á það að dómstóllinn gæfi út
þennan úrskurð, vegna þess
að verkfallið, sem staðið hefur
í 9 daga ógnaði efnahagslífi
landsins.
Frakkar vilja frestun
Deila er nú komin upp opin-
berlega milli brezku og frönsku
stjórnarinnar um það, hvenær
halda skuli fund æðstu manna
stórveldanna. Er það áður kúnn-
ugt af yfirlýsingum Macmiljans
forsætisráðherra Breta, að þeir
telja bezt, að ráðstefnan verði
haldin sem fyrst.
En í dag lýsti franska stjórn-
in því opinberlega yfir, að hún
æskti þess, að ráðstefnunni yrði
frestað til vors. Skýringar henn-
ar eru:
1) Nauðsynlegt er að draga enn
frekar úr spennunni í alþjóða-
málum, áður en samningafundur
hefst.
21 Vesturveldin þurfa að und-
irbúa ráðstefnuna vandlega af
sinni hálfu með viðræðum og
fundum, sem ekki eru haldnir
á síðustu stundu.
Fimmburarnir
dóu allir.
SAN ANTONIO í Texas, 21 okt.
(Reuter). — Allir fimmburarnir,
sem fæddust hér í gær eru dánir.
Þeir voru ófullburða og 10 klst.
eftir fæðinguna voru fjórir þeirra
dánir og sá fimmti dó síðdegis í
dag. Þetta var mikið áfall fyrir
foreldra þeirra 29 ára flugliðsfor-
ingj* og 27 ára konu hans. —
Skömmu eftir að fimmburarnir
fæddust hafði faðirinn sagt blaða
mönnum glaðlega, að nú þyrfti
hann að kaupa fimm vöggur og
flytja í stærra húsnæði. í kvöld
var hann viðþolslaus af sorg og
vonleysi.