Morgunblaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 22. okt. 1959
*fO R C VIV n 1. 4 Ð 1Ð
LÍFÆÐ hvers byggðarlags er
samgöngukerfið. Það hefur
margsinnis komið í ljós við
rannsóknir, að efnahagsaf-
koma einstakra byggðarlaga
hefur staðið í réttu hlutfalli
við samgöngukerfi þeirra.
Ólafsfjörður er eitt þeirra
héraða, sem hefir jafnan átt
við fremur lélegt samgöngu-
kerfi að búa, þótt vissulega
hafi það farið batnandi með
lagfæringu Lágheiðarvegar og
stórum bættri höfn. Þó er það
svo, að í slæmum veðrurri geta
skip ekki athafnað sig í höfn-
inni og Lágheiðarvegurinn er
ófær meira en hálft árið. Það
verður þvi ekki sagt, að byggð
arlagið með jafn stórum og
vaxandi kaupstað búi við við-
unandi samgöngur.
Af þessum sökum hefur á
undanförnum árum verið ríkj
andi mikill áhugi fyrir því
meðal Ólafsfirðinga ag lagður
væri vegur fyrir Ólafsfjarð-
armúla og til Dalvíkur.
Byrjaði fyrir tilstilli
áhugamanna.
Fyrst var byrjað á þessum
framkvæmdum fyrir tilstitii
áhugamanna í Ólafsfirði og
framlagi frá Akureyrarbæ,
sem að sjálfsögðu telur það
mikið hagsmunamál að greið-
ari samgöngur komist á hér
á milli. Hófst vinna við veginn
1954, en á vegalög komst hann
1955. í upphafi var unnið
nokkuð fyrir fjallvegafé.
Aðalframkvæmdir
í sumar.
Aðalframkvæmdirnar við
veginn voru unnar nú í sum-
ur og í fyrrasumar, þá fyrir
% milljón, en nú í ár fyrir
400 þúsund. Alls er búið að
verja 1,1 milljón til vegarins
Myndirnar eru teknar í Ófærugjá á Múlavegi.
og er hann kominn út í svo
nefnda Ófærugjá, en þar er
erfiðasti kafli leiðarinnar.Hef-
ur þurft að sprengja þar
mikla kletta úr fjallshlíðinni
og er talið að nú sé lokið við
versta verkið.
Friðgeir Árnason vegaverk-
stjóri frá Siglufirði hefur
stjórnað þessu verki í sumar
og telur hann að ekki muni
þurfa yfir eina milljón króna
til viðbótar til þess að koma
veginum fyrir sjálfan Múlann.
Heildarkostnaður við lagningu
vegarins allt til Dalvíkur er
talinn 4—5 milljónir króna.
Verkið gengið vel.
Ólafsfirðirigar róma mjog
hve vel hefir gengið að leggja
veginn það sem komið er, og
mun betur en vonir bjartsýn-
ustu manna stóðu til.
Vegurinn fyrir Ólafsfjarð-
armúla er ekki nema 18 km.
allt til Dalvíkur. Er þá leiðin
frá Ólafsfirði til Akureyrar
65 km. í stað þess að nú er
hún 230, þar sem fara þarf
véstur í Skagafjörð.
Mikið hagsmunamál.
Ólafsfirðingar telja vegar-
STAKSTEI^AR
Enn er Tíminn hræddur
við Egil
Tíminn er í stökustu vandræð-
um með að verja miliiliðakostn-
aðinn í mjólkursölunni. Eins og
oft ella reynir hann að skjótast
á bak við bændur til að fela
óreiðu og óstjórn sinna manna.
í gær segir hann t.d.:
„Morgunblaðið hefur talað
nokkuð um hve dreifingarkostn-
aðar við sölu mjólkur og mjólk-
urvara væri mikill, og talið slíkt
óhæfu. Segja má, að svo til öll
dreifing mjólkur og mjólkur-
vara sé í höndum bændanna
sjálfra, og Mogginn telur hann
of mikinn. Hann er innifalinn í
flutningi á mjólkinni frá bænd-
unum til mjólkurbúanna, mjólk-
inni og vörunum frá búunum á
sölustað. greiðslu kaupgjalds
sem allt fer eftir samningum við
verkalýðsfélögin og fl.“
Hver af þessum verkum vinna
bændur sjálfii-.’ Hvcrnig er það
hugsanlegt, að lækkun miliiliða-
kostnaðar, sem allur rennur til
annarra, verði bændium til ó-
liags? Mundi lækkuni'n ekki þvert
á móti greiða fyrir sölu afurð-
anna?
Tíminn fer í kringum óhæfu
Egils Thorarensen eins og kött-
ur í kringum heitan graut. Hann
þorir ekki að nefna benum orð-
um það, sem á er deilt, að Egill
Thorarensen skuli hafa byggt upp
„stórveldi" á Selfossi fyrir fé,
sem hann hefur ranglega tekið
af neytendum í Reykjavík og
annarsstaðar.
5050
Tíminn lét lengi svo sem það
væru einungis nokkrir forystu-
menn Sjálfstæðisflokksins, sem
greiddu lægra útsvar en tekju-
skatt. Raunar er eignaskattinum
stundum bætt við, ef á því þarf
að halda einhverjum til svívirð-
ingar. Nú er að smáfjölga í upp-
talningunni. í gær er t.d. þessi
romsa:
Tekju- skatt Útsvar
kr. kr.
„Áki Jakobsson . . . 23538,00 14000,00
Gylfi Þ. Gíslason . . 33037,00 20600,00
Jón Axel Pétursson 37804,00 28100,00
Magnús Ástmarsson 22424,00 18700,00“
. (Ljósm. vigj
lagninguna fyrir Múlann
mesta hagsmunamál hyggðar-
lagsins þegar frá er talin end-
urbót hafnarinnar. Vilja þeir
leggja alla áherzlu á að verk-
inu fáist lokið á næsta ári og
treysta í því efni á samstöðu
byggðarlaganna, sem hags-
muna hafa að gæta í þessu efni
og nefna þar fyrst og fremst
til Akureyri og Dalvík. —
Einnig vænta þeir ríks skiln-
ings Alþingis á málinu.
Nú er í ráði að bjóða út
innlent skuldabréfalán og aíla
þannig fjár til lokaátaksins
við þessa framkvæmd.
Engin furða er, þótt Tíminn
geti ftundið ýms nöfn andstæð-
inga sinna, sem greiða lægra út-
svar en tekjuskatt, því að svo er
um a. m. k. 5050 í útsvarsskránni,
auðvitað án tillits til flokka og
stjórnmálaskoðana heldur eftir
„efnum og ástæðum" að mati
nefndarinnar. Heilindi Tímans
sjást hins vegar af því, að Iiann
hefur enn ekki nefnt eitt cinasta
nafn Framsóknarmanns, þó að
honum væri ekkert hægara. En
um sína flokksmenn þegir liann
af því að hann óttast, að þá muni
rógurinn missa marks.
Minna á eigin óvirðing
Kommúnistar eru einkennilegt
fólk. Þeir halda, að þeir afli sér
kjósenda með því að minna sem
allra oftast á sína eigin skömm.
Allt af öðru hvoru eru þeir að
brydda upp á umræðum um varn-
armálin. Hvergi hafa þeir þó
komist lengra í niðiurlægingunni
en þar. En þeir láta sér þetta
ekki nægja. Nú ætla þeir að byrja
á Iandhelgismálinu. í gær segir
Þjóðviljinn:
„íslendingar tóku ekki nægi-
lega eftir aðvörunum Alþýðu-
bandalagsins um landhelgismál-
ið í sumarkosningumum".
Allir nema kommúnistar skilja,
að ein af ástæðunum fyrir ósigri
þeirra í vor var hin bersýnilega
viðleitni til þess að nota land-
helgismálið sjálfum sér til fiokks-
legs framdráttar.