Morgunblaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 16
16 ÍUORCVP/BLAÐIÐ Fimmtudagur 22. okt. 1959 Lögregluþjónninn staðnæmdist framan víð eina rdyrnar. Fanga vörður stóð skyndilega hjá þeim, eins og honum hefði skotið upp úr gólfinu. Það var gildvaxinn, góðlegur maður, með yfir.skegg. Lögregluþjónninn rétti honum heimsóknarskírteinið. Hin þunga hurð var opnuð, en lokaðist jafnskjótt að baki Verrh Hún stóð andspænis Anton. Hann hafði legið á bálk sín- um, en stökk á fætur, þegar hún kom inn. Hann var í hrukkótt- um brókum og í skyrtu, sem var óhneppt um hálsinn og með upp- brettum ermum. Uppnám siðustu daga var ekki á honum að sjá. Hann var enn útitekinn í framan og þegar hann brosti, skein í hvít ar tennurnar. Hann brosti þegar hann sá hana. Vera gleymdi samstundis, hvar hún var stödd. Hryllingurinn við klefann var horfinn. Það eitt fannst henni kynlegt, að Anton kom ekki á móti henni. Hann stóð framan við bálkinn og hreyfði sig ekki. Hann rétti henni meira að segja ekki höndina. Hún gekk til hans og þá mælti hann: „Verneuil hefur skýrt mér frá heimsókn þinni. Þakka þér fyr- jr, að þú ert komin". Nú skildi hún. Hingað til og jafnvel á þessari stundu vissi hann ekki, að hún var sannfærð uon sakleysi hans. Hún rétti handleggina að hon- um. Nú kom hann til móts við hana, eins og hann vildi segja: Leiðin er löng. Þessi klefi er ekki eins lítill og hann sýnist. Hann tók um hendur hennar. Hann kyssti á hægri hönd hennar, síðan á þá vinstri og svo aftur á þá hægri. Hún vissi ekki ennþá, hvað hún átti að segja. Loksins rauf hún þögnina. „Sewe kom því í kring, að ég mætti heimsækja þig“. „Sewe?“ „Já. Við vorum hjá Verneuil í gær. Ég átti að skila til þín frá honum, að þú ættir ekki að vera áhyggjufullur, því hann myndi bráðum losa þig út héðan“. „Það var honum líkt“. Og með kæfðri rödd endurtók hann: — „Það var honum mjög líkt“. Ég átti að spyrja þig, hvaða málafærslumanns við við ættum að snúa okkur til“. ,Ekki til neins. Ég get varið mig sjálfur". Málrómurinn var nærri því önugur. Hann leit í kringum sig. „Fáðu þér sæti“. Hann benti á lítinn stól, sem stóð hjá litlu, óhefluðu borði. — settist á bálkinn. „Segðu Sewe, hve ég er hon- um þakklátur. Það er ekki ein- göngu vegna þess, að hann trúir mér auðsjáanlega. Ég er ekki hissa á því. í frumskógunum virð ast þeir þekkja fjölda manna, enda þótt þeir lifi að mestu inn- an um górillaapa, eða einmitt þess vegna“. Hann studdi olnbog unum á hnén og horfði á Veru. Barnagummíbuxur Við höfum nú fengið 6 nýjar tegundir af barna- gúmíbuxum, sumar með silki utan yfir, og einnig smelltar, sem má sjóða. Buxurnar eru mjög smekklegar í mörgum stærðum og litum, og verðið aldrei jafn lágt, eða frá 16,50 stk. í dag, nota allar mæður gúmmíbuxur á börn sín frá fæðingu, það bæði eykur hreinlæti, og sparar þvott fyrir móðurina. Buxurnar eru þunnar og með Ioftgötum, og eru því ekki til óþæginda fyrir barnið. Mæður, kynnið yður úrval okkar af barnagúmm íbuxum. Snyrtivöruúrvalið er hjá okkur. Þér eigið alltaf leið um Laugaveginn. ClausensbúÖ Snyrtivörudeild — Laugavegi 19 „Mér þykir meíra um það vert, að ég get nú loks skýrt fyrir þér------“. „Hvað ætlar þú að skýra fyrir mér?“ „Hvers vegna ég var hjá Zentu?“ Hún var hissa á, að henni heppnaðist að hlæja. Hann horfði spyrjandi á hana. „Ég veit aðeins, hvers vegna þú varst ekki með henni“, sagði hún. „Hvernig þykist þú vita það?“ „Sewe sagði, að það væru tii menn, sem gera ekki ákveðna hluti — enda þótt þeir geti gert annað. Ég veit, að það var ekkert samband á milli ykkar Zentu. Ég veit það — af því að ég veit það“. Nú skein í allar tennurnar á honum. Áður hló hún, nú hló har.n. Þau tóku bæði eftir því, hve það var merkilegt. Hann sat í fangelsi, ákærður fyrir þátttöku í morði. Þau sátu hvort á móti öðru í þröngum klefa, þar sem sólin skein aðeins inn gegnum þröngan glugga hátt uppi á vegg. Hve margir fangar höfðu dvalið innan þessara fjögurra veggja? Á hurð og veggjum voru rispuð strik. Fangar höfðu rispað þau með’ skeiðum. Áttu þau að merkja daga, vikur, mánuði eða jafnvel ár? Þau gátu ekki hugs- að um það nú. Þau hugsuðu að- eins um það, að þau treystu hvort öðru og að saman væru þau sterkari en stálhurðirnar með rimlagatinu. „Þá er allt gott“, sagði hann. Hún hristi höfuðið. „Þú tekur of létt á öllu, Anton. Það, sem þú, ég og Sewe vitum, er ekki nægilegt. Við verðum að sannfæra Verneuil". Svipur hahs varð myrkur og örið á enni hans þrútnaði. „Það er ekki fyrir fjandann að sannfæra Verneuil* sagði hann‘„ „Ef Zenta væri á lífi —. En Zenta er dauð. Hún getur ekki sagt honum sannleikann. Hún ætlaði að telja mig á að hjálpa sér til að flýja“. , „Verneuil veit það. Hann álít- ur, að það mæli gegn mér“, „Af því að hann veit ekki meira. Hann hyggur, að hún hafi hvatt mig til að koma sér úr landi, af því að ég hafi verið í vitorði með henni. í raun og veru ætlaði hún að láta mig hafa mikla fjárupphæð, og þegar ég hafnaði því, ætlaði hún að nefna mér nafn tilræðismannsins. Snöggvast kom sú freisting að mér, að hjálpa henni“. „Hvers vegna hefur þú ekki sagt Verneuil þetta?“ „Af því að hann myndi álíta það upþspuna. Það komst ekki svo langt, að hún nefndi mérnafn mannsins, sem ætlaði að skjóta Sewe“. Hann strauk sér yfir ennið. „Ég vfit það ekki, Vera, en mér finnst það, sem hefur kom ið fyrir þessa síðustu mánuði, sé allt samofið. Tilboðið, sem Dela- porte gerði Hermanni — Her- mann og Zenta — tiuraunin til að láta mig fremja meinsæri — málaferlin — Lúlúa — morðið í garðinum— tilræðið við Sewe — handtaka mín“. Hann stóð upp og leit upp að litla glugganum á veggnum, eins og hann væri að búast við, að skýringin kæmi inn um hann með sólarbirtunni. — „Segðu Sewe, að hann þurfi að athuga árásina, sem gerð var á líf hans“. Hann talaði nú með miklum alvöruþunga. „Sár- bændu hann um, að gera það mín vegna. Spurðu mig ekki, hvers vegna — ég gæti ekki svarað þér því — en ég er þess fullviss, að sakleysi mitt verður sannað á þeirri stundu, er þeir finna mann inn, sem miðaði byssunni á Sewe í frumskóginum". Hún stóð upp til þess að ganga til hans. Lykillinn marraði í skráargat- inu. Hún gat aðeins rétt honum höndina. Hann mælti, um leið og hann afsakaði gleymsku sína: „Hvernig líður börnunum?“ „Þeim líður vel, þau eru að spyrja eftir þér“. „Gerðu þau róleg, Vera“. Því næst gekk hún 1 flýti til baka eftir ganginum. Þegar hún kom heim, sagði stúlkan henni, að Sewe prestur hefði hringt tvisvar. Fáum mínútum síðar hringdi síminn. „Getið þér skilið börnin ein eftir í sólarhring hjá stúlkun- um?“ spurði Sewe. Er hún játaði því, mælti hann: „Látið þér Ofan í litla ferða- tösku. Ég hitti yður eftir klukku stund á flugvellinum“. Skrúfurnar á tveggja hreyfla flugvélinni voru farnar að snú- ast, þegar Vera kom á flugvöll- inn. Sewe tók í hönd hennar og leiddi hana þegjandi að göngu- brúnni. „André Mártin hefur boðið mér að heimsækja sig“, sagði hann, þegar vélin lyfti sér til flugs yfir Leopoldville. „Þér vit- ið, að hann á námur á Kasai- svæðinu. Hann er formaður fé- lagsins, sem hefur stjórn ný- lendu minnar með höndum. — Hann sagðist ætla að tala við mig um örlög nýlendunnar —“ Hann þagnaði. ,,Ég skýrði hon- um frá því, að ég vildi eiga sam- talið við hann í vitnis viðurvis‘t“. Vera roðnaði. „Og þér hafið kosið mig til þess, Sewe prestur?“ Presturinn snerti léttilega hönd hennar. „Það er ekki eingöngu vegna þess, að ég treysti yður, frú Wehr. Ég er sannfærður um, að árásin á líf mitt og örlög Antons eru í sambandi við nýlendu ....gpariö yðui hlaup á milli naaj-gra vcrzkura1- «0L óm «WI! - Austurstrseti sfilltvarpiö a t u Andi, sem hefur verið ásakað- IDepil litla, leggst dapur til hvíld- ur fyrir að stríða hænsnunum, ar í kofanum sínum. En ærsla- þegar hann var aðeins að hjálpa fenginn hvolpurinn lætur hann ekki hafa nokkurn stundlegan. ara sinn með því að klifra upp frið. Andi reynir að forðast kval-1 á stóran stein, sem stendur fyrir j Flmmtudagur 22. október: 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfregnir). 12.00 Hádegisútvarp. (12.25 Fréttir og tilkynningar). 12.50—14.00 „A frívaktinni“, sjómanna* þáttur (Guðrún Erlendsdóttir). 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir,- tilkynningar). — 16.30 Veðurfr. 19.00 Tónleikar. —- (19.25 Veðurfr.). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Frásaga: Finnska ævintýrið (Njörður P. Njarðvík, stud. mag.) 21.00 Tónleikar: Gúnther Arndt-kór- inn syngur þýzk þjóðlög. Gunther Arndt stjórnar. 21.30 Utvarpssagan: Garman og Worse eftir Alexander Kielland. XX. lestur (Séra Sigurður Einarsson). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: ,,Ef engill ég væri" eftir Heinrich Spoerl. VII. lestur (Ingi Jóhannesson). 22.30 Frá tónleikum Sinfóníuhljómsveit ar Islands í Þjóðleikhúsinu 6. þ. m. Stjórnandi Wilhelm Brúckner- Rúggeberg. Sinfínía nr. 3 í Es-dúr op. 55 (Ero ica) eftir Beethoven. 23.20 Dagskrárlok. Föstudagur 23. október 8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05 Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.). 12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 FréttiT tilkynningar). 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 15.00 Miðdegisútvarp. — (16.00 Fréttir og tilk.). — 16.30 Veðurfregnir. 19.00 Tónleikar. — (19.25 Veðurfr.). 19.40 Tilkynningar. 20.00 Fréttir. 20.30 Erindi: Barnaverndin (Lára Sig- urbjörnsdóttir). 20.50 Tónleikar: Fritz Kreisler leikur fiðlulög. 21.05 Frásaga: Sagan um Grétu frænku (Sigurður Magnússon fulltrúi). 21.30 Tónleikar: Tilbrigði í B-dúr op. 82 nr. 2 eftir Schubert. Paul Bad- ura-Skoda og Jörg Demus leika fjórhent á píanó. 21.40 Erindi: Clmenceau og Versala- samningurinn (Baldur Bjarnason magister. 22.00 Fréttir og veðurfregnlr. 22.10 Kvöldsagan: „Ef engill ég væri“ eftir Heinrich Spoerl. VIII. lest- ur (Ingi Jóhanneáson). 22.30 I léttum tón: a) Line Renaud syngur frönsk lög b) Hljómsveit Melachrimos leikur óperettulög. 23.00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.