Morgunblaðið - 22.10.1959, Page 2
2
MORCVNBLAÐ1Ð
Fimmtudagur 22. okt. 1959
— Útvarpsumrœðurnar
Framhald af bls. t.
loknum, en það yrði gert með
því einu móti að efla Sjálfstæð-
isflokkinn, er ynni undir kjör-
orðinu „Stétt með stétt“ og
munu ávalt leitast við að koma
i í veg fyrir að
ranglæti yrði
framið á ein-
stökum stéttum.
Þannig hefðu
þeir lýst sig and
víga bráða-
birgðalögum Al-
'oýðuflokks
stjórnarinnar og
lofað að sjá um,
að bændum yrði bætt tjón þeirra
vegna. Það hefði verið illa mælt
af forsætisráðherra £ útvarps-
umræðum kvöldið áður, er hann
hefði sagt að ekki skipti máli
hverju hefði verið lofað í vetur.
Framsóknarmenn hefðu skamm
að Sjálfstæðismenn fyrir að
standa að þessum lögum ,enda
þótt þeir hefðu lofað að greiða
atkvæði á móti þeim. Bændur
mundu ekki láta blekkjast af
þeim áróðri Framsóknar. Þeir
þekktu orsakir erfiðleika land-
búnaðarins um þéssar mundir, er
væru hinir þungu Framsóknar-
skattar á öllum rekstrarvörum
og nauðsynjum landbúnaðarins
frá vorinu 1958.
Ræðumaður kvað bændur vita,
að hlutur þeirra yrði ekki réttur
fyrr en Sjálfstæðisflokkurinn
fengi forystuna í landbúnaðar-
málunum.
Ingólfur Jónsson lauk ræðu
sinni með þessum orðum:
Fyrir þessar kosningar vil
ég að lokum aðeins biðja un
eitt: Að kjósendur íhugi mál
in á hlutlausan hátt, og geri
sér þannig grein fyrir því,
hvaða stefna er líklegust til
þess að tryggja þjóðinni góð
lfskjör og bjarta framtíð.
Pétur Sigurðsson sjómaður
gerði viðskilnað vinstri stjórnar-
innar að umræðuefni í upphafi
máls síns, er engin samstaða
hefði verið um nein úrræði við
nýrri verðbólguöldu og öngþveiti
því, sem r í k t
hefði í efnahags-
málum þjóðar-
innar. Allt sem
V-stjórnin hefði
gert, hefði hún
þótzt gera í
nafni verkalýðs
og launþega, en
hefði hafið
stjórnarferil sinn
með því að stela 6 vísitölustig-
um af launþegum, bundið kaup-
ið og framið sína fyrstu gengis-
fellingu, eða gert allt það sama
sem kommúnistar og Framsókn-
armenn segðust berjast gegn í
dag.
Fullyrðing V-stjórnarinnar um
samstöðu launastéttaana með
framkvæmdum hennar hefði ver-
ið byggð á sams konar blekking-
um og stjórnarmyndunin sjálf, en
stjórnin hefði hafið þann leik,
er Alþýðuflokkurinn léki nú, —
svik við einstakar stéttir.
Ræðumaður sagði að með upp-
gjöf V-stjórnarinnar hefði sósíal-
isminn beðið ósigur á íslandi, eins
og í öllum lýðfrjálsum löndum.
Sá ósigur hefði verið áréttaður
af Alþýðuflokknum, er fleygði
nú frá sér úreltum fræðum um
þjóðnýtingu og ríkisafskipti.
Samt ynnu kommúnistar og sá
flokkurinn, er stæði til vinstri við
þá báða, að myndun nýrrar V-
stjórnar. Pétur Sigurðsson lauk
ræðu sinni með þessum orðum:
Sjálfstæðisflokkurinn býður
nú launastéttum þessa lands
að gerast meðeigendur og með
ráðamenn að þjóðarauðnum,
ekki á grundvelli nýrra hafta
og þjóðnýtingar heldur á
gnundvelli athafna og andlegs
frelsis, undir kjörorðinu stétt
með stétt, þar sem þjóðin öll
mun sækja fram, hlið við hlið
að sameiginlegu markmiði,
bættum lífskjörum undir for-
ystu Sjálfstæðisflokksins.
í annari umferð töluðu Frið-
jón Þórðarson og Jóhann Haf-
stein.
Friðjón Þórðarson kvað það
athyglisvert við þessa kosninga-
baráttu, hve Framsóknarmenn
berðust' nú ákaft fyrir myndun
nýrrar vinstri stjórnar, og vitn-
aði í því sambandi í ummæli
Hermanns Jónassonar í útvarp-
inu. Rakti hann síðan feril
V-stjórnarinnar, er einkennzt
hefði af valdabraski, auknum
lántökum og auknum skattaálög
uai. Endalok stjórnarinnar hefðu
svo orðið, að Hermann hljóp frá
stýrinu í des. s.l., og sá ekkert
nema verðbólgu framundan. Svo
kenndi hann nu Sjalfstæðismönn
um um allt saman.
Fór ræðumaður nokkrum orðum
um loforð og vanefndir V-stjórn-
arinnar og varpaði fram þeirri
spurningu, hvort það væri rangt
af þjóðinni að vantreysta vinstri
s t j ó r n . Hann
kvað Hermann
h a f a afsakað
það, að stjórnin
keypti ekki til
landsins 15 nýja
togara á þeirri
forsendu, aðEng
lendingar o g
Þjóðverjar
wtsmKŒífflUm hefðu kippt að
sér hendinni f því efni. Á 10
framboðsfundum í Vesturlands-
kjördæmi hefði því hins vegar
verið haldið fram af frambjóð-
anda kommúnista, að fulltrúar
Framsóknar og Alþýðuflokksins
í V-stjórninni hafi hreinlega
svikizt um togarakaupin, og full
trúar þessara flokka hefðu ekki
gert minnstu tilraun til að
hnekkja þeim áburði.
Friðjón Þórðarson ræddi því
næst bráðabirgðalögin og vanda
efnahagsmálanna. Kvað hann
kjósendur nú hafa «m tvo kosti
að velja, að styðja nýja V-stjórn
til valda eða efla Sjálfstæðis-
flokkinn til myndunar ábyrgri
ríkisstjórn, er mundi veita landi
og þjóð örugga forystu um lausn
þeirra vandamála, sem við er að
glíma. Reynslan af vinstri stjórn
inni væri slæm, ekki sízt fyrir
bændur landsins. Að lokum skor-
aði ræðumaður á íslendinga að
veita Sjálfstæðisflokknum öflugt
brautargengi í kosningunum og
kjósendur í Vesturlandskjör-
dæmi að tryggja kosningu
minnst þriggja manna á lista
Sjálfstæðisflokksins.
Jóhann Hafstein, alþingismað-
ur, kvað Alþýðuflokkinn minna
sig þessa dagana á frásögnina um
sveisstaulann Hött í Hrólfssögu
Kraka, er hin styrka hönd Böðv-
ars bjarka hefði stutt til stór-
ræða. K v a ð s t
h a n n gleðjast
yfir umskiptun-
um á Alþýðu-
flokknum eftir
að Sjálfstæðis-
flokkurinn hefði
kippt í hann á
b r ú n dýrtíðar-
flóðsins í fyrra,
er vinstri stjórn-
in hefði sokkið í djúpið. Nú vant-
aði ekki kokhreystina i þetta lið,
er fyrir einu ári síðan hefði ver-
ið undir sömu sök selt og hinir
flokkar vinstri fylkingarinnar.
Þá fór ræðumaður nokkrum
orðum um bráðabirgðalögin og
ásakaði ríkisstjórnina og Alþýðu-
flokkinn fyrir að hafa látið von-
ina um vinsældir hjá neytendum
ráða gerðum sínum í því máli.
yék því næst að dylgjum Einars
Ágústssonar um útsvarsívilnanir
Sjálfstæðismanna og kvað þenn-
an unga frambjóðanda ekki
mundi upphefja sjálfan sig á að
apa rógsaðferðir úr Timanum, er
málefnabaráttan væri á þrotum.
Jóhann Hafstein kvað tvennt
einkenna kosningabaráttuna nú,
hið fyrra væri dómur reynslunn-
ar í kjördæmamálinu og hið síð-
ara hin augljósi vanmáttur og
ósigur vinstri stefnunnar í stjórn-
málum. Rakti hann bæði þessi
atriði nokkuð nánar og lauk máli
sínu með þessum orðum:
Við verðum að efla frið og
samhug, — vinnufrið og stétta
samstarf til þess að okkur
megi lánast erfið úrlausn efna-
hagsmálanna, — stöðvun verð
bólgunnar samfara tuppbygg
ingu og endurreisn nýrra og
gamalla atvinnuvega.
Sjálfstæðisflokkurinn vænt-
ir þess að geta lagt fram
krafta sína alla og óskipta að
þessu marki eftir kosningarn-
ar um helgina.
Bjarni Benediktsson, alþingis-
maður, talaði af hálfu Sjálfstæð-
isflokksins £ síðustu umferð
Kvað hann sér hafa dottið í hug
talshátturinn: árinni kennir
illur ræðari, er hann hefði heyrt
Norðmenn að gefast upp
á Fríverzlunarsvæðinu
!
KOSNINGASKRIF-
STOFA SJÁLF-
STÆÐISFLOKKSINS
í REYKJAVÍK
er í Morgunblaðshús-
inu, Aðalstræti 6, II.
hæð. — Skrifstofan er
opin alla daga frá kl.
10—22. —
k ★ k
Stuðningsfólk flokksins
er beðið að hafa sam-
band við skrifstofuna
og gefa henni upplýs-
ingar varðandi kosn-
ingarnar.
k ★ k
Athugið hvort þér séuð
á kjörskrá í síma
12757.
•k ★ -k
Gefið skrifstofunni upp-
lýsingar um fólk sem
verður fjarverandi á
kjördag, innanlands og
utan.
k ★ k
Símar skrifstofunnar eru
13560 og 10450.
KAUPMANNAHÖFN, 21. okt.
("Frá Páli Jónssyni): —
Danska blaðið Information
upplýsir að norski verzlunar-
málaráðherrann Arne Skaug
hafi í dag snúið heim frá
Uondon, eftir árangurslausar
viðræður við brezk yfirvöld
um bætta aðstöðu fiskiðnaðar
ins í hinu svonefnda Frí-
verzlunarsvæði.
Norðmenn fóru fram á það
við Breta, að niðursoðinn og
hraðfrystur fiskur yrði flokk
aður undir iðnaðarvörur í
kunnugt er miðar Fríverzlun-
arsvæðið að því fyrst og
fre^-jt að afnema innflutnings
hömlur og tolla af iðnaðar-
vörum.
Bretar hafna þessum óskum
með öllu og vilja ekki heyra
á annað minnzt en að fiskur
og allar fiskafurðir flokkist
undir landbúnaðarvörur, sem
sæta allt annarri meðferð.
Er nú helzt útlit fyrir það,
að Norðmenn segi sig úr Frí-
verzlunarsvæðinu, vegna þess
verzlunarsamskiptum Fríverzl ' að svo virðist sem Bretar vilji
unarlandanna, en eins og öllu ráða í því.
! Aðeins 3 dagar til kosninga
!
Spilakvöld Sjálfstæðis-
félags Carðahrepps
SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Garða-
hrepps heldur spilakvöld fyrir
stuðningsmenn D-listans í Garða
hreppi og nágrenni í kvöld kl.
8,30 í samkomuhúsinu á Garða-
holti.
Til skemmtunar verður félags-
vist, ávarp og skemmtiatriði.
Skorað er á félagsfólk og aðra
stuðningsmenn D-listans að fjöl-
menna.
Hermann -Jónasson kenna öðr-
um en sjálfum sér um ófarnað
vinstri stjórnarinnar. Hann hefði
>ó ráðið áhöfn á stjórnarskút-
una hefði vitað, að hverju hann
gekk. Hann
^ŒÍll!f||ji ± hefði vitað, að
kommúnistar
ííJPyf" || voru allsráðandi
4 j Alþýðubanda-
laginu. Ásakan-
ir hans á forystu
m e n n Alþýðu-
flokksins væru
einnig tilefnis-
lausar. Þeir
hefðu flestir verið ólmir að ráð
ast í skiprúm hjá Hermanni. Það
væru ekki foringjarnir heldur
kjósendur Alþýðuflokksins sem
hafa sýnt að þeir vilja ekkert
með Framsókn hafa að gera.
En kjósendur Alþýðuflokksins
þyrftu að varast sína eigin for-
ingja, er oftast hefðu fallið fyrir
freistingunni, er þeir hefðu talið
sig hafa úr einhverju að spila.
Þá vísaði ræðumaður til umræð
anna og kvað ekki líkindi á sam-
starfi Sjálfstæðismanna og Fram-
sóknarmanna og spurði í því sam-
bandi, hvað það væri, sem Fram-
sókn byði upp á. Skildist mönn-
um að vinstra samstarf væri
lausn hennar. Það ætti því að
manna skútuna sömu skipshöfn
og Framsóknarmenn hefðu lýst
að reyndist svo hrapallega á ár-
unum 1956—58. Ef svo færi, væri
ekki einungis skipshöfnin, sundur
laus og svikul að dómi skipherr-
ans, heldur væri einnig sá í
skipstjórn, er sjálfur hljóp frá
borði á hættunnar stund 4. des. sl.
Þá ræddi Bjarni Benediktsson
um þá spillingu er þróast hefur
í tíð V-stjórnarinnar og verið að
koma fram í dagsljósið að undan-
förnu, eins og nánar hefur verið
vikið að hér í blaðinu. Drap hann
m. a. á varnarmálin, hneyksli hús
næðismálastjórnar, er væri í-
mynd alls vinstra samstarfs, róg-
burðinn um útsvarsálagninguna
og olíuhneykslið.
Ræðumaður vék að því, að
kommúnistar hefðu nýlega lýst
því yfir í stefnuskrá sinni, að
þeir væru andvígir því að af-
nema uppbóta- og niðurgreiðslu-
kerfið, að því er þeir sjálfir segðu
vegna þess, að þeir vildu með því
tryggja stöðug ríkisafskipti, höml
ur og höft. Af sömu ástæðu vildu
þeir auka viðskiptin við löndin
bak við járntjald. Með því von-
uðu þeir að geta þvingað íslend-
inga til sívaxandi frelsissvipting-
ar í atvinnumálum. íslendingar
óskuðu hins vegar efúr viðskipt-
um við allar þjóðir, en mundu
ekki láta erlend stórveldi, beint
eða óbeint, ákveða hverja stjórn-
arhætti við hefðum í okkar eigin
málum. Það mundu kjósendur
ákveða í almennum kosningum.
Bjarni Benediktsson kvað eðli-
legt í lýðræðislandi að hart væri
deilt fyrir kosningar, en deilurn-
ar mættu aldrei skyggja á það
sem væri sameiginlegt. Öll ætt-
um við ótrúlega skammt ættir
að rekja til forfeðra og formæðra
í öllum fjórðungum og héruðum
landsins og um allt ísland
mundu dreifast niðjar þeirra er
nú lifa. Sumir landshlutar væru
nú þéttbýlli en aðrir en fólkið
myndi ekki sitja kyrrt frekar
héðan í frá en hingað til, held-
ur fylgja afkomumöguleikunum,
þjóð sem væri í örum vexti
þyrfti stærra íand en ekki minna
en það sem við nú lifum í og
því mætti hinn byggilegi hluti
landsins ekki dragast saman.
Þess vegna hlytu allir íslend-
ingar að leggjast á eitt um það,
að gera allt Island lífvænlegra
en það var áður. Um leiðirnar
mætti deila en ekki markmiðin.
Þá vék ræðumaður að þeirri
leið, er Sjálfstæðismenn hefðu
bent á og teldu liggja til bættra
lífskjara. Aflvakinn og leiðar-
stjarnan væri frelsi einstaklinga
og þjóðarheildar, eri allir þegn-
ar landsins ættu að njóta jafn-
réttis. Blind auðhyggja væri jafn
úrelt og trúin á að ríkisforsjá
leysi allan vanda. Það væru ein-
staklingarnir í landinu, fólkið
sjálft, e*! ynni verkin, stór eða
smá.
Stjórnmálaflokkar hefðu að
undanförnu gert sér of títt um
þau málefni, sem betur væru
komin í höndum einstaklinga og
frjálsra samtaka þeirra. Sjáif-
stæðismenn teldu miklu skipta
að sem allra flestir einstakling-
ar yrðu virkir þátttakendur í at-
vinnurekstri og þeim kæmi þess
vegna ekki til hugar að selja al-
menningsfyrirtæki til einstakra
auðmanna. Þeir vildu með opn-
um hlutafélögum og frjálsum
verðbréfamarkaði tryggja þátt-
töku almennings í atvinnurekslri
án milligöngu stjórnmálaflokka,
sem nóg hefðu á sinni könnu,
enda teldu Sjálfstæðismenn mis-
beitingu almennings-fyrirtækja
og félagsskapar í flokksþágu eina
verstu meinsemd íslenzkra stjórn
mála nú.
Bjarni Benediktsson lauk máii
sínu með þessum orðum:
Þjóðin hefur nú fengið nóg af
glundroða, úrræðaleysi og stjórn-
leysi. Það er ekki okkar, sem í
baráttunni stöndum að segja fyr-
ir um hver sigur eigi skilið. Við
getum gert það eitt að leggja
okkur alla fram í baráttunni fyr-
ir þann málstað, sem við teljum
horfa þjóðinni til heilla. Það
munu Sjálfstæðismenn um land
allt gera og aðrir þeir, sem nú
skilja, að ísland þarf örugga og
stefnuvissa stjórn. Margir munu
telja, að þar sé stærsta flokkn-
um, fulltrúa allra stétta, sem
skýrasta stefnu hefur markað,
bezt treystandi. En kjósendur
skera úr, frjálsir og óháðir við
kjörborðið. Megi ákvörðun
þeirra verða landi og lýð til gæf u
og gengis.
Seltjarnarnes
KOSNINGASKBIFSTOFA Sjálf-
stæðisflokksins á Seltjarnarnesi
er að Útsölum, opin daglega frá
kl. 19—22, sími 14434.