Morgunblaðið - 22.10.1959, Síða 6

Morgunblaðið - 22.10.1959, Síða 6
6 MORGUNBLAÐ1Ð Fimmtudagur 22. okt. 1959 Stefna Sjálfstæðisflokksins og verkamenn Rætt við Gunnar Sigurðsson, verkamann, sem segir m.a.: flldrei oftur vinstri stjorn fylgir Sjálfstæðisflokknum að málum? — Sjálfstæðisflokkurinn er flokkur allra stétta, og við Sjálfstæðismenn treystum hon um bezt til að vinna að okk- ar málum. Við viljum ekki að stétt vinni gegn stétt, en Sjáif stæðisflokkurinn hefur sýnt í stefnuskrá sinni, að hann vill að allar stéttir beri sem mest úr býtum. Eins og nú er kom- ið, er Sjálfstæðisflokkurinn eini flokkurinn, sem hefur möguleika á meirihluta á Al- þingi og þar með möguleika á að mynda styrka og ábyrga stjórn. Stjóm eins flokks yrði áreiðanlega bæði styrkari og farsælli en samstjórn margra flokka. — Voru verkamenn ekki al- mennt hrifnir af V-stjórninni? — Nei. — Hvers vegna ekki? — Hún brást algerlega. Þeir menn, sem fylgdu forsvars- flokkum V-stjórnarinnar. bundu vonir við hana og gerðu ráð fyrir, að ýmislegt mundi breytast til batnaðar, eins og stuðningsflokkar V- stjórnarinnar höfðu lofað. En þetta fór allt á annan veg. Lof orðin voru svikin og verkföll og óvissa í launamálum verka lýðsins varð aldrei meiri en meðan vinstri flokkarnir fóru með stjórnina. Vinstri stórnin sagði þó á sínum tíma að hún væri sér- staklega stjórn „vinnustétt- anna“. Eru ekki allir verka- menn sammála um að svo hafi verið? — Það kom þá a. m. k ekki fram í bættum kjörum verka- manna. Vinstri flokkarnir í 90 ár hefur hún búið við rætur Esju í DAG verður Gunnhildur Ólafs- dóttir á Vallá á Kjalarnesi 90 ára. Mun hún vera elzt Kjalnesinga, en alla ævi sína hefur hún búið í næsta nágrenni Esju, — og það er að sjá sem nábýlið við þetta fagra fjall hafi orkað vel á Gunn- hildi, því hún er vel ern og vinn- ur enn ýmis störf inni fyrir, og útistörf vann hún í sumar. Það er orðið nokkuð langt síðan ég var orðin svo léleg í handleggj- unum, að ég varð að hætta að vinna í heyskapnum. Nú prjóna ég aftur á móti og spinn á rokk- inn minn. f sumar var ég svo að reyna að halda illgresinu í skefj- um í kartöflugarðinum, sagði Gunnhildur, er einn af blaða- mönnum Mbl. og ljósmyndari þess hittu gömlu konuna að máli heima á Vallá í gær. Gunnhildur er fædd að Eyri í Kjós. Foreldrar mínir voru fjarska fátækir. Ég fór frá þeim átta ára til fóstru minnar, Guð- nýjar Oddsdóttur á Grjóteyri sem er skammt frá Eyri. Það verður að segja hverja sögu eins og hún er, að það var fyrir afskipti sveit- arinnar, að ég var send til upp- fósturs til minnar góðu fóstru á Grjóteyri, því ég var á sveit- inni. Þar var ég svo framundir tvítugs aldurs, að ég fluttist að Hofi hér á Kjalarnesi og þar átti ég heima í 6 ár, en þá flutt- ist ég hingað að Vallá með mann- inum mínum sáluga, Benedikt Magnússyni. Hann hafði keypt þessa jörð, sem gaf af sér eitt kýrfóður. Þá var hér lélegur torf- bær, því hér hafði fátækt fólk búið. Hófum við búskap okkar í þessum gamla bæ, en svo byggði hann Benedikt minn þetta hús. Við unnum að því að stækka jörðina og það smálagaðist allt saman, og hér hefur mér alltaf liðið mjög vel. Það er nokkuð veðrasamt hér á Kjalarnesinu? Mér sýnist hann nú geta hvesst annarsstaðar lika. Hefur þú búið víðar? Nei, blessaður vertu, ég hefi alltaf verið ýmist við norður- rætur Esjunnar eða þá sunnan hennar. Ég hefi lengst komist á ævinni norður á bóginn til Akur- eyrar. — — í búskap okkar Benedikts hér, stunduðum við á vorin hrogn kelsaveiðar, og ég tel að þær veið ar hafi vissulega létt undir með okkur á ýmsan hátt. Við söltuð- um mikið af rauðmaga og grá- sleppu og reyktum líka rauðmag- ann. Ég notaði svo hrognkelsa- kjaftana í fóður á vetrum. Kún- um þótti skelfing gott að fá soðna hrognkelsakjafta. Ég skaust hingað á bílnum á um það bil hálftíma. — Hvað lengi voru þið Benedikt að fara þessa leið er þið fóruð í kaup- stað í gamla daga? Sannast að segja hafði ég aldrei til Reykjavíkur komið fyrr en eftir að við Benedikt hófum hér búskap, en þá var ég 26 ára, eins og ég sagði áðan. Ekki fór ég svo ýkjaoft í kaup- staðinn. Stundum leið árið án þess, en ýmsar orsakir lágu til þess að okkur þótti betra að fara sjóleiðina til Reykjavíkur. Ég hefi alltaf haft sérstaka ánægju af því að annast um skepnur. Það var þess vegna sem ég gat tekið svo mikinn þátt í öllum búskaparstörfum okkar Benédikts sáluga, en hér bjugg- um við okkar búi í 45 ár. Orðsending fró fjnröflunor- nefnd Sjólfstæðisflokksins Verðlags- og kaupgjaldsmál eru mikið rædd í þeirri kosn- iingabaráttu, sem nú stendur yfir. í gær átti tíðindamaður blaðsins tal við Gunnar Sig- urðsson, verkamann í Áburð- arverksmiðunni, um þessi mál meðal annars. — Þú vilt kannski byrja á þvi, Gunnar, að segja mér þitt álit á því atriði i stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins, að náð verði samkomulagi á milli launþega og framleiðenda um stöðvun víxlhækkana á milli kaupgjalds og verðlags? — Ég er á þeirri skoðun, að við eigum að halda áfram á leið stöðvunarstefnunnar, er mörkuð var sl. vetur. En það verður að taka efnahagskerfið til gagngerðrar endúlskoðun- ar. Atvinnureksturinn verður að standa undir sjálfum sér í stað þess að vera háður styrkj- um og uppbótum. Það er einnig hagur okkar verka- mannanna að atvinnurekstur- inn sé sjálfbjarga og hafi efni á að greiða okkur gott kaup. — Eru verkamenn ekki al- mennt hættir að trúa á ein- hliða kauphækkun? — Jú, menn eru orðnir lang þreyttir á þessu kapphlaupi milli kaupgjalds og verðlags. Þó við fengjum kauphækkun kom það strax fram í hækk- uðu vöruverði. Þetta var stíft kapphlaup og fórum við oft halloka út úr því.Það sjá allir, að eins og nú er komið er ekk- ert framundan nema hrun, ef ekki verður gripið til varan- legra ráðstafana. — Þú vildir kannski segja mér, Gunnar, hvers vegna þú höfðu lofað að bæta kjör okk- ar, en þeir sviku það. Við óskum aldrei eftir slík'.i stjórn. Þeir, sem fengið hafa söfnunarlista og merki Sjálfstæðis- flokksins, eru hvattir til að vinna vel og ötullega að söfnun- unni og gera skil svo fljótt, sem auðið er. Einnig er tekið við framlögum í kosningasjóðinn á skrif- stofu fjáröflunarnefndarinnar í Morgunblaðshúsinu á II. hæð. Símar 24059 og 10179. — skrifar úr 1 daglega lifinu J Nemendur gera grin að kennaranum, sem þérar VELVAKANDI hlýddi nýlega á tal tveggja nemenda í ein- um unglingaskóla í bænum. Ræddu þeir um einn kennara sinn, sem þeir sögðu að væri gert grín að vegna þess, að hann léti nemendur þéra sig. Er þeir voru nánar inntir eftir því, hvernig aðrir kennarar í sama skóla brygðust við þéringavandamál- inu, svöruðu nemendurnir því til, að flestir kennaranna létu nem- endurna um það sjálfa hvort þeir þéruðu þá eða ekki. ÞESSI frásögn nemendanna er mjög merkileg og ef til vill einkennandi fyrir skóla- og uppeldismál okkar í dag. Nem- endurnir eru látnir skapa for- dæmið, sem kennararnir þora ekki að skapa af ótta við að þá sé gert grín að þeim. Þéringar eru nú orðnar mjög á reiki í okkar þjóðfélagi eins og allir vita, en það sem veldur mestum vand- ræðum í sambandi við þær, er að það er eins og menn viti aldrei hvenær þeir eiga að þéra og hve- nær ekki. Jafnvel lærifeður ung- dómsins vita ekki í hvorn fót- inn þeir eiga að stíga í þessum efnum. Veldur vandræðalegri framkomu VELVAKANDI minntist þess frá skólaárum sínum, að þá voru sumir kennarar þegar orðn- ir það ónæmir fyrir þéringum, að þeir þéruðu og þúuðu nemendur á víxl. Aðrir héldu aftur á móti þéringunum mjög örugglega. Okk ur nemendunum veittist mikið auðveldara að umgangast og eiga orðaskipti við þá kennara, sem alltaf og undantekningarlaust þér uðu, en hina, sem gerðu það ekki nema endrum og eins. Þá vissi maður aldrei hvenær maður átti að þéra og hvenær ekki, fram- koman gagnvart viðkomandi kennara varð hikandi og vand- ræðaleg fyrir vikið. Ættum ef til vill að leggja þær niður ÞÉRINGAR manna á milli eru nú að komast á svipað stig og lýst hefur verið. Menn vita ekki hvenær þeir eiga að þéra og hvenær ekki. Þegar menn, áður ókunnir hittast, þreifa þeir oft fyrir sér með ópersónulegum á- vörpum til að vita hvort sá, sem þeir eru að tala við þéri eða þúi. Svo kemur kannske þar í sam- talinu, að annar þúar óviljandi og þá er eins og fargi sé létt af báð- um. Þegar þéringar eru komnar á þetta stig, virðist eins skynsam- legt, að leggja þær niður með öllu. Erfitt að fá fólk til að þéra sig VELVAKANDI gerði eitt sinn tilraun um tíma að fá fólk til að þéra sig. Þéraði þá form- lega og óhikað hvern þann af- greiðslumann og konu í almennri þjónustu, er hann átti skipti við og aðra þá menn, er hann ekki þekkti, en átti tal við. Árangur- inn af þessari viðleitni varð væg- ast sagt mjög lélegur. í verzlun- um var maður stundum búinn að þéra afgreiðslustúlkur fjórum til fimm sinnum í einu og þær þú- uðu mann alltaf á móti. Þá var eins og margir áttuðu sig ekki á þessu eða teldu það óþarfa merki legheit, að þéra og venj-vega kost aði það mikla fyrirhöfn, að fá þéringunum svarað í sömu mynt. Afleiðingin varð því sú, að Vel- vakandi lagði niður þéringar nema þegar hann hittir fólk, sem heldur þeim enn í heiðri. Nú vakn ar líka sú spurning í hvert skipti sem Velvakandi hittir mann að máli: Þérar hann, eða þérar hann ekki? Stutt samtal við Gunnhildi Ölafsdóttur Hvort var nú meiri stökkbreyt- ing, að flytja úr gamla torfbæn- um á sínum tíma, eða þegar þið fenguð rafmagnið? Hvorttveggja markaði tíma- mót. En ef ég á að segja eins og mér finnst, þá held ég að mér hafi þótt það öllu meira þegar við fengum rafmagnið. Já, lík- lega höfum við á Vallá verið fyrst bæja hér með rafmagn, og átti Magnús sonur minn, sem hér býr nú, sinn mikla þátt í því að koma hér upp rafstöð. Gunnhildur minnist hlýlega ýmissa, sem verið höfðu vetrar- menn eða kaupakonur á Vallá. Og mig myndi langa til þess að skreppa norður í Eyjafjörð og heimsækja þar gamlan mann, sem hér hefur verið vetrarmaður í 8 vetur. Já, og svo langar mig til að sýna þér mynd af henni Katrínu, sem hér var kaupakona í mörg sumur. Hún var mikil prýðiskona. Hvað hefurðu nú fyrir stafni í dag, ertu að undirbúa afmælið? — Já, afmæli í minni ætt er næsta hversdagslegur viðburður. Eitt barnabarnanna varð 12 ára í gær, og svo verð ég 90 ára á morgun. Ég á orðið mikinn barna- barnahóp, veit reyndar ekki hvað þau eru orðin mörg blessuð. Ég var að ljúka við að prjóna bux- ur á eitt hinna yngri. Fóstru minni þótti ég víst ekki neitt sér- staklega gefin fyrir hannyrðir, þegar ég var lítil telpa. Eitt sinn á björtu vetrarkvöldi, þegar Með- alfellsvatn var á ísi og mig lang- aði að skjótast með skautana mína út á ísinn, spurði ég fóstru mína leyfis. Hún svaraði þá: Það er óhætt að láta þig fara, því ekki prjónarðu svo mikið. — Já, hún var mér alltaf einstaklega góð hún fóstra mín á Grjóteyri. Og hvað er þér nú efst í huga? Guð hefur gefið mér góða heilsu. ★ Þeim Gunnhildi og Benedikt varð fjögurra barna auðið. Eru tvö þeirra á lífi: Steinunn, sem er elzt og býr hér í bænum að Þórsgötu 29, og Magnús á Vallá, faðir Benedikts sem er kunnur dugnaðar- og atorkumaður og rekur umfangsmikla byggingar- starfsemi. Tvær dætur Gunnhild- ar, Arndís og Svafa, eru látnar. Sæmdursænskii heiðursmerki GÚSTAF VI Svíakonungur hef- ur sæmt Sigurð Kristjánsson vara ræðismann Svíþjóðar á Siglu- firði riddarakrossi Nordenstjárne orðunnar í tilefni þess að hann lætur af vararæðismannsstarfinu eftir að hafa gegnt því í 33 ár. Sigurður hefur áður verið sæmd- ur riddarakrossi Vasaorðunnar.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.