Morgunblaðið - 22.10.1959, Page 11
Fimmtudagur 22. okt. 1959
MOUCT’Mlf 4Ttin
11
Siysabæturnar hafa minnkað.
V IÐ vitum öll, hvað verð-
bólga er. Það er að fá minna
fyrir meiri peninga. Fyrst
fáum við að vísu meiri pen-
inga, og þá höldum við að
lífið leiki við okkur. En eins
og nótt fylgir degi, fylgia
verðhækkanir peningafloð-
inu. Vörurnar hækka, húsa-
leiga hækkar, allt hækkar og
niðurstaðan verður, að við
verðum enn lakar settir en
Bakkabræður, þegar þeir
voru að moka í botnlausu
tunnuna, því að við fáum
stöðugt minna fyrir meira
erfiði.
Almennar afleiðingar verðbólg
unnar eru svo kunnar, að ég fer
ekKi að rekja þær hér, enda get-
ur hver litið í eiginn barm og
skygnzt uni eftir því, hvernig
dýrtíðin hefur skammtað honum
naumari kjör. Það hafa að vísu
staðið hærri tölur á umslaginu
með vikukaupinu, en buddan hef
ur samt verið enn þá galtómari
í hver vikulok. Verðbólga á háu
stigi er beint efnahagslegt böl,
getur riðið efnahagskerfi þjóðar-
innar að fullu og valdið þjóðfé-
lagslegri upplausn. Hún er því
þjóðfélagsvandamál, sem stjórn
og stofnanir þjóðarinnar verða
að fást við, meinsemd, sem þeir
aðilar verða að leitast við að
lækna. Jafnframt er hún
einstaklingsviðfangsefni, vágest-
ur heimilanna. og þar þarf hver
fjölskyldufaðir að mæta sínum
vanda og reyna að bregðast til
varnar.
Eins og títt er um plágur og
drepsóttir, ræðst verðbólgan frek
ast þar á, sem garðurinn er lægst
ur, þar sem fyrirstaðan er minnst
og varnirnar veikastar. Þeir
gjalda því veðbólgunnar venju-
lega harðast í þjóðfélaginu, sem
sízt skyldi, þeir, sem við kröpp-
ust kjöria búa eða lengst og mest
hafa erfiðað fyrir þeim verðmæt-
um, sem varpað er í svelg verð-
bólgunnar. Það er því engin til-
viljun, að byltingarforingjar,
sem vilja ríkjandi þjóðfélög feig,
Á 30 árutn hefur verðgildi
krónunnar lækkað um 93%.
hafa talið verðbólguna til sinna
traustustu bandamanna, því að
ems og Lenin sællar minningar
benti á, þá er auðveldasta leiðin
til þess að kollvarpa þjóðskipu-
lagi, að eyðileggja pemngakerfi
þess.
Athugum því, í hvaða knérunn
verðbólgan heggur tíðast og hvar
hún~ er jafnframt stórhöggust.
Það eru þá fyrst og fremst spar-
endurnir í landinu. Það fólk, sem
setur til hliðar af tekjum sínurn
og leggur í sparisjóð eða banka.
Þetta fólk erfiðar fyrir framtíð-
ina. í stað þess að veita sér í dag
eitt eða annað, sem hugann girn-
ir, þá neitar það sér um ýmsar
lífsins lystisemdir, en safnar fé,
sem síðar á að nota til þess að
stofna heimili, eignast íbúð,
koma börnunum til mennta, eða
leggja það í varasjóð til elliár-
anna, þegar starfsþrekið þrýtur.
Þetta fólk er traustasti horn-
steinn sérhvers þjóðfélags. Að rót
arslíta það er að kippa stoðum
undan þjóðfélagsbyggingunni. Á
sparsemi þessa fólks byggjast
möguleikar þjóðarinnar til fjár-
festingar og nýsköpunar atvinnu
veganna. Sparifé landsmanna
nemur í dag 1916 milljónum kr.
Það hefur um það bil þrítug-
faldazt á síðustu tuttugu árum.
En verðgildi þess hefur ekki auk-
izt að sama skapi og krónutalan
hefur vaxið_ því að á liðnum
30 árum hefur verðgildi krón
unnar rýrnað um ca. 93%. Verð-
bólgan hefur stöðugt seilzt í vasa
sparendanna og rænt þá arðin-
um af öllu erfiði þeirra og sjálfs-
afneitun. Þjóðfélagið hefur látið
þessa þörfustu og traustustu
þegna sína standa uppi með öllu
varnarlausa gegn verðbólgu-
ófreskjunni, og það þótt hið opin-
bera hafi verið að hvetja jafn-
vel börnin til sparnaðar með því
frá því árið 1954 að gefa um 38
þúsund skólabörnum sparisjóðs-
bækur, til þess að hefja spari-
fjársöfnun samtímis skólagöng-
unni.
En það er víðar, sem verðbólg-
an hefur skorið vænar sneiðar af
kjarabrauði fólksins. Þannig hef-
ur hún hrifsað til sín drjúgan
skerf af ýmsum þeim félagslegu
umbótum og þeirri lýðhjálp, sem
frekast er ætlað að létta lífsbar-
áttu þeirra, sem við krappari
kjör búa, og sömuleiðis glefsað
í þær bætur, sem tryggingarnar
láta mönnum í té, er á bjátar.
Má þar fyrst nefna fjölskyldu-
bæturnar. Ef- tekin er fimm
barna fjölskylda, þá væri vísitala
fjölskyldubóta hjá henni í dag
238, ef reiknað væri með, að vísi-
tala Dagsbrúnarkaups væri 255.
Það þýðir, að fjölskyldubæt-
urnar hefðu síðan 1947 hækkað
17 stigum minna en kaup Dags-
brúnar-verkamannsins. Ef bæt-
urnar yrðu reiknaðar á barn,
(breytingar hafa orðið á fjölda
þeirra barna_ sem bætur miðast
við), þá liti þetta samt miklu ver
út, því að þá væri vísitala fjöl-
skyldubóta aðeins 190 stig og
hækkunin þar með 60 stigum á
eftir Dagsbrúnarkaupinu.
Hliðstæðan samanburð má t. d.
gera á ýmsum slysatryggingum,
og lítur dæmið þá þannig út:
Dagsbrúnarkaup 255. Barnalíf-
eyrir 209, Iðntryggingar 209,
því að hluta verið gleiptar af
verðbólgunni.
Þessar tölur, sem hér hafa ver-
ið nefndar, ættu að færa launa-
fólkinu og verkamönnum heim
málastefnu_ sem Sjálfstæðisflokk
urinn hefur boðað í stefnuskrá
sinni, „Leiðinni til bættra lífs-
kjara“ eru úrræði þau, sem
flokkurinn berst fyrir til lausn-
Tíminn felur samvinnu-
félögin hafa beðið ,,hin
versiu áföll" síðari ár
í FORYSTUGREIN Tímans í
gær segir á þessa leið:
„Morgunblaðið segir að
Framsóknarmenn ráði sam-
vinnufélögunum. Það er of-
sagt, en væri það rétt mætti
ætla, að þeir beittu þeirri
skoðanakúgun, sem íhaldið
heldur nú fram, á þann veg,
að útiloka t. d. íhaldsmenn
frá áhrifum og störfum í fé-
lögunum. En það er nú síður
en svo. Þar eru fjölmargir
Sjálfstæðismenn í áhrifa-
miklum störfum og stöðum,
þótt því miður hafi sumir
þeirra reynzt vera hreinir og
beinir skemmdarverkamenn,
og stafa af því, hin verstu
áföll, sem samvinnufélögin
hafa hlotið hin síðari ár.“
Það væri fróðlegt ef Tím-
inn vildi upplýsa nánar í
hverju þessi „verstu áföll“
samvinnufélaganna eru fólg-
in. Þar sem þau hafa að sögn
blaðsins orðið vegna starfa
Sjálfstæðismanna í félögun-
um, liggur beinast við að
álykta, að hér eigi Tíminn við,
að áföllin stafþ af því, að upp
hefur komizt í ríkara mæli á
síðustu árum um pólitíska
misnotkun Framsóknarmanna
á samvinnufélögunum í þágu
Framsóknarflokksins. Bændur
í samvinnufélögunum munu
hins vegar ekki vera sammála
Tímanum í því að telja upp-
ljóstrun á þessari misnotkun
„verstu áföíl“.
38 þúsund skólabörnum hafa verið gefnar sparisjéðsbækur.
sannindinn um, að verðbólgan
ræðst alltaf fyrst og fremst á
kjör þeirra. Það eru þess vegna
þeir, sem öðrum fremur hafa hag
af því að takast megi að ráða
niðurlögum verðbólgunnar. Einn
megin þáttur þeirrar efnahags-
ar verðbólguvandanum. Sjálf-
stæðisflokkurinn heitir því á
launastéttirnar og alla þá, sem
fryggja vilja traust verðgildi ís-
lenzku krónunnar, að veita sér
brautargengi við þær kosningar,
sem í hönd fara.
Fjölskyldubæturnar hafa rýrnað
Dagpeningar: Einhl. 180, Kvænt-
ir 208, vegna barna 193.
Allar þessar tryggingar, sem
þarna eru bornar saman við kaup
Dagsbrúnar-verkamanns, hafa
með vaxandi dýrtíð hækkað tölu-
vert minna en kaupið. Raunveru-
legar tekjur allra þessara styrk-
njótenda og bætur til þeirra hafa
Gerum sigur Sjálfstœðis-
flokksins, sem stœrstan
Góbur árangur Landshappáræffis-
ins sfuölar oð Jbví
N O E R U aðeins örfóir dagar eftir til kjördags og hið
fjölþætta undirbúningsstarf kosninganna gengur greiðlega.
En það er mála sannast, að kosningar kosta mikið fé. Svo
hörð og umfangsmikil sem kosningabaráttan nú er orðin,
verður hún ekki farsællega til lykta leidd nema hún styðj-
ist við nokkurt fjármagn, og það þrátt fyrir mikið og fórn-
fúst áhugastarf margra, karla og kvenna.
Landshappdrætti Sjálfstæðisflokksins, sem hleypt var af
stokkunum í vor, til eflingar starfsemi flokksins, hefir
vakið athygli sem eitt hið stærsta og glæsilegasta hér á
landi. Vinningar eru bæði margir og verðmætir. Miðar hafa
verið til sölu hjá umboðsmönnum í öllum sýslum og kaup-
stöðum landsins. í Reykjavík fást þeir í skrifstofu Sjálf-
stæðisflokksins, kosningaskrifstofunni í Morgunblaðshúsinu
og í happdrættisbifreiðinni í Austurstræti. Þá hafa miðar
einnig verið sendir til meðlima Sjálfstæðisfélaganna í
Reykjavík.
Sjálfstæðisfólk, og annað stuðningsfólk flokksins, sem
veita vill Sjálfstæðisflokknum brautargengi í þessum kosn-
ingum, og stuðla þar með að auknum áhrifum Sjálfstæðis-
stefnunnar á bætt stjórnarfar £ landinu, leggur vissulega
fram sinn skerf til þess með því að greiða fyrir góðum
árangri Landshappdrættisins.
Fyrir því er skorað á alla þá, sem fengið hafa senda miða
og ekki hafa ennþá gert skil, að gera það sem fyrst. Skrif-
stofa happdrættisins í Sjálfstæðishúsinu er opin frá kl.
9 f. h. til kl. 10 á kvöldin, sími 17100.
Sjálfstæðisfólk! Takið nú duglega á. Gerið skil. Kaupið
miða. Með því eflið þið hina þróttmiklu starfsemi Sjálf-
stæðisflokksins og stuðlið að glæsilegum sigri hans í
kosningunum.