Morgunblaðið - 22.10.1959, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 22. okt. 1959
MORCUlVnLAÐIB
13
Sólveig Einarsdóttir
Arnardal — Minning
í Gjafir til Dómkirkjunnar c
HÚN andaðist í sjúkrahúsi Akra-
nesi 1. þ. m. þá tæplega 85 ára
gömul.
Sólveig var fædd í Arnardai
við'Skutulsfjörð 31. okt. 1874. Þar
ólst hún upp og þar mótaðist
skapgerð hennar og þroski, innan
hárra fjalla, svalra vinda og
hrynjandi öldufalla. En í dalnum
hennar, Arnardal, gat einnig að
líta sólríka sumardaga, hrífandi
útsýni frá öllum hliðum, og það-
an blasir við auga hið blikandi
haf, er sólin rís og hnígur við haf
flötinn og hellir geislum sínum
um lög og láð. Einmitt á þessum
stað ól Sólveig Einarsdóttir aldur
sinn frá vöggu til grafar, utan
fimm síðustu æviárin, er hún
dvaldist hjá dætrum sínum á
Suðurlandi, þá farin að heilsu og
kröftum.
Árið 1895 giftist Sólveig Katarín
usi Jónssyni Arnardal, og reistu
þau þar bú á föðurleifð hans og
bjuggu samfleytt í Arnardal til
ársins 1935, fyrst á Ytrihúsum og
síðan á Fremrihúsum. Byggðu
þau þar upp myndarlegt íbúðar-
hús og bættu jörðina á annan
hátt, eftir þeirra tíma mæli-
kvarða.
DOMKIRKJUNNI hefur borizt
vegleg gjöf frá kirkjunefnd
kvenna Dómkirkjunnar. Eru það
4 kertastjakar og kross, allt úr
góðmálmi, í fornum sniðum. Frú
Dagný Auðuns, formaður nefnd-
Kínverjar ógna
Suður-Asíu
NEW YORK. 21. okt. (NTB). —
Haldið var áfram að ræða um
Tíbetmálið á Allsherjarþingi
S.þ. í dag. Þar talaði m.a dr.
Tingfu Chiang fulltrúi kín-
verskra þjóðernissinna. Hann
lagði áherzlu á að stöðug efling
kínverska herliðsins í Tíbet, lagn
ing flugvalla og herflutninga-
brauta fæli í sér geigvænlega
hættu fyrir löndin sunnan
Himalaya-fjalla. Sagði hann að
50 þús. kínverskir hermenn væru
í Tíbet.
Fulltrúar írlands og Malaja
hafa lagt fram ályktunartillögu
í málinu. Tillagan er orðuð var-
færnislega. T.d. er framferði Kín
verja ekki fordæmt beinum orð-
um, heldur er þess krafizt, að
grundvallar-mannréttindi Tíbeta
verði virt.
Meðal ræðumanna í dag var
fulltrúi Hollands, W. A. Chur-
mann, sem andmælti þeim skoð-
unum sem komu fram í ræðu
rússneska fulltrúans, að stinga
bæri ,Tíbet-málinu undir stól
vegna þess, að umræður um það
myndu hafa skaðvænleg áhrif á
þá þróun sem nú á sér stað til
bættrar sambúðar stórveldanna.
Þetta sagði hollenzki fulltrúinn
að væri alveg rangt. Það væri
skoðun sín, að alþjóðavandamál
ætti ekki að leysa með því að
víkja frá grundvallarreglum.
Hann tók fram, að ekkert
raunhæft væri hægt að gera til
að koma í veg fyrir kúgunarað-
gerðir Kínverja í Tíbet. Hins
vegar taldi hann að það ætti að
vera verkefni Sameinuðu þjóð-
anna að fordæma slíkt framferði.
Myndi það veita yfirgangsseggj-
tim bæði nú og í framtíðinni
nokkuð aðhald, ef þeir mættu
eiga von á umræðum á vett-
vangi Sameinuðu þjóðanna.
— Utan úr heimi
Framh. af bls. 10
unum, hitastig o. fl., og er þau
hafa svifið aftur til jarðar í
fallhlífum sínum, geta menn
lesið af þeim og kynnzt þann-
ig ástandi loftsins á hverjum
tíma. Hafa þannig fengizt
ýmsar mikilsverðar upplýs-
ingar.
arinnar afhenti sóknarnefnd
kirkjunnar þessa gjöf sl. laugar-
dag. Hefur kvennanefndin í
nokkur ár unnið að því marki að
búa altari kirkjunnar og áður
gefið altarisklæði úr rauðum
flosdúk. Er það silfurbúið, lagt
gullhúðuðum vínviðarsveig úr
silfri á öllum jöðrum, en í milli
gullhúðaður silfurkross. Alturis-
brún er einnig búin vínviðar-
sveig úr silfri, prýddum íslenzk-
um steinum.
Er óhætt að fullyrða að bún-
aður altarisins sé einstakur í
sinni röð hér á landi og hin mesta I
gersemi og prýði kirkjunnar. Með
vinnu sinni og gjöfum góðra
safnaðarmanna hefur kvenna-
nefndin nú náð marki sínu um
búnað altarisins.
Formaður sóknarnefndar þakk
aði fyrir hönd nefndarinnar og
safnaðarins
— Hver hátur á sjó
Framhald af bls. 8.
hinna vinnandi stétta“, en eins
og allir vita hafa lífskjör launa-
fólks í landinu aldrei verið skert
jafnmikið á jafnskömmum tíma
og á valdaferli vinstri stjórnar-
innar. Þess minnast verkamenn
nú ef til vill betur en flestir
aðrir launþegar 1 landinu. For-
sprakkar vinstri stefnunnar, hélt
Jóhann Sigurðsson áfram, neyttu
allra tiltækra ráða til að telja
fólkinu trú um, að þeir einir
væru þess megnugir að leysa öll
vandamál þjóðfélagsins á réttlát-
an og varanlegan hátt. Þeir gáfu
fyrirheit um þúsund ára ríkið á
íslandi og þóttust búa yfir þeim
lífsins elexír, sem einn gæti ráð-
ið bug á sérhverjum vanda. En
þegar á reyndi spratt ekkert af
þessum elexír annað en fullkom-
in rangindi, stjórnleysi og alger
uppgjöf að lokum. Nú undanfar-
ið hefur launafólkið í landinu
ekki haft við að bíta úr nálinni
með afglöp og sviksemi vinstri
stjórnarinnar, sem lagði meiri og
þyngri álögur á þjóðina en nokk-
ur stjórn fyrr og síðar.
Þá ræddi Jóhann Sigurðsson
nokkuð húsnæðismálin og sagði,
að vinstri stjórnin hefði gengið
svo frá þeim, að stöðvun hefði
verið á næsta leyti. Á meðan a1-
menningur fékk enga fyrir-
greiðslu hjá húsnæðismálastjórn-
inni léku fulltrúar vinstri flokk-
anna þar einhvern hinn Ijótas'a
leik, sem þekkzt hefur hér á
landi, misbeittu völdum sínum
og litu á hverja umsókn með
flokkssjónarmið fyrir augum.
Hefur klíkustarfsemi vinstri
flokkanna sjaldan birzt eins vel
og í þessu máli, sagði Jóhann, og
bætti við:
— Efnahagskerfið er fjöregg
frjólsra framfara í þjóðfélaginu
og það fer eftir því, hvort það
er sjúkt eða heilbrigt, hvort
tekst að sigrast á erfiðleikunum
á leiðinni til bættra lífskjara.
Um þetta verður fyrst og fremst
kosið um næstu helgi. 1 tíð vinstri
stjórnarinnar var öllum stoðum
kippt undan heilbrigðu efnahags-
lífi í landinu og höfum við nú
sopið seyðið af því káli undan-
farna mánuði. Það er lífsspuis-
mál fyrir þjóðina að úr þessu
verði bætt og það er trúa mín,
að engum flokki verði treystandi
til þess að lækna þennan sjúk-
dóm öðrum en Sjálfstæðisflokkn-
um. Sjálfstæðisflokkurinn einn
allra flokka lítur vandann raun-
sæjum augum og hefur lagt fram
stefnuskrá sína í samræmi við
það. Hann einn gengur beint
framan, að vandanum og brýtur
málin til mergjar og segir þjóð-
inni satt til um ástandið, eins
og það er, að vandinn verði ekxi
leystur með gylliloforðum og
glamuryrðum, né yfirboðum rétt
fyrir kosningar, heldur verði að
koma til sameiginlegt átak allra
stétta þjóðfélagsins og erum við
þá komin að kjarna málsins og
því sem sker úr um það, að Sjálf-
stæðisflokkurinn ber höfuð og
herðar yfir aðra flokka í land-
inu. Hann vill, að stétt vinni með
stétt að framfaramálum, - hann
veit, að uppbygging íslands verð-
ur aldrei farsællega til lykta
leidd með því móti að egna stétt-
irnar saman og efna til sífelldra
illdeilna þeirra í milli. Hann vill,
að allir beri sem mest úr být-
um, en er öndverður þeirri
stefnu, sem vinstri stjórnin mark-
aði á sínum tíma, að ýmsar vel
launaðar stéttir þjóðfélagsins fái
launahækkanir, á meðan verka-
mönnum er bannað að krefjast
þeirra. Og Jóhann Sigurðsson
sagði að lokum:
— Vinstri flokkarnir hafa
fengið sín tækifæri, en glatað
þeim vegna sérhagsmunatog-
streitu. Fólkið vill, að Sjálfstæð-
isflokkurinn vísi veginn á kom-
andi árum, því að það veit sem
er að honum einum er til þess
treystandi. Launþegar telja að
kaupbindingarlögin í fyrravetur
hafi orðið til góðs, en þau hafa
ekki læknað meinið heldur að-
eins heft útbreiðslu sjúkdómsins.
Þegar vinstri stjórnin hljóp fiá
borði, virtist þetta vera eina leið-
in, sem til greina kæmi í bili.
Og sannleikurinn er sá, að hag-
ur verkalýðsins í dag er mun
betri en ef vinstri stjórnin hefði
haldizt áfram við völd. En lækn-
ing ó efnahagsmeinsemdinni er
nauðsynleg og hún verður að
fara fram á nýju þingi —, undir
forystu Sjálfstæðisflokksins.
Skammt var til fiskjar í Arnar-
dal og gaf það oft björg í bú,
enda barnahóprinn orðinn stór
er árin liðu og því full þörf á
fyrirhyggju og dugnaði að standa
straum af heimilisþörfunum.
Mann sinn missti Sólveig árið
1938, höfðu þau þá brugðið búi
sem nærri getur, og áttu heima i
Garðshorni í Arnardal, því að
sjálfsögðu var það Arnardalur,
sem heillaði hugann, og átthaga-
tryggðin batt henni fjötur um
fót. Við þennan dal voru minn-
ingarnar tengdar, þar hafði hún
slitið barnsskónum, þar hafði
hún lifað manndóms- og þroska-
árin, með öðrum orðum, þar
hafði hún klofið öldur lífsins, í
blíðu og stríðu.
En það var ekki krókur að
koma í Garðshorn til þeirra hjóna
og síðan Sólveigar einnar. Þar
hlaut hver og einn gestrisni og
hlýjar móttökur, enda höfðu þau
hjón sameiginlega, á langri leið,
veitt mörgum ferðamanninum
greiða og gistingu.
í þá tíð rann ekki ferðamað-
urinn í fínum bíl fyrir mynni
Arnardals eins og nú. Nei, þá var
venjan að nota tvo jafnfljóta,
og mátti gott heita væru þeir
fjórir, kom það sér því oft vel
fyrir ferðamanninn að eiga hauk
í horni í Arnardal, þar sem hægt
var að fá gistingu og góðan beina.
Bar því oft gest að garði hjá Sól-
veigu og manni hennar. Það bar
og við að sjómenn, er leituðu vars
undan vondu veðri lentu í Arn-
ardal, er þau veittu hálp og fyrir
greiðslu. Það gefur því að skilja
að oft hefur verið þröng á þingi
í Fremmrihúsum og naut heim-
ilið þess þá, að Sólveig var dug-
mikil og úrræðagóð kona, er
kunni skil á að leysa vandann
eftir því, sem horfði hverju sinni.
Þau hjónin Sólveig og Kata-
rínus eignuðust 9 börn, 3 misstu
þau í æsku, en 6 lifa, öll gift og
mannvænlegt dugnaðarfólk. Jón,
búsettur í Reykjavík, Halldóra
í Arnardal, Katrín í Grindavík,
Guðmunda í Engidal, Guðjóna á
ísafirði og Þórdís á Akranesi og
að auki tóku þau eitt fósturbam
frá fæðingu, Jónu Jónsdóttur,
húsfrú á ísafirði, er þá hafði
nýverið misst föður sinn. Það
fylgja því 'Sólveigu kærar miniv-
ingar frá börnum og barnabörn-
um, fósturdóttur og öllum oðr-
um, er henni voru samferða á
lífsleiðinni.
Sólveig Einarsdóttir var glæsi-
leg kona, með frjálslegri fram-
komu og hressilegu viðmóti.
Naut hún almennrar hylli sam-
tíðarinnar. En nú er hún horfin
sjónum, og bikar lífsins tæmdur
í botn. En minningin um góða
konu, móður og ömmu, lifir björt
og fögur. — Sólveig var lögð til
hinztu hvíldar í grafreit ísafjarð-
arkirkju 10. þ. m. við hlið manns
síns, Katarínusar Jónssonar, og
ætlum við að sólsetrið í Arnardal
visi henni veginn inn á land
ódauðleikans.
Blessuð sé minning hennar.
Vinur.
Efri hœð og ris
í villubyggingu
til sölu. Sér inng. Sér hiti. Afgirt ræktuð lóð.
Eignaskipti möguleg á minni íbúð.
HARALDUR GUÐMUNDSSON
lögg. fasteignasali. — Hafnarstræti 15.
Símar: 15415 og 15414, heima.
Opel Caravan '55
T I L S Ö L U
Bifreiðin, sem hefir verið í eign opinberrar stofn-
unar verður til sýnis í dag á horni Skólavörðu-
stígs og Grettisgötu.
Dugleg
afgreiðslustúlka
getur fengið atvinnu í sérverzlun í Miðbænum 1.
nóv. Þarf að vera vön afgreiðslu. Eginhandarum-
sóknir er greini aldur, menntun og fyrri störf, sendist
afgr. Mbl. fyrir 25. okt. merkt: Vön—8823“.