Morgunblaðið - 22.10.1959, Page 20

Morgunblaðið - 22.10.1959, Page 20
233 tbl. — Fimmtudagur 22. október 1959 Úrhellis rigning veldur tjóni NESKAUPSTAÐ, 21. okt. — Úr hellisrigning olli talsverðu tjóni í dag. Vatnsból bæjarins skemmd ust. Um klukkan 6 í morgun gerði mikla rigningu af suðaustri í Nes kaupstað. Herti veðrið eftir því sem á morguninn leið og milli kl. 10-----12 var eindæma úr- hellisrigning. Eftir hádegið stytti upp og lægði. og síðdegis var komið bezta veður. Vegna veðurs ins um morguninn var kennsla í barnaskólanum felld niður síðdegist. f hlíðinni fyrir ofan bæ inn eru margir lækir. f rigning- unni hlupu þeir allir, og friðsöm ustu smálækir veltust fram kol- mórauðir. Fylltu þeir öll vatns- ból vatnsveitu bæjarins af fram- burði, en vatnið í leiðslunum er kolmórautt í bili. Einkennilegt var að sjá, hvernig framburður lækjanna litaði fjörðinn. Um hádegi náði brúni liturinn út undir miðjan fjörð norðan meginn. Einni til tveim stundum síðar var allur fjörðurinn brúnn að lit, en er líða tók á daginn var sjórinn orð inn tær norðan meginn, en mó- rauður að sunnanverðu. En þá voru lækirnir fyrir ofan bæinn orðnir tærir að sjá. Nokkrir lækir hlupu yfir vegi og götur. Eitt ræsi fylltist og eyðilagðist, en með harðfylgi tókst að halda götunum færum fyrir bifreiðaum ferð. En á tímabili var sums stað ar ófært gangandi fólki vegna vatnsflaums. Má telja að við borð hafi legið að stórtjón yrði á hús- um og mannvirkjum í bænum — og hefði það vafalaust orðið, ef stórrigningin hefði staðið öllu lengur. — Fréttaritari. Skriðuhlaup REYÐARFIRÐI, 21. október. — Úrhellisrigning og hvassviðri var hér í fyrrinótt fram undir morg- un, en upp úr hádeginu fór að stytta upp. Miklir vatnavextir urðu í ám og lækjum, og skriðu- hlaup urðu í Fagradal á veginn milli Reyðarfjarðar og Héraðs. Urðu allmiklar skemmdir á veg- inum. Búið er nú að opna veginn til bráðabirgða, en eftir er að ryðja hann og hreinsa til fulls, I verður það gert £ dag og næstu daga. í veðurham þessum og skriðuhlaupum slitnaði jarðsím- inn og símsambandslaust varð milli Reyðarfjarðar og Egils- staða. Er verið að gera við hann í dag. SjóllboðaUð óskost í dog HEIMDELLINGAR og annað sjálfstæðisfólk, mætið í dag eftir hádegi í Valhöll vegna dreifingar á bæklingi. Það mjög áríðandi, að sem Malbikun Faxabrautar Merkum áfanga í gatna- málum Keflavíkur lokið Faxabraut og Hringbraut malbikaðar SÍÐASTLIÐINN þriffjudag lauk merkum áfanga í gatnamálum Keflavíkur, er lokið var viff mal- bikun Faxabrautar, milli Hafnar götu og Hringbrautar, ennfremur malbikun Hringbrautar frá Affal götu og norður fyrir Vesturgötu, samtals um 630 metrar. Morgun blaðiff hafði í gær samband viff Eggert Jónsson, bæjarstjóra í Bezta salan í haust TOGRINN Pétur Halldórsson seldi í gær í Cuxhaven 167 lestir fyrir 139 þús. mörk. Er það bezta sala íslenzks togara í haust. Togarinn Gerpir seldi einnig í gær í Bremerhaven 105 lestir fyrir rúmlega 80 þús. mörk. Kona varð f yrir híl KLUKKAN 4 í gær, varð enn eitt umferðarslys hér í bænum, en nokkur minniháttar slys hafa orðið nú upp á síðkastið. Varð þetta slys í gær einna alvarlegast þeirra. Rúmlega fimmtug kona, Magnfríður Sigurðardóttir, Hof- teigi 16, varð fyrir bíl á Laugar- nesvegi. Kom sendiferðabíllinn R 8182, akandi á eftir Magnfríði, þar sem hún var á leið upp Laug- arnesveginn. Var hún komin fyrir gatnamót við Hátún, er sendi- ferðabíllinn ók aftan á hana, og skellti henni í götuna, án þess þó að hún yrði undir bílnum. Var Magnfríður flutt í Slysvarð- stofuna og kom í ljós að hún hafði mjaðmargrindarbrotnað. Bílstjórinn á sendiferðabílnum kvaðst hafa blindazt svo gersam- lega af sólinni, að hann sá ekki konuna, fyrr en hún varð fyrir bíl hans. Stórvirkur blásari þurrkar götuna. Tankurinn enn á sjávarbotni NESKAUPSTAÐ, 21. okt.: Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu, rak stóran tank á land í Norðfirði snemma í þessum mán uði, en áður hafði hann verið á reki um nokkurn tíma fyrir Aust- urlandi. Vélbátur frá Neskaup- stað dró hann aftur á flot og inn í höfnina í Neskaupstað, en þar sökk tankurinn. Sama dag var gerð tilraun til að ná honum upp aftur, en sú tilraun mistókst, og liggur hann enn á botni hafnar- innar. í ráði mun þó að gera enn eina tilraun til að ná tanknum upp, i fulltrúaráði Sjúlfstæðis- félaganna i Reykjavík ENN VANTAR fleiri sjálfboffaliffa á kjördag, komiff effa hringiff á skrifstofu flokksins strax í dag. Skrásetning fer fram daglega kl. 9—12 og 13—19. USKR^ ,Vií viljum bara beina'afsakicí, ég meina óbeina skatta" AlTÞSfL0i<K5'^ er flestir komi, svo að starfið gangi greiðlega. Keflavík og baff hann segja les- endum blaffsins frá þesum fram kvæmdum. Fer umsögn hans hér á eftir: Verkfræðilegur undirbúningur að þessum framkvæmdum var hafinn í fyrra. Var þess farið á leit við varnarliðið á Keflavík- urflugvelli að fá leyfi til þess að semja við íslenzka Aðalverktaka um framkvæmd verksins, fá til afnota malbikunarstöð varnar- liðsins og malbikunartæki og kaup á nauðsynlegu efni. Þessum málaleitunum var haldið áfram við hershöfðingja varnarliðsins og tóku þeir þeim vel og jafn- tramt var málið tekið upp við varnarmáladeild. Jöfnum hönd- um var í sumar unnið að því að undirbúa malbikunina, þurfti m. a. sprenga niður Faxabrautina á kafla og flytja allmikla mold úr grunni Hringbrautar og aka í hana grjóti í staðinn. Göturnar voru tilbúnar undir malbikun- ina í byrjun september sl., en þá gerðust þeir atburðir á Keflavík- urflugvelli, sem eru alþjóð kunn ir. Fundir féllu niður í varnar- málanefnd og jafnframt allar samningaumleitanir milli íslend- inga og varnárliðsins. Þegar fundir hófust á ný í varn armálanefnd, var málið tekið upp aftur og loks var gengið frá samn ingum um framkvæmd verksins um síðustu helgi. Tíðarfarið hefur einnig tafið framkvæmdirn ar, því verkið verður að gerast í þurru veðri. Verkiff hafiff. Byrjað var að þurrka göturn- ar kl. 3 í fyrrinótt. Er það gert með stórvirkum blásara, sem blæs olíuloga á göturnar. Kl. 8 í gærmorgun var svo byrjað á mal bikuninni sjálfri með 2 malbik- unarvélum. Vélarnar keyra sam- hliða og skila samtals 22 feta breiðri malbikaðri akbraut. — Verkinu var lokið kl. rúmlega 5 sama dag. Notaðir voru 4 vöru- bílar til að fylla vélarnar, en vél- arnar eru svo stórvirkar að mátt hefði hafa enn fleiri bíla, má segja að þær taki jafnótt við og ekiff er í þær. í fyrra voru malbikaffar um 800 metrar af Hringbraut frá Faxabraut aff Affalgötu, og var því verki lokiff á einum degi af sömu affilum, munu svo góff af- köst á þessu sviffi vera einsdæmi hér á landi. Með þessum síffustu framkvæmdum er búiff aff tengja saraan meff malbikun Hringbraut ina og Hafnargötuna, sem er affal gata bæjrins, og eina gatan, sem vár malbikuff fyrir. Alþýðuflokkurinn hefur áratugum saman haft beina skatta sem eitt aðalmálið á stefnuskrá sinni. Nú fyrir kosningarnar hefur flokkurinn skyndilega breytt um stefnu. r Anægð \ ur kaupmaður í TILEFNI þess, að lokið hef- ur verið við malbikun Faxa- brautar í Keflavík, eins og sagt er frá í blaðinu í dag, ákvað kaupmaður einn þar í bæ, Jakob Sigurðsson, að gefa 5 prósent afslátt af matvör- um og hreinlætisvörum í búð sinni í gær. Búð hans heitir Faxaborg og vill kaupmaður- inn með þessu sýna ánægju sína yfir því að viðskiptavinir hans þurfa ekki lengur að vaða for að búðinni. Allir aðrir Keflvíkingar eru og ánægðir að hafa malbikið undir fótum sínum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.