Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 8
8
MORCUNfíLAÐIÐ
MiðviKudagur 28. okt. 1959
Hlustad á útvarp
Hópurinn fer yfir götuna, —
Börn í
umferð
inni
EKKI dugir að gleyma bless-
uðum börnunum í kosninga-
hitanum og þessi mynd er
tekin af nýstárlegum þætti í
*tarfi skólanna til þess að
gkapa öryggi fyrir börnin er
þau þurfa að fara þar um,
vegna námsins, sem bílaum-
ferð er mikil og hættuleg.
Fyrir nokkrum dögum lögðu
nokkrir starfsmenn bæjarins
gangbraut þvert yfir Hafnar-
fjarðarveginn á móts við fjöl-
býlishúsin, skammt neðan við
benzínsölu Skeljungs. Þeir af-
mörkuðu brautina fyrst með
wblómum“. Síðar um daginn
var brautin máluð hvítum
skástrikum, sebrabelti. Þegar
*llt var tilbúið fóru fyrstu
krakkarnir úr Eskihlíðarskóla,
í leikfimitíma í íþróttahúsi
Vals. Þá þurftu þau að fara
yfir Hafnarfjarðarveginn. —
Kennari þeirra setti á sig hvítt
belti og hvíta axlaról eins og
lögreglumenn ' bera. Þegar
hann var kominn að gangbraut
inni með hópinn var hættu-
merki sett upp, og hann tók
umferðarstjórnina í sínar
hendur meðan börnin fóru yf-
ir götuna í röð. Þegar krakk-
arnir voru komnir yfir var
merkið tekið niður. Þannig
gengur þetta fyrir sér í hvert
leggja gangbrautma.
skipti sem nemendur Eskihlíð-
arskóla þurfa að fara í eða
frá leikfimitíma í Valshúsinu.
Nauðsynlegt er að sjálfsögðu,
til að tryggja að all,t fari vel,
að börnin haldi jafnan hópinn.
Það mun vera í ráði að við
fleiri skóla bæjarins verði
gripið til svipaðra öryggisráð-
stafana og hér hefur verið
gert.
LEIKRITHD Ferð án fargjalda
eftir Aimée Stúart, þýtt af Ragn-
ari Jóhannssyni, leikstjóri Ævar
Kvaran er fjörugt og meinlaust
leikrit, sem gaman er að hlusta
á, en skilur lítið umhugsunar-
vert eftir. Það er ósköp hversdags
leg lýsing á lauslátum kvenmanni
sem ekki getur sætt sig við að
eldast og stöðugt leitar að nýj-
um (helzt ungum) félögum, enda
þótt hún sé gift. Mjög vel var með
leikritið farið af færustu leikur-
um, það tók hálfan annan tíma,
en manni leiddist ekki að hlusta
á það.
*
I Á sunnudagskvöldið talaði
Sveinn Skorri Höskuldsson við
yfirlækni og ljósmóður fæðing-
ardeildar Landsspítalans, svo og
tvær sængurkonur. Síðan fæð-
ingarstofnun þessi var stofnsett,
hafa fæðst þar (til áramóta 1958
— 1959) 15889 börn, að jafnaði á
ári 16—17 hundruð. Tvíburar
eru einu sinni af hverjum 80
fæðingum. Á fæðingardeild er
rúm fyrir 50 konur, en venjulega
eru þar yfir 60 konur. Þó eru
fleiri stofnanir hér í bæ, þar sem
konur geta fætt börn og margar
konur eiga börn sín heima.
*
Mánudaginn 19. þ. m. talaði
Sigurður H. Ólafsson, verzlun-
arstjóri um daginn og veginn.
Hann hafði undirbúið erindi sitt
vel, en það verður því miður,
ekki sagt um öll erindi sem flutt
eru í þessum flokki. — Fyrst gat
hann um hinn viðbjóðslega og
óholla reyk, sem oft leggur af bif
reiðum á fjölförnum götum. —
Ræðumaður var mjög vel fróður
um það, af hveru þessi svæla
stafaði, taldi hann hana geta ver-
ið svo óheilnæma að hún orsak-
aði lungnakrabba. Þessir reyk-
bílar ættu að fá viðgerð, því
venjulega stafar svælan af hirðu
leysi, telur ræðumaður að 90
af hundraði bíla reyki. — Þá
taldi hann að óþarflega sterkar
vélar séu notaðar í bæði vagna
en þó einkum báta. Séu hlutföll
milli afkasta þessara sterku véla
og þess er á vinnst afaróhagstæð
og stórfé eytt árlega í þetta kapp
hlaup. Eiinkum lítið vit í að
láta of sterkar vélar í skip og
þyrfti að athuga þetta mál og
reyna að koma lagi á það, en
þetta þó erfitt viðureignar. Þá
talaði Sigurður um illa tilbúna
ketréttti, sem stafaði af því, að
ketið væri matreitt of nýtt. Ket
; þarf að hanga nokkra daga til
þess að verða hæfilega undirbúið
til matreiðslu. Hafði hann athug-
að þetta mál vel, eins og allt
annað er hann talaði um. Gat
hann þess t. d. að í skoðanakönn-
un í Bretlandi skömmu fyrir
kosningarnir nú í haust hefðu 20
af hundr. kjósenda verið óráðn-
ir hvern þeir ætluðu að kjósa.
Þessir menn væru ekki flokks-
bundnir. Þeir vildu athuga mál-
in og rök frambjóðenda fram
undir kosningadag. Þeir ætluðu
að kjósa um mál en ekki menn
eða flokksviðhorf eingöngu. Því
miður er allt of mikið af flokks-
veldi og kjósendur reknir eins
og skepnur í dilka flokkanna. Það
er engin skömm fyrir neinn að
skipta um skoðun í stjórnmálum,
en hitt er minnkun að láta aðra
hugsa fyrir sig, nenna ekki að
hugsa sjálfir.
★
Finnska ævintýrið hét frásaga
er Njörður P. Njarðvík flutti. —
Mér fannst þetta listalega samið
erindi úr þjóðsögum Finna, ekki
var þess getið hvort Njarðvík
hefur sjálfur tekið það saman
i eða þýtt það. Þó geri ég ráð fyrir
að hann hafi samið það, þar sem
annars er ekki getið. Það bygg-
ist að nokkru leyti á Kalevala
kvæðunum frægu.
★
Frú Lára Sigurbjörnsdóttir
taaði á föstudag 23. okt. um
bamavernd í tilefni af því, að
fjársöfnun barnavemdarfélagsins
fer fram 24. okt. Var það ágæt
ræða er frúin flutti. Það er satt
og rétt, að hér eru mörg vangæf
börn en þó einkum börn sem eru
munaðarlaus eða umhirðulítil. Og
það eru ekki alltaf börn fá-
tæka fólksins sem svo er ástatt
um. Fjöldi hjóna af hinni efnuðu
eða auðugu stétt er svo upp-
tekinn af samkvæmislífi, ferðalög
um og skemmtunum að þau hafa,
blátt áfram, engan tíma til að
halda heimili fyrir börn sín. Ann
að hvort kaupa þau þá húshjálp,
sem auðvitað er misjafnlega fær
um að annast uppeldi óviðkom-
andi bama eða þá að börnin ala
sig sjálf upp á götum eða í hópum
heima hvert hjá öðru og er þar
misjafn sauður í mörgu fé. Enda
afleiðingar hirðulausra og léttúð-
arfullra foreldra bersýnilegur
öllum, sem ekki eru steinblindir.
Barnaverndarfélagið gerir það,
sem það getur og er allra þakka
verðugt, en það sem einnig þarf
að gera, er að koma vitinu fyrir
gjálífa foreldra og skemmtana-
sjúka, auðuga og fátæka.
★
Kvöldvakan 24. okt. var ágæt
og fjölbreytt. Fyrst talaði próf.
Jóhann Hannesson, var það pré-
dikun í tilefni af misseraskift-
unum, hin prýðilegasta ræða. Sr.
Jóhann hefur hæfileika og lag á
að prédika þannig að maður hlust
ar. Mér finnst það þannig að
hann sé að tala beint við mig og
ég vil ekki missa neitt af því, er
hann segir. Meðfram stafar þetta
sjálfsagt, af lærdómi hans, sem
trúboða, en er það ekki einmitt
þannig, sem prestar þurfa að tala
til fólksins nú, einkum í útvarp?
Ef þeir flytja aðeins kennisetn-
ingar en ekki hið lifandi orð er
ekki hlustað á útvarpsprédikanir
þeirra.
★
Þá las próf. Jón Helgason upp
kvæði frá 16.—18. öld. Hann hef-
ur lag á að lesa þessi gömlu
kvæði listalega. — Engel Lund
söng gömul íslennzk þjóðlög við
undirleik Páls ísólfssonar. Var
það ágætlega gert og hin bezta
skemmtun. — Loks las Björn Th,
Björnsson all-langan kafla úr
skáldsögu sinni Virkisvetur. Um
söguna verður ekkert dæmt eftir
þennan lestur, þó virðist mynd sú
skýr, er hann dró upp þar af
hinu ömurlega vetrarkvöldi á
Reykhólum. Stíllinn er Laxnesk-
ur mjög, en það getur þó veriS
eðlilegt því B. Th. B. hefur ein-
mitt lagt sér til þennan stíl, t. d.
í útvarpserindum.
Þorsteinn Jónsson.
Aðalfundur í Kaup
mannafélap;i
Akraness
AKRANESI. — Aðalfundur var
haldinn í Kaupmannafé'lagi Akr*
ness í gærkvöldi í Hótel Akra-
nesi. Sátu fundinn Lárus Péturi
son og Björn Jónsson fulltrúar
Kaupmannasamtala íslanda.
Gáfu þeir fundinum skýrslur um
starfsemi samtakanna og svör-
uðu fyrirspurnum fundarmann*,
Síðan hófust venjuleg aðalfund-
arstörf. Ný stjórn var kosin fyr-
ir félagið og er Einar Ólafsson
formaður og meðstjórnendur
þeir Sveinn Sigurjónsson, Elía*
Guðjónsson og í varastjórn Axel
Sveinbjörnsson og Halldór Guð-
mundsson og endurskoðendur
þeir Þórður Bjarnason og Sigurð
ur Ólafsson. Fráfarandi for-
manni, Vélsteini Bjarnasyni voru
þökkuð störf hans og Kaup-
mannasamtökum íslands þökkuð
mikil og góð störf í þágu verzl-
unarstéttarinnar.
petta er eitt hinna nýju umferðarmerkja, sem sett verða upp hér í bænum í námunda við barna-
Skóla og leikvelli, þar sem umferð barna er mikil. Þessi skólastrákur stendur við slíkt skýli á
Hafnarfjarðarvegi og er sagt frá því nánar á bls. 3. (Ljósm. Mbl. Ól. K. M )