Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 9
Miðvik'udagur 28. okt. 1959 MORGUlSfíLAfílÐ 9 Hrdkun úrelt í skák? Úr skákbréfi frá Freysteini Þorbergssyni BELGRAD 20. október. Nítjánda umferð 10.—12. október. Petrosjan — Tal % : % Benkö — Keres 0 : 1 Gligoric — Smyslov 0 : 1 Friðrik — Fischer % : % I>að setur sinn svip á daginn, sem er með aaufara móti, að þeir félagar, Petrosjan og Tal, fá upp dauða jafnteflisstöðu eftir aðeins 15 leiki. Benkö fórnar tveim peð- um fyrir sókn á móti Keres, en loks, þegar Benkö getur unnið manninn, sem hann hefur lengi haft á skotspæni, er timinn á þrotum, og Ungverjinn leggur ekki til vígsins af ótta við frípeð andstæðingsins. Þegar Benkö hef- ur stöðvað klukkuna að loknum 40. leik, gerist hið fáheyrða, að örin fellur á staðnaðri klukkunni. Golombek, sem haft hefur auga með atburðum, dæmir ekki tap á tíma, en þar skall hurð nærri hæl um. Biðskákin verður Benkö þó til lítils frama, ekki kemur hann aftur til leiks. Hefði hann hins vegar verið vígdjarfari þegar far- ið bauðst, gátu úrslitin orðið skiptur hlutur. Smyslov reynir nýjung í Nimzo-indversku vörn- inni gegn .Gligoric, og eftir að júgóslavinn hefur eitt sinn slakað örlítið á í reiptogi opnunarinnar, nær Smyslov góðu tafli. Öll skák- in ber hið gamla og góða merki hins þróttmikla Smyslovs-stíis, sem svo oft hefur ráðið úrslitum í örlítið hagstæðari endatöflum. Svo fer og að þessu sinni, að Smyslov vinnur peð með fallegri mannsfórn, og skákina að lokum. Fischer teflir lokað afbrigði af Kóngsipdverjanum gegn Friðriki, og má seint á milli sjá, hvor leng- ur þraukar til þurftar. Loks kemst þó ungfrú Ameríka til ís- landsbyggða og gerist allaðsóps- mikil. Falla nú menn og aðrir. Þegar kappinn Friðrik sér, að stefnir til óefnis og afhroðs í lið- inu, sendir hann riddara einn i viking í vesturveg. Gerist þar gott til fanga. Ungfrú ísland tel- ur einnig að seilzt hafi verið inn á hennar verksvið. Hyggst hún ná hefndum í vesturvegi. Slær þá óhug á ameríska stórveldið, og þótt landinn sé liðfærri, berast nú boð um skipt land og annað, svo ungir sveinar og meyjar verði ekki framar á tálar dregin. Staðan eftir 19. umferð 1. Tal 13%, 2. Keres 12, 3.—5. Petrosjan, Smyslov og Gligoric 10, 6. Fischer 8%, 7. Benkö 6V2, 8. Friðrik 5V2. Tuttugasta umferð 11.—12. okt. Tal — Fischer 1 : 0 Smyslov — Friðrik y2 '• % Keres — Gligoric 1 : 0 Petrosjan — Benkö 1 : 0 Fischer beitir Kóngsindversku vörninni gegn Tal, eins og hann gerði í 6. umferð í Bled. f 12. ieik kemur Fischer svo með endurbót sina, en ekki hefur hann árangur sem erfiði. Tal nær molandi kóngssókn með fallegri fórn. Eft- ir aðeins 27 leiki er öll mótspyrna orðin vonlaus, en Fischer vill ekki gefast upp. Tal króar þá menn hans inni á áttundu línunni, en stendur sjálfur með ofurefli liðs fyrir dyrum. Er þess nú albú- inn að hremma mennina, þegar þeir stökkva úr eldinum. Þá loks bíðst bóndi griða. Eftir þennan sigur hefur Tal náð 10% vinningi úr ellefu skákum við hina órúsS- nesku andstæðinga sína. Gligoric einn hefur náð jafntefli. Erfitt er að skýra þetta þrekvirki Tals, en illt mun að fást við ofurmennið. Sú skýring, sem júgóslavnesku blöðin hafa mest dálæti á, er runn in frá Benkö. Ætlar Ungverjihn framvegis að tefla við Tal með dökkum gleraugum til þess að verða ekki dáleiddur. Áður fyrr var Dr. Emanúel Lasker einmg grunaður um að beita dáleiðsiu í skákum sínum; sú gekk sagan að minnsta kosti. Gegn Sikileyjarvörn Friðriks reynir Smyslov leið, sem ekki nýt ur stuðnings skákfræðinnar. ís- lendingurinn fær snemma gott tafl og í miðtaflinu gefur hann tvo létta menn fyrir hrók og tvö peð. Endataflið er andstreymi fyr ir Smyslov, en loks getur hann þó þakkað stríðsguðnum fyrir | skiptan hlut. Gligoric er þreyttur, þegar' hann sezt að skákinni við Keres. j Sagt er, að hann hafi setið alla I nóttina við rannsókn á biðskák- inni við Smyslov í leit að björg- I un. Samt tekst Júgóslavanum að ^ ná jöfnu út úr byrjuninni, en mið taflið teflir hann ekki sem ná- j kvæmast. Loks sést honum yfrr j fallega hróksfórn andstæðingsins og tapar þá drottningunni fyrir tvo menn. Framhaldið er létt fyr- ir Keres. Af ókunnum ástæðum setur Gligoric skákina í bið, en gefst svo upp án framhalds. Petrosjan og Benkö tefla flókna skák, sem markast einkum af slægð refsins og hyggindum hý- enunnar. Annað einkenni þessa furðuverks er það, að svo virðist sem hrókun sé orðin úrelt í skák. Kóngarnir fara fótgangandi hvor í sitt horn, rétt eins og til að drepa tímann og þreyta þannig andstæðinginn. Loks fer Benkö að dotta á verðinum. Ekki þarf meira til, og sýnir nú Tigran klærnar. Með einu stökki hremm ir hann peð og hefur sig svo á brott. Síðan kemur annar afleik- ur, annað stökk og annað peð í valinn. Loks fer skákin í bið, en Benkö hefur séð nóg af klækjum andstæðingsins og leggur því ekki til leiks með fáa menn og hrjáða. Staðan eftir 20. umferð. 1. Tal 14%, 2. Keres 13, 3 Petrosjan 11, 4. ’Smyslov 10%, 5. Gligoric 10, 6. Fischer 8%, 7. Benkö 6%, 8. Friðrik 6. 21. umferð 13.—14. október. Benkö — Tal 0 : 1 Gligoric — Petrosjan % : % Friðrik — Keres 0 : 1 Fischer — Smyslov 0 : 1 Tal og Keres vinna enn og treysta þannig forustu sína í mót- SKÁK Hér kemur stutt skák eftir i Keres þar sem hann skóiar Benkö I í spánskum leik. Hvítt: P. Keres. Svart: P. Benkö. Spánski leikurinn. 1. e4, e5; 2. Rf3, Rc6; 3. Bb5, a6; 4. Ba4, Rf6; 5. 0-0, Be7; 6. Hel, b5; 7. Bb3, 0-0; 8. c3, d6; 9. h3, Rb8; Þessi leikur komst í tizku um 1956 og var þá tefldur í sömu keppni í Amsterdam af tékkan- um Dr. Filip. 10. d4, Bb7; Leikur Barca, sem er Ungverji. Keres velur áframhald sem gefur hvit- um örlitla yfirburði, en svart.ur verður líka að tefla mjög varlega, ef hann á að halda sínu 11. dxe.lí, dxe5; 12. Dxd8, Bxd8; Ekki er mögulegt að leika 12. •— Hxd8 vegna 13. Rxe5, Rxe4; 14. Rxf7 13. Rxe5, Rxe4; 14. Be3!, Bf6?; Betra er 14. — Rc6 t. d. 15. Bd5, Ra5; eða 15. Rd7, He8; 16. Bf4, Ra5; 15. Rg4, Rd7; Betra er hér Be7. 16. Rd2, Rxd2; 17. Bxd2, Hfe8; 18. Bf4, Hxelf; 19. Haxel, Hc8; 20. Bc2!, g6??; Tapar manni. Eini möguleikinn var hér 20. — h5; 21. Bf5 (ekki 21. Rxf6f vegna Rxf6; 22. Bf5, He8 og heldur c-peðinu.) 21. — hxg4; 22. Bxd7, Hd8; 23. Bxg4 og löng barátta er fyrir höndum. 21. Hdl! Rólegur leikur sem vinnur mann. Rd7 getur ekki forðað sér vegna Bf6 og ef h5, þá 22. Hh6t, Kg7; 23. Hd7 og hótar f7. Benkö tefldi skákina mjög illa, enda lélegasta skák mótsins. Benkö varð harkalega fyrir barðinu á Fischer og tapaði í 27 leikjum. Bobby teflir uppáhaldsafbrigðið sitt gegn Sikileyjarvöm, sem sé Bc4. Hann nær heiftúðugri kóngssókn sem hann fylgdi fast eftir og vinnur drottningu Benkös. Hvítt: Bobby Fischer. Svait: Pal Benkö. Sikileyjarvörn. 1. e4, c5; 2. Rf3, Rc6; 3. d4, cxd4; 4. Rxd4, Rf6; 5. Rc3, d6; 6. Bc4, Db6; Nýr leikur, sem ég efast um að eigi framtíð fyrir sér. 7. RdeS, e6; 8. 0-0, Be7; 9. Bb3 Bobby er sérfræðingur í þessari byrjun og hann leikur alltaf Bb3 við fyrsta tækifæri vegna þess að svartur leikur fyrr eða síðar Ra5. Einnig er til saga um það hvers vegna hann leikur biskupnum svona fljótt. Bobby var að tefla hrað- skák, en menn tefla venjulega upp á einhverja upphæð, and- stæðingurinn tvöfaldaði upphæð- ina eftir 6 leiki en Bobby fjór- faldaði strax á eftir. Þá skeði það að Bobby gleymdi að leika Bb3 við Dc7 andstæðingsins og missti þannig mann og tapaði skákinni. 9. — 0-0; 10. Khl, Ra5; 11. Bg5, Dc5; 12. f4, b5; 13. Rg3, b4? Bezt er sennilega að losa sig við Bb3 og leika Bb7. 14. e5! dxe5; 15. Bxf6! Til þess að eiga reitinn e4 fyrir Rc3. 15. — gxffi; 16. Rce4, Dd4; 17. Dh5, Rb3; Nú er þessi leikur ekki tímabær. Ef Riddarinn stæði ekki á a5, væri mögulegt 17. — exf4; 18. Rf5, exf5; 19. Hxf4, Dxf4; 20. Hxe4, fxe4, en Ra5 er í þessu til- felli dauðans matur og sennilega hefur Benkö gleymt Ra5 i þessum útreikningum, en vaknað svo við vondan draum og séð að drottn- ingarfléttan var ekki fyrir hendi, vegna Ra5 18. Dh6! Hótar Rh5 og máti. 18. — exf4; Ef 18. — Kh8, þá 19. Rh5, Hg8; 20. Rexf6! og vinnur. 19. Rh5, f5; 20. Hadl, De5; 21. Ref6f Bxf6; 22. Rxf6t Dxf6; 23. Dxf6, Rc5; 24. Dg5f!, Kh8; 25. De7, Ba6; 26. Dxc5, Bxfl; 27. Hxfl og svartur gafst upp. I. R. Jóh. inu. Munu nú ekki aðrir koma til greina um efsta sætið. Að þessu sinni leika allir Rússarnir á svart, en hljóta þó 3% vinning eins og í næstu umferð á undan með hvítu mönnunum. Þeir hafa nú tekið forystuna í mótinu og eru líklegir til að halda henni til loka, þar sem Gligoric hefur lagt of hart að sér að undanförnu. Hefur hann teflt of stíft til vinnings og kunna júgóslavnesku dagblöðin að eiga sinn þátt í því. Þau hafa ætlað honum annað eða jafnvel fyrsta sæti. Benkö kemur til leiks með dökk gleraugu til þess að verða ekki dáleiddur. Gleraugun virð- ast þó hafa allt önnur áhrif, og endirinn verður sá, að Benkö leik ur af sér drottningunni. Senni- lega hefur lítið sést gegnum gler- augun. Þetta er því engin raun- veruleg Tal-skák. Tal velur að- eins rólega stöðubaráttu, fórnar alls ekki neinu, yfirbugar and- stæðinginn aðeins hægt og ró- lega. Hinn grófi leikur Benkös flýtir aðeins fyrir úrslitunum. Einnig Keres nær smám saman undirtökunum gegn Friðriki, og þegar hann hefur unnið tvö peð, gefst íslendingurinn upp. Smyslov rænir Snemma peði aí Fischer, og þótt hann verjist gagnsókn snáðans af mikilli leikni, er hann mjög hætt kom inn, þegar Fischer fórnar manni og brýtur upp kóngsstöðu Rúss- ans. En Fischer villist af réttri leið, og eins og skákin teflist, nær Smyslov vörnum á snotran hátt og nýtur hann síðan liðsmunar til að lokka Bobbý út í tapað hróksendatafl. Gligoric lætur ekki áföll síð- ustu umferðá á sig fá og teflir stíft til vinnings gegn Petrosjan. Jafnvægið raskast þó lítt i skák- inni, en rétt fyrir bið hafnar júgó- USA-bulletlinn HINN þekkti U.S.A.-ballett er væntanlegur hingað til Reykja víkur í næstu viku og sýna hér í Þjóðleikhúsinu og verð- ur fyrsta sýningin 1. nóvem- ber næstkomandi. Ballettflokk urinn hefur verið á sýningar- ferð í Evrópu núna að undan- förnu og sýndu þeir m.a. á Edinborgarhátíðinni i haust. Undanfarnar vikur hefur flokkurinn sýnt á Norðurlönd um. Fyrir nokkru bárúst hingað til lands úrklippur af blaða- gagnrýni um ballettinn og eru dómar gagnrýnenda allir á einn veg, að sýningar U.S.A.- ballettsins sé einn stærsti lista viðburður, sem sögur fara af. Enda er hér um að ræða úrvals listafólk. Stjórnandi ballettsins er Jerome Robbins, -en hann samdi einnig dansana við söngleikinn West side Story, sem frægt er orðið. Sýningar hér verða aðeins f jórar svo óhætt er að fullyrða að færri fái miða en vilja. Myndin er tekin á æfingu ballettsins. slavinn jafnteflisboði. Þegar Gligóric hefur kastað mæðinni, sér hann að vopn beggja eru bit- laus orðin og gengur því til sátta. Staðan eftir 21. umferð: 1. Tal 15% 2. Keres 14 3.—4. Smyslov 11% 3.—4. Petrosjan 11% 5. Gligoric 10% 6. Fischer 8% 7. Benkö 6% 8. Friðrik 6 Nehru gagnrýndur fyrir undansláttar- stefnu sina NÝJA DELHI 26. okt. Reuter — Nehru forsætisráðherra Indlands sætir nú harðri gagnrýni fyrir aðgerðarleysi sitt og undanlátt- arsemi við kínverska kommún- ista. Hefur stefna stjórnarinnar gagnvart Kína aldrei fyrr hlotið jafn almenna fordæmingu. Jafn- vel þau blöð indversk, sem var- kárust hafa verið í dó'mum sínum lýsa nú yfir algerri andstöðu við undansláttarsemi Nehrus. Blaðið Indian Ezpress , sem gefið er út bæði í Nýju Dehli og í Andhra í Suður-Indlandi segir t. d. að tal Nehrus um að halda stillingu sinni sé ekki aðeins fávíslegt, heldur og hættulegt.. Blaðið minnir á þau ummæli I Nehrus, að hann teldi ekki að | neinn alvariegur tilgangur stæði að baki innrás Kínverja á ind- verskt landsvæði. „Við skulum ekki dylja okkur þess. segir blaðið, að tilgangur kinverskra kommúnista er ekki aðeins að ná á sitt vald Ladak. Bútan, Sikkim og Nepal, heldur að sigra allt Indland. Blaðið Sunday Tribune í Am- bala segir, að vopnabeiting kínverskra kommúnista sé eins og löðrungur á andiit Indlands eftir alla friðarviðleitni þess og bætir við: „Indverska stjórnin ætti að sýna fullkomna festu og fyrirskipa indverska hernum að skjóta kínversku landræningjana hvar sem þeir fyrirfinnast á ind- versku landssvæði. Það eru tak- mörk fyrir því hvað bolinmæði okkar nær langt“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.