Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 20
20
MORCUISBLAÐIÐ
Miðvikudagur 28. okt. 1959
„I>ér þurfið ekki að spyrja
hina“, sagði hann. „Enginn okkar
hefur hugmynd um, hvers vegna
Sewe prestur hefur boðið okkur
út í nýlenduna sína. í>að virðist
munu verða nokkurs konar
blaðamannafundur, því prófess-
orinn hefur komið öllum blaða-
mönnum af stað, innlendum og
útlendum. Eftir síðustu atburð-
ina“ — hann leit í kring um
sig — „eru fulltrúar stóru, er-
lendu blaðanna og fréttastofn-
anna komnir til ok-kar ógæfu-
sömu Leó“. Hann virti fólkið í
bifreiðinni nánar fyrir sér. „Ég
býst við, að nýlendu-embættis-
mennirnir viti eitthvað, en þeir
hjúpa sig þögninni“.
Vagnarnir þrír óku eftir
Avenue G. Moulaert, fram hjá
golfklúbbnum og sjúkraskýlinu
fyrir innborna menn, þar sem
Vera hafði vitjað Antons vordag
nokkurn. Þá kom Avenue Ohar-
les de Gaulle, gistihúsið „Sa-
bena“ og sláturhúsið. Vera var
ekki ókunnug I borginni nú orð-
ið. Hún vissi, að eftir nokkrar
minútur myndu vagnarnir kom-
ast á veginn, sem lá til austurs,
— óveginn, þar sem tvær ókunn-
ugar persónur, karl og kona,
höfðu lent í hitabeltisregni síð-
degis dag nokkurn.
Hana langað til að spyrja um
Anton, en hún sagði ekkert. —
Henni fannst ltili lögreglustjór-
inn færa sig órólegur til í sæt-
inu við hlið hennar. Allt í einu
sagði hann:
„Það er merkilegur maður,
þessi Sewe prestur. Lifir uppi í
skýjunum, en stendur báðum fót
um á grunúvelli veruleikans. Ár-
um saman hefur hann rekið
blaðamennina út úr paradís sinni
en nú lætur hann sækja þá í bif
reiðum. Ég er að spyrja sjálfan
mig, hvað hann hafi nú aftur
hugsað upp“.
Vera svaraði engu. örlögin
virtust hafa tekið úrslitin úr
höndum hennar. Hún myndi ekki
fá neitt tækifæri til að tala ein
við Sewe. Skyldi Sewe fórna ný-
lendunni fyrir Anton? Myndi
hún meta hann fyrir það, ef svo
yrði? Voru menn eins og Sewe
sem helguðu líf sitt mannúðinni,
neyddir til að vera svo harð-
brjósta, að þeir hirtu ekki um
mannslíf? Urðu englarnir að
standa báðum fótum á grund-
velli veruleikans?
Ökuferðin stóð í nokkrar
klukkustundir. Fréttamennirnir
í sætunum fyrir framan og aft-
an Veru voru að tala um hina
dudarfullu heimsókn. Sólarhit-
inn varð meir og meir brennandi
í frumskóginum.
Bifreiðarnar námu staðar í út-
jaðri þorpsins í Pomosa. Frétta-
mennirnir stukku út úr vagnin-
um voru því fegnir, að geta rétt
úr sér. Meðal þeirra voru ein-
ungis tvær konur. Því næst hélt
allur hópurinn til aðaltorgsins,
en þar stóð hús Sewes.
Presturinn beið þeirra utan
við garðhliðið. Hann stóð ber-
höfðaður í sólskininu. Á hinu
beinabera, hraustlega og unglega
andliti hans var ekkert að sjá.
Þegar hann kom auga á Veru,
gekk hann þegar í stað til henn-
ar. Hann heilsaði henni brosandi,
en Veru sýndist það vera dálítið
óeðlilegt. Hann bauð henni að
ganga með sér heim til hússins.
Hinir komu á eftir. Hinn litli
Blómlaukar
Haustfrágangur
Verkfæri
Gróðrastöðin við Miklatorg
— Sími 19775.
forgarður við hið fábrotna smá-
hýsi varð fullur af fólki. Það stóð
á malargötunni og milli blóma-
beðanna. Allir sneru andlitinu að
hinum litlu gólfsvölum, þar sem
Sewe hafði látið tvo körfustóla.
Um leið og hann gekk upp á
veggsvalirnar, safnaðist mikill
fjöldi manna saman utan við girð
inguna. Mörg hundruð svartra
manna stóðu nú í þéttri röð allt
í kring um garðinn. Allt Pomosa
virtist vera þangað komið, karl-
ar, konur og börn. Nokkrir hinna
hvítu samverkamanna Sewes
voru komnir út á gólfsvalirnar,
en aðrir voru innan um hina inn
bornu. Sennilega voru þarna
komnir innbornir menn úr öðr-
um þorpum Sewes.
Sewe stóð á efsta þrepinu, sem
lá upp að gólfsvölunum. Hann
lyfti upp hendinni og það varð
þögn.
„Konur og karlar“, hóf hann
mál sitt, „ég hef boðið yður hing
að til þess að heyra, hvað gerzt
hefur og gerast mun. Ég þakka
ykkur, að þér, fulltrúar alþjóða-
málgagnanna hafið fjölmennt svo
hingað. Ég sný máli mínu fyrst
og fremst til ykkar“.
Hann beið við. Það fór hljóð-
skraf um mannfjöldann. Því næst
hélt hann áfram:
„Ég skal vera stuttorður. Ég
skýrði stjórninni frá því í gær,
að ég er reiðubúinn að afhenda
stjórninni byggðir þær, seih bera
nafn mitt, ef ákveðnum skilyrð-
um verður íullnægt".
Vera, sem sat í öðrum körfu-
stólnum á gólfsvölunum, fékk
ákafan hjartslátt, og hné hennar
titruðu. Hafði Sewe fórnað ævi-
starfi sínu til að bjarga vini sín-
um?
Sewe hélt áfram máli sínu.
„Allt frá þeim óheilladegi, þeg
ar það sannaðist, að úran er í
jörð undir þessum þorpum, hófst
blóðugt kapphlaup um eignar-
hald á byggðunum. Ég segi blóð-
ugt, því það hefur kostað manns-
líf. Ég þarf ekki að skýra það
nánar fyrir yður. Ef þér væruð
eins kunnug málavöxtum og ég,
þá mynduð þér vita, að þessi
barátta er ekki á enda. Hún
myndi krefjast fleiri mannslífa,
fleiri og fleiri mannslíf. Hún er
háð með öllum ráðum, einnig ráð
ur. svikanna, meinsærisins,
slægðarinnar, þjófnaðar og
morða. Ég bið yður herrar mínir,
að hugsa um það dæmi, sem ger-
ist hér svo greinilega“. Hann
hækkaði röddina. „Frá þeirri
stundu, þegar það hráefni fannst
undir þessum þorpum frumskóg-
arins, sem hið banvæna vopn er
gert úr, þá var úti um þann frið,
sem ég og þeir, sem mér var fal-
ið að vernda, nutum í skógum
Kwango“.
Hann þagnaði aftur, eins og
hann væri að leita að orðum. Eng
inn hreyfði sig. Hundruð augna
beindúst að hinum háa, bein-
vaxna mar.ni í svörtu fötunum.
„Ég mun ekki í dag“, hélt hann
áfram, „nefna ykkur nöfn allra
þeirra hópa og einstakra manna,
sem hafa tekið þátt í hinu blóð-
uga kapphlaupi um þennan land-
skika. Eftir rækilega rannsókn
komst ég að tvennri niðurstöðu.
í fyrsta lagi, að mínir veiku
kraftar eru of litir til þess að
tefja þá ófreskju, sem hæðist að
sjálfri sér með því að nefna sig
framfarir. Mannúðin verður rek
in lengra og lengra inn I frum-
skóginn. Kristur heyrði rödd
Drottins I eyðimörkinni. Ef til
vill er nú aðeins hægt að verða
hennar var í frumskóginum“. —
Hann strauk hendinni yfir enni
sér. „1 öðru lagi varð mér Ijóst,
að þessi landskiki myndi einn
góðan veðurdag falla í hendur
þessa eða hins hóps, þessara
dauðasmiða, sem ekki svífast
neins. Ég varð því að ná land-
inu frá þeim. Þess vegna gerði
ég í gær samning við ríkisstjórn
ina og vil ég nú skýra yður frá
aðalatriðum hans.“
Það kom hreyfing á fólkið á
hinni sólbrenndu grasflöt. Vasa-
bækur og blýantar voru tekin
upp. Myndavélunum var beint
að gólfsvölunum.
„Stjórnin hefur skuldbundið
sig til að nota allt það úrangrýti,
sem unnið verður úr jörð hinnar
svonefndu „Adam-Sewe-ný-
lendu“ aðeins í friðsamlegum til-
gangi. Eftirlitið með þessari
notkun er í höndum nefndar,
sem ég á sjálfur sæti í“. Hann
talaði hægt, eins og hann hefði
þá í huga, sem vildu skrifa hjá
sér. „Ennfremur skuldbindur
stjórnin sig til að reisa allar
byggðirnar aftur innan eins árs á
eigin kostnað nokkur hundruð
kílómetra héðan til norð-austurs,
á Kasai-svæðinu, milli fljótanna
Kasai og Lukenie. Meðan á bygg
ingunni stendur, mun stjórnin sjá
öllum þeim stofnunum, sem ég
hef komið á fót og öllum íbúum
nýlendu minnar fyrir húsnæði.
Hún mun ennfremur veita tvö-
falda upphæð við þá, sem fer til
þessarrar nýju byggðar, til þess
að koma á fót nýjum byggðum".
Vera horfði yfir hópinn. Frétta
ritararnir hlustuðu og skrifuðu
með afchygli og ræddu hljóðlega
saman um orð Sewe. Það var
hreyfing á hópnum í forgarði
hússins, en hins vegar bærðu hin
ir innbornu, sem stóðu utan við
hina lágu timburgirðingu, ekki
á sér. Þeir voru eins og svartur
a
i;
ú
ó
Andi, sem hefur lent í kasti við
Skúnk ,reynir að þvo af sér
óhreinindin. Oj bara Andi, það
múr í kringum garðinn, og þó
fann Vera glögglega á sér þá
geðshræringu, sem hinn þöguli,
dökki mannfjöldi var í. Það, sem
hélt aftur af honum, það sem
varnaði því, að hanr. rifi girð-
inguna niður, kveikti ef til vill
blys og færi hópgöngu til Leo-
poldville, var hið skilyrðislausa
og óbilandi traust á þessum
manni, sem kunngerði örlög
þeirra £ svo látlausum orðum.
Hún beindi aftur athygli sinni
að Sewe.
„Með þessu gæti máli mínu
ef til vill verið lokið“, mælti
presturinn. En ég setti þriðja
skilyrðið, sem ríkisstjórnin hefur
gengið að. Þér skuluð líka fá að
heyra það“. Hann gekk einu
skrefi framar, hann varð hörku-
legur á svipinn og kipraði sam-
an varirnar. „Ég hef lagt fram
fyrir umboðsmenn stjórnarinnar,
sem hér eru raunar staddir, sann
anir fyrir því, að þau vélabrögð,
sem byrjað var að beita á þeirri
stundu, er úran var uppgötvað á
þessu svæði, hafa einnig átt sér
stað í því góðgerðafélagi, sem
hefur stutt byggðir mínar fjár-
hagslega. Ég hef gert það að skil-
yrði, að þetta félag yrði leyst
upp. Og nú hafið þér heyrt það,
sem ég vildi segja“.
......$parió yður hlaup
ó ruilii maj-gra verzlama!
WIWIOI
ÓWIUM
«0UM!
• Austui'strætt
virðist ekki hafa hjálpað mikið,
þó þú sért búinn að fara í bað.
Lyktin af þér er alveg hræðileg.
Gamli vinur, þú verður víst að I
sofa undir berum himni nokkrar |
nætur. Depill getur sofið í kofan-
um þínum á meðan.
Miðvikudagur 28. október
8.00—:
12.00
12.50
15.00-
19.00
19.40
20.00
20.30
20.50
21.05
21.25
21.45
22.00
22.10
22.35
23.05
10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.03
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.).
Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
tilkynningar).
—14.00 „Við vinnuna“: Tónleikar
af plötum.
—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
Tónleikar. — 18.25 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
Fréttir.
Að tjaldabaki (Ævar R. Kvaran
leikari).
Islenzk tónlist: Formannsvísur,
lagaflokkur fyrir einsöngvara og
kór eftir Sigurð Þórðarson *.i3
Ijóð Jónasar Hallgrímssonar. Quð
mundur Jónsson, Guðmundur
Guðjónsson, Sigurveig Hjaltested
og Karlakór Reykjavíkur syngur
undir stjórn höfundarins. Undir-
leik annast Fritz Weisshappel.
Erindi: Endurfundir (Grétar O.
Fells rithöfundur).
Tónleikar: Fjögur fiðlulög eftir
Josef Suk. Ginette Neveu leikur,
Samtalsþáttur: Frá eyjabændum
1 Isafjarðardjúpi (Ragnar Jó«
hannesson ræðir við Bjarna
bónda Sigurðsson í Vigur).
Fréttir og veðurfregnir.
Kvöldsagan: „Ef engill ég væri*
eftir Heinrich Spoerl. IX. lestur
(Ingi Jóhannesson).
I léttum tón: Sænskir polkar og
hambólög. Harmoníkuhljómsveit
Karls Grönstedts og fleiri leika.
Dagskrárlok.
Fimmutdagur 29. október
8.00—10.20 Morgunútvarp (Bæn — 8.05
Tónleikar. — 8.30 Fréttir. — 8.40
Tónleikar. — 10.10 Veðurfr.).
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
12.50—14.00 „A frívaktinni", sjómanna*
þáttur (Guðrún Erlendsdóttir).
15.00—16.30 Miðdegisútvarp. — (16.00
Fréttir og veðurfregnir).
19.00 Tónleikar. — (18.25 Veðurfr.).
19.35 Tilkynningar,
20.00 Fréttir.
20.30 Erindi: Fagrahlíð (Lárus Rist).
21.00 Tónleikar: Passacaglia í g-moll
eftir Hándel-Halvorsen. Jascha
Heifetz og William Primrose
leika.
21.10 Upplestur: „Asbestmaðurinn", —
smásaga eftir Stephen Leacock i
þýðingu Bárðar Jakobssonar lög«
fræðings. (Erlingur Gíslason leik-
ari les).
21.45 Tónleikar: Grísk þjóðlög. Lista
Liotsa og Zoi Vlahopoulou syngja
með píanóundirleik Elli Nicol-
aisiu.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Kvöldsagan: „Ef engill ég værl'*
eftir Heinrich Spoerl. X. lestur
(Ingi Jóhannesson).
22.35 Sinfóníutónleikar: Frá tónleikum
Sinfóníuhljómsveitar Islands í
I>jóðleikhúsinu 16. þ.m. Sinfónía
nr. 41 1 C-dúr eftir Mozart. Sin-
fóníuhljómsveit Islands leikur undir
stjórn Hans Zanotellis.
23.05 Dagskrárlok.