Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 15
MiðviTúidaerur 28. okt. 1959 MORCUNBLAÐIÐ 15 skipstjóri og skipslæknirinn K. O. Berlin. heim af íslandsmiðum Lélegur afli Árið 1949 hófst þessi aðstoð við sænsku fiskibátana, starf- rækt af ‘stærri tundurdufla- slæðurum. Norlin skipstj. var með þá, eins og áður er sagt, og síðan 1955 hefur það verið í verkahring Hanö að fram- kvæma þetta starf, — að að- stoða sænsku sjómennina á íslandsmiðum. í ár voru þar 30 sænskir fiskibátar. en sú tala verður minni og minni ár frá ári, vegna erfiðleika á að manna bátana. Fáir -þessara báta hafa haft heppnina með sér í ár. Aðeins 70% bátanna hafa fengið meðalafla á móti 85% áður. Nú voru nokkrir bát- anna sem fóru heim með að- eins 400—500 tunnur. 1200 tunnur er álitinn meðalafli. Orsök aflaleysisins Norlin skipstjóri segir að hinir gömlu reyndu íslenzku sjómenn hefðu vitað fyrirfram að aflinn yrði lélegur í ár. Alda reynsla segir, að þegar kolkrabbinn komi við nýtt tungl, verði dragnótaveiðin slæm. í ár var það líka svo að þessi blekfiskitegund kom við nýtt tungl og sýndi að þeir gömlu höfðu rétt fyrir sér. Mikiff annríki Um borð í Hanö hefur áhöfn in átt annríkt. Stærri við- gerðir urðu engar í þessari ferð en í allt hafa þó verið framkvæmdar 90 viðgerðir á rafmagnsleiðslum, síma- og loftskeytatækjum. Einnig hafa kafararnir þurft að hjálpa til i nokkrum tilfell- um. Til læknisins komu 40 sjómenn, en út yfir meiðsli á höndum kom ekki nein alvar- legri slys fyrir meðal sænskra sjómanna. — Fréttaritari H a n ö p GAUTABORG 15. október. — Sænska eftirlitsskipið, tundur duflaslæðarinn Hanö, kom ný- lega til Gautaborgar með 24 manna áhöfn. Skipið, sem haft hefur aðsetur á Reyðarfirði, hefur verið aðstoðar- og eft- ' irlitsskip þeirra sænsku skipa, • sem stundað hafa veiðar á h- landsmiðum. Frá skipinu hef- ur verið veitt aðstoð við við- gerðir á bátum og tækjum, svo og læknishjálp. Hanö fór frá Færeyjum 27. sept. eða tveimur dögum eftir að síð- asti sænski báturinn hélt heim leiðis. Bo Norling, sem verið hef-§ ur skipstjóri um borð í 10 ár, sagði, að fyrir sitt leyti hefði | þessi ferð verið svipuð hinum |j fyrri. Fyrir þá af áhöfninni, | sem fóru þessa ferð fyrsta á íslandsmið var hlnsvegar mik ið um erfiðleika og ferðin þvi lærdómsrík. Erfiðleikarnir byrjuðu strax eftir brottförina frá Lysekil, 26. júní. Þjóð- hátíðardagur Færeyinga hafði verið hátíðlegur haldinn og á leið til Reyðarfjarðar kom vitneskja um að sænskur sjó haður hefði slasazt á hendi. Það var stýrt til móts við bátinn og hin sjúki komst undir örugga hönd skipslækn- isins K. O. Berlin. Sjúkling- urinn komst síðan flugleiðis til Reykjavíkur og þaðan á- fram með flugvél til Gauta- borgar, þar sem hann var lagð J ur í sjúkrahús. Þaff er orffinn vani hjá skipshöfninni aff safna skeggi á Islandsferffum. — Frá vinstri: Lautinant Björn Scholander, Bo Norlin ALLIR eru sammála um að súrs að grænmeti sé eitt af því bezta, sem hægt sé að bera á borð með steik og ýmsum kjötréttum. Mörgum finnst m.a.s. kjötréttir allt að því óætir, séu þeir eigi bragðbættir með súrsætum así- um agúrkum eða einhverju græn meti, Kvennaþættinum finnst því vel við eiga að birta nokkr- ar uppskriftir af sætsúru græn- meti, svona í haustlokin, á með- an húsmæðurnar geta enn keypt grænmeti í verzlunum eða það er orðið fullþroskað í garðholun- um heima fyrir. Hér birtast 5 upp skriftir, allar meira og minna þekktar: Grænir tómatar 1 kg. grænir, smáir tómatar, fást í verzlunum og kostar kg. 14.00 kr., 114 1. vatn, 1 dl. edik. Lögurinn: 1 kg. sykur, 114 dl. ediksýra (32%), 1 dl. vatn, 1 stöng vanilla, negulnaglar. Tómatarnir soðnir í vatni og ediki, þar til hýðið springur. Þá eru þeir teknir upp á bretti og af hýddir. Þar næst er lögurinn soð inn dálitla stund, tómatarnir settir út í og suðan látin koma vel upp. Færðir upp úr og lögur og tómatar látnir standa í skál til næsta dags. Þá eru þeir settir aftur niður í löginn og soðnir í 3—4 mínútur. Sett í glös ásamt leginum og bundið yfir. Örugg- ara þykir að setja út í löginn benzyl surt natron, atamon eða betamon, ef tómatarnir eiga að geymast lengi. Niffursoffnar baunir 1 kg. grænar baunir. Lögurinn: % 1. edik, 500 gr. sykur, 5 negulnaglar og 1 heill kanell. Baunirnar eru þvegnar, soðn- ar í 5 mínútur í saltvatni og sigt- aðar. Lögurinn er soðinn og baunirnar settar í hann. meðan hann er heitur. Sett á glös og bundið yfir. Tómatmauk 14 ,kg. rúsínur, 14 kg. epli 14 kg. laukur, 114 kg. tómatar, 14 kg. sykur, 1 matskeið salt, 1 teskeið steyttur engifer og 1 te skeið pipar. Hakkið rúsínurnar, eplin, lauk inn og tómbatana vel og sjóðið maukið í ediki og kryddinu í 2— 3 klukkustundir. Hellt í krukkur og bundið yfir. Agúrkusalat j 1 kg. agúrkur, 2—3 kippi dill, I 50 gr. piparrót. Lögurinn: 1 1. edik. 500 gr. syk- ur, 100 gr. salt, 1 matskeið niður suðuvökvi (benzyl surt natron). Agúrkúrnar skornar í 2—3 cm. þykkar sneiðar, raðað í krukku ásamt dillinu og piparrótin sett efst, niðursneidd. Leginum er helt yfir sjóðandi, bundið yfir krukkuna og eftir átta daga má byrja að borða salatið. (Ath. Dill eða dilla fæst ekki sem stendur i verzlunum en mun hægt að fá hana í gróðurhúsum. Það er mjög auðvelt að rækta það í ósendnum jarðvegi. og ættu all- ar húsmæður, sem við garðrækt fást, að bæta þeirri tegund í garð inn). Pickles 3 blómál, 10 gulrætur, 5 agúrk ur, 14 kg. laukur, 14 kg. snittu- baunir. Lögurinn: 2% 1. edik, 1 kg. sykur, 5 stk. spánskur pipar 5 stk. heill pipar, 2 matsk. sinnepsduft og 1 matsk. karry. Ailt grænmetið þvegið og skor ið smátt. Látið liggja 1 sólar- hring í saltvatni mjög sterku. Næsta dag er grænmetið soðið Súrsað cfrænmeti með steik 09 ýmsum kjötréttum í leginum, fyrst gulræturnar, baunirnar og laukurinn í 5 mín- útur hvert, því næst blómkálið í 5—8 mínútur og loks agúrkura ar í 5 mínútur. Sett í krukkur ásamt leginum og bundið yfir. Leiðrétting í KVENNADÁLKUNUM 6. okt. s.l. birtum við uppskrift af Rjómarönd með karamellusósu. Því miður var í uppskriftinni gef ið upp alltof mikið magn af rjóma. Frú ein hér í bænum var svo vinsamleg og hringja og leiðrétta þetta og gaf okkur jafn- frmt upp rjómaröndina, eins og hún og margar kunningjakonur hennar hafa búið hana til árum saman og bragðast prýðilega. Hún birtist hérmeð og jafnframt eru lesendur beðnir velvirðingar á þessum leiðu mistökum. Upp- skriftin er svohljóðandi: 114 dl. rjómi, 14 1. mjólk. 2 egg, 14 stöng vanilla, 50 gr. sykur, 7—8 bl. matarlim. Sósan: 125 gr. sykur, 1 dl. vatn, 1 dl. rjómi. Eggjarauðurnar og sykurinn hrært létt og ljóst. Mjólkin hituð i suðu með vanillunni. Mjólkinni hrært út í eggin smátt og smátt. Hellt í pottinn á ný og suðan látin koma upp. Matarlímið lagt í bleyti undið upp og hrært út í kremið, sem hellt er í skál og hrært í öðru hvoru. Þegar krem- ið er orðið kalt og byrjar að hlaupa saman er hinum stíf- þeyttu eggjahvítum og stíf- þeytta rjómanum blandað saman við. Látið í hringnót, sem vætt hefur verið í köldu vatni. Þegar búðingurinn er orðinn stífur er honum hvolft á fat og karamellu sósan borin með sósukönnu. I stað karamellusósu má bera með niðursoðna ávexti. Karamellusósan: Pannan hit- uð, sykurinn settur þar á, og brúnaður. Vatnið sett saman við. Látið sjóða upp. Karamellunni hellt í skál og hún kæld. Stíf- þeyttum rjóma blandað saman við um leið og sóseui er borin fram. Hg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.