Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 14
14 MORCJINBLAÐIÐ Miðvikudasur 28. okt. 1959 Tyrkir dýrka minningu Ataturks og grafhýsi hans gnæfir yfir höfuðborgina Ankara. — úr Tyrklandsfe* ð Framh. af bls. 13. nýtízku vörusýningarsvæði, þar sem haldin er þekkt alþjóðleg VÖrusýning 20. ágúst til 20. sept. ár hvert. Þar er glæsilegur sýn- ingargarður með tjörnum og íburðarmiklum nýtízku veitinga- húsum. í einu þeirra sátum við kvöld- verðarboð borgarstjórans í Izmír og konu hans. Fleiri borgir en Reykjavík geta státað af fallegri borgarstjórafrú, því Gunseli Bask au, kona Tunca borgarstjóra varð sigurvegari árið 1953 í keppninni um titilinn „Ungfrú Evrópa“. Auðvitað kusum við mesta „sjar- mörinn" úr okkar hópi,“ Frans- manninn", til að hafa hana til borðs. Hann upplýsti okkur á eftir um að hún væri 26 ára gömul, en skæðar tungur sögðu hana 29. Þrátt fyrir þennan „háa aldur“ er hún gullfalleg, enda höfðu karlmennirnir ekki af henni augun. Aftur í biblíutímann — eSa lengra I nánd við Izmír eru margar sögulegar minjar. Þar er t. d. borgin Efesus, sem við könnumst við úr biblíunni, sbr. bréf Páls postula til Efesusmanna. íslenzk- um ferðamanni finnst hann líka vera horfinn -aftur í þá gömlu góðu tíma, sem sagt er frá í biblí- unni, er hann ekur til Efesus. Við blasir þetta þurra landslag með stökum olíuviðartrjám. 'Sólin hellir brennandi geislum sínum yfir konurnar, sem bogra á ökr- únum, klæddar víðum lérefts- buxum eða sirspilsum og með hvíta klúta um höfuðin, svo rétt sést í nefið og augun, því þær þurfa að verjast sól og ryki, sem gýs upp við hvað litla umferð sem er. Öðru hverju mætir mað- ur úlföldum, stundum úlfaldalest um eða bændum með asna sína. Þó Efesusborg komi mikið við sögu fyrstu kristninnar, þá er frægð hennar miklu eldri. Hún var ein af hellenzku borgunutn í Litlu-Asíu og ein aðalverzl- unar- og viðskiptaborgin þar á öldunum fyrir Krists burð. Rústir Efesusborgar hafa nú að miklu leyti verið grafnar upp, en borg- arstæðin eru fleiri en eitt. Þarna hafa komið í ljós stórkostleg lista verk, 25 þús. áhorfenda leikhús, þar sem Páll á að hafa talað til Efesusmanna á árunum 55—56, hof, bókasöfn, leikfimishús, bað- hús og gleðihús, í fáum orðum sagt heil hellenzk borg með marmaralögðum götum, súlna- göngum og byggingum, þar sem meira að segja hefur verið gólf- hitakerfi. í stuttu máli er ekki hægt að lýsa þeirri borg, sem þarna hefur komið upp úr jörð- inni og segir okkur sögu menn- ingarborgar frá því mörgum öld- um fyrir Krist. Eftir dauða Jesús mun Jóhann- es guðspjallamaður hafa komið til Efesus og sagt er að hann hafi tekið Maríu guðsmóður með sér þangað, þar eð Kristur hafði falið honum hana á krossinum. Skammt frá borginni er kapella, reist á grunni hússins, þar sem María á að hafa endað lífdaga sína. Deilur standa þó um hvort hún hafi dáið þar eða í Jerúsal- em. Þeir sem halda fyrri staðnum fram, hafa til sannindamerkis gamalt handrit, auk þess sem sannað er að þarna voru rústir af Maríukapellu, sem þorpsfólkið fór í pílagrímsferð til einu sinni á ári, strax á 5. öld. Kapellan hefur nú verið endurreist og eru þar hækjur, umbúðir af bækluð- um bamsfótum o. fl. til sanninda- merkis um að þar hafi gerzt kraftaverk. I Efesus er ýmislegt fleira merkilegt og sögulegt, eins og t. d. kirkja heilags Jóhannesar, sem mun vera fyrsta krosskirkjan í veröldinni, er einnig Múhameðs- trúarmoska, sem heimamenn segja fyrstu ósymmetrísku bygg- inguna. í Efesus átti líka ekkjan fræga að eiga heima, sú sem sög- ur og leikrit hafa verið skrifuð um, eins og t. d. „Ætlar konan að deyja?“, sem sýnt var nýlega í Þjóðleikhúsinu. , Daníel Jón Tómasson, trésmíðameistari frá Kollsá í Hrútafirði MÁNUDAGINN 19. október var Daniel Tómasson, Tómasarhaga 9, til moldar borinn í Fossvogs- kirkjugarði. Hann var fæddur 7. marz 1888 að Kollsá. Foreldrar hans voru Valdís Brandsdóttir Tómassonar prests að Prests- bakka síðar að Ásum í Skafta- fellssýslu og Tómas söðlasmiður Jónsson Tómassonar frá Kollsá. Daniel var hár vexti, grannur og beinvaxinn, andlitið grannt og línur skýrar, augun blá og senda frá sér blitt og fagurt bros, sem yljað og vermdi inn að hjarta rótum þeirra, sem nutu, hárið rauðbrúnt, mikið og fór vel. Öll var framkoma Daniels karlmann leg drengileg og traust. Daniel giftist eftirlifandi konu sinni Herdísi Einarsdóttur frá Hróðnýjarstöðum 27. júní 1919. Þau hjónin eignuðust 6 börn, 2 syni og 4 dætur. Börnin fæddust í þessari röð: Þorvaldur, Ingi- ríður, Valdís, Sigurlaug, Einar, Tómas, Áshildur, Ester. Einar dó tæplega fimm ára en Est- er á fyrsta ári og var lögð í kistu hjá afa sínum, Tómasi, er dó um svipað leyti. Strax í æsku bar á miklum hagleik og dugnaði hjá Daniel að hvaða starfi, sem hann gekk. Og ungur að árum nam hann tré- smíði hér í Reykjavík hjá Stein- grími Guðmundssyni, trésmíða- meistara. Sveinssmíði Daniels Úlfaldar þurfa lítið vatn og því mikið notaðir til flutninga á þurru hásléttunum. Það er vissulega margt að sjá Grikkir og Tyrkir í samvinnu að í Izmír og nágrenni hennar. Enda eru nú uppi ráðgerðir um að gera ferðamönnum í Evrópu auðveld- ara um að komast þangað. Ætla koma upp ferju, sem ganga á frá Grikklandi til Izmír og er gert ráð fyrir að hún geti byrjað ferðir 1961. E. Pá. Óskað efiir skyndi- fundi indverska þingsins Kínverjar viðurkenna að hafa fellt ind- verska hermenn NÝJA DELHI 26. október — (Reuter) — Allmargir indversk- ir þingmenn úr Þjóðþingsflokkn- um og Praja Jafnaðarmanna- flokknum hafa sent tilmæli til Prasads forseta Indlands um að hann láti í skyndi kalla saman aukaþing vegna hinna alvarlegu atburða á landamærum Indlands og Kína. Forsetinn hefur heimild til að kalla aukaþing saman þegar hætta og vandræðaástand vofir yfir landinu. Það er vitað að ind- verska stjórnin hefur málið til athugunar, en ekki er búizt við að endanleg ákvörðun verði tekin í því fyrr en eftir tvo til þrjá daga. í dag afhenti kínverski sendi- herrann í Nýju Delhi orðsend- ingu, þar sem þess er getið að kínverskar hersveitir hafi lent í orustu við indverskan herflokk í suður Ladak-héraði. Er sagt að 10 Indverjar hafi verið hand- teknir, en 9 hafi fallið. Ekkert er um það rætt, hvort föngunum eða líkunum hafi verið skilað. — Talsmaður utanríkisráðuneytis- ins upplýsir að líkunum hafi ekld verið skilað. Segir indverska stjórnin að það geti verið rétt, sem Kínverjar segja, að 9 menn hafi fallið en ekki 17 eins og fyrst var álitið, en örðugt er að fá nákvæmar fregnir af atburð- um þessum. Bardaginn mun hafa orðið í nærri 6000 metra hæð. var hurð og lauk hann með því prófi trésmíði með ágætis vitnis- burði. Að námi loknu hvarf Daniel aftur heim til átthaganna og dvaldi hjá foreldrum sínum um árabil, en stundaði húsasmíði í sveitinni og nágrenni hennar. Á fyrstu starfsárum Daniels var hann þekktur smiður og eftirsótt ur fyrir dugnað og áhuga. Áhugi og vinnuþrek þessa grannvaxna manns, var óvenjulegt. Á fyrstu búskaparárum þeirra hjónanna, Herdísar og Daniels, var túninu á Kollsá ekki skipt, en heyjað í samvinnu og töðunni skipt milli ábúenda. Gengu allir ábúendur jafnt að verki við slátt og þurrk á töðunni. Eitt vorið meðan þessi háttur var á, hafði Daniel byrjað að byggja fjárhús og hlöðu og var nokkuð eftir, er sláttur byrjaði og hann því bundinn alla daga. En húsunum hafði hann ákveðið að koma upp fyrir veturinn og tókst það líka með því að leggja nótt við dag. Daniel gekk fast að slættinum og lét ekki á sig halla í samvinn- unni. En á kvöldin er hætt var slætti var gengið í bæ og matazt, en matarhléið var stutt og að því loknu var vinna hafin á ný við húsbyggingarnar og unnið af kappi til lágnættis, og komið gat það fyrir að morgunstund væri tekin til bygginganna áður en gengið var á teig. Öll peningshús á sínum parti jarðarinnar byggði Daniel úr steinsteypu og að mestu leyti í svokölluðum frístundum sínum, það er að segja, um helgar og ef dagar gáfust frá byggingum fyr- ir aðra. Þegar þessum fram- kvæmdum er lokið lætur Daniel sinn part jarðarinnar með húsum og áhöfn í hendur tegndasonar síns, en flytur sjálfur með konu og börn hingað til borgarinnar haustið 1941 . Og enn blasa verkefnin við. Nú þarf fjölskyldan að eignast þak yfir höfuðið. Daniel byrjar með það að kaupa gamalt, lítið hús með góðri lóð. Strax er byrjað að stækka það og endurbyggja. Og er því verki er lokið, er þetta orðið gott hús og nægjanlegt hús rúm fyrir meðlimi fjlskyldunnar. En Daniel er það samt ljóst, að i framtíðin krefst meira húsnæðis. Fljótlega er þvf byrjað á að leysa ( þetta vandamál framtíðarinnar og hornsteinar lagðir að framtíð- ( arheimili fjölskyldunnar. Húsið er fjórar íbúðir og þar með er séð fyrir þörfum allra barnanna, er þau mynda sitt heimili. Fyrra vinnulag er tekið upp og hver atund notuð, sem hægt er aO missa frá svefninum. Bygging- unni skilar líka ótrúlega vel áfram. Sonur og tengdasonur fylgja föðurnum fast eftir til starfa og allt gengur vel. En hér skal þess líka minnzt, að Daniel átti góða konu — alveg sérstak- lega — sem annaðist hann með því meiri nákvæmni og alúð, sem hann þurfti þess frekar við, er hann lagði svo mikið á sig. Ég veit, að Herdís hefði óskað eftir, að maður hennar nyti meiri hvíld ar en hann gerði, en skynsemi og næmleiki hafa bent henni á hina réftu leið að standa ekki á móti vilja manns síns í áhuga hans og kappi. Hún valdi hinn gullna veg og stóð jafnan við hlið manns síns í blíðu og stríðu, vakti yfir að hver stund, sem hann dvaldi á heimili þeirra mætti verða honum til yndis og hvíldar. Gæfa og hamingja Daniels, var hve góða konu og börn hiann átti og hin mikla vinnu-gleði. Hjónaband o'g heim- ilislíf Herdísar og Daniels, er það bezta sem ég þkki. En nú er byggingu framtíðar heimilisins er að ljúka skeður það, að heilsa Daniels fer að gefa eftir. Hann verður stundum að leggja frá sér smíðaáhöldin og hvílast. Það kemur að því, að sjúkrahúsvist er aðkallandi. Daniel fer að heiman á Lands- spítalann í fyrsta sinn. Skurðað- gerð er framkvæmd og vonir standa til að bati hafi náðzt. En síðastliðinn vetur fer hann á Landspítalann í annað sinn, lífs- hættuleg skurðaðgerð er fram- kvæmd í von um að takast megi að uppræta meinsemdina. Eftir að Daniel kom heim af spítalan- um var heilsa hans það góð, að menn leyfðu sér að vona hið bezta. En er halla tók sumri brugðust þær vonir með öllu. Seint í september fór Daniel svo að heiman á Landsspítalann í þriðja og síðasta sinn. Nokkru áður en hann fór að heiman átti ég tal við hann. í þessu samtali okkar minntist ég á fyrirhögaða spítalaför hans og heyrði ég, að hann kveið ekki fyrir að dvelja á Landsspítalanum. Hann var þar gunnugur frá fyrri tíð og lofaði mikið alla hjúkrun og alúð, sem hann og aðrir þar nytu. Ég kom nokkrum sinnum til frænda míns í þessari síðustu legu hans. Seinast kom ég til hans sólarhring áður en hann dó. í þetta sinn sat ég eftir þó heim sóknartiminn væri liðinn. Ég var þess strax var, er ég kom, að frændi vildi taía við mig einan. Og er við vorum orðnir tveir sagði hann mér vilja sinn um nokkur atriði varðandi heimili hans. „þú setur dæmið svona, frændi minn“ varð mér að orði“. „Já, mér er nú ekkert að vanbún- aði, ég er ekki ósáttur við nokk- urn mann, og vona að svo sé líka í minn garð. Ég vona, að þessar þjáningar fari nú að taka enda“. Ég kvaddi frænda minn og báð ir skynjuðu við, að þetta var okk ar síðasta kveðja í þessu lífi. Ég gekk hljóður út í haustregnið og myrkrið. Stormurinn feykti föln- uðu laufi trjánna og minnti svo átakanlega á fallvaltleik lífsins. Og þessi spurning leitaði á hug- ann. Af hverju þurfa menn að þjást svona mikið, er þeir deyja? Hvers vegna þarf Daniel að líða svona mikið? Hann, sem aldrei hefur gert á hluta nokkurs mann og unnið meðan dagur var. Lengi var svarið á leiðinni £ huga mínum. Við fæðumst í þján- ingu móður okkar og deyjum í okkar eigin þjáningu. Já, allir sigrar kosta þjáningu. Fyrir þessu lögmáli beygjum við okk- ur og sættumst við lífið og þján- ingar þess. Á þessum augnablik- um erum við börn, viðkvæm og góð. Nú er ég rifja upp minningar um Daniel frænda minn þá kem ur í huga minn ljóð eftir skáldið Davíð Stefánsson frá Fagraskógi. Þetta ljóð lýsir Daniel ósegjan- lega vel í starfi og lífi. Já, svo miklu betur en ég gæti gert. Höndin sem hamrinum lyftir, er hafin af innri þörf, af líknsamri lund, sem þráir að létta annarra störf. Sá fagri framtíðardraumur er falinn í verkum hans, að óbornir njóti orku hins ókunna verkamanns. Hann lærði verk sín að vanda | að vera engum til meins. 1 Þá væri þjóðinn borgið ef þúsundir gerðu eins. | Br.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.