Morgunblaðið - 28.10.1959, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 28. okt. 1959
MORCVTSBLAÐltí
23
Gamlir
biðlar
Silfurtunglið
DANSLEIKUR
Brunavarðastöður
Hér með eru auglýstar til umsóknar nokkrar stöður
stöðvarvarða í Slökkviliði Reykjavíkur.
Laun samkvæmt 10. flokki launasamþykktar
bæjarins.
Skriflegum umsóknum skal skilað í skrifstofu
slökkviliðsstjóra, Tjarnargötu 12, eigi síðar en 20.
nóvember n.k.
Slökkviliðssjóri gefur nánari upplýsingar.
Reykjavík, 26. okt. 1959.
SKRIFSTOFA BORGARSJÓRANS 1 REYKJAVÍK.
Hjartkær móðir okkar
PÁLÍNA þórunn guðmundsdöttir
verður jcu-ðsungin frá Fríkirkjunni, Hafnarfirði fimmtu.
daginn 29. þessa mánaðar kl. 2 e.h.
Blóm vinsamlega afþökkuð, en þeir sem vildu minnast
hennar er bent á líknarstofnanir.
Fyrir okkar hönd og annara vandamanna.
Elín Jóelsdóttir, Jóhannes Jóelsson.
Guðjón Vilhjálmsson.
Hjartkær eiginmaður minn og fósturfaðir
ÁRNI JÓNSSON
Hverfisgötu 57, Hafnarfirði,
sem andaðist 19. okt. verður jarðsunginn frá Þjóðkirkj-
unni Hafnarfirði fimmtudaginn 29. okt. kl. 1,30 e.h.
Júlía Jónsdóttir, Magnús Björnsson.
Þökkum samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför
mannsins míns, föður og tengdaföður
DANlELS TÓMASSONAR
trésmíðameistara frá Kollsá.
Herdís Einarsdóttir, börn og tengdabörn.
Útför eiginmanns míns
JÓHANNS J. EYFIRÐINGS,
kaupmanns,
sem andaðist 19. þ.m. verður gjörð frá ísafjarðarkirkju
fimmtudaginn 29. þ.m. kl. 2. Þeim, sem vildu minnast
hins látna, er vinsamlega bent á Slysavarnafélag Is-
lands.
Sigríður Jónsdóttir
* 0 0 m 0 * 0 * 0 0 0 0 0 mTD
Toshiro Mitune og Machiko Kyo í japönsku kvikmyndinni
Rashomon, sem Filmía sýnir í haust.
MEÐ haustinu færist líf í menn-
ingar- og skemmtanalíf höfuð-
borgarinnar. Þeir sem áhuga hafa
á gömlum kvikmyndum bíða
venjulega með nokkurri eftir-
væntingu eftir að vita upp á
hvað kvikmyndaklúbburinn
Filmía hefur að bjóða á vetrin-
um.
Þetta sjöunda starfsár byrjar á
laugardaginn með „Ballkortinu“,
20 ára gamalli franskri mynd,
sem talin er í hópi sígildra
mynda. Julien Duvivier gerði
myndina, sem er sjöþáttungur
og fjallar um mannleg örlög.
Ballkort verður til þess að göm-
ul ekkja rifjar upp sjö örlaga-
þætti. Þegar hún hittir aftur eft-
ir 20 ár sína gömlu biðla, kemst
hún að raun um að þeir eru allir
búnir að gleyma ástinni og hug-
sjónum sínum. Þeir eru orðnir
að réttindalausum lækni (Pierre
Blanchar), sljóum smáborgara
(Raimu) hégómlegum hár-
greiðslumanni (Fernandel), þjófi
(Louis Jouvet) og atvinnufjall-
göngumanni (Pierre Richard
Wilm). Og svo kemur munkur
(Harry Baur) við sögu, óg ekki
eru ræðuhöld hans nægilega
sannfærandi til að bjarga við
málinu. Eins og sést á upptaln-
ingunni í svigunum, eru hlutverk
in í höndum leiksnillinga og
myndin þykir hreinasta afbragð.
í haust á einnig að sýna tvær
af myndum Svíans Ingmars Berg
mans, en hann er nú sá kvik-
myndagerðarmaður sem hæst
ber að öðrum ólöstuðum. Hann
framleiðir ekki svo mynd ,að hún
fái ekki verðlaun í næstu kvik-
myndasamképpni og myndir
hans, eldri og yngri, eru um þess
ar mundir sýndar í öllum stór-
borgum heims. Filmía ætlar að
sýna „Halmstad", sem fjallar um
sjómannalíf og er gerð árið 1949,
og ,Gyrcklarnas Afton', mynd frá
1953, sem þykir meistaraverk í
kvikmyndalist. Sirkurfólk kemur
inn í lítinn bæ, það er tekið fast,
og undarlegustu og óhugnan-
legustu atburðir fara að gerast.
Er eitthvað dularfullt á seyði
eða eru trúðarnir bara svona fær
ir í að gabba?
Alls eru áætlaðar sýningar á
fimm úrvalsmyndum fyrir jól.
Auk þeirra sem að ofan getur,
verður japanska meistaraverkið
„Rashomon”, sem hér var einu
sinni sýnd f Gamla bíó. Myndin
hlaut verðlaun í Feneyjum 1951
og vakti fyrst athygli kvikmynda
unnenda á Vesturlöndum á jap-
önskum myndum. Þá hafa verið
lögð drög að því að fá myndina
„Umberto D“ eftir de Sica og í
janúar verður sýnd mynd Johns
Fords „The Long Voyage Home“
eftir leikriti Eugenes O’Neils.
Aðrar myndir verða svo ákveðn-
ar seinna en ,þær verða að venju
12-—13 yfir veturinn.
— Héraðsskólinn
Framh. af bls. 6.
áberandi af tölu nemendanna,
hve aðsókn væri mikil í II. bekk
skólans.
Jónas Jónsson frá Hriflu fyrr-
um ráðherra, færði skólanum að
gjöf kvikmynd fá starfi Laugar-
vatnsskólans, sem hann ásamt
nokkrum velunnurum Laugar-
vatns hafa látið gera. Lagði hann
svo fyrir, í ávarpi er hann flutti,
að þessa kvikmynd skuli sýna á
hverju ári, á afmælisdegi Bjarna
Bjarnasonar fyrrum skólastjóra.
Myndin er ekki fullgerð, en sá
hluti hennar er sýndur var við
þetta tækifæri, var rúmlega 30
mín. sýning. Þórir Þorgeirsson
kénnari við skólann hefur gert
þessa kvikmynd.
Filmia tnikið sótt
Á undanförnum 6 árum hefur
verið mikill áhugi fyrir starf-
semi Filmíu. Fljótlega þurfti að
fjölga sýningum í Reykjavík í
tvær á hverri mynd, og klúbbar
eru nú starfandi á Akureyri,
Vestmannaeyjum og í Keflavík.
Oftast hafa færri komizt að en
vildu á sýningarnar í Reykjavík,
NÝJA DEHLI, 27. okt. (Reuter)
INDVERJAR hafa orðið þess
varir, að kínverskt herlið hef-
ur búið um sig og reist virki
í f jalllendinu fyrir ofan Chus-
ul-flugvöllinn, sem er aðal-
flugvöllur Indverja í Ladak-
héraði í Kasmír. Þessar
fregnir auka enn á áhyggjur
manna, ekki sízt vegna þess
að engar deilur eru milli
Indverja og Kínverja um
landamærin á þessum slóð-
um. Hitt þykjast menn sjá,
að Kínverjar séu að búa um
sig og safna að sér liði hvar-
vetna við indversku landa-
<
mærin.
Talsmaður -utanríkisráðuneyt-
isins í Nýju Dehli skýrir frá
því, að Indverjar hafi nú kraf-
izt þess af Kínverjum, að ind-
verskum föngum og föllnum
mönnurn verði skilað. Hann upp-
enda hefur skólafólki farið mjög
fjölgandi í klúbbunum. Þvi virð-
ist henta bezt að sækja laugar-
dagssýningarnar, sem eru kl. 3
e.h., þar sem fullorðnu fólki hent
ar betur að sækja dagsýningar,
sem eru kl. 1.
Skírteini á sýningar Filmíu
verða afhentir r Tjarnarbíó í dag,
morgun og föstudag kl. 5—7 e.h.
og ættu þeir sem ætla sér að
sækja sýningar klúbbsins í vetur
ekki að draga það fram á síðustu
stund að verða sér úti um skir-
teini.
lýsir um leið, að kínversku her-
flokkarnir, sem lögðu til orustu
við indverska hermenn séu enn
á indverskri grund.
Prasad forseti flutti í dag ræðu
á ráðstefnu ríkisstjóra ind-
versku sambandsríkjanna. Hann
sagði að indverska stjórnin yrði
að hlýða almenningsálitinu í
sambandi við síðustu atburði á
landamærunum. Hann sagði, að
ríkisstjórnin væri áhyggjufull
vegna þess að komið hefði til
blóðugra bardaga við landamær-
in. Forsetinn sagði að ríkisstjórn-
in yrði að vera varkár en þó
gæta þjóðarsóma og þjóðar-
öryggis.
I dag átti að vera fundur
kommúnistaleiðtoganna í Ind-
landi og skyldi þar reyna að
lægja deilur og ósamkomulag,
sem komið hefur upp vegna af-
stöðunnar til Kina. Hefur hluti
flokksins gert uppreisn gegn
Moskvu-kommúnistum, sem öllu
ráða í stjórn flokksins. Finnst
þeim ótækt að flokkurinn leggi
blessun sína yfir ofbeldi Kín-
verja. Fundinum var frestað
fram í vikulokin.
Öllum þeim er glöddu mig á níræðis afmæli mínu,
þakka ég innilega og sendi mínar beztu kveðjur.
Gunnhildur Ölafsdóttirí Vallá.
Hjartanlega þakka ég öllutn þeim sem glöddu mig
á 70 ára afmæli mínu með heimsóknum, gjöfum og
skeytum.
Jón Bjarnason, Selfossi.
og dularfullt sirkusfólk
Kínverjar safna liði
við Indland
í kvöld kl. 9.
Hljómsveitin „Fimm í fullu fjöri“
ásamt söngvaranum
Sigurði Johnnie
Silfurtunglið sími 19811