Morgunblaðið - 14.11.1959, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 14.11.1959, Qupperneq 9
Laugardagur 14. nóv. 1959 yonrrjxnr 4 01Ð 9 H éraðsþi ng Sambanás ungmennafélaga h Snæ- fellsnes- og Hnappadalssýslu HÉRABSÞING sambands ung-1 ritari; Leifur ívarsson, Stykkis- xnennafélaga Snæfellsness- og 1 hólmi, féhirðir. Meðstjórnendur: Hnappadalssýslu var háð að Búð um í Staðarsveit 17. og 18. okt. sl. Formaður sambandsins Þórður Gíslason setti þipgið óg bauð fulltrúa velkomna. Sérstaklega bað hann vera velkomna gesti þingsins, þá Þorstein Einarsson íþróttafulltrúa og Stefán Ólaf Jónsson kennara, varaformann U. M. F. I. og ráðunaut þess í starfs- iþróttum. Mættir voru fulltrúar frá öllum félögum sambandsins, þau eru 11. Stefán Ólafur Jónsson ræddi ítarlega um starfsíþróttir á þing- inu. Lýsti gagnsemi þeírra og til- högun. Líka minritist hann á merkið Friðun miða — framtíð lands. Hafði ræðumaður meðferð- is allmörg merki, sem hann skipti milli félaganna í sambandinu til sölu kosningadagana 25. og 26. okt. Tóku fulítrúar ljúflega undir að styðja þetta mál. íþróttafulltrúi talaði um fram- kvæmd íþróttamálanna. Sagði hann, að þess hefði ekki verið nógsamlega gætt að gera félags- heimilin þannig úr garði, að þar gætu farið fram innanhússíþrótt- ir að vetri til. Hann hvatti ung- . mennafélögin til að ganga vel um og hirða vel íþrótta.nannvirki ,sín, íþróttatæki og félagsheimili. Þá skaut hann fram þeirri til- lögu þinginu til athugunar, hvort ekki væri hægt að koma á nám- skeiðum í iþróttum og félagsmál- um fynr unglinga, sem rekin væru á svipaðan hátt og sumar- búðir drengja í Noregi. Að lok- um mætti íþróttafulltrúi nokkur hvatningar og árnaðarörð til I þingsins og héraðsins. Mikill áhugi kom fram á þing- inu fyrir starfsíþróttum, og var samþykkt að fela væntanlegri sambandsstjórn að vinna að því að skriður komist á það mál á næsta sumri. Helzt að fá þau Stefán Ólaf Jónsson og frk. Stein- unni Ingimundardóttur til leið- beiningar og til að skipuleggja og koma á héraðskeppni í starfs- íþróttum. Héraðskeppni í skák fór fram á vegum sambandsins sl. vetur, og var samþykkt að svo yrði og á komandi vetri, og var kosin nefnd til að hrinda málinu í fram kvæmd. Meginstarf héraðssambandsins var þó á íþróttasviðinu, og sam- kvæmt skýrslu Sigurðar Helga- sonar, íþróttaráðunautar þess, höfðu Snæfellingar og Hnapp- dæiir unnið keppni íþróttayik- unnar. Alls hafði íþróttafólk hér- aðsins tekið þátt í 29 íþróttamót- um utan héraðs og innan, og komizt víða í fyrstu raðir á utan- héraðsmótum. Sveinameistaramót íslands var háð að Skildi í Helgafellssveit sl. sumar. Sáu U.M.F. Helgafell í Helgafellssveit og U.M.F. Snæfell í Stykkishómi um mótið. Þar hlutu sveinar héraðssambandsins meðal annars 4 fyrstu sætin í stangarstökki. Sigurður Helgason íþróttaráðunautur hafði ferðast nokkuð milli félaganna til leið- beiningar og eggju. ar. Héraðsþingið lagði til og taldi æskilegt að tvö cða fleiri félög hefðu sameiginlegar fræðslu- og skemmtikvöldvökur að vetrinum, eða þá víxlheimbci.. Kl. 3 á sunnudag hlýddu þing- fulltrúar messu í Búðakirkju, hjá séra Þorgrími Sigurðssyni á Stað- arstað. Voru þar og fleiri kirkju- gestir. Bauð ungmennafélag Stað arsveitar öllum til kaffidrykkju, eftir messu. Undir borðum fór fram söngur og ræðuhöld, en á eftir sýndi íþróttafulltrúi kvik- mynd — kvöldvöku í gömlum stíl. Féhirðir sambandsins Erlendur Halldórsson skoraðist undan end- urkosningu. Stjórnina skipa nú: Þórður Gíslason, Ölkeldu, formaður; Kristján Jónsson, Snorrastöðum, Matthías Pétursson, Sandi og Stefán Ásgrímsson, Stóru-Þúfu. U.M.F. Staðarsveitar sá um þingið og móttöku fulltrúa af mikilli rausn. Meðal annars bauð félagið öllum til leiksýningar að Breiðabliki, þar sem Leikfélag Akraness sýndi sjónleikinn: 1 blíðu og stríðu, og var það hin bezta skemmtun. — K.J. Eiturörvarnar fljúga BRUSSELL, 12. nóvember. — Belgíska stjómin hefur útnefnt herforingja með víðtæku valdi til þes að binda endi á óeirðirnar i Ruanda-Urundi þar sem flokkar innfæddra berjast nú upp á líf og dauða með eiturörvum. Neyðar- ástandi hefur verið lýst í landinu og blátt bann verið lagt við úti- fundum og fjöldagöngum. í dag tók lögreglan í fyrsta sinn alvar- lega í taumana í Ruanda-Urundi, en þangað eru líka komnar fjöl- mennar sveitir fallhlífaliða. Astrid Friid í Os/ó 65 ara FRÚ ASTRID FRIID, kona, S. A. Friids ritstjóra í Osló er 65 ára í dag. Frú Astrid hefur starfað í blaðaskrifstofu Hægri-flokksins norska frá stríðslokum, en mun láta af því starfi um áramótin, þar sem hún er nú komin yfir aldurstakmark. Hún dvaldist á stríðsárunum á íslandi og starf- aði sem ritari manns síns, Sig- vard Andreas Friid, er þá var blaðafulltrúi norsku ríkisstjórn- arinnar á íslandi. Þau hjónin höfðu fylgt Hákoni Noregskon- ungi og norsku ríkisstjórninni á flótta þeirra frá Osló 9. apríl 1940 alla leið norður til Tromsö og þaðan með beitiskipinu „Dev- onshire" til Bretlands þann 7. júní sama ár. Þegar til Lundúna kom var frú Astrid fyrst ráðin til starfa í norska utanríkisráðuneytinu og síðar til hins opinbera málgagns norsku stjórnarinnar „Norsk Tidend“, en maður hennar var a" ilritstjóri þess frá byrjun og til vors 1942, þegar hann var skipaður blaðafulltrúi við norska sendiráðið í Reykjavík. Frú Astrid eignaðist marga góða vini bæði í Reykjavík og annars staðar á íslandi. Á sínum tíma birtust í Lesbók Morgun- blaðsins allmörg samtöl við hana um styrjöldina í Noregi og um förina frá Osló til Tromsö. úáð/n Erum kaupendur að vel með förnum bhl Allt að model 1940, með út- borgun 5—10 þús. eða með góðum greiðsluskilmálum. Upplýsingar í kvöld og næstu kvöld í síma 33574. V AR AHLUTIR Höfum nýfengið og er um að taka upp mjög mikið úrval varahluta, m. a.: vatnsdælur, vatns dæluvarahluti, vatnshos ur, startara, startara- varahluti, handbremsu- varahluti, gírkassavara- hluti, kúplingsdiska, — fjaðrahengsli, pedala- öxla, hurðalæsingar og skrár, gúmmíþéttilista v KRINGIUMYRARVEG SÍMI 52881 I. O. G. T. Barnastúkan Díana nr. 54 Fundur á morgun kl. 10. Spurn ingarþáttur, söngur og fleira. - Mætið öll. — Gæzlumaður. Hörður Oíafsson lögfræðiskrifstofa, skjalaþýðandi og dómtúlkur i ensku. Austurstræti 14. Sími 10332, heima 35673. Baímagnsperur smáar og stórar Framleiðsla okkar byggist á margra ára reynslu og hag- nýtri þekkingu. Framleiðsla okkar gert yður ánægoan. mun geta tttf I E R lin E R GIÍÍHLRmPEn * UIERK Berlin O 17, Warschauer Platz 9/10, Telegrainm: Glúhlampen-Werk, Berlin. Deuteche Demokratische Bepublik. Kinkaum boðsmcnn: EDDA H.F. — Pósthólf 906, Reykjavik. Saumastulka óskast hálfan eða allan da«inn. Uppl. í síma 36014. Ford Taunus 1959 er til sölu. Bifreiðin er sama og ekkert keyrð og í fullkomnu ásigkomulagi. Bifreiðin er til sýnis að Mímisvegi 4. Uppl. ísíma 15407 og 11199. Til útstillingar Rafknúin járnbraut (Vestur-þýzk) mjög vönduð til sölu. Tilboð sendist afgr. Mbl. fyrir 18. þ.m. merkt: „Jólaútstilling — 4391“. Aðvörun um stöðvun atvinnurekstrar vegna van- skila á söluskatti, útflutningssjóðsgjaldi, iðgjaldaskatti og farmiðagjaldi. Samkvæmt kröfu tollstjórans í Reykjavík og heimild í lögum nr. 33, 29. maí 1958, verður atvinnurekstur þeirra fyrirtækja hér í umdæminu, sem enn skulda söluskatt, út- flutningssjóðsgjald, iðgjaldaskatt og farmiðagjald HI. ársfjórðungs 1959, svo og söluskatt og útflutningssjóðs- gjald eldri ára, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddum gjöldum ásamt áföllnum ráttarvöxt- um og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstofunnar, Arnarhvoli. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 12. nóvember 1959. SIGURJÓN SIGURDSSON. STARFANDI FÓLK velur hinn endingargóða Patket T-Ball Skynsöm stúlka Hún notar hin frábæra Parker T-Ball... þessa nýju tegund kúlupenna sem hefir allt að fimm sinnum meira rit-þol, þökk sé hinni stóru blekfyllingu. Löngu eft- ir að venjulegir kúlupennar hafa þornað, þá mun hinn á- reiðanlegi Parker T-Ball rita mjúklega, jafnt og hiklaust. Pourous kúla einkaleyfi PARKERS Blekið streymir u.n klúuna og matar hinar fjölmörgu blekholur . . . Þetta tryggir að blekið er alltaf skrifhæft í oddinum. Parker kúlupenni A PRODUCT OF c|> THE PARKER PEN COMPANY 9-B314

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.