Morgunblaðið - 14.11.1959, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.11.1959, Qupperneq 10
10 MORGV1SRL4Ð1Ð Laugardagur 14. nóv. 1959 Sama góða fisk* verðið í Bretlandi <* 0»*-* 0,0 0S1* 0- 0 0 .0- if! + + + SEM fyrr er fiskmarkaðurinn i Bretlandi hagstæður og tókst togaranum Brimnesi í gær að fá prýðilegt verð fyrir afla sinn, er hann landaði í Grimsby. Reynd- ist aflinn vera 167 tonn og seldist hann fyrir 13.208 sterlingspund. í Þýzkalandi seldi Júní, en þar var markaðurinn ekki eins góður og í Bretlandi. Var Júní með jafn mikinn afla og Brimnes, og fékk 104.000 mörk, sem jafngildir þvi sem næst 9000 sterlingspundum. Kennarafundur á Sauðárkróki LAUGARDAGINN 31. október var haldinn sameiginlegur fund- ur kennarafélaganna í Húna- vatns og Skagafjarðarsýslum að Sauðárkróki. Mættir voru alls 41, þar af 3 prestar úr Skagafjarðar sýslu, en prestum héraðsins hafði verið boðið að mæta á fundin- um. Einnig var mættur skóia- stjóri Gagnfræðaskólans á Sauð- árkróki. Björn Daníelsson formaður Kennarafélags Skagfirðinga setti fundinn. Fundarstjóri var Guð- jón Ingimundarson, Sauðárkróki, en ritarar Garðar Jónsson Hofs- ósi og Stefán Jónsson, Blönduósi. Fundarefni var eftirtalið: Stefán Jónsson námsst, óri og óvenjulegt — og flytja það síðan tL fólksins, sem ekki hef ur tækifæri til þess að sjá það með eigin augum. Ánægjan af þessu starfi launar allt erfiðið. — Ég var t.d. mjög heppinn í Vestmannaeyjum, þegar ég myndaði fulginn í bjarginu þar. En maður verður líka að sýna þolinmæði. Ég sat graf- kyrr í nokkrar klukkustundir — og þá tókst mér að komast 1 svo nálægt fuglinum, að ég . gat strokið honum. — Ég sýni þessar myndir heima í Þýzkalandi á skemmtifundum ýmissa félaga — og ég segi þá frá íslandi um leið. Stundum sel ég blöðunum myndir, en aðallega vinn ég við að ljós- mynda listaverk, eða fyrir iðnaðinn til notkunar i auglýs- ingum. Þetta er mjög skemmti legt, sérstaklega, þegar ég verð að velta sama hlutnum fyrir mér í margar klukku- stundir til þess að finna út hvernig bezt er að mynda hann. Þá er maður alltaf að sjá eitthvað nýtt og fallegt við hlutinn, það er nám út af fyrir sig. Hér hefur Schlenker safnað miklu skeggi. Hann segist ætla að gefa mömmu það, og hlær. — Hún skipar mér nefni lega að raka mig strax. Ég veit, að henni geðjast ekkert af skegginu. En ég er bara að stríða henni svolítið. Ég keypti fyrir hana hvítt gæru- skinri, það er mýkra en skegg- ið. Eyjum i flutti erindi, er hann nefndi: Móðurmálið og skólarnir. Sr. Lárus Arnórsson talaði um mikilvægasta námsefnið, þ. e. kristindómsfræðslu. Þorsteinn Einarsson, íþrótta- fulltrúi flutti erindi um líkams- rækt og sýndi myndir máli sinu til skýringa. Gestur Þorgrímsson, kennari, Rvík sýndi skuggamyndir og leiðbeindi um notkun þeirra við kennslu. Jón Þ. Björnsson, Sauðárkróki flutti ávarp um bindindismál. Stjórn Kennaraf. Skagfirðinga skipa: Björn Danielsson, skólastj. Sauðárkr., formaður; Garðar Jónsson, skólastj., Hofsósi, ritari; Magnús Bjarnason, kennari, Sauð árkr. gjaldkeri; Stjórn Kennaraf. Húnvetninga skipa: Björn Bergmann kennari, j Blönduósi, form.; Stefán A. Jóns- ' son, Blönduósi ritari og Páll Jónsson, skólastj. Skagaströnd, gjaldk. Að fundum loknum var sam- eiginleg kaffidrykkja í boði Kennarafél. Skagfirðinga. Undir borðum skemmtu menn sér við ræðuhöld og söng. M.a. minntist Jón Þ. Björnsson frv. skólastj. 25 ára afmælis Kennarafélags Skagfirðinga. Á fundinum var samþykkt eftírfarandi ályktun. Fundur barnakennara í Skagafjarðar- og Húnavatnssýslu haldinn á Sauð- árkróki 31. okt. 1959 telur ástand- ið í áfengismálum þjóðarinnar al gerlega óviðunandi. Fundurinn telur því brýna nauðsyn að auka bindindisstarf- semi í landinu og efla lögreglu- 1 eftirlit á skemmtisamkomum. — jón. Schlenker hefur ferðazt um allt ísland. Hann var líka hér á ferð í fyrrasumar — og þá tók hann yfir 1,000 ljósmynd- ír. Hann hefur jafnan verið einn á ferð, farið yfir öræfin, vaðið jökulár og lent í mann- raunum — alltaf með bakpoka og tjald á bakinu. — Ég vil ferðast einn míns liðs segir hann. Þá get ég staldrað við þar sem mig lang- ar til. Annars væri ég alltaf bundinn af einhverri ferða- áætlun, eða háður ferðafélög- unum. Stundum verð ég t.d. að bíða 2—3 daga eftir góðu veðri og heppilegri birtu til að mynda einhvern fallegan stað, sem ég rekst á. En það er nú einmitt hlutverk Ijósmyndar- ans að finna eitthvað fgaurt svartfugíinum — Ég sendi allan minn far- angur með Fossinum — og auk þess tvo hesta, sem ég keypti norður í Skagafirði. Frá Hamborg ætla ég að fara ríðandi suður Þýzkaland, til Schwartzwald, en þar á ég heima — í bæ, sem heitir Schwenningenam Neckar. Þetta ferðalag tekur mig sennilega 3 vikur, sagði Schlenker, en borgar sig samt, því sjónvarps og útvarpsstöðv ar 1 Þýzkalandi hafa haft sam- band við mig og oeðið mig um ýmislegt efm frá íslandi í sambandi við þennan langa reiðtúr. Súla í Eyjuro Svartfugl í Eyjum Sumarkvöld á Bíldudal Hann klappaði UNGUR Þjóðverji, Hermann Schlenker að nafni dvaldist hér í sumar og ljósmyndaði verk þeirra Ásmundar Sveins- sonar og Sigurjóns Ólafssonar fynr Ragnar Jónsson í Smára, en æilunin mun vera að geía út bók með þessum myndum. Schlenker er nýfarinn heim leiðis. í sumar tók hann hér um 1000 ljósmyndir í svörtu og hvítu og 600 litmyndir og þar að auki 200 litmyndir á Grænlandi, en þangað komst hann með Flugfélagi íslands. Mbl. hafði tal af Schlenker áður en hann fór, en ferð hans var þá heitið til Hamborgar. Þar ætlaði hann að bíða komu Tröllafoss.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.