Morgunblaðið - 14.11.1959, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 14.11.1959, Qupperneq 14
14 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 14. nóv. 1959 Royal dvaxtahlaup (gelatin) Inniheldur C bætiefni. Það er nærandi og ljúf- fengt fyrir yngri sem eldri ,einnig mjög fall- egt til skreytingar á tertum. íbúð til sölu Til sölu er lítil 4 herbergja íbúð í risi. íbúðin er mjög heppileg fyrir hjón með 1—2 böm. Upplýsingar gefa Lögmenn GEIK HALLGRlMSSON EVJÖLFUK KONRAÐ JÓNSSON Skrifstofustarf Maður með verzlunarskólaprófi, nýkominn frá námi erlendis, óskar eftir vinnu hjá traustu fyrirtæki, tungumálakunnátta: enska, þýzka, franska og hald- góð þekking á almennum skrifstofu- og bankastörf- um. Tilboð sendist blaðinu fyrir þriðjudagskvöld merkt: „8399". SEM NÍR VOLKSWAGEN til sölu Upplýsingar í dag í síma milli kl. 1—2 og 7—8 Sími 32573. vantar vanar vélritnnarstúlkur um stuttan tíma. Kvöldvinna kæmi til greina. Uppl. í síma 22385. Keflavík Til leigu er í Keflavík húsnæði 170 ferm. og 55 ferm. salir við Hafnargötuna sem hentugir eru til ýmiskonar iðnaðar og fL Upplýsingar í síma 12. Barnakápur Bláu efnin komin. — Litaúrval. Saumastofa Jónínu Þorvalds Rauðarárstíg 22. Rafgeymar 6 og 12 volt hlaðnir og óhlaðnir. Garðar Gíslason hf. Bifreiðaverzlun. Matthildur Jóhannesd. Minningarorð í DAG verður til moldar borin að Útskálum í Garði, Matthildur Jóhannesdóttir frá Gauksstöð- um í Garði. Hún var dóttir sæmdar- og ágætishjónanna á Gauksstöðum, Helgu Þorsteins- dóttur og Jóhannesar Jónssonar, útvegsbónda. Matthildur var fædd 22. apríl 1935, en lézt 5. nóvember sl. Vafalaust hefur sumarylurinn aukist hjá hjón- unum á Gauksstöðum við fæð- ingu litlu stúlkunnar, þá fögru vordaga fyrir 24 árum. En í ham ingjusömu hjónabandi þeirra hafa þau eignast 14 falleg og mannvænleg böm og var Matta, eins og hún var jafnan kölluð meðal vina og vandamanna, næst yngst. Fyrir 17 árum kom ég fyrst að Gauksstöðum. Það var eink- um tvennt, sem festist þá í huga minn og hefur átt þar bólfestu siðan, þc er hjartahl.'. húsráð- enda og hh.n scóri, fjörmikli barnahópur. Hvert af öðru ux i svo börnin út úr barnahópnum inn í líf og starf hinna fullorðnu þar sem þau hafa reynzt í bezta lagi hlutgengir þjóðfélags þegn- ar. Ein er s» min. um Matc- hildi, sem mér finnst rétt að geta, — Bókmenntir Framh. af bls. 13. Sagan er dálítið sundurlaus og sumar persónulýsingar helzti ein faldar í sniðum, en það er mikil heiðríkja yfir frásögninni og tákn in víða skáldleg og mælsk. Hún verður manni sérlega minnisstæð. „Maríumyndin" eftir Guðmund Steinsson kom út í fyrra. Hún er sennilega listrænust þeirra fjögurra skáldsagna, sem hér eru nefndar, eins konar prósaljóð um suðrænar ástir. Atburðarásin er mjög látlaus og einföld, en strll- inn er hlaðinn mikilli kynngi. Sagan fjallar ekki um nein meiri háttar vandamál nema togstreit- una í sál söguhetjunnar milli hins einfalda og nægjusama lífs fólks- ins á Kanaríeyjum og hins óró- lega lífs flakkarans sem hvergi eirir og finnur aldrei fullkomna hamingju. En á bakgrunni sög- unnar er brugðið upp sérlega ljós- um svipmyndum af kjörum eyjar skeggja, lifsbaráttu þeirra og fá- tækt. „Ástarsaga" eftir Steinar Sig- urjónsson, sem líka kom út í fyrra, er af allt öðrum toga. Hún fjallar um sjómannalíf og hjóna- bandserjur á Akranesi, en það er stíllinn sem gefur henni gildi, lyftir efninu upp úr hversdags- leikanum. Höfundurinn notar fjörugt götumál af mikilli leikni og sagan er eiginlega öll „ein- tal sálarinnar". Hins vegar eru sumar persónurnar eilítið þoku- kenndar og óþörf sérvizka í staf- setningu höfundarins. En þetta er mjög nýstárleg bók. Ég hef hér að framan nefnt sárafáar skáldsögur frá síðustu 15 árum, og af ráðnum hug sleppt ýmsum greinum skáldsögunnar, svo sem sagnfræðilegum skáld- skap. Það sem fyrir mér vakti var að draga fram nokkur þau verk, sem sérkennilegust mega teljast og kynnu að benda til þess, að íslenzkir höfundar séu að leita nýrra fanga. Um það verður varla deilt, að hlutur skáldsögunnar í bókmenntum okkar sé harla rýr þessa stundina og að tilraunir ungu skáldanna séu fálmandi enn sem komið er. Ég held sú staðhæfing Kristjáns Karlssonar sé rétt, að okkur skorti heimspekilega og andlega undirstöðu í bókmenntirnar. Með an íslenzkir höfundar eru ragir við að fjalla um hin stærri vanda mál mannlífsins og tilverunnar, verða bókmenntirnar ekki ann- að en „endalausar frásagnir af fátæklegum atburðum úr þjóð- lífinu" og veslast að lokum upp af andlegum næringarefnaskorti. Sigurður A. Magnússon. e.i það var frá íþróttamóti í Kefla vík, er hún tók þátt í, þá á ferr.i- ingaraldri. Táp hermar og fjör speglaðist í hverri hreyfingu og hógværð að unnum si„.-i. Þ .3 duldist ekki aC hér -ár gott þróttaefni. Enda mun það ha-a verið vilji henn; og þrá að gera íþróttakennslu að ævistarfi. t£n því miður voru ;kki forlög henn ar þann veg ráðin. Eftir að hafa lokið héraðsskólanámi 1952, mur. hún hafa ætlað sér að fara í íþróttakennaraskóla, en áður en til þess kom, mun sjúkdómur sá er nú hefur fært hana úr tölu okkar lifenda gert vart við sig, og breytt fögrum fyrirætlunum og góðum fyrirheituni í va.i- heilsu og sjúkrahússvist. Tiu mánaða sjúkdómslega kom i stað skólagöngu og síðar margar skemmri legur. Oí.ast var harka sjúkdómsins svo mikil, að maður gat búizt við sigri mannsins með sigðina. íþrótt Matthildar varð því sú að glíma við hann. Og við, sem stóðum álengdar — áhorfendur — gátum ekki annað en dáðst að æskuþrótti og mann- dómi hennar. Hvað eftir annað náði hún svo öruggum yfirtökum, að jafnvel þeir, sem bezt áttu að vita, gerðu sér vonir um að sigurinn væri alger. En þá var athafnaþráin, atorkan og óhlífn- in svo mikil að hún sást ekki fyrir. Smátt og smátt bilaði við- námsþrótturinn og lífsins loka- stund upp runnin hverri Matt- hildur tók á móti með sinni kunnu geðró og hugprýði. Af framansögu mætti ætla að vinnustundir Matthildar hafi ekki orðið margar. En athafnaþráin var henni í blóð borin. Á átjánda ári réðst hún til símaþjónustu á símstöðina í Garðinum og siðar á símstöðina í Keflavík, en bjó alltaf heima í foreldrahúsum, þar sem hún vann jafnan að lok- inni símavakt. Á Gauksstöðum var margt að snúast, bæði úti og inni, stórt heimili, landbúnaður og útgerð, með fiskverkun, sild- arsöltun og öllu því sem þar að lýtur, og í þungri sjúkdómslegu móður sinnar fékk hún sig leysta frá simþjónustu í nokkra mán- uði til að taka að sér húsmóð- urstörfin. Auk þessa gat hún fórn að góðum tima til félagsmála og starfs í þeirra þágu, lék t. d. í ýmsum sjónleiekum við góðan orðstír. Um leið og við starfssystkini hennar kveðjum hana og þökk- um henni góð kynni og gott sam- starf, vottum við öldruðum for- eldrum hennar og öðrum vinum og vandamönnum innilega sam- úð. Jón Tómasson. Bygging björgunarskútu fyrir Breiðafjörð STYKKISHÓLMI, 9. okt. — Að- alfundur fjáröflunarnefndar fyr ir björgunarskútusjóð Breiða- fjarðar var haldinn í Stykkis- hólmi föstudaginn 6. nóv. kl. 9 í samkomuhúsinu. Mættir voru fullfcrúar úr öllum sjávarpláss- um á Snæfellsnesi. Auk þess Ás- grímur Björnsson, fulltrúi frá Slysavarnafélagi íslands. Ottó Ámason setti fundinn og minntist Ágústar heitins Páls- sonar, skipstjóra í Stykkishólmi, er lézt á sL sumri, en hann var mesti áhugamaður um málefni björgunarskútusjóðsins. Þá gaf hann fundinum skýrslu um gang söfnunarinnar til þessa dags, en eins og áður hefur verið sagt frá í blöðum stofnuðu þau Svanhild ur og Þorbjörn Jónsson í Reykja vík sjóð þennan fyrir nokkrum Losað um fjötrana í Kenya NAIROBI, Kenya, 10. nóv. Reut- er: — Sir Patrick Renison, land- stjóri Breta í Kenya, lýsti því yfir á fyrsta fundi löggjafarráðs landsins í dag, að lög um hernað- arástand, sem sett voru fyrir sjö árum, er mikil átök urðu með samtökum innfæddra og Bretum, yrðu felld úr gildi eftir næstu áramót. Sir Patrick sagði, að jafnframt yrðu látnir lausir fjölmargir fangar, sem setið hefðu í fanga- búðum lengri eða skemmri tíma fyrir alls kyns afbrot. Aðeins þeir, sem drýgt hefðu meiri hátt- ar glæpi, yrðu ekki látnir lausir, heldur haldið áfram í fangelsi eða „betrunarbúðum". Þeirra á meðal er Jano Kenyatta, foringi samtaka Afríkumanna. — Reynt verði og að leysa sem fyrst úr haldi um 2.300 manns, sem dæmd ir hafa verið vegna brota á lög- unum um neyðarástand. Þess má geta, að Sir Patrick Renison tók við landstjóraem- bættinu af Sir Evelyn Baring í síðasta mánuði. árum. Sjóðurinn er nú 557 þús. kr. Þar á meðal hefur safnazt á Hellissandi rúm 112 þús., i Ól- afsvík 147 þús., Grafarnesi rúm 42 þús., Stykkishólmi rúm 175 þús. Var fundurinn einróma með því að hraða fjáröflunum og var ákveðið að almennur íjár- öflunardagur yrði 1. og 2. apríl 1960. Þá var samþykkt tillaga um að kjósa 5 manna ráð til að ræða við landhelgisgæzluna, Slysa- varnarfélag Islands og rikisstjórn um byggingu björgunarskútu fyr ir Breiðafjörð. Er samið hefur verið um byggingu skipsins og bygging þess ákveðin, skal þetta ráð hafa eftirlit með byggingu þess fyrir hönd björgunarskúfcu- sjóðs Breiðafjarðar, eftir því, sem um semst við stjórnarvöld- in. í þetta ráð voru kjörinn einn maður úr hverju sjávarþorpi á Snæfellsnesi þeir Bergsveinn Jónsson, Stykkishólmi, Emil Magnússon Grafarnesi, Víglund- ur Jónsson, Ólafsvík og Skúli Alexandersson, Hellissandi. Einn ig Þorbjörn Jónsson, Reykjavik. — Á. H. Gagnrýnir stefnu NATO LONDON, 11. nóv. — Einn af talsmönnum verkamannaflokks- ins, Shinwell, fyrrum varnarmála ráðherra, gagnrýndi í dag Atlants hafsbandalagið fyrir ákvörðun- ina um að láta v-þýzka hernum í té eldflaugar og kjarnorkuvopn. Innan skamms yrði V.-Þýzkaland öflugasta riki Evrópu, ef færi sem horfði. Því var svarað til af hálfu stjórnarinnar, að V.-Þjóðverjar mundu ekki fá þessi vopn fyrir fund æðstu manna — og þeir fengju heldur ekki ráð yfir kjarn orkuvopnunum. En hins vegar væri engin ástæða til að mis- muna NATO-ríkjunum í einu né neinu, V.-Þjóðverjar hefðu full- an rétt á við hinar bandalagsþjóð irnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.