Morgunblaðið - 14.11.1959, Page 20
20
MORCVNBLAÐIÐ
Laugardagur 14. nóv. 1959
^J&rottnl
ffecýn
nf
uilfci
12
óinum
EFTIR
RITA
1 HARDINGE
Hún skildi, að honum var full
•lvara.
— Allt, sem mér er nokkurs
virði, er nú í húfi, útskýrði hann
— og sem konungur og drottning
Andróvíu verðum við að láta
skylduna ganga fyrir öllu.
— Þess vegna er ég hingað
kominn, hélt hann áfram. — Við
höfum skyldu að gegna í kvöld.
Á þessari stundu er hallartorgið
þakið -f skelfdu og áhyggjufullu
fólki. Það hefur verið þar alltaf
síðan þú varst flutt heim eftir
ökuferðina, og það verður þar,
þangað til það verður sannfært
um, að þú hafir ekki slasazt. —
Þúsundir liggja á knjánum og
biðja fyrir þér.
Janet fékk kökk í hálsinn.
— Þetta er fólkið, sem við
megum ekki svíkja, hélt hann
áfram. — Og meðan það liggur
á knjánum, ganga áróðursmenn
un ii,w5al þess, menn, sem eru
á bandi Ruperts. Þeir hvísla, að
drottningin sé dáin — að þeirra
ástfólgna Gloría sé horfin burt,
fylla fólk með lygum til að fá
það til að gera uppreisn og
leggja landið í auðn. Það er ekki
vandi að æsa það upp, og þú ert
sú eina, sem getur komið í veg
fyrir það.
— Ég?
— Já, þú! Farðu á fætur og
komdu með mér, skipaði Mic-
hael. — Greiddu þér bara ofur-
lítið og farðu í morgunkjól, og
svo förum við út á svalirnar eins
og í morgun. Og þú átt að brosa
og veifa, Janet — láta það sjá,
að þú hafir ekkert slasazt.
Hún hikaði, hún var þreytt og
ringluð, og fannst hún naumast
fær um þetta.
— Komdu, hélt Michael
áfram. — Ef þú bregzt nú, verð-
ur blóðbað á götum Dovino, þeg
ar í kvöld. Hann rétti höndina í
átt til hennar. — Þau bíða eftir
þér, sagði hann rólega. — Það
er ekki konungurinn, sem þau
vilja sjá, það ert þú, Gloría,
drottning þeirra! Þú ert sú eina,
sem getur slökkt þá glóð, sem
reynt er að fá til að brjótast út
í óslökkVandi báli.
Hún sá, að höndin skalf, er
hann þurrkaði sér um ennið.
— Ef óróinn eykst, hefur
Bersonin gefið hernum skipun
um að skjóta, sagði hann í að-
vörunartón. — Ætlarðu að bíða,
þangað til kúlurnar byrja að
hvína?
En Janet var þegar komin
fram úr rúminu. Óttinn hafði
unnið bug á magnleysi hennar,
óttinn við allan þann dauða og
hörmungar, sem hún gat komið í
veg fyrir.
— Ég er tilbúin, sagði hún, er
hún hafði sveipað um sig skósíð-
um morgunslopp úr silki.
— Reyndu að sýnast alveg ró-
leg og glöð í geði, þú átt að vera
hið eina yndislega og hátignar-
lega í heimi, sem er að ganga af
göflunum. Ég hef látið setja svið
Ijós á svalirnar, svo fólkið geti
séð þig vel.
Janet fannst sm fæturnir
myndu neita að bera hana, þegar
hún sneri sér að Michael og end-
urtók, að hún væri tilbúin. Hún
leit ósjálfrátt í átt til dyranna, en
hann gekk yfir í hinn enda her-
bergisins og þrýsti á ákveðinn
blett á gamla veggfóðrinu.
— Vertu ekki smeyk! Það er
heilt net af göngum eins og þess
um um alla höllina, útskýrði
hann um leið og veggspjald rann
til hliðar, og hann leiddi hana
út í þröngan ranghala. — Áður
fyrr fannst forfeðrum minum oft
nauðsynlegt að geta komizt burt,
því að það hefur ætíð verið
hætta samfara því að sitja í há-
sæti Androvíu. Það þekkir eng-
inn þessa ganga nákvæmlega,
nema ég, og eftir þeim get ég
komizt inn í sérhvert herbergi í
höllinni, og jafnvel lengra burt,
án þess vart verði við ferðir min
ar. Svo þú mátt gæta þín, Janet,
því þú getur aldrei vitað nema
ég standi bak við þilið og heyri
og sjái allt!
Það fór hrollur um hana. Þessi
skuggalegi heimur samsæra og
njósna varð æ óhugnanlegri, því
betur sem hún kynntist honum.
En um leið og þau gengu inn í
salinn, sem opnaðist út nð svöl-
unum, gleymdi hún öllu fyrir
4
4
4
i >
< >
4
4
< >
4
< >
4
i >
i ►
< >
i >
i >
i >
i >
i >
> >
• >
i >
i >
i >
i >
> >
i >
4
4
< >
er traustbyggð, einföld í notkun, afkastamikil og
fjölhæf.
KEN'VVOOI) hrærivéiinni fylgir: Skál hnoðari, þeytari,
hrærari, sleykja, og plastyfirbreiða.
— Verð kr.: 3.295.00 — Ársábyrgð.
Eigum ennfremur fyrirliggjandi: hakkavélar,
berjapressur, grænmetiskvarnir o. fl.
Aukahlutir, sem létta húsmóðurinni störfin.
Jfekla
Austurstræti 14
Sími 11687
MEÐ
Kenwood hrærivélin
hljóðunum, sem bárust inn um
gluggana.
Það voru margslungin hljóð,
eins og gjálfur, eins og hinn
þungi gnýr, þegar stór holskefla
skelur á ströndinni, og smám-
saman fór hún að greina einstök
orð — raddir, sem hrópuðu á
drottninguna.
En þær hrópuðu ekki aðeins á
hana. Öðru hverju kváðu við
harmþrungin óp: — Drottningin
er dáin! — Drottningin er dáin.
Janet gekk í áttina að glugg-
anum, en Miohael greip í hand-
legginn á henni.
— Ekki strax, sagði hann. —
Þetta verður að setja vandlega
á svið. Við verðum að nota okk-
ur sem allra bezt, að þú sýnir
þig á svölunum — það má ekki
ske of óvænt. Bíddu!
Michael gaf varðmanni skip-
un, og það leið ekki á löngu, unz
Bersonin hershöfðingi, greifa-
frúin og Max Retchard komu
inn.
Konungur skýrði þeim stutt-
lega frá áformum sínum. Fleira
hirðfólk var kallað að, og allt
var undirbúið sem vandlegast.
Þau gleymdu alveg Janet, með
an þau fengust við ljósaútbúnað
inn og ræðuna, sem hershöfðing
inn fékk tækifæri til að halda,
sem formála. Eins og dregin af
ósýnilegu afli, gekk hún að
glugga, þaðan sem útsýn var yf-
ir hallartorgið. Henni lá við and-
köfum og hún fann kulda læsa
sig um allan líkamann.
Stóra torgið og aðliggjandi göt
ur voru troðfullar af þúsundum
smáljósa. Flest voru það logandi
blys, og í bjarma þeirra sáust
óteljandi andlit — ungir og
gamlir, menn og konur og börn,
og allir störðu svo ákaft og eftir-
væntingarfullt upp til hallarinn-
ar.
Hún sá, að flestar konurnar
lágu á hnjánum og einnig marg-
ir eldri karlmönnunum. En svo
voru aðrir, sem sífellt voru á
kreiki á meðal þeirra, og þar sem
þeir fóru um, varð þys og óró,
jafnvel meðal þeirra, sem krupu.
Janet fannst eitthvað hræði-
lega óhugnanlegt við þessa eftir
væntingarfullu þögn. Það var
eins og lognið, sem verður áður
en óveður skellur á.
Og öllum megin við mann-
þröngina glitti á byssur og byssu
stingi.
— Við viljum sjá drottning-
una!
— Gloríu drottningu!
„Drottningin er dáin!
Þegar sviðsljósið var kveikt,
fór eins og sterkur stormþytur
um torgið. Svo gekk hershöfð-
inginn fram í skæra birtuna.
Það kvað við öskur, og gamli
maðurinn lyfti hendi til að þagga
það niður. En öskrið stafaði ekki
frá neinum hlýjum tilfinningum.
Fólkið var gramt, og vildi ekki
þagna. Og það vildi ekki sjá
hershöf ðingj ann.
— Við viljum sjá drottning-
una!
— Gloría!
Allt í einu gekk Janet fram.
Það var eins og afl, sterkara en
hún sjálf, togaði hana út um
dyrnar fram á svalirnar.
Öskrin þögnuðu jafnskyndi-
lega og þrýst hefði verið á rofa,
og í stað þess varð næstum óskilj
anlega djúp þögn.
Janet stóð andartak, án þess að
vita, hvað hún ætti nú að gera.
Hún hafði rétt fram hendurnar,
eins og hún vildi faðma að sér
allan mannfjöldann þarna niðri.
Bjart ljósið breytti hári hennar
í gullið ský.
i
ú
á
Andi starir vonlaus á vatnið,
«em nær honum nú upp í háls.
Sjáðu, pabbi, Depill hleypur nið-
ur stíginn með hálsbandið hans! Hvolpurinn nemur snögglegal í jörðina. Nei, Depili, þú átt að
Anda. Já, ef til vill ætlar hann staðar og byrjar að grafa niður j finna Anda.
að sýna okkur, hvar Andi er.
Há, tíguleg og fögur stóð hún
þarna, og skyndilega fann hún
þá ró, er hún leitaði, því að hún
hafði leitað til Gloríu um hjálp.
Gloría hefði ekki verið hrædd á
þessari stundu, og þess vegna
ætlaði hún heldur ekki að vera
það. Gloría hefði brosað, alltaf
örugg, tíguleg og óttalaus, og þess
vegna brosti Janet einnig nú. —
Þetta var henni allt jafneðiilegt
og hún hefði verið drottning í
raun og veru.
Hún varð gripin undarlegri ró
og öryggiskennd, enda þótt öll
framtíðin væri í húfi á þessu
augnabliki, sem virtist óendan-
lega langt. Mannfjöldinn beið
þögull, spenntur eins og þanin
fjöður. Þau, sem stóðu í salnum
að baki henni, veltu því fyrir
sér, hvort jafnvel framganga
hinnar ástfólgnu Gloríu myndi
nægja til að forða heilli þjóð frá
uppreisn og eyðileggingu.
— Ávarpið þau! Það var hers-
höfðinginn, sem loks fékk málið
aftur, og hún sá hann benda á
gljáandi smáhluti, sem festir
voru við handrið svalanna.
Áður hafði hún aðeins séð
hljóðnema langt frá sér. Nú varð
henni ljóst, að það var sitthvað
að líta út eins og Gloría, eða tala
Andróvísku á sama hátt og hún.
En róin og öryggið yfirgáfu
hana ekki með öllu. Hún tók sér
stöðu og byrjaði að tala.
— Eins og þið sjáið sjálf, hefur
ekkert komið fyrir mig — ég er
svo hamingjusöm að geta staðið
hér og sagt ykkur þetta, svo
þakklát ykkur öllum — svo feg-
in, að ég verð bráðum nógu hress
til að —
Hún komst ekki lengra í þess-
ari samhengislausu ræðu. Rödd
hennar var nóg. Frá fjöldanum
þarna niðri barst hljóð, sem var
ólíkum öllum þeim fyrri. Það
var innilegur léttir og sigurhrós
fólks, sem unni henni framar
öllu. Þessi myrki fjöldi var ekki
lengur ófreskja, sem bjó sig til
að stökkva. Hann varð að ein-
staklingum, glöðum, ánægðum
manneskjum — og eftir fyrsta
hugarléttishrópið, byrjaði fjöld-
inn allt í einu að syngja.
í bili var yfirvofandi hættu
afstýrt.
.....gparið yöur Waup
á milli margra v«rzWia ■
OÖRLWOL
ÓMILW
tóWH!
- Ausfcurstræti
ailltvarpiö
Laugardagur 14. nóvember
8.00—10.00 Morgunútvarp (Bæn. — 8.05
Morgunleikfimi. — 8.15 Tónleik-
ar. — 8.30 Fréttir. — 8.40 Tónleik-
ar. — 9.10 Veðurfregnir. — 9.20
Tónleikar.
12.00 Hádegisútvarp. — (12.25 Fréttir
og tilkynningar).
13.00 Oskalög sjúklinga (Bryndís Sig-
urjónsdóttir).
14.00 Raddir frá Norðurlöndum: Tor-
mod Skagestad les frumorkt ljóð.
14.20 Laugardagslögin. — (16.00 Fréttir
og veðurfregnir).
17.00 Bridgeþáttur (Eiríkur Baldvins-
son).
17.20 Skákþáttur (Guðmundur Arn-
laugsson).
18.00 Tómstundaþáttur barna og ungl-
inga (Jón Pálsson).
18.25 Veðurfregnir.
18.30 Utvarpssaga barnanna: „Siskó á
flækingi" eftir Estrid Ott: V.
lestur (Pétur Sumarliðason kenn-
ari).
18.55 Frægir söngvarar: Lotte Leh-
mann syngur lög eftir Mozart,
Schumann, Hugo Wolf, Brahms
og Richard Strauss.
19.30 Tilkynningar.
20.00 Fréttir.
20.20 Leikrit Leikfélags Reykjavíkur;
„Allir synir mínir" eftir Arthur
Miller. Þýðandi: Jón Oskar. —•
Leikstjóri: Gísli Halldórsson.
Leikendur: Brynjólfur Jóhannes-
son, Helga Valtýsdóttir, Jón Sig-
urbjörnsson, Helga Bachmann,
. Guðm. Pálsson, Arni Tryggva-
son, Guðrún Stephensen, Stein-
dór Hjörleifsson, Sigríður Haga-
lín og Asgeir Friðsteinsson.
22.00 Fréttir og veðurfregnir.
22.10 Framhald leikritsins „Allir syn-
ir mínir'*.
23.00 Danslög.
01.00 Dagskrárlok.